Morgunblaðið - 08.06.2019, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 08.06.2019, Qupperneq 14
Kristín Heiða Kristinsdóttir khk@mbl.is Ég var á unglingsaldriþegar ég heyrði fyrst afskáldkonunni sem hafðifæðst á Hóli á Langa- nesi, en ég dvaldi mörg sumur á Þórshöfn og bjó þar um tíma. Mörgum árum seinna ákvað ég að skoða nánar þessa konu sem öllum virtist gleymd,“ segir Steinunn Inga Óttarsdóttir en lokaverkefni hennar í meistaranámi í Hagnýtri menningarmiðlun við HÍ fjallar um skáldkonuna Oddnýju Gunn- hildi Guðmundsdóttur frá Hóli á Langanesi sem fædd var 1908. „Þegar ég fór að grúska í verkum hennar komst ég að því að þetta var stórmerkileg kona sem fór algjörlega sínar eigin leiðir. Ég tók meðal annars viðtöl við fólk á Þórshöfn sem hafði þekkt hana og mundi eftir henni þar sem hún gekk um hugrökk í sínum gallabuxum, sem ekki þótti konum hæfa á þeim tíma. Hún var ævin- lega með tvær fléttur bundnar um höfuðið og með sérkennileg gler- augu. Fólk sagði hana einnig hafa verið með óvenjulegan svip og með sérstakar athugasemdir á takteinum. Hún hafði öðruvísi framkomu en allir aðrir.“ Skammaði bróður sinn Oddný var sigldur heimsborg- ari, hún fór út í heim til að mennta sig, til Sviss, Svíþjóðar og Sovétríkjanna, sem var ekki al- gengt snemma í tuttugustu öld. „Hún menntaði sig í sögu og bókmenntum í útlöndum en bróðir hennar Gísli Guðmundsson alþing- ismaður studdi hana og kostaði til náms. Ekki er ólíklegt að hann hafi haft einhver áhrif á hvað hún gerði meðan hún var undir hans verndarvæng,“ segir Steinunn og bætir við að til séu fimmtíu bréf sem Oddný skrifaði til Gísla bróð- ur síns. „Safnahúsið á Húsavík varð- veitir þessi bréf og það var magn- að að komast í þau, en fyrsta bréfið er frá 1928 þegar Oddný er aðeins tvítug. Þarna fékk ég inn- sýn í persónuleika Oddnýjar og sá hvernig hann hafði þróast. Í fyrstu bréfunum er hún undir- gefin ung stúlka að segja bróður sínum frá því hvernig allt gangi hjá henni, en í síðustu bréfunum er hún farin að standa uppi í hárinu á honum og gagnrýna hann fyrir að standa sig ekki nógu vel í pólitíkinni,“ segir Steinunn og bætir við að einnig sé til útvarps- efni með Oddnýju. „Eftir hana liggur heilmikið, en samt hefur hún fallið í gleymsku. Hún skrifaði fimm skáldsögur sem fjalla um hnignun bændasamfélagsins og um lítil- magnann, lífsbaráttu í sveitum og um stöðu kvenna og þá valkosti sem konur höfðu í bændasam- félaginu. Hún fjallar mikið um kynslóðabilið og afleiðingar þess að fólk flutti úr sveit á mölina. Misréttið í þjóðfélaginu er henni líka hugleikið,“ segir Steinunn og bætir við að Oddný hafi skrifað sínar skáldsögur á þeim tíma sem litið var niður á bókmenntir kvenna. „Það sem konur skrifuðu var gjaldfellt með þeim orðum að það væru kerlingabókmenntir. Sig- urður A. Magnússon, Ólafur Jóns- son og fleiri settu þannig bók- menntir kvenna skör lægra en karla. Þær voru ekkert að skrifa síðri bækur en karlarnir, en þær fengu miklu harkalegri gagnrýni. Guðrún frá Lundi var meðal þeirra kvenna sem urðu fyrir barðinu á þessu viðhorfi og var sett út í kuldann. Þetta var gríð- arleg kynjamismunun,“ segir Steinunn og minnir á að bækur Guðrúnar frá Lundi séu enn þann dag í dag meðal vinsælustu bóka á bókasöfnum landsins. Steinunn segir Oddnýju hafa verið iðna við skrifin, auk skáld- sagnanna skrifaði hún leikrit og kvæðakver og hún skrifaði einnig heilmikið í blöð og tímarit. „Hún skrifaði pistla í Tímann þar sem hún gagnrýndi menn- ingarelítu þess tíma. Hún gagn- rýndi að enginn stæði vörð um tungumálið og hún gagnrýndi kennaranámið og hvernig mennt- un og uppeldi var háttað á Íslandi. Hún gagnrýndi líka íslenskar bók- menntir. Hún var mjög harðorð í sinni gagnrýni og vel má vera að reiði hennar og það hversu hörð og hvöss hún var í þessum pistl- um, hafi skapað henni þá útlegð sem hún lifði við. Hún var ekki nógu þæg fyrir karlana. Þeir höfðu töglin og hagldirnar, þeir réðu bókaforlögunum, hvað var gefið út og hvað ekki. Karlar voru líka nær einvörðungu meðal þeirra sem ritdæmdu bækur og karlar ritstýrðu blöðunum.“ Kaus að vinna við heyskap Oddný lifði sérstöku lífi og var á vissan hátt sígauni síns tíma, því hún hafði ekki fasta búsetu bróðurpartinn af ævinni. „Hvern einasta vetur í 30 ár hafði hún þann háttinn á að hún fór á milli sveitabæja og sá um að kenna börnum sem þar bjuggu. Hún var síðasti farkennarinn á Ís- landi og bjó því um ákveðinn tíma á hverjum bæ á meðan hún kenndi en færði sig þá til næsta bæjar og bjó þar. Ég tók viðtal við einn nemanda hennar sem sagðist hugsa til Oddnýjar nánast daglega enn þann dag í dag, því hún hefði verið öflugur kennari og vakið áhuga hans á námsgreinunum. Hann sagðist ævinlega hugsa til hennar þegar einhverjum yrði á í íslenskunni í fjölmiðlum, því eitt af því sem Oddný gagnrýndi harð- lega var málfar útvarpsmanna og blaðamanna. Henni fannst að bæði þeir og kennarar og bókmennta- gagnrýnendur, ættu að vera í framlínu við að vernda tungu- málið, með því að skrifa og tala gott mál. Sjálf talaði hún gull- aldaríslensku.“ Oddný vildi ekki vera í Reykjavík og þegar kennslu lauk á vorin þá réði hún sig í kaupavinnu yfir sumartímann í sveitum lands- ins. „Hún vildi helst vinna við heyskap og hitta fólk og spjalla. Hún átti vini og kunningja í öllum sveitum og var vel tekið. Hún fór allra sinna ferða á sumrin á hjóla- fák sem hún kallaði Skjónu. Hún hjólaði um allt Ísland og ósjaldan voru dagleiðir hennar á hjólinu hundrað til tvö hundruð kílómetr- ar. Hún var í raun hámenntuð far- andverkakona, heimskona og bar- áttukona,“ segir Steinunn og bætir við að Oddný hafi skrifaði tvær ferðasögur þar sem hún sagði frá hjólreiðum sínum um landið. Aldrei skal ég þagna Oddný var ekki kennara- menntuð og hafði horn í síðu kennaraháskólans. „Henni fannst hugtökin þar algjört kjaftæði. Gefinn var út listi með þýddum félagsfræðilegum og uppeldisfræðilegum hugtökum, en henni fannst alveg ótækt að kenn- arar þyrftu orðabók til að skilja um hvað uppeldisfræði snerist. Kannski hefur blundað í henni sársauki að vera réttindalaus allt sitt líf. Henni fannst hún sett til hliðar. Konur sem gagnrýna eru ennþá gjarnan settar til hliðar, hvað þá ef þær eru gamlar, bitrar og réttindalausar. Við þekkjum það að enginn hlustar á þær.“ En Oddný lét aldrei þagga niður í sér og lét engan segja sér fyrir verkum. „Titill verkefnis míns er ein- mitt bein tilvitnun í hana: „Aldrei skal ég þagna á því meðan ég tóri,“ en þau orð lét hún falla í viðtali eftir fyrstu Kefla- víkurgönguna 1960 sem hún tók þátt í. Hún var yfirlýstur friðar- sinni og herstöðvarandstæðingur og hafði mjög heitar hugsjónir um jöfnuð og réttlæti. Hún barðist allt sitt líf fyrir lítilmagnann. Hún hafði óbilandi kjark og úthald til að rísa upp gegn karlaveldinu og í einkalífinu fór hún líka ótroðnar slóðir. Hún giftist aldrei og eign- aðist ekki börn. Fólk sem þekkti hana sagði ýmist að þannig hefði það farið hjá henni eða að það hefði verið viljandi, hún hefði ekki viljað bindast neinum. Einn við- mælandi minn sagði að hún hefði ekki fengið þann sem hún vildi og ekki viljað þann sem hún gat feng- ið.“ Oddný Á ólíkum aldri, ung stúlka, ung kona og að lokum gömul kona með kisugleraugu sem þóttu sérstök. Lét engan segja sér fyrir verkum Hún batt ekki bagga sína sömu hnútum og sam- ferðafólk hennar. Hún klæddi sig eins og henni sýndist og reis hávær upp gegn hverskonar órétt- læti. Skáldkonan Oddný Guðmundsdóttir kaus að eiga ekki fastan sama- stað, hún var farand- kennari, heimskona og baráttukona. Morgunblaði/Arnþór Birkisson Steinunn Hún naut þessa að kynna sér sögu Oddnýjar. Oddný og hjólið Skjóna Kjartan Guðjónsson myndskreytti ferðasögu eftir Oddnýju sem birtist í Þjóðviljanum á gamlársdag árið 1952. Steinunn verður með útvarps- þátt á morgun sunnudag á RÚV Rás 1, kl. 14. Þar mun hún draga upp mynd af persónu Oddnýjar. 14 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. JÚNÍ 2019 Renndu við hjá okkur í Tangarhöfða 13 Túrbínur í flestar gerðir bíla Ódýrari kostur í varahlutum! TANGARHÖFÐA 13 577 1313 - kistufell.com BIFREIÐAVERKSTÆÐIÐ

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.