Morgunblaðið - 08.06.2019, Síða 2

Morgunblaðið - 08.06.2019, Síða 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. JÚNÍ 2019 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. SALURINN.IS 13. júní kl. 17 Tríó Andrésar Þórs Frítt inn Sumarjazz Mynd sem tekin var úr eftir- lits- og björgunarvél Land- helgisgæslu Íslands, TF-LIF, sýnir greinilega mikinn upp- blástur við jökla á hálendi Ís- lands. Þegar flogið var yfir landið í gær sást mikill uppblástur í Flosaskarði og við Sandvatn. Á myndinni má sjá Eiríks- jökul í bakgrunni og Lang- jökul framar og til hægri. Landsmenn hafa fagnað sól- inni þar sem hún hefur skinið en eftir langvarandi þurrkatíð er upplástur mikill þegar hreyfir vind. Þetta verða íbúar varir við þegar fínt ryk leggst yfir borg og bæ. Eins og sjá má á myndinni er efniviður í uppblásturinn nægur. Landhelgisgæslan hafði nóg að gera í gær því einnig var farið í a.m.k. þrjú þyrluæfingaflug, samkvæmt upplýsingum frá Landhelgis- gæslunni. Æfingaflug eru far- in reglulega til þess að við- halda þekkingu og reynslu áhafna. TF-LIF, flugvél Landhelgisgæslunnar, á flugi yfir hálendi landsins í gær Uppblástur á hálendinu Ljósmynd/Landhelgisgæslan Þurrkur Uppblástur fylgir óneitanlega þurrkatíð eins og þeirri sem ríkt hefur undanfarnar vikur. Flestir fagna sólinni og nýta hverja stund sem sú gula lætur sjá sig en einhverjir eru farnir að bíða eftir a.m.k. einum rigningardegi þar sem það er talið gott fyrir gróður og túnsprettu að fá vökvun öðru hverju. Guðrún Erlingsdóttir ge@mbl.is Landsréttur staðfesti dóm héraðs- dóms í tveimur atriðum og sneri við dómi héraðsdóms í einu atriði í þremur dómsmálum þar sem erfingj- ar og dánarbú stefndu byggingasam- vinnufélagi Samtaka aldraðra (bsvf), en dómarnir féllu allir félaginu í hag. Að sögn Magnúsar Björns Brynj- ólfssonar, formanns bsvf, er félagið með um 500 íbúðir á sínum snærum. Hægt er að ganga í félagið 50 ára og kaupa íbúð á vegum byggingafélags- ins 60 ára. Félagsmenn í bsvf geta keypt eina íbúð með því að gangast undir skilamála félagsins. Að sögn Magnúsar staðfesti Landsréttur dóm héraðsdóms um að þrátt fyrir að í fáum tilfellum fyndust ekki gögn sem sýndu að frumbyggj- ar hefðu gengist undir samþykktir félagsins, giltu samþykktir félagsins við sölu. Landsréttur sneri við úrskurði héraðsdóms þess efnis að bsvf mætti ekki taka 1% gjald af endursöluverði eigna. Magnús segir að skv. úrskurði Landsréttar sé bsvf heimilt að inn- heimta gjaldið sem tekjustofn fyrir rekstur félagsins. Landsréttur stað- festi einnig úrskurð héraðsdóms um að krafa um að eingöngu félagsmenn gætu keypt íbúðir af bsvf stæðist. ,,Árið 2017 staðfesti Hæstiréttur að enginn gæti selt íbúðir á vegum félagsins nema kaupandinn sé skráð- ur og samþykktur félagsmaður og uppfylli ákveðin aldurstakmörk. Einnig að bsvf sé heimilt að setja þá skilmála í kauptilboð, kaupsamninga og afsöl að seljandi og kaupandi séu ætíð bundnir af skilmálum 12. gr. samþykkta félagsins um verðmat fé- lagsins, sem byggist aðallega á vísi- tölu byggingarkostnaðar, ástandi og viðskeytingu eignar hverju sinni,“ segir Magnús sem er sáttur við af- dráttarlausan dóm Landsréttar. Hann segir úrskurðinn tryggja til- verurétt bsvf og vonast til þess að friður ríki eftirleiðis. Vann þrjú mál í Landsrétti Morgunblaðið/G.Rúnar Íbúðir Bsvf við Sléttuveg 19-23.  