Morgunblaðið - 03.06.2019, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 03.06.2019, Blaðsíða 28
28 MENNING MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 3. JÚNÍ 2019 DUXIANA Reykjavik | Ármuli 10 | Reykjavik | +354 5 68 99 50 | www.duxiana.is GÆÐI OG ÞÆGINDI SÍÐAN 1926 DUX 6006 - SVÆÐISMEÐFERÐ Í örfáum einföldum skrefum geturðu sett upp rúmið þitt til að mæta þörfum þínum. Ragnheiður Birgisdóttir ragnheidurb@mbl.is „Árin um og eftir 2010 voru mikið umbrotatímabil í lífi mínu og Regn- tímabilið vísar í þennan tíma,“ segir Kristinn Árnason um titil ljóðabókar sinnar Regntímabilið – Ljóðabókin, sem kom út á dögunum. „Ég glímdi á þessum tíma við erfið veikindi, var alveg óvinnufær og gat lítið sem ekk- ert notað augun að gagni á nokkurra ára tímabili. Ég fór að lesa ljóð þegar ég byrjaði að þjálfa augun í að lesa aftur, og þá tók ég líka að fikta við að skrifa niður brot úr dögum mínum.“ Kristinn segir ljóðin einfaldlega hafa hentað augunum vel vegna þess að þau hafa tilheigingu til að vera í styttri kantinum. „En svo hafði hug- arástand mitt tekið vissum straum- hvörfum svo ég fann mig knúinn til skrifa, og með öðrum hætti en áður. Miðlar einfaldri skynjun Í ljóðunum reyni ég að miðla stemningu eða hugarástandi, að minnsta kosti hvað þessa bók varðar. Hugarástand mitt breyttist á þessu tímabili sem hafði mótandi áhrif á það hvernig ég horfði á hlutina.“ Kristinn segist á þessu tímabili hafa reynt að losa sig við eldri hugmyndir og í rauninni reynt að hugsa sem allra minnst. „Ég var að reyna að vinda ofan af huganum frekar en að búa til eitthvað upp á nýtt. Smám saman varð til meiri kyrrð í hugan- um og þá gerðist eitthvað og fleira sem gat átt erindi í ljóð.“ Í ýmsum ljóðanna felst einföld lýs- ing á andrúmslofti augnabliks. „Ég var einfaldlega að reyna að skynja sjálfan mig og lífið sem beinast. Í stórum hluta þessara ljóða er ég að fást við það að miðla eins konar vit- undarástandi, frekar einfaldri skynj- un á umhverfinu og lífinu, í bland við hugleiðingar um sjálfan mig og til- veruna.“ Kom víða við á ferðalaginu Í verkinu er farið um víðan völl, allt frá Svíþjóð til Indlands og Bras- ilíu, og segir Kristinn þessa staði alla hafa komið við sögu á því tímabili í lífi hans sem hann skrifar um. „Þarna voru taugakerfið, meltingin og augun í lamasessi og ég var með mörg einkenni sem flokkast undir vefjagigt og síþreytu. Ég fór víða í leit að bótum meina minna og til þess að komast til botns í málinu. En smám saman varð þetta í raun að sjálfsskoðunarferðalagi og á því ferðalagi kom ég víða við.“ Kristinn dvaldi lengi á Indlandi og var svo bú- settur í Stokkhólmi í þrjú ár. „Þar þræddi ég götur borgarinnar og reyndi að hugsa sem minnst um for- tíðina og framtíðina og vonaði að það myndi losa um einhverja hnúta inni í mér. Það var í bland innblástur af austrænum sálrænum fræðum og heimspeki sem leiddi mig á þá braut, og reyndar held ég að þetta hafi lán- ast sæmilega vel, miðað við aðstæður og almennar horfur í svona veik- indum.