Morgunblaðið - 08.06.2019, Síða 16
16 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. JÚNÍ 2019
Guðmundur Magnússon
gudmundur@mbl.is
Útskorinn taflmaður sem fannst í
lok 19. aldar í kartöflugarði á gamla
bæjarhólnum í Kollsvík á Vest-
fjörðum er áþreifanlegur vitnis-
burður um hefð
eða iðnað sem að
öllum líkindum
hefur tíðkast á
Íslandi fyrr á
öldum, að skera
taflmenn í rost-
ungstönn til sölu
á erlendum
mörkuðum eða
innanlands. Þetta
segir Valdimar
Össurarson,
framkvæmdastjóri Valorku, sem er
mikill áhugamaður um fornar minj-
ar og menningarsögu. Hann hefur
nýlega tekið saman fróðleik um tafl-
manninn forna og birt á vef Kolls-
víkur en þaðan er hann ættaður.
Fréttir um að áður óþekktur tafl-
maður úr hinu sögufræga Lewis-
safni hafi komið í leitirnar í Bret-
landi og verði boðinn upp hjá
Sothebys í byrjun næsta mánaðar,
hafa á ný vakið umræður um út-
skurðarlist Íslendinga til forna og
hugsanlegan íslenskan uppruna nær
eitt hundrað útskorinna taflmanna
sem fundust á Lewiseyju við strönd
Skotlands í byrjun 19. aldar en eru
taldir vera frá því um 1200.
Taflmaðurinn í Kollsvík er varð-
veittur í Þjóðminjasafninu. Í lýsingu
safnsins á honum segir: „Skáktafls-
maður úr tönn, skorinn í fulla
manns líking, með töluvert skegg og
hárið stýft um eyrun, kolllágan,
barðastóran hatt á höfði, í aðskor-
inni, einhneptri treyju með breiðum
kraga og ákaflega síðum stutt-
brókum og skjöld á vinstri hlið og
nær sporðurinn niður jafnlangt fót-
um mannsins. Þetta mun vera kon-
ungur úr tafli og eptir því sem ráða
má af búninginum, mun hann vera
frá síðari hluta 16. aldar.“
Valdimar er þeirrar skoðunar að
hinn óþekkti útskurðarmeistari tafl-
mannsins í Kollsvík hafi gert tafl-
manninn í mynd Magnúsar prúða
Jónssonar, sem var valdamikill og
stórefnaður höfðingi á Vestfjörðum
á 16. öld. Telur hann að mynd af
Magnúsi á samtímamálverki sýni
sterk líkindi með honum og svip-
móti taflmannsins. Líklegt sé að
taflmaðurinn hafi verið gerður af
heimilismanni Gunnars Jónssonar,
sem þá var bóndi í Kollsvík, ef ekki
af honum sjálfum.
Annar fundur á Siglunesi
Þess má geta að sumarið 2011
fannst við fornleifarannsókn á
Siglunesi fínlega útskorinn tafl-
maður. Hann er talinn frá 12. eða
13. öld og svipar um margt til
Lewistaflmannanna, en er úr ýsu-
beini.
Taflmenn merki um útskurðarhefð
Útskorinn taflmaður í mannslíki frá 16. öld fannst í Kollsvík í lok 19. aldar Hugsanlega gerður fyrir
auðmanninn Magnús prúða og í mynd hans Öðrum sem fannst 2011 svipar til Lewistaflmannanna
Ljósmynd/Kollsvik.is
Útskurður Taflmaðurinn sem fannst í Kollsvík.
Ljósmynd/Vefur Fornleifastofnunar Íslands.
Forngripur Taflmaðurinn sem fannst á Siglunesi. Skák Einn Lewistaflmannanna
Valdimar
Össurarson
Smiðjuvegur 68, Kópavogi | S. 587 1350 | bifreidaverkstaedi.is
Höfum sérhæft okkur
í Toyota viðgerðum síðan 1995
Fljót, örugg og persónuleg þjónusta
Allar almennar bílaviðgerðir
Hjólastillingar | Smurverkstæði/þjónusta