Morgunblaðið - 08.06.2019, Side 1

Morgunblaðið - 08.06.2019, Side 1
Þettaer baraævintýri Með garðaá heilanum Helgi Tómasson efaðist aldrei um að hann myndi ná á toppinn. Það hefur hann gert í tvígang; fyrst sem ballettdansari og síðar sem listrænn stjórnandi San Francisco-ballettsins. Litli drengurinn sem sá ballett í Vestmannaeyjum sumarið 1947 er enn að vinna við dansinn. Þrotlaus vinna liggur að baki, en dansinn er ástríðan og lífið mikið ævintýri. 12 9. JÚNÍ 2019SUNNUDAGUR Dikta fagnar20 árum Hróður hljómsveitarinnar Diktu hefur farið víða á 20 árum og heldur hún afmælistónleika í Hörpu.Haukur Heiðar, söngv- ari hennar, fer yfir ferilinn. 10 Þórunn Þórðardóttirbeið í 70 ár eftir aðheimsækja Bútan. 18 Æskudraumur rættist Á Facebooker 34 þúsundmanna samfélagum garða oggarðrækt. 20 L A U G A R D A G U R 8. J Ú N Í 2 0 1 9 Stofnað 1913  134. tölublað  107. árgangur  SIGUR RÓS FAGNAR 20 ÁRA AFMÆLI BÆJARINS BEZTU PYLSUR Á AKUREYRI OPNA Á RÁÐHÚSTORGI 4KJARTAN SVEINSSON 43 Helga Ívarsdóttir, veðurfræðingur á vakt hjá Veðurstofunni, segir að hægt sé að gleðjast yfir veðurspá næstu viku en landsmenn viti að spáin sé fljót að breytast. Það virðist stefna í hæð yfir landinu með hlýju lofti í vikunni. Að öllum líkindum fer hiti yfir 20 stig og ef bestu spár ganga eftir gæti hitinn farið í 25 til 26 stig á miðvikudag, fimmtudag og föstudag. Helga segir að íbúar á norðaustanverðu landinu ættu að finna fyrir hlýnandi veðri eftir helgi og reikna megi með þurru og björtu veðri á öllu landinu í næstu viku, víða verði léttskýjað. Helga segir að í hlýju veðri séu alltaf líkur á að þokuloft nái inn á ströndina, nú séu líkur á það geti náð inn á norður- og austurströndina og þá verði mun svalara í þokunni. Hlýjast verði í innsveitum og að öllum líkindum sunnan- og vestan- lands. Nú um hvítasunnhelgina verði veður svipað og verið hefur en hugsanlega má búast við éljum á fjallvegum. »16 Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Spáir 25 stiga hita í næstu viku Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is „Þessi heilbrigðisstefna fjallar eig- inlega eingöngu um ríkisrekna hluta kerfisins sem er ekki nema um 70% af því. Hún felur ráðherra hverju sinni nánast einræðisvald í að ákveða hvaða starfsemi lifir og hvaða starf- semi deyr,“ segir Þórarinn Guðna- son, formaður Læknafélags Reykja- víkur. Þórarinn er gagnrýninn á nýsamþykkta heilbrigðisstefnu Svan- dísar Svavarsdóttur heilbrigðisráð- herra sem gilda á til 2030. Hann kveðst telja að þingmönnum hafi orðið á mistök þegar heilbrigð- isstefnan var samþykkt. Þeir hafi mögulega talið að hægt væri að stýra framlögum til heilbrigðismála á fjárlögum eins og var áður fyrr. „Fjárlagagerðin hefur breyst. Fjárlagaliðirnir eru orðnir stærri og það er verr skilgreint en áður hvað féð innan þeirra á að fara í nákvæm- lega. Ráðherra hefur því meira vald til að stýra hvert fjármagnið fer og færa milli verkefna og liða. Fjárlög munu því ekki setja neinn ramma um starfsemina í heilbrigðiskerfinu. Alþingi hefur í raun skilað auðu í stefnumótun heilbrigðiskerfisins, sérstaklega í þeim hluta sem ekki er ríkisrekinn. Þingið hefur í staðinn falið heilbrigðisráðuneytinu öll völd. Ég er ekki viss um að það verði breið sátt um það í samfélaginu hvort sem um er að ræða núverandi ráðherra og hans stefnu eða næsta ráðherra sem kemur og snýr stefn- unni ef til vill í þveröfuga átt,“ segir hann. Þingmenn „skiluðu auðu“  Formaður Læknafélags Reykjavíkur gagnrýnir nýsamþykkta heilbrigðisstefnu stjórnvalda  Segir þingið hafa falið heilbrigðisráðuneytinu öll völd í stefnumótun MGagnrýnir skort á samráði »6Marel var skráð til leiks í Euronext- kauphöllinni í Amsterdam í gær. Tók markaðurinn vel í skráninguna og hækkuðu bréf þess um 5,4% í við- skiptum dagsins. Þannig var dags- lokagengið 3,9 evrur á hlut en í um- fangsmiklu hlutafjárútboði sem ráðist var í og lauk fyrr í vikunni var útboðsgengið 3,7 evrur á hlut. Það var Árni Oddur Þórðarson, forstjóri Marels, sem „sló“ fyrirtækið inn á markaðinn og notaðist þar við víga- legt gong. Í samtali við blaðamann Morgunblaðsins, sem var viðstaddur athöfnina í Amsterdam, sagði Árni Oddur að sér væri efst í huga þakk- læti gagnvart starfsfólki fyrir- tækisins og viðskiptavinum sem tryggt hefðu hina miklu velgengni þess á síðustu áratugum. »22 Marel tekur flugið og er metið á 421 milljarð Skráning Árni Oddur slær í gong. Morgunblaðið/Ásdís Listrænn stjórnandi „Vinnan hefur alltaf verið mitt líf,“ segir Helgi. Saga litla drengsins úr Vestmanna- eyjum sem gerðist heimsfrægur ballettdansari og síðar listrænn stjórnandi San Francisco-dans- flokksins er ævintýri líkust. Helgi Tómasson hefur unnið við ballett í yfir sextíu ár en er ekki á leið á eft- irlaun í bráð. Hann var staddur í London í vikunni þar sem dans- flokkur hans sýndi fyrir fullu húsi átta kvöld. Mikil vinna liggur að baki ævistarfinu en Helgi hefur aldrei hræðst mikla vinnu. Iðjuleysi hins vegar hræðir hann. Helgi segist í viðtali í Sunnudags- blaði Morgunblaðsins ekki ætla að hætta að vinna í bráð. „Ég bara get ekki ímyndað mér að vinna ekki lengur. Ég kann ekki að vera iðjulaus og kannski hræðist ég það að hætta. Vinnan hefur alltaf verið mitt líf. Ég hef unnið frá því ég var drengur í sveit, átta, níu ára gamall,“ segir Helgi sem náð hefur á toppinn í tvígang. „Ég fékk tvo ferla, fyrst dansferil þar sem ég næ upp á toppinn og svo sem stjórnandi fyrir dansflokk sem er kominn upp á toppinn. Mér var ætlað að gera eitthvað mikið.“ Enn að eftir rúm sextíu ár  Helgi Tómasson getur ekki hugsað sér að hætta að vinna

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.