Morgunblaðið - 03.06.2019, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 03.06.2019, Blaðsíða 16
16 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 3. JÚNÍ 2019 DRAUMAEIGN Á SPÁNI Nánar á www.spanareignir.is ÞÚ ERT Í ÖRUGGUMHÖNDUMHJÁ OKKUR Aðalheiður Karlsdóttir Löggiltur fasteignasali adalheidur@spanareignir.is Sími 893 2495 Ármúla 4-6, Reykjavík Karl Bernburg Viðskiptafræðingur karl@spanareignir.is Sími 777 4277 Ármúla 4-6, Reykjavík • 3 svefnherbergi – 2 baðherbergi • Fataherbergi – Tæki í eldhúsi fylg ja • Sérgarður með einkasundlaug • Sameiginlegur sundlaugargarður • Fallegt útsýni • Flott hönnun – vandaður frágangur • Golf, verslanir, veitingastaðir í göngufæri HÚSGÖGN AÐ EIGIN VALI FYRIR Ikr. 500.000,- fylg ja með í kaupunum Alg jör GOLF paradís Verð frá 46.400.000 Ikr. (339.000 evrur, gengi 1evra/137Ikr.) Við höfum selt fasteignir á Spáni síðan 2001 GLÆSILEGAR GOLFVILLUR LA FINCA golfvöllurinn Fallegt umhverfi – stutt frá flugvelli Í stuttri svipan man ég eftir fjórum afger- andi atriðum úr Ís- landssögunni, er Ís- lendingar neituðu að kyssa vöndinn og mót- mæltu kröftuglega ágangi yfirboðara sinna eða stórþjóða. Þingmenn gætu rifjað þetta upp, m.a. með því að líta á stærsta málverk Alþingis sem þar hangir uppi – Þjóðfundinn 9. ágúst 1851 þegar Trampe greifi, konungs- fulltrúi, sleit fundinum í óþökk ís- lensku fulltrúanna. Jón Sigurðsson forseti sté þá fram í fótinn og sagði: Vér mótmælum allir – og aðrir tóku undir. Þetta þóttu undur og stórmerki og mun meiri ákvörðun en sú að rétta úr baki og segja nei við þriðja orkupakkanum. Í annan stað lifir í sögunni einarð- leg afstaða Hermanns Jónassonar, þáverandi forsætisráðherra, er hann neitaði ríkisflugfélaginu Lufthansa um að fá hér lendingarleyfi og að- stöðu 1939. Heimsstyrjöldin var sem næst skollin á og fæst ríki þorðu að neita Hitler og hans legátum um nokkurn hlut. Reynslan sýndi að Hermann gerði rétt og við Íslend- ingar höfum stært okkur af þessari skýlausu ákvörðun sem forsætisráð- herrann tók fyrir hönd landsmanna. Í þriðja lagi má nefna ákveðna af- stöðu Íslendinga í landhelgismál- unum; 12 mílur kostuðu átök og ekki voru þau minni 1972 og lokasigur unnum við á stórþjóðinni (sem þá var) Bretum 1976. Þjóðin stóð að þessum ákvörðunum – en samt mátti finna einn og einn sem fannst við kannski fara offari og gætum átt á hættu að lenda í tætara Bretaveld- is. Enginn Íslendingur hefur séð eft- ir þessum ákvörðunum – enda þær forsenda þess að við höfum getað byggt upp þjóð meðal þjóða sem litið er til á svo fjöl- mörgum sviðum er varðar uppbyggingu og velmegun alla. Í fjórða lagi ber að nefna Icesave, sem flestum er í fersku minni. Þegar tillaga meirihluta þingsins til lausnar þeim vanda hafði verið samþykkt hittist hins vegar svo á að almenn- ingur, fólkið í landinu, var á allt öðru máli. Fyrir dugnað og ákveðni for- seta Íslands fengu landsmenn að kjósa um málið – og þjóðina brast ekki kjark og sagði nei. Ofangreint og fleira mætti nefna á ögurstund afgreiðslu þriðja orku- pakkans. Það þarf ekki langreyndan mann í pólitík til að vita – vera þess fullviss – að margir þeir sem nú þurfa að greiða atkvæði geri það ekki samkvæmt samvisku sinni; en munið – hún á að ráða við atkvæða- greiðslur. Það sem virðist ráða er hræðsla við eitthvert vald – ganga gegn stórþjóðum af ótta við að þá taki þau í lurginn á okkur og skammi. Hvers konar hnjáskjálfta- titringur er þetta eiginlega? Lítum til baka og sjáum á hverju okkar fullveldi hefur byggst – því að vera Íslendingur í orði og verki. Eftir Níels Árna Lund » Þingmenn gætu rifj- að þetta upp, m.a. með því að líta á stærsta málverk Alþingis sem þar hangir uppi – Þjóð- fundinn 9. ágúst 1851; Vér mótmælum allir. Níels Árni Lund Höfundur er fyrrverandi skrifstofustjóri. Eru alþingismenn hættir að þora að taka ákvarðanir? Enn á ég land og þjóð sem ég tilheyri, en framtíðin segir mér að svo verði ekki til handa afkomendum mínum. Ég er orðin við aldur, svo að kannski slepp ég við missi lands míns og þjóðar. Hryggilegt er að horfa upp á vanhæfi ráðamanna þjóð- arinnar. Ég spyr, er ríkisstjórnin og Alþingi leppstjórn ESB og erum við kannski gengin í ESB? Ætla mætti það miðað við und- irskriftir ykkar þar sem þið sam- þykkið hitt og þetta til tjóns fyrir þjóðina, svo að ekki sé minnst á fjár- útlát sem eingöngu stórþjóðir hafa efni á. Hér eru 200 þúsund vinnandi hend- ur, en þið látið eins og hér séu millj- ónir manna. Við erum sem lítið þorp einhvers staðar í heiminum, en okkur er ætlað að framkvæma sem stórþjóð. Til alls sem miður fer í heiminum er okkur gert skylt að láta fé af hendi rakna, og ekki nóg það fé sem sem sett er í þróunarstarf. Nei, Guðlaugur Þór dælir út úr ríkiskassanum við hvert áfall í heiminum. Hví erum við gerð ábyrg fyrir heiminum? Er verið að kaupa sér vinsældir eða vita öll þessi samtök að örþjóð vill vera svo stór og mikil, þráir svo viðurkenningu að notfæra sér skal heimsku hennar. Hér eru allir innviðir að hrynja, ekki til fjármunir því að heimurinn skal hafa forgang. Sigurður Ingi stoltur, 4 milljarðar til vegamála, æ, æ. Hvaða fræðimaður fann upp hinn hættulega og heimska frasa „Frjálst land deilir fullveldi sínu með öðrum þjóðum“. Og nú það nýjasta: „Við ein- öngrumst“, – orð Guðlaugs Þórs, og nú skal hræða unga fólkið í þágu Orkupakka 3, ha, ha, í landi þar sem allt er opið öllum og öllu og stjórnleys- ið ræður ríkjum. Hættið þið nú alveg, hvað er kennt í háskólum landsins? Og þá er það Lilja Alfreðsdóttir sem dansar um og útdeilir fjár- munum, nú skal það lagt á þjóðina að hluti námslána verði að styrkjum, en verður farið fram á í staðinn að skila vinnu til þjóðarinnar? Örugglega ekki. Áfram skal galað, „menntun skal metin til launa“. Alltof stór hópur fólks hefur ekkert að gera í háskólanám. Maður kaupir sér ekki vitið, en um að gera að dæla meiru fé í hrörnun kerfisins. Fátt af þessu menntafólki er síðan hæft til vinnu, – það sannast, samanber Al- þingi, borgarstjórn, sveitarfélög, – flestar ófarir okkar koma frá ykkur, sem þykist svo menntuð, enda hvar er- um við stödd? Nóg er blaðrað, minna framkvæmt, aðrir eiga að sjá um framkvæmdir og fólki vísað fram og til baka þurfi að sækja eitthvað til kerfisins. Svörin eru gjarna „ég veit ekki“. En aftur að landi mínu. Fyrirsögn í DV eða Vísi: „Erlendur auðjöfur sel- ur allar eigur sínar á Íslandi til Nestle“. Er það ekki fyrirtæki sem nýtir sér vatn í Afríku og Indlandi umfram íbúa? Þurfa þeir nú að kom- ast í vatnið okkar? Ég spyr: Vita ráðamenn þjóðarinnar hverjir kaupa hér víðerni og jarðir og gambla síðan með landið ? Katrín Jakobsdóttir, væri ekki nær að tala fyrir því að inn- ræta skuli börnum okkar ábyrgð á því að varðveita landið sitt. Þau geta þá gargað það á Austurvelli og það án þess að skilja eftir sig rusl. Vaknið þið, hægt og bítandi er ver- ið að koma fátækt yfir alþýðuna og landamissi, síðan er verið að flytja inn fólk sem erfa mun landið, – undir það var skrifað. Já, UNESCO, Sam- einuðu þjóðirnar, UN Women, UNI- CEF og Guð má vita undir hvað og hvar þið skrifið undir. Séuð þið ekki fær um að stýra landi og þjóð án af- skipta annarra þjóða, segið þá af ykk- ur. Ekkert ykkar hefur sjálfstæða hugsun, hvað þá getu til að rökræða og engin er sjálfsgagnrýnin. Og já sporin hræða okkur sem eldri erum, – talið ekki niður til okk- ar, þið hafið hvorki visku, reynslu, né yfirhöfuð efni á því. Eftir Stefaníu Jónasdóttur »Alltof stór hópur fólks hefur ekkert að gera í háskólanám. Mað- ur kaupir sér ekki vitið. Stefanía Jónasdóttir Höfundur býr á Sauðárkróki. Undir það var skrifað Talsvert hefur verið fjallað um starfsemi smálánafyrirtækja undanfarið og reyndar mörg undanfarin ár. Pólitíkusarnir hafa ver- ið fljótir að henda sér á umræðuvagninn í von um að veiða nokkur at- kvæði. Ávallt er talað um að banna starfsemi þessara fyrirtækja og koma í veg fyrir starfsemi þeirra sem skráð eru erlendis en lána á íslensk- um markaði. En í þessum efnum ger- ast hlutirnir á jafnmiklum elding- arhraða og hvað varðar aðgerðir gegn vinnumansali og svartri at- vinnustarfsemi. Nýjasta afrek ráð- herra í þeim efnum var að skipa út- brunninn pólitíkus úr sama sauðahúsi til að hafa yfirumsjón með þeim málum svo tryggt verði að skúrkarnir sem hagnast á neyð þess fólks sem er ofurselt þessari starf- semi geti óhindrað haldið brota- starfsemi sinni áfram. Þegar litið er til starfsemi smá- lánafyrirtækjanna þar sem raunvext- ir lána fara langt umfram það sem lög leyfa verður ekki hjá því komist að horfa til þess hvernig þessir sömu pólitíkusar leyfa bönkunum að starfa og þar eru þeir allir í sama liði. Bank- arnir á Íslandi stunda okurlána- starfsemi og álagning þeirra á fjár- muni sem þeir höndla með í umboði innlánseigenda er stjarnfræðilega langt umfram það sem forsvarsmenn fjárvörslufyrirtækisins Ávöxtunar voru dæmdir í fangelsi fyrir þegar starfsemi þess var stöðvuð fyrir mörgum árum. Ef tekið er dæmi af raunverulegum innlánsreikningi bankanna þá eru innlánsvextir í kringum 0,1% á móti útlánsvöxtum sama reiknings upp á 12,1%. Álagn- ing bankans á innlán þessa reiknings er því 12,1/0,1 = 121 föld eða sem jafngildir 12.100% álagningu. Sann- gjarnt er þó að benda á að mögulegt er að fá hærri innlánsvexti á aðra tegund reikninga og með því að binda fjármuni. Mikil leyndarhyggja hvílir yfir starfsemi bankanna þar fyrir utan. Ég leitaði eftir því að fá að sjá dæmi- gert skuldabréf íbúðaláns áður en farið yrði í að sækja um slíkt en svoleiðis nokk- uð láta bankarnir alls ekki frá sér og því hljóta að vera í þeim skjölum skilmálar sem ekki þola dagsljósið. Bankinn útbýr einfald- lega skuldabréfið og lántakandi getur svo fengið að berja það aug- um þegar hann skrifar undir það. Stjórnendur bankanna berja sér svo á brjóst og státa af gríð- arlegum hagnaði en í þeirri umræðu gleymist að nefna að bankarnir hafa með sér löglegt samráð í gegnum Samtök fjármálafyrirtækja sem stýrt er af útbrunnum pólitíkusi og hegða sér því með þeim hætti sem raun ber vitni. Miklu frekar ætti að kalla afkomuna ránsfeng heldur en hagnað því svona starfsemi getur ekki átt nokkra tilvísun í merkingu þess orðs. Það er aðeins tímaspurs- mál hvenær sett verður á gjaldtaka við miðavél í bönkunum til að fá núm- er til þjónustuaðila. Enginn aðili á raunverulegum samkeppnismarkaði getur hegðað sér með þeim hætti sem bankarnir gera en hafa verður í huga að þeir hegða sér á þennan hátt í skjóli heim- ilda frá kjörnum fulltrúum sem aftur hafa umboð frá þegnum landsins í kosningum. Í samanburði við álagn- ingu bankanna á fé sem þeir höndla með í umboði innlánseigenda er okur smálánafyrirtækjanna aðeins hjákát- legt. Ofurlaun bankastjórnenda eru svo réttlætt með gríðarlegri ábyrgð sem í raun er engin og endurspeglist í gríðarlega góðum rekstri sem þess- ir stjórnendur hafa skilað. Á manna- máli heitir þetta að hafa í skjóli fá- keppni og samráðs náð að svína svo hressilega á þegnum samfélagsins sem ekki eiga í nein önnur hús að venda að afkoman á sér ekki hlið- stæðu í myrkustu kimum atvinnu- rekstrar sem aðeins þrífst neðan- jarðar. Ekki er nú mikil reisn yfir þessu fólki frekar en þeim sem fela sig neðanjarðar en þó verður að virða því það til vorkunnar að það sér ekki ljótleikann í þessu sökum eigin sið- blindu og ofurgræðgi. Þeir pólitíkusar sem ætla á slá um sig á ódýran hátt með orðskrúði og gjálfri varðandi starfsemi smálána- fyrirtækja ættu að byrja á að leggja lóð sín af fullum þunga á vogarskál- arnar við að koma lögum yfir bank- ana sem stunda stórrán á íslenskum neytendum. Tekið skal fram að starfsemi smá- lánafyrirtækjanna veldur greinar- höfundi mikilli velgju, en þó talsvert minni en starfsemi bankanna. Smálán og stórrán Eftir Örn Gunnlaugsson » Álagning bankans á innlán þessa reiknings nemur tólf þúsund og eitt hundrað prósentum. Örn Gunnlaugsson Höfundur er fv. atvinnurekandi. orng05@simnet.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.