Morgunblaðið - 03.06.2019, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 03.06.2019, Blaðsíða 10
10 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 3. JÚNÍ 2019 Hamraborg 10, Kópavogi Sími: 554 3200 Opið: Virka daga 9.30–18 VERIÐ VELKOMIN Í SJÓNMÆLINGU ——— Snorri Másson snorrim@mbl.is „Það munar um minna,“ segir Breki Karlsson, formaður Neytenda- samtakanna, í samtali við Morg- unblaðið um vaxtabreytingar bank- anna sem gerðar voru fyrir helgi. „0,5% vaxtalækkun á hverja milljón eru 5.000 krónur á ári. Þeir sem skulda þrjátíu milljónir til dæmis borga þá 150.000 krónum minna af vöxtum á ári við þessar breyt- ingar. Það er dá- góð búbót fyrir hinn almenna neytanda,“ segir Breki. Landsbankinn tilkynnti á föstu- daginn að bæði innláns- og útláns- vextir yrðu lækkaðir á nýrri vaxta- töflu sem tók gildi strax á laugardag. Í breytingunum felst að fastir vextir óverðtryggðra íbúðalána til 60 mán- aða voru lækkaðir um 0,50 prósentu- stig og sömu vextir til 36 mánaða um 0,30 prósentustig. Vextir á hlið- stæðum verðtryggðum lánum lækk- uðu um 0,35 prósentustig. Á sama tíma lækkuðu breytilegir innláns- vextir um 0,10-0,50 í flestum tilvikum en standa sumir í stað. Auður, netfjármálaþjónusta á veg- um Kviku, lækkaði í sömu svipan sína innlánsvexti úr 4,0% í 3,5% og Arion banki tilkynnti um aðra eins lækkun. Ekki hefur borist tilkynning þessa efnis frá Íslandsbanka en Breki telur annað ólíklegt en að hann taki upp á hinu sama, enda spurning um að bjóða viðskiptavinum sem best kjör. Stærsta kjarabótin fyrir fólk með húsnæðislán Breki telur þetta jákvætt skref og eðlilegt. „Þetta var það sem var lagt upp með í lífskjarasamningunum, að vextir myndu lækka hjá Seðlabank- anum og að útlánsvextir bankanna myndu síðan lækka til jafns við það,“ segir Breki. Hann segir flest heimili skulda eitthvað í húsnæðislánum og að fyrir þau sé svona lækkun búbót. „Svona lækkanir eru stærsta kjara- bót þeirra sem skulda húsnæðislán,“ segir Breki. „Núna vonum við það auðvitað að vextirnir haldi áfram að lækka hjá út- lánastofnunum, bæði bönkum og líf- eyrissjóðum,“ segir Breki. „Ef við næðum að lækka vexti um tvö pró- sentustig væri það frábært, eins og sést af því að sá sem skuldar 20 millj- ónir greiðir 100.000 krónum lægri upphæð í vexti við 0,5% lækkun og myndi greiða 400.000 krónum lægri upphæð við 2% lækkun,“ útskýrir hann. Breki segir að við lækkun vaxta sé líka gott fyrir fólk að nota tækifærið og skoða vaxtastigið á lánunum sín- um. „Það er miklu auðveldara núna en hefur verið lengi að endur- fjármagna lánið og skipta um banka, ef þar eru hagstæðari kjör. Það mun- ar um hvert einasta prósentustig, eins og sést,“ segir hann. Lægri stýrivextir Seðlabankinn lækkaði stýrivexti sína um 0,5% fyrir skemmstu, úr 4,5% í 4%. Ekki er ólíklegt að þeir vextir haldi áfram að lækka samfara frekari kólnun í hagkerfinu. Breki bendir á að stýrivaxtalækk- anir gegni tvíbentum tilgangi, í aðra rönd henti lækkun þeirra til þess að minnka áfall heimila við samdrátt í hagkerfinu, í því að vextirnir af lán- unum þeirra lækka, og í hina röndina til þess að hvetja þá sem geyma mik- ið fé í bönkum til þess að fjárfesta það, þar sem vextirnir á reikning- unum þeirra lækka. Vaxtalækkanir sagðar dágóð búbót  Flestir bankar lækkuðu  „Munar um hvert prósentustig“ Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Lægri vextir Prósentustig til eða frá getur skipt sköpum um lífsgæði fólks. Breki Karlsson Vaxtalækkanir » Hæstu útlánsvaxtalækk- anirnar hjá Landsbankanum voru í óverðtryggðum íbúða- lánum, mest 0,5% lækkun. » Í algengasta íbúðalána- flokknum, verðtryggðum breytilegum, lækkuðu vextirnir um 0,3-0,35%, eftir veðsetn- ingarhlutfalli. » Innlánsvextir í 60 mánaða bindingar fastvaxtareikningi lækkuðu úr 5,5% í 4,5%. Teitur Gissurarson teitur@mbl.is Ólafur Guðmundsson umferðar- öryggissérfræðingur varar við því að hugbúnaður í sjálfkeyrandi bíl- um sé ekki hannaður fyrir „íslensku leiðina“ í hringtorgum og segir