Morgunblaðið - 08.06.2019, Side 11
FRÉTTIR 11Innlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. JÚNÍ 2019
Gunnlaugur Snær Ólafsson
gso@mbl.is
Íslenskum stjórnvöldum gæti orðið
óheimilt að koma í veg fyrir útboð
nýtingarréttar og rekstur vatnsafls-
virkjana með lögfestingu opinbers
eignarhalds, fari eftirlitsstofnun
EFTA, ESA, með nýtingarréttar-
fyrirkomulag Norðmanna fyrir
EFTA-dómstólinn og hann dæmi
fyrirkomulagið ólögmætt.
Eins og fram kom í umfjöllun
Morgunblaðsins um miðjan maí
höfðaði framkvæmdastjórn Evrópu-
sambandsins í mars samningsbrota-
mál gegn átta aðildarríkjum á
grundvelli þjónustutilskipunarinnar
og reglugerðar um opinber inn-
kaup, þar sem krafist er að nýting-
arréttur vatnsfalla og að rekstur
virkjana verði boðinn út. Í erindi til
íslenskra stjórnvalda árið 2016 fer
ESA fram á að krafist verði mark-
aðsverðs fyrir nýtingarrétt með
sama hætti og í Evrópusamband-
inu.
Lokuðu á einkaaðila
Upphaflega miðaði norsk löggjöf
við að eignarhald og nýtingarréttur
vatnsfalla og vatnsaflsvirkjana yrði
ávallt í opinberri eigu. Var í gildi
endurgjöf sem hafði í för með sér
að einkaaðilar sem byggðu og ráku
vatnsaflsvirkjanir myndu afhenda
norska ríkinu umrædda eign eftir
að gildistími samninga um nýtingu
við hið opinbera rann út.
Þetta fyrirkomulag var hins veg-
ar fellt úr gildi með dómi EFTA-
dómstólsins árið 2007 sem taldi fyr-
irkomulagið brjóta gegn ákvæðum
EES-samningsins. Viðbrögð Norð-
manna voru að þrengja löggjöfina
enn meira með því að krefjast að
allur nýtingarréttur og virkjanir
yrðu að vera í eigu félaga þar sem
ríki eða sveitarfélög væru eigendur
meirihluta hlutafjár.
Ekki þjónusta
ESA gerði 30. apríl þessa árs at-
hugasemd við þetta fyrirkomulag í
takti við ákvörðun framkvæmda-
stjórnar ESB um að höfða samn-
ingsbrotamál, að því er fram kemur
í umfjöllun ABC Nyheter. Er kraf-
ist skýringa á því hvernig ráðstöfun
nýtingarréttar vatnsfalla og rekstri
virkjana er háttað. Í svari norskra
stjórnvalda kemur fram að þau
telja að um sé að ræða nýtingu
náttúruauðlinda en ekki þjónustu
og að ákvæði tilskipunarinnar eigi
þess vegna ekki við. Telji ESA svar
norðmanna ekki fullnægjandi fer
málið fyrir EFTA-dómstólinn
Ekki er vitað hver niðurstaða
þessa máls verður, en líklega mun
hún hafa áhrif á það hvort íslensk-
um stjórnvöldum verður heimilt að
takmarka eignarhald einkaaðila til
þess að koma í veg fyrir að nýting-
arréttur vatnsfalla og rekstur virkj-
ana verði boðin út á EES-svæðinu.
Opinbert eignarhald
dugar mögulega ekki
ESA krefst útboðs nýtingarréttar og reksturs virkjana
Morgunblaðið/Kristján
Fordæmi Taki ESA ekki rökum norskra yfirvalda fer málið fyrir EFTA-
dómstólinn. Dómurinn hefur áhrif á hvaða leiðir séu færar fyrir Íslendinga.
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
Í umræðunni er að Vestmanna-
eyjaferjan Herjólfur henti vel til af-
nota fyrir Slysavarnaskóla sjó-
manna þegar ferjunni verður skipt
út fyrir nýja sem er væntanleg á
næstu dögum. Málið hefur verið
rætt óformlega af forsvarsmönnum
skólans við ráðamenn. Þeir taka er-
indinu ekki fjarri, þótt engu hafi
verið slegið föstu.
„Herjólfur gæti hentað okkur vel
og við höfum því haft augastað á
skipinu. Um borð í skipinu eru með-
al annars stór salarkynni og ýmis
rými sem henta starfsemi okkar,“
segir Hilmar Snorrason skólastjóri.
Ekki haffærnisskírteini
Starfsemi Slysavarnaskóla sjó-
manna hefur frá árinu 1998 verið
um borð í Sæbjörgu, gömlu Akra-
borginni. Skipið, sem er 1.774 tonn
og smíðað 1974, var fengið skól-
anum af ríkinu þegar ferjusiglingar
milli Reykjavíkur og Akraness lögð-
ust af með tilkomu Hvalfjarðar-
ganga.
Nú má segja að skipið sé komið á
tíma og sitthvað er í ólagi, enda hef-
ur það ekki haffærnisskírteini. Er
því ekki lengur hægt að sigla því
milli hafna landsins til nám-
skeiðahalds, eins og lengi var gert.
Alls sækja um 2.000 sjómenn skól-
ann á hverju ári – og stundum fleiri.
Þörfin er þekkt
Nýr Herjólfur tekur við
áætlunarsiglingum milli lands og
Eyja síðar í sumar. Næstu tvö árin
verður gamla ferjan þó áfram til
taks, svo sem á álagstímum og til
siglinga í Þorlákshöfn ef ekki gefur
fyrir nýja skipið í Landeyjahöfn.
„Ég er jákvæður fyrir því að slysa-
varnaskólinn fái skipið og málið hef-
ur verið nefnt við ráðherra,“ sagði
Sigurður Ingi Jóhannsson sam-
gönguráðherra í samtali við Morg-
unblaðið. Tiltók þó að málið hefði
enn ekki verið tekið til formlegrar
umfjöllunar en þörfin á að bæta að-
stöðu Slysavarnaskóla sjómanna
væri ráðamönnum kunn.
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Herjólfur Skipið, hér í innsiglingunni til Vestmannaeyja, verður áfram til taks þar að minnsta kosti næstu tvö árin.
Með augastað á Herjólfi
Vilja Vestmannaeyjaferju fyrir starfsemi Slysavarna-
skóla sjómanna Ráðherra jákvæður fyrir hugmyndinni
Sigurður Ingi
Jóhannson
Hilmar
Snorrason
FINNA.is
Skoðið laxdal.is
Skipholti 29b • S. 551 4422
NÝTTU TÍMANN
LAXDAL ER Í LEIÐINNI
Engjateigi 5 // 581 2141 // hjahrafnhildi.is
20.980
Nú 16.784
Margir litir • Þrjár síddir
BUXNADAGAR
20%afsláttur
af öllum buxum
gisting.dk
499 20 40 (Íslenskur sími) 32 55 20 44 (Danskur sími)
Herbergi frá Dkk 300 Íbúðir frá Dkk 900
Kaupmannahöfn
Opið 11-15 í dag
Bæjarlind 6 | sími 554 7030
Við erum á facebook
Kr. 12.900 - Str. 36-52
Litir: Dökkblátt, ljósblátt, svart
Gallabuxur