Morgunblaðið - 03.06.2019, Blaðsíða 29
MENNING 29
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 3. JÚNÍ 2019
Gs import ehf | S. 892 6975 | www.gsimport.is
FSC vottuð og EN13432 Vottun
Papparör
Umhverfisvæn - Í miklu úrvali
» Mikill fjöldi gesta safnaðistsaman í Metropolitan-
safninu í New York á fimmtu-
daginn var við opnun sýningar
á nýju myndbandsverki Ragn-
ars Kjartanssonar, Dauðinn er
annars staðar. Meðal gesta
mátti sjá þekkta listamenn,
bandaríska sem íslenska, gagn-
rýnendur helstu fjölmiðla vest-
anhafs og áhrifafólk í myndlist-
arheiminum. Fyrir opnunina
var samtal við listamanninn á
sviði þéttskipaðs fyrirlestrar-
salar safnsins og skáldið Anne
Carson frumflutti ljóð um
Ragnar og verk hans.
Sýning Ragnars Kjartanssonar, Dauðinn er annars staðar, var opnuð í Metropolitan-safninu
Ávarp Fyrir formlega opnun var blaðamönnum og aðstandendum boðið að skoða sýninguna og Ragnar ávarpaði þá.
Hylling Ljóðskáldið kunna Anne Carson hyllti Ragnar vin sinn með
frumflutningi á nýju ĺjóði um hann og um verkið nýja.
Prúður Ragnar stillti sér upp í myndatöku fyrir aðdáendur.
Áhugi Pari Stave, yfirmaður í samtímalistadeild Metropolitan, segir áhugasömum gestum frá verki Ragnars.
Stave hefur sem sýningarstjóri sett upp sýningar með verkum íslenskra listamanna í New York og í Reykjavík.
Listamenn Úlfur Hansson, tónskáld og hljóðfærahönnuður; Gyða Valtýsdóttir, tónlistarkona og þátttakandi í verki
Ragnars; Margrét Bjarnadóttir, danshönnuður og myndlistarkona, og Benedict Andrews leikstjóri.
Lukkuleg Sheena Wagstaff, áhrifamikill yfirmaður samtímadeildar lista-
safnsins, og Roland Augustine, annar gallerista Ragnars í New York.
Morgunblaðið/Einar Falur