Morgunblaðið - 08.06.2019, Qupperneq 4
4 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. JÚNÍ 2019
Rósa Margrét Tryggvadóttir
rosa@mbl.is
Íslendingurinn Pétur Sturla Bjarna-
son sigraði í 24 kílómetra hlaupi
karla í „The Arctic Triple“ fjalla-
hlaupinu sem fór fram um síðustu
helgi. Er hlaupið haldið á Lofoten,
eyjaklasa í norðvesturhluta Noregs
sem er þekktur fyrir einstaka nátt-
úrufegurð. Pétur, sem varð m.a. Ís-
landsmeistari í maraþonhlaupi árið
2013, segist fyrst hafa heyrt um
hlaupið fyrir rúmu ári en hann fékk
miða í hlaupið í afmælisgjöf frá sam-
býliskonu sinni.
Falleg náttúra en kalt
Segir Pétur að 14 mínútur hafi
verið á milli hans og þess sem lenti í
öðru sæti. „Þannig að þetta var smá
rúst,“ segir hann og hlær.
Pétur segir að náttúran hafi verið
stórfengleg á leiðinni en hlaupið tók
hann um tvo og hálfan klukkutíma.
„Leiðin er yfir fjöll, í gegnum firði og
með ströndum. Rosalega falleg nátt-
úra og geggjað umhverfi,“ segir
hann.
Pétur segir þó veðrið hafa verið
erfitt á leiðinni en snjór var víða í
fjöllum, mikið um þoku og hiti aðeins
á bilinu núll til sjö gráður sem hann
segir að hafi sett strik í reikninginn
fyrir marga. Margir hafi þurft að
hætta við keppnina, sérstaklega þeir
sem voru að hlaupa lengri vega-
lengdir í hlaupinu. Sjálfur þurfti
Pétur að lengja brautina vegna veð-
urs og endaði á að hlaupa átta auka-
kílómetra vegna þessa eða 32 kíló-
metra.
Lofoten-hlaupið er fyrsta fjalla-
hlaupið sem Pétur tekur þátt í en
hann segir töluverðan mun á fjalla-
hlaupum og götuhlaupum. Meiri
áhersla sé á tíma og hraða í götu-
hlaupum en fókusinn í fjallahlaupum
sé meiri á náttúruna og að komast á
milli staða. Segir hann tímann skipta
minna máli í því síðarnefnda. „Flest-
ir sem eru með í þessum hlaupum
eru með til að fara þessa leið og sjá
og upplifa,“ segir Pétur. „Svo eru til
svona keppnishausar eins og ég og
nokkrir aðrir sem vilja alltaf taka á
því og komast eins hratt og hægt
er.“
Ljósmynd/Sportograf
Sigurvegari Pétur Sturla Bjarnason sigraði í 24 kílómetra hlaupi karla í „The
Arctic Triple“ fjallahlaupinu sem fór fram á Lofoten í Noregi síðustu helgi.
Sigraði í fjalla-
hlaupi í Noregi
Hljóp átta aukakílómetra út af veðri
Steinþór Guðbjartsson
steinthor@mbl.is
Pylsustaðurinn Bæjarins beztu
pylsur við Tryggvagötu í Reykja-
vík er einn vinsælasti veitinga-
staður landsins og eitt helsta
kennileiti borgarinnar. Til stendur
að festa líka rætur í Akureyr-
arkaupstað. Söluvagn á vegum
fyrirtækisins er kominn á Ráðhús-
torgið og verður hann opnaður
klukkan 13:00 í dag.
Guðrún Kristmundsdóttir, eig-
andi fjölskyldufyrirtækisins, segir
að opnunin eigi sér töluverðan að-
draganda. Barði Jónsson, borinn
og barnfæddur Akureyringur, hafi
haft samband og viðrað hugmynd-
ina. Eftir að hafa hugsað málið hafi
verið ákveðið að slá til, samskonar
söluvagn og er í Tryggvagötu hafi
verið smíðaður, vagninn hafi verið
fluttur norður í fyrrinótt og síðan
hafi verið unnið við að gera hann
tilbúinn fyrir opnunina í dag.
Fjórir ættliðir
Bæjarins beztu pylsur er eitt
elsta fyrirtækið í Reykjavík. Fjórir
ættliðir pylsusala hafa starfað hjá
því frá opnun 1937 eða í 82 ár. Auk
vagnsins í Tryggvagötu eru sölu-
staðir í Holtagörðum, Skeifunni,
Smáralind og við Byko í Breidd-
inni. Ennfremur fengu gestir á
jólamarkaðnum í Strassborg í
Frakklandi Bæjarins beztu pylsur
beint í æð í mánuð fyrir jólin 2017.