að Íslendingar ættu að bíta í það súra epli að breyta reglunum hérlendis. Þetta segir hann í samtali við Morgunblaðið um ný umferðarlög, sem áætlað er að verði samþykkt á næstunni og taki gildi 1. janúar á næsta ári. Með þeim á m.a. að lög- festa þá reglu, sem hefur hingað til byggst á venju, að ökumaður á ytri hring í tveggja akreina hringtorgi skuli veita þeim sem ekur á innri hring forgang út úr torginu. Þó að ýmsar útfærslur séu á þessari reglu um heiminn er „ís- lenska leiðin“ öfug við það sem al- mennt gengur og gerist í nágranna- löndum okkar, þar sem sá sem ekur á ytri hring á forgang út úr hring- torgi. „Ég var varaður við“ Athugasemdir hafa verið gerðar við það að nú eigi að lögfesta „ís- lensku leiðina“, m.a. vegna þess að margir erlendir ferðamenn þekki einungis regluna um að sá á ytri hring eigi for- gang. „Þetta virkaði hér á Íslandi á meðan það voru ekki útlendingar að keyra hér. Það hefur bara breyst svo mikið á síðustu fimm-sex árum. Mín skoðun er sú að það sé minna mál að aðlaga Íslendinga að breyttum aðferðum í hringtorgum en útlendinga,“ segir Ólafur og bætir við: „Það væri hægt að kenna okkur þetta. Við keyrum líka er- lendis og þá veldur þetta okkur vandræðum.“ Eins og áður segir nefnir Ólafur einnig að hugbúnaður í sjálfkeyr- andi bílum sé ekki endilega búinn fyrir íslenskar hringtorgareglur. „Tæknin er að breytast svo mikið. Ég veit til dæmis að Tesla er í vandræðum í íslenskum hringtorg- um. Ég fékk lánaðan svoleiðis bíl og var varaður við því,“ segir Ólafur. „Hann keyrir nánast sjálfur en ræður ekki við íslensk hringtorg.“ „Minna mál að aðlaga Íslendinga“  Íslenskar hringtorgareglur eru umdeildar Ólafur Guðmundsson Rósa Margrét Tryggvadóttir rosa@mbl.is Hópur sjálfboðaliða tók þátt í árlegri vinnuhelgi á listasafni Samúels Jónssonar í Brautarholti í Selárdal við Arnarfjörð um helgina en félag um endurreisn listasafnsins sér um að halda við og varðveita listaverk og byggingar Samúels á svæðinu. Kári Schram, formaður félagsins, segir að helgin hafi gengið frábær- lega og staðfestir að safnið sé nú formlega opið gestum. Að hans sögn voru helstu verkefni helgarinnar að undirbúa safnið fyrir sumarið, taka til fyrir sýningarnar, hreinsa lóðina og gera hús Samúels heimilislegt. Húsið nýtt í fyrsta skiptið „Síðastliðin fimm ár höfum við verið að endurreisa íbúðarhús Sam- úels. Iðnaðarmenn hafa verið hér í vetur að klára þetta. Við vorum því í fyrsta skiptið núna að nota það og nýta,“ segir Kári. Hann segir að ný- tilkominn hiti í húsinu skipti sköpum fyrir aðstöðuna enda sé hvorki hiti í listasafninu né kirkjunni. „Þetta voru mikil tímamót fyrir okkur að geta verið þarna og haft aðstöðu til að koma inn í smá hlýju, elda og borða. Það er gaman að geta gert þetta með sjálfboðaliðunum í ár,“ segir Kári. Segir hann að húsið sé nú að mestu leyti tilbúið þó að enn vanti eitthvað upp á. Kaffi og kleinur í boði „Við höfum aldrei haft neina að- stöðu til að vera inni og því ekki allt- af getað haft umsjónarmann á staðn- um. Nú er planið að það verði sjálfboðaliði hjá okkur sem geti tek- ið á móti fólki og verið með kaffi og veitingar,“ segir Kári. „Það verður þá hægt að fá kaffibolla og kannski kleinu eða vöfflu á staðnum. Það er svo voðalega „næs“ þegar maður er búinn að keyra þarna út eftir að geta slakað á og dvalið aðeins lengur,“ segir Kári. Hann segir að félagið hafi í hyggju að bjóða upp á meiri þjónustu í framtíðinni, svo sem gisti- aðstöðu eða svefnpokapláss fyrir litla hópa. „Næsti staður er bara Bíldudalur svo ef þú vilt bara vera úti í Dölum, hafa það huggulegt og dvelja á staðnum skiptir þetta rosa- lega miklu máli,“ segir Kári. Ljósmynd/Listasafn Samúels Í Arnarfirði Listaverk og mannvirki Samúels Jónssonar hafa vakið athygli innlendra sem erlendra ferðamanna sem leggja leið sína í Selárdal. Tímamót að komast í hlýjuna  Listasafn Samúels verið opnað fyrir sumarið eftir afkastamikla vinnuhelgi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.