Morgunblaðið - 08.06.2019, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 08.06.2019, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. JÚNÍ 2019 Ríkisútvarpið hefur í seinni tíðgengið æ lengra í sókn sinni á auglýsingamarkaði. Þetta þekkja aðrir fjölmiðlar vel og þá ekki ein- göngu ljósvakamiðlar þó að þeir verði fyrir mestu búsifjunum vegna ágengni Ríkisútvarpsins.    Síminn kvart-aði til Fjöl- miðlanefndar í mars vegna þeirrar stað- reyndar að Ríkisútvarpið fór fram úr leyfilegri heildarlengd auglýsingatíma í út- sendingu á söngvakeppni á tiltek- inni klukkustund. Þar reyndist ekki muna mjög miklu, 28 sekúndum, sem er þó töluvert þegar horft er til þess að hámark auglýsinga var 8 mínútur.    Ríkisútvarpið gaf þá skýringu aðmistök hefðu átt sér stað og Fjölmiðlanefnd lauk málinu með því að segja að Ríkisútvarpið hefði brotið lög, en að ákveðið hefði verið að sekta ekki vegna lögbrotsins.    Ríkisútvarpinu er þess vegnavæntanlega óhætt að halda áfram að gera slík mistök.    Vandinn er þó ekki þessar 28sekúndur, heldur sífellt harð- ari sókn Ríkisútvarpsins inn á auglýsingamarkaðinn og þessar 28 sekúndur eru aðeins til marks um það virðingarleysi sem Ríkis- útvarpið sýnir rammanum sem það á að starfa eftir og það tillitsleysi sem stofnunin sýnir keppinautum sem ekki búa við fimm milljarða forskot frá skattgreiðendum.    Sérkennilegt er með hliðsjón afumræðunni um stöðu einkarek- inna fjölmiðla að Ríkisútvarpið fái eftirlitslaust að starfa með þessum hætti. 28 sekúndur eru lýsandi dæmi STAKSTEINAR Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ „Mest af búpeningnum er selt og áhuginn hefur verið mikill,“ segir Gestur Einarsson bóndi í Skál- holti. Búi hefur nú verið brugðið á biskupssetrinu og í vikunni voru kýr, kvígur og kálfar þar seld á fæti. Aðeins örfáir gripir voru eft- ir þegar Morgunblaðið ræddi við Gest síðdegis í gærdag. Ýmsir hafa sömuleiðis komið á staðinn til að kanna með kaup á ýmsu lausafé sem tilheyrir búskapnum svo sem mjólkurtank, röramjaltatæki og annað sem tengist mjólkurfram- leiðslunni. Framleiðsluréttur á mjólk, um 80 þúsund lítrar, hefur tilheyrt jörðinni. Hann verður nú seldur og andvirði kvótans, búpeningsins og tækjanna varið til uppbygg- ingar og reksturs á Skálholti. Skálholtsjörðin sem er landmikil og kostarík á flestan mælikvaða verður í umsjón stjórnar Skál- holtsstaðar, sem skipuð verður kirkjunnar fólki. Er sömuleiðis stefnt að því að auglýst verði eftir ráðsmanni í sumar, sem er liður í skipulagsbreytingum sem miða að því að skerpa skipulag og stjórn alla mála á staðnum, segir sr. Kristján Björnsson vígslubiskup í samtali við Morgunblaðið. sbs@mbl.is Mikill áhugi á kúnum í Skálholti  Búi brugðið  Söluandvirði kvóta og kúa verður varið til uppbyggingar Morgunblaðið/Sigurður Bogi Skálholt Breytingar á biskupssetri. Borgarráð hefur heimilað umhverf- is- og skipulagssviði að ljúka hönnun og bjóða út framkvæmdir vegna hjólreiðaáætlunar ársins 2019. Verkefnin eru að hluta samstarfs- verkefni með Vegagerðinni. Kostn- aður er áætlaður 530 milljónir króna. Þar af er hluti Reykjavíkur 450 milljónir. Áformað er að leggja um 2,4 kílómetra af nýjum hjólastíg- um á árinu 2019. Hjólastígar verða aðgreindir frá umferð gangandi og akandi þar sem því verður við komið. Um er að ræða eftirfarandi verk- efni á þessu ári:  Eiðsgrandi frá bæjarmörkum Sel- tjarnarness að dælustöð við Keilu- granda. Nýr hjólastígur verður að- greindur frá gangandi umferð.  Bústaðavegur milli Háaleitis- brautar og brúar yfir Kringlumýr- arbraut. Nýr hjólastígur norðan Háaleitisbrautar verður aðgreindur frá gangandi umferð.  Elliðaárdalur. Stekkjarbakki að stíg við Fagrahvamm. Nýr hjólastíg- ur verður aðgreindur frá gangandi umferð.  Elliðaárdalur. Lagfæringar og endurbætur á stíg milli Reykjanes- brautar og Höfðabakka.  Geirsgata við Miðbakka, milli Lækjargötu og Pósthússtrætis. Nýr hjólastígur verður aðgreindur frá gangandi umferð.  Víðidalur. Nýr göngu- og hjóla- stígur frá Vallarási að stígakerfi Ell- iðaárdals við Klapparás. Innifalið í upphæðinni er að setja upp fleiri hjólateljara en nú eru svo og að setja upp nokkur leiðbeining- arskilti. Loks verður unnið að und- irbúningi og forhönnun vegna verk- efna ársins 2020. sisi@mbl.is Nýir hjólastígar lagðir í borginni  Verja á 530 millj- ónum króna í verk- efnið á þessu ári Morgunblaðið/Hari Hjólastígar Borgin hefur verið að fjölga stígum á undanförnum árum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.