“ Sænsk tré kölluðu á hann Náttúran er áberandi í ljóðum Regntímabilsins og þá sérstaklega tré af ýmsu tagi. „Á þessu tímabili í Stokkhólmi fóru trén að kalla á mig á einhvern hljóðlátan og merkilegan hátt. Fyrir mann af þessu litla kalda og vindasama skeri þar sem trén geta verið frekar lokuð og vindbarin var þægilegt og gott að tengja við trén í Svíþjóð þar sem þau geta leyft sér að vera aðeins opnari. Þau urðu mér mjög mikilvæg,“ segir Kristinn en bætir við að það að skynja tengsl við tré sé hluti af því að vera meðvit- aður um umhverfið. „Það er alls staðar náttúra svo maður getur ein- hvern veginn ekki verið meðvitaður um sjálfan sig og umhverfið án þess að vera meðvitaður um náttúruna líka. Í þessu geta stór tré í Svíþjóð verið hjálpleg.“ Hugsuð sem systurverk Kristinn lýsir ferðalagi sínu til andlegs og líkamlegs bata í ljóðum sem hann hóf að skrifa þegar hann dvaldi í Stokkhólmi. Í sumum ljóð- unum undir lok verksins má greina nokkurs konar heimkomu til Íslands. „Þá var ég aðeins breyttur, hafandi farið í gegnum þetta ferðalag. Margt við þetta tímabil var fyrir mér af andlegum toga. Þetta er andlegt ferðalag,“ segir Kristinn og bætir við að eftir ferðalagið hafi líkamleg heilsa líka fylgt í kjölfarið. Kristinn hefur hvergi nærri lagt pennann á hilluna og segist vera að vinna að öðruvísi bók um sama tíma- bil. „Þetta er eiginlega hugsað sem systurverk á mismunandi formi. Þess vegna stendur á kápu Regn- tímabilsins „Ljóðabókin“. Ég er að fást við eins konar reisubók eða ferðasögu úr þessu sama tímabili, þessum áratug umbrota, og ferða- lögin í gegnum þann tíma. Það gæti orðið aðeins opnari bók, ekki ljóða- bók. Ljóðabókin er í raun hluti af stærra verki.“ Morgunblaðið/Eggert Ljóðskáld „Ég miðla eins konar vitundarástandi, í bland við hugleiðingar um sjálfan mig og tilveruna,“ segir Kristinn, höfundur Regntímabilsins. Ljóð sem lýsa ferðalagi til bata  Kristinn Árnason gefur út Regntímabilið, sína fyrstu ljóðabók  Lýsir umbrotatíma í lífi sínu  „Í ljóðunum reyni ég að miðla stemningu eða hugarástandi,“ segir Kristinn um verkið Helga Kvam píanóleikari og Þór- hildur Örvarsdóttir söngkona halda sjö tónleika frá og með deginum í dag til og með 13. júní. Þar flytja þær tónleikadagskrána María drottning dýrðar sem er helguð ís- lenskri tónlist við Maríuvers og bæn- ir. „Íslensk tónskáld hafa í gegnum aldirnar sótt innblástur í Maríu- versin og gera enn í dag. Á tónleik- unum munum við rekja okkur í gegnum síðustu 100 ár í íslenskri tónlistarsögu og færa ykkur rjómann af Maríutónlist þess tíma- bils með tónskáld á borð við Atla Heimi Sveinsson, Hildigunni Rún- arsdóttur, Sigvalda Kaldalóns, Karl O. Runólfsson og Sigurð Flosason innanborðs. Á tónleikunum mun ný tónlist verða í aðalhlutverki þar sem tónskáld samtímans vefa Maríu ný klæði,“ segir í tilkynningu frá flytj- endum. Helga og Þórhildur hafa unnið saman um nokkurra ára bil og flutt söngdagskrár með íslenskri tónlist vítt og breitt um landið við mikið lof áheyrenda. Tónleikarnir eru styrktir af Sóknaráætlun Norð- urlands eystra og dagskráin er á þessa leið: Þorgeirskirkja í kvöld kl. 20.30, Ólafsfjarðarkirkja á morgun kl. 20, Akureyrarkirkja 6. júní kl. 20, Þórshafnarkirkja 10. júní kl. 20.30, Hólaneskirkja á Skagaströnd 11. júní kl. 20, Vinaminni á Akranesi 12. júní kl. 20 og loks Fríkirkjan í Reykjavík 13. júní kl. 20. Íslensk tónlist við Maríuvers og bænir Ljósmynd/Auðunn ljósmyndari Tónleikaferð Þórhildur og Helga halda tónleika víða um landið næstu daga.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.