Fyrirkomulagið á Akureyri verð-
ur svipað og í Tryggvagötu. Til að
byrja með verður opnað klukkan
11 á morgnana og opið fram á
kvöld og lengur um helgar. „Barði
ætlar að reka staðinn í okkar anda
og vera með fjölskylduna í rekstr-
inum,“ segir Guðrún, en Baldur
Halldórsson, sonur hennar, hefur
tekið við daglegum rekstri af henni
og er fjórði ættliðurinn í starfinu.
„Ég vona að norðanmenn taki okk-
ur opnum örmum og að Bæjarins
beztu pylsur verði hluti af miðbæj-
armenningunni á Akureyri rétt
eins og í Reykjavík.“
Bæjarins beztu pylsur Nýr söluvagn var fluttur norður í fyrrinótt.
Bæjarins beztu pylsur
fáanlegar á Akureyri
Vilja skapa sömu stemningu og er í Tryggvagötu
Tvö mál eru í ferli hjá dómsmála-
ráðuneytinu vegna kvartana sér-
sveitarmanna sem saka yfirmenn
embættisins um einelti. Jón F.
Bjartmarz, yfirlögregluþjónn og yf-
irmaður sérsveitar ríkislögreglu-
stjóra, staðfestir að önnur kvörtunin
beinist meðal annars að honum en
vill ekki tjá sig að öðru leyti um mál-
ið. Slíkar kvartanir hafi sinn eðlilega
gang í samræmi við lög og reglur.
Þau svör fengust í dómsmálaráðu-
neytinu þegar spurt var hversu
margar kvartanir vegna eineltis og
tengjast sérsveitinni væru til með-
ferðar, að ráðuneytið tjái sig ekki um
hvort eða hvaða mál af þessu tagi,
sem varða einstaklinga, séu til um-
fjöllunar hjá því.
Tengist Akureyri og stöðu
Önnur kvörtunin er frá sérsveit-
armanni á Akureyri sem telur að
verið sé að ýta sér úr starfi, sam-
kvæmt heimildum Morgunblaðsins.
Fram kom í Morgunblaðinu í gær að
aðeins einn sérsveitarmaður er eftir
á Akureyri en þeir voru fjórir þegar
mest var en jafnframt kom fram að
ekki stæði til að leggja starfsstöðina
á Akureyri niður.
Hin kvörtunin er frá sérsveitar-
manni í Reykjavík og tengist
óánægju vegna stöðuveitingar, sam-
kvæmt heimildum Morgunblaðsins.
helgi@mbl.is
Tvö eineltismál úr sérsveit-
inni til athugunar í ráðuneyti
Kvarta undan yfirmönnum Ekki veittar upplýsingar
Ljósmynd/Eimskip
Sjósetning
Dettifoss
gekk vel
Dettifoss, annað tveggja skipa
Eimskips sem eru í smíði í Kína,
var sjósett í síðustu viku og því
eru bæði skipin nú á sjó.
Þetta kemur fram í færslu á
Facebook-síðu fyrirtækisins.
Fram kemur að sjósetningin
gekk vel og hefur skipinu verið
komið fyrir við sjókví þar sem
smíði heldur áfram.
„Skipin eru 2.150 gámaeiningar
að stærð, 180 metra löng og 31
metra breið og mun umhverfis-
vænni en skipin sem þau munu
taka við af.
Nýju skipin munu hljóta nöfnin
Brúarfoss og Dettifoss,“ segir í
umfjölluninni.
Afhent næsta haust
Eins og fram hefur komið í
Morgunblaðinu er gert ráð fyrir
að skipin verði afhent næsta
haust, en smíði þeirra er liður í
endurnýjun skipaflotans sem og
fyrirhuguðu samstarfi við græn-
lenska skipafélagið Royal Arctic
Line.
Skipin tvö eru sögð ríkulega
útbúin stjórnbúnaði og umhverf-
isvænni en eldri skip félagsins.
sp
ör
eh
f.
Sumar 28
Róm, Sorrento,Amalfíströndin og eyjan Caprí eru sannkallaðar
draumaperlur Ítalíu en kynngimögnuð fegurð þessara
staða umvefur okkur í ferðinni.Við skoðum hinn dásamlega
Napólíflóa sem er einn fallegasti flói landsins, siglum í Bláa
hellinn í Caprí, siglum og ökum með Amalfíströndinni og
endum ferðina í bænum Marina di Massa í Toskana
31. ágúst - 14. september
Fararstjórn: Hólmfríður Bjarnadóttir
Bókaðu núna á baendaferdir.is
Sími 570 2790 | bokun@baendaferdir.is | Síðumúla 2, 108 Reykjavík
Verð: 414.400 kr. á mann í tvíbýli.
Mjög mikið innifalið!
Róm&Amalfíströndin