Tryggir tilverurétt byggingasamvinnufélags Samtaka aldraðra Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, sagði í ræðu á vorfundi miðstjórnar í gær að Fram- sóknarflokkurinn væri sátta- en ekki sundrungarafl og hart hefði verið sótt að flokknum af klofningsbroti sem enga samleið hefði átt með Framsóknarflokknum. Hann gagn- rýndi fordæma- og innihaldslaust málþóf Miðflokksins á Alþingi og sagði: ,,Við þetta brot segi ég eins og sagt er í frægu lagi: Þér er ekki boðið.“ Við höfum öll sofið ,,Líklega hefur engin þjóð betri aðstöðu en við til þess að sameina landvernd og nytsamar fram- kvæmdir af því tagi sem við þurfum til þess að lifa hér öfundsverðu lífi. En það dugir ekki annað en að gera sér grein fyrir því að hér verður þá stórfelld stefnubreyting að koma til í umhverfismálum, og skulum við ekki metast um það sem orðið er. Við höfum öll sofið og erum að rumska. Það sama má víst ekki síður segja um menn annars staðar. Við erum þó svo gæfusöm að við eigum fleira óspillt í þessu tilliti en margir aðrir,“ sagði hann og tók fram að orðin sem hann mælti væru hvorki hans né ný. ,,Það sem hefur verið kallað eftir af þjóðinni er að íslenskir stjórn- málamenn standi vörð um íslenskar orkuauðlindir og það fyrirkomulag sem hefur ríkt hér sem felst einna helst í því að orkufyrirtækin eru að langstærstum hluta í samfélagslegri eigu. Það hefur einnig verið mjög skýrt ákall um að erlendir aðilar geti ekki gert stórinnkaup á íslensku landi. Þar er sýn okkar skýr. Það er ekki í boði að stóreignamenn og braskarar geti vaðið um héruð og keypt upp jarðir og réttindi þeim tengd. Hvorki innlendir né erlendir, hvort sem þeir eru innan EES- svæðis eða utan. Að því er unnið hörðum höndum að styrkja lagaum- hverfi í kringum jarðir,“ sagði hann. Sigurður Ingi sagði áhyggjur vegna þriðja orkupakkans snúa frekar að íslenskri pólitík og EES-samningur- inn og ESB komi þar hvergi nærri. Þá sagði hann Framsóknarflokk- inn hafa unnið hörðum höndum að því að tryggja hagsmuni Íslands, m.a. með því að sækja yfirlýsingar frá ESB og sameiginlegu EES- nefndinni. ge@mbl.is „Stórfelld stefnubreyting“  ,,Þér er ekki boðið“  Stóreignamenn og braskarar fá ekki vaðið um héruð  Áhyggjur frekar af íslenskri pólitík Morgunblaðið/Eggert Ávarp Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins. Morgunblaðið kemur næst út þriðjudaginn 11. júní. Fréttaþjónusta verður um hvítasunnuhelgina á frétta- vef Morgunblaðsins, mbl.is. Hægt er að koma ábend- ingum um fréttir á net- fangið netfrett@mbl.is. Þjónustuver áskriftardeildar er opið í dag frá kl. 8 til 12 en lokað er á hvítasunnudag og annan dag hvítasunnu. Netfang áskriftardeildar er askrift@mbl.is og síma- númer er 5691122. Þjón- ustuverið verður opnað á ný á þriðjudag kl. 7. Auglýs- ingadeildin er lokuð um helgina en verður opnuð aft- ur á þriðjudag kl. 8. Hægt er að bóka dánartilkynn- ingar á mbl.is. Fréttaþjón- usta mbl.is um helgina Mikil bílaumferð hefur verið frá höf- uðborginni í byrjun hvítasunnuhelg- arinnar sem er fyrsta stóra ferða- helgi ársins. Guðbrandur Sigurðsson, aðal- varðstjóri lögreglunnar í Reykjavík, segir umferðina hafa gengið vel að því er best sé vitað. Hún hafi byrjað snemma og streymdu bifreiðar bæði austur og vestur úr borginni. Að sögn Guðbrands virðist sem fólk hafi hætt fyrr í vinnu gær til þess að komast sem fyrst af stað út úr borg- inni. Það sé gott þegar umferðin dreifist. Bæjarhátíðin Kótelettan hófst á Selfossi í gærkvöldi. Morgunblaðið/Golli Frí Landinn nýtir hvítasunnuna til þess að ferðast og njóta lífsins. Landinn á ferðinni

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.