Morgunblaðið - 08.06.2019, Page 18
18 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. JÚNÍ 2019
hefur alltaf tekist að ná lendingu.
Með fjölgun íbúa, hærra mennt-
unarstigi og meiri fjölbreytni í at-
vinnulífinu vænti ég þó að sveifl-
urnar í framtíðinni verði minni en
verið hefur,“ sagði Kjartan Már
Kjartansson bæjarstjóri í samtali
við Morgunblaðið í vikunni.
Fjölgun íbúa í Reyjanesbæ síð-
ustu árin hefur verið hliðstæðulítil.
Íbúarnir voru árið 2014 alls 14.610
en eru nú 19.020. Það er fjölgun um
liðlega 23%. „Vissulega hefur fjölg-
unin tekið á fjárhag bæjarins. Fleiri
íbúum fylgja hins vegar meiri tekjur
og hér voru til staðar ýmsir innviðir
sem nýttust við þessar aðstæður,
svo sem skólar, gatnakerfi og fleira.
Á sama tíma hefur okkur tekist að
koma fjárhag bæjarins í lag,“ sagði
Kjartan sem bauð blaðamanni í bíl-
túr um hinn ört vaxandi bæ.
Spennandi vaxtarsvæði
Leiðin lá fyrst í Hlíðahverfi sem
er neðst í fyrrverandi varnarsvæði.
Þar er nú verið að reisa einbýlis-,
rað- og fjölbýlishús; 118 íbúðir í
þessum fyrsta áfanga. Í hverfinu
fullbyggðu verða íbúðirnar um 800.
Uppbygging í Innri-Njarðvík er
einnig komin vel á veg, meðal ann-
ars framkvæmdir við nýjan skóla,
Stapaskóla. Alls verða um 1.800
íbúðir í Innri Njarðvík þegar sá
bæjarhluti verður fullbyggður. Ný-
bygging skólans sem á að taka um
600 nemendur ætti að komast í
gagnið haustið 2020. Starfsemi skól-
ans er nú í bráðabirgðahúsnæði og
mjór er mikils vísir, segir máltækið.
„Ásbrú er mjög spennandi staður
SVIÐSLJÓS
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
Málefni barna, svo sem samþætting
skóladags og frístunda, fjölbreytni
mannlífsins, efling félagslegrar
þátttöku, umhverfismál, sjálfbærni
og skilvirk þjónusta eru megin-
atriðin í nýrri stefnu Reykjanes-
bæjar 2020-2030. Unnið hefur verið
að stefnumótun þessari að undan-
förnu og verður málið tekið til fyrri
umræðu á hátíðarfundi í bæjar-
stjórn næstkomandi þriðjudag, 11.
júní, þegar 25 ár eru liðin frá stofn-
un Reykjanesbæjar. Það gerðist eft-
ir að íbúar Keflavíkur, Njarðvíkur
og Hafna höfðu samþykkt að sam-
eina sveitarfélögin í eitt.
Sveiflurnar verði minni
„Bærinn stendur vel. Vissulega
höfum við farið í gegnum ýmsar
bylgjur og slíkt er ekkert einsdæmi
í samfélagi sem breytist hratt. Þó
og vaxtarsvæði,“ segir Kjartan. Á
svæðinu eru skráðar um 100 kenni-
tölur fyrirtækja af öllum stærðum
og gerðum og íbúarnir eru um 3.000.
Til framtíðar verður að sögn bæj-
arstjórans mikið byggt á Ásbrú,
enda ýmsir innviðir á svæðinu til
staðar og nóg af lóðum svo þar megi
reisa 15.000-20.000 manna byggð. Á
svonefndum Flugvöllum sem eru
niður af Ásbrú við leiðina í Leifsstöð
er svo gert ráð fyrir ýmiskonar
þjónustustarfsemi, meðal annars í
tengslum við flugið. Þarna eru nú
þegar bílaleigur og hótelbygging í
undirbúningi.
Rígurinn er enn til staðar
„Já, rígurinn milli Keflavíkur og
Njarðvíkur hér fyrr á árum var mik-
ill og er að einhverju marki til stað-
ar enn. Núna eru knattspyrnulið
beggja þessara hverfa í sömu deild,
Inkasso-deildinni, í fótboltanum og
það skapar heilbrigðan meting. En
að öðru leyti segja sumir að samein-
ing á sveitarfélagi taki þrjár til fjór-
ar kynslóðir sem ég tel vera rétt.
Svo er líka að koma hingað í bæinn
fólk sem þekkir ekki þessa forsögu,“
segir Kjartan og heldur áfram.
„Stór hluti nýrra íbúa í bænum er
fólk erlendis frá, gjarnan Póllandi,
sem hingað kemur, er hér í skamm-
an tíma, kannski 1-2 ár. Þó eru þess
mörg dæmi að eftir nokkur misseri
komi fjölskylda viðkomandi og setj-
ist hér að. Og nú þarf að koma betur
til móts við þetta fólk, til dæmis
börnin. Svo vitum við líka um full-
orðið fólk sem hefur verið hér í
bænum í kannski 15-20 ár, talar
hvorki íslensku né ensku, og nær
engum tengslum við samfélagið. Til
þess þarf að ná,“ segir Kjartan sem
segir blaðamanni á bíltúrnum um
bæinn að brýnt sé nú að ná við-
spyrnu í atvinnumálum. Slegið hafi í
bakseglin með gjalþroti WOW og nú
sé atvinnuleysi á Suðurnesjum um
6,5%.
Ná fyrri stöðu í fluginu
„Flug og ferðalög hvarvetna í
heiminum er alls staðar að aukast –
og ég vona því að brátt náum við að
nýju fyrri stöðu. Á flugvellinum og í
tengslum við hann starfa í dag um
8.000 manns og því eigum við mikið
undir. En jafnframt þurfum við líka
að fá ríkið meira að málum hér,
meiri framlög til margvíslegrar
þjónustu sem er á þess hendi,“ segir
bæjarstjórinn þegar við ökum um
miðbæinn og að bæjarskrifstofunni
sem er við Tjarnargötu.
Samfélag sem breytist hratt
Reykjanesbær 25 ára Keflavík, Njarðvík og Hafnir Mikil fjölgun íbúa á undanförnum árum
Mikil uppbygging Ásbrú verði 15 -20.000 manna hverfi Innflytjendur um fjórðungur bæjarbúa
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Mannlíf Bæjarstjórinn á förnum vegi með stúlkum úr vinnuskólanum. „Bærinn stendur vel. Vissulega höfum við
farið í gegnum ýmsar bylgjur og slíkt er ekkert einsdæmi, segir Kjartan Már Kjartansson um stöðu mála á svæðinu.
Reykjanesbær Fjölgun íbúa síðustu árin er hliðstæðulítil. Íbúarnir voru ár-
ið 2014 alls 14.610 en eru nú 19.020. Það er fjölgun um liðlega 23%.
Í nýrri stefnu Reykjanesbæjar
2020-2030 sem bæjarstjórn
mun fjalla um næstkomandi
þriðjudag eru sex stefnu-
áherslur. Þær eru málefni
barna, vellíðan íbúa, vistvænt
samfélag, fjölbreytt störf,
kraftur fjölbreytileikans og
skilvirk þjónusta. Við mótun
stefnunnar var horft til heims-
markmiða Sameinuðu þjóð-
anna, haft samráð við starfs-
menn bæjarins og rætt við
notendur þjónustu bæjarins
um úrlausnarefni. Eftir umfjöll-
un bæjarstjórnar fer tillagan til
umfjöllunar meðal bæjarbúa og
annarra og verður svo afgreidd
endanlega í haust.
Sé litið til einstakra þátta er
í málefnum barna lagt til að
þétta tíðni strætisvagna sem
gangi á 20 mínútna fresti til
að efla þátttöku barna í
íþróttastarfi. Einnig á að sam-
þætta skólastarf við íþróttir og
tómstundir. Hvað fjölbreyti-
leika mannlífsins viðvíkur á að
efla upplýsingamiðlun og sam-
skipti við innflytjendur og
vinna að aukinni þáttttöku
barna af erlendum uppruna í
íþrótta- og tómstundastarfi.
Einnig er hvatt til virkra sam-
skipta milli ólíkra hópa, m.a.
með því að halda þjóðhátíð-
ardag Pólverja, 11. nóvember,
hátíðlegan.
Virk sam-
skipti milli
ólíkra hópa
STEFNUMÓTUN 2020- 2030
Vantar þig
ráðleggingar
við sölu eignar
þinnar?
s 893 6001
Kópavogi | Selfossi | s 893 6001 | beggi@fasteignasalan.is
Guðbergur
Guðbergsson
Löggiltur fasteignasali
og leigumiðlari
Eltak sérhæfir sig í sölu
og þjónustu á vogum
Bjóðum MESTA úrval
á Íslandi af smáum
og stórum vogum