Morgunblaðið - 03.06.2019, Side 32
Stórsveit Reykjavíkur heldur tón-
leika í Kaldalóni í Hörpu í kvöld kl.
20. Eru það árlegir tónleikar þar
sem frumflutt er ný íslensk tónlist
sem hefur verið samin sérstaklega
fyrir sveitina. Að þessu sinni verða
flutt verk eftir Eirík Rafn Stefáns-
son, Hafdísi Bjarnadóttur, Hauk
Gröndal, Ingibjörgu Azimu, Sigmar
Þór Matthíasson, Sigurð Flosason,
Úlfar Inga Haraldsson og Veigar
Margeirsson, sem er jafnframt
stjórnandi á tónleikunum.
Stórsveitin frumflytur
íslensk verk í Kaldalóni
MÁNUDAGUR 3. JÚNÍ 154. DAGUR ÁRSINS 2019
Sími: 569 1100
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is
Í lausasölu 670 kr.
Áskrift 7.240 kr. Helgaráskrift 4.520 kr.
PDF á mbl.is 6.420 kr. iPad-áskrift 6.420 kr.
Aron Pálmarsson varð að sætta sig
við brons í Meistaradeild Evrópu í
handbolta en lið hans Barcelona
vann Kielce 40:35, eftir tap gegn
Vardar í undanúrslitum. „Ég hefði
helst viljað fljúga heim strax í stað
þess að spila þennan seinni leik,“
sagði Aron sem stefndi á gull. Vard-
ar varð hins vegar Evrópumeistari í
annað sinn á þremur árum. »24
Aron vildi fljúga heim
en fékk bronsverðlaun
ÍÞRÓTTIR FÓLK Í FRÉTTUM
Breiðablik vann öruggan 4:1-sigur á
FH í gærkvöld í 7. umferð úrvals-
deildar karla í fótbolta. Gunnleifur
Gunnleifsson, markvörður Blika,
setti Íslandsmet með sínum 424.
leik á Íslandsmóti í meistaraflokki.
Blikar eru á toppi deildarinnar nú
þegar við tekur hlé fram til 14. júní
vegna landsleikja. Íslandsmeistarar
Vals eru hins
vegar komnir á
botninn, niður
fyrir Víking R.
og ÍBV sem
vann ÍA í Vest-
mannaeyjum
þrátt fyrir að
missa mann
af velli með
rautt spjald.
»26
Blikar á toppnum en
Valur á botninum
Höskuldur Daði Magnússon
hdm@mbl.is
„Þetta kom skemmtilega á óvart.
Bandið var nokkuð vel smurt og
skemmtilegt. Það var ánægjulegt því
við höfðum ekki æft saman í tuttugu
ár!“ segir Magni Ásgeirsson tónlist-
armaður.
Magni tróð á dögunum upp með
gömlu hljómsveitinni sinni úr
menntaskóla. Hljómsveitin kallast
Shape og var stofnuð fyrir aldar-
fjórðungi í Alþýðuskólanum á Eiðum
sem síðar rann inn í Menntaskólann
á Egilsstöðum. Tilefni endurkomu
hljómsveitarinnar var einmitt 40 ára
afmæli Menntaskólans á Egils-
stöðum.
Auk Magna skipa sveitina Óli Rún-
ar Jónsson og Hafþór Snjólfur
Helgason en þeir þrír eru bræðra-
synir frá Borgarfirði. Fjórði meðlim-
urinn er Seyðfirðingurinn Logi
Helguson.
Hafa ekki spilað í 20 ár
Endurkoma Shape var í tveimur
hlutum. „Við héldum opna æfingu á
fimmtudagskvöldinu á Tehúsinu. Það
var skemmtilegra en að hittast í ein-
hverjum bílskúr. Ég hugsaði líka
með mér að gamalt ósætti tæki sig
ekki upp ef það væri annað fólk í
kring. Það var nefnilega þannig að
einhvers staðar í sögu hljómsveit-
arinnar sinnaðist tveimur frændum
og það urðu næstum því vinslit. Ég
man ekki lengur um hvað þeir voru
að rífast,“ segir Magni og hlær.
Hann segir að opna æfingin hafi
gengið vel og þar hafi fyrst runnið
upp fyrir honum að bandið hafi ekki
spilað í 20 ár. „Mér finnst það heill
mannsaldur en það sýnir líklega vits-
munalegan þroska minn. Þótt skelin
haldi áfram að eldast þá stoppaði
hausinn 25 ára. Mér fannst semsagt
eins og við hefðum verið að spila í
gær en þannig er það kannski með
svona strákaklúbba, allt það gamla
rifjaðist samstundis upp.“
Shape spilaði svo á kvöld-
skemmtun í tilefni afmælis mennta-
skólans, bæði eigin lög og tökulög
með sveitum á borð við Pearl Jam.
„Þetta var 25 mínútna sett í lokin.
Við reyndum að haga þessu þannig
að við yrðum alls ekki klappaðir upp
enda áttum við ekkert fleiri lög en við
vorum samt klappaðir upp,“ segir
Magni.
Komust í úrslit Músíktilrauna
Shape var önnur hljómsveitin sem
Magni starfaði í. Sú fyrsta hét Pigs in
Space og vísaði til Prúðuleikaranna
en nafninu var síðar breytt í Hinir
borgfirsku geimgrísir. „Svo þegar
meiri alvara kom í þetta varð Shape
til. Við spiluðum alveg glettilega mik-
ið yfir þriggja til fjögurra ára tímabil
á skóla- og sveitaböllum, svona miðað
við 16 ára krakka. Svo fórum við í
Músíktilraunir og komumst í úrslit
en töpuðum fyrir Stjörnukisa. Við
gerðum plötu sem mér finnst nú að
hafi elst nokkuð vel og eftir hana gáf-
um við út þrjú eða fjögur lög á aust-
firskum safnplötum.“
Magni lætur vel af endurkomunni
og vonast til að það líði ekki önnur
tuttugu ár þar til meðlimir Shape
koma næst saman. „Við vorum lengi
búnir að tala um að gera eitthvað
saman en einhvern veginn virðist líf-
ið alltaf flækjast fyrir. Nú er alla
vega strax búið að negla að við spil-
um í fimmtugsafmælinu mínu eftir
tíu ár.“
Unglingahljómsveit
Magna tróð upp á ný
Ljósmynd/KOX
2019 Shape spilaði í fyrsta sinn í 20 ár á afmælishátíð ME á dögunum.
Rokksveitin Shape á afmælishátíð Menntaskólans á Egilsstöðum
1994 Þegar Shape var stofnuð voru meðlimir hennar nemendur á Eiðum.
Honda HR-V Comfort
Honda Jazz Trend
KIA Carens Lux 7 manna
Peugeot 108 Active
Peugeot 208 Active Navi
Bílakjarnanum • Eirhöfða 11 • Sími 551 7171 • notadir.bernhard.is
Nýskráður 11/2016, ekinn 48 þús.km.,
bensín, sjálfskiptur.
Nýskráður 6/2017, ekinn 26 þús.km.,
bensín, sjálfskiptur.
Nýskráður 5/2018, ekinn 29 þús.km.,
dísel, sjálfskiptur.
Nýskráður 6/2016, ekinn 60 þús.km.,
bensín, beinskiptur.
Nýskráður 8/2016, ekinn 46 þús.km.,
bensín, beinskiptur
Ásett kr. 2.290.000
Tilboð
kr. 1.990.000
Afborgun kr. 25.931 á mánuði
Verð
kr. 2.690.000
Afborgun kr. 34.996 á mánuði
Verð
kr. 3.990.000
Afborgun kr. 51.831 á mánuði
Verð
kr. 990.000
Allt að 100% fjármögnun í boði
Verð
kr. 1.490.000
Afborgun kr. 19.445 á mánuði