Morgunblaðið - 08.06.2019, Page 25
25
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. JÚNÍ 2019
Húsnæðismál eru
eitt stærsta velferð-
armál þjóðarinnar. Þak
yfir höfuðið er ein af
grunnþörfum mannsins
og öruggt húsnæði
óháð efnahag og bú-
setu er ein af grunn-
forsendum öflugs sam-
félags.
Húsnæðismarkaður-
inn hér á landi hefur
einkennst af miklum
sveiflum í gegnum tíðina, ekki síst
síðastliðinn áratug. Í dag er staðan
sú að stór hópur fólks býr við þröng-
an kost og óöryggi í húsnæðismálum
og margir, einkum þeir tekjulægri,
hafa takmarkaðan aðgang að við-
unandi húsnæði. Þeir verja sömu-
leiðis of stórum hluta tekna sinna í
húsnæði. Við það verður ekki unað.
Núverandi ríkisstjórn hefur frá
upphafi haft skýra stefnu í húsnæð-
ismálum. Hún er að tryggja jafn-
vægi á húsnæðismarkaði og nægj-
anlegt framboð af viðunandi
húsnæði fyrir alla, óháð efnahag og
búsetu.
Húsnæðismál hafa verið sett í
skýran forgang en til marks um það
má nefna að þriðjungur þeirra 38
aðgerða sem ríkis-
stjórnin lagði fram í
tengslum við lífs-
kjarasamningana snýr
að húsnæðismálum.
Gert er ráð fyrir að
Íbúðalánasjóður fylgi
þeim aðgerðum eftir og
skili stöðuskýrslu
þrisvar á ári svo að
sem best yfirsýn fáist
yfir framgang þeirra.
Til að skapa aukinn
stöðugleika á húsnæð-
ismarkaði þarf breytta
umgjörð í húsnæðis-
málum, sem grundvallast á stefnu-
mótun og áætlanagerð til langs tíma
og er byggð á áreiðanlegum upplýs-
ingum. Mörg mikilvæg skref hafa
verið stigin í þá átt á nýliðnum vetri.
Íbúðalánasjóði hefur verið falið mik-
ilvægt hlutverk í þeim efnum með
breytingu á lögum um húsnæðismál
og er það fagnaðarefni að sterk
stofnun fari nú með samhæfingu og
framkvæmd húsnæðismála á lands-
vísu.
Þá hefur sveitarfélögunum verið
falið veigamikið hlutverk við gerð
húsnæðisáætlana en þær munu
framvegis vera lykilþáttur í stefnu-
mótun stjórnvalda í húsnæðismálum.
Í þeirri aðgerð kristallast mikilvægi
þess að gott samstarf sé á milli ríkis
og sveitarfélaga þegar kemur að
húsnæðismálum.
Í apríl síðastliðnum skilaði starfs-
hópur á mínum vegum skýrslu með
fjórtán tillögum til að auðvelda ungu
fólki og tekjulágum að komast inn á
húsnæðismarkaðinn. Þær miða sér-
staklega að því að auðvelda fyrr-
nefndum hópum að safna fyrir út-
borgun í íbúð og létta hjá þeim
afborgunarbyrði lána. Eru þær nú í
vinnslu innan stjórnsýslunnar til
endanlegrar útfærslu.
Markvisst hefur einnig verið unn-
ið að fjölgun hagkvæmra leiguíbúða
í gegnum uppbyggingu almenna
íbúðakerfisins sem studd er af stofn-
framlögum ríkis og sveitarfélaga.
Ljóst er að mikil þörf er á slíku úr-
ræði en almenna íbúðakerfið mun
auka aðgengi tekju- og eignalágra
að öruggu leiguhúsnæði á viðráð-
anlegu verði.
Á haustmánuðum fór Íbúðalána-
sjóður jafnframt af stað með til-
raunaverkefni að mínu frumkvæði í
því skyni að leita leiða til þess að
bregðast við langvarandi stöðnun á
húsnæðismarkaði á landsbyggðinni.
Í samvinnu við Byggðastofnun og
Samband íslenskra sveitarfélaga
valdi sjóðurinn sjö sveitarfélög sem
eru að glíma við ólíkar áskoranir í
húsnæðismálum en eiga það sameig-
inlegt að óvirkur íbúða- og/eða leigu-
markaður hefur staðið framþróun
fyrir þrifum.
Unnið hefur verið að því með
tilraunasveitarfélögunum að
greina þann vanda sem þau standa
frammi fyrir og á grundvelli þeirr-
ar vinnu hefur Íbúðalánasjóður
unnið tillögur að lausnum til þess
að mæta þeim áskorunum sem
steðja að. Þær snúa meðal annars
að því hvernig hægt sé að koma til
móts við það misvægi sem ríkir á
milli byggingarkostnaðar og mark-
aðsverðs á stórum hluta landsins,
ásamt því að tryggja aðgengi að
fjármagni á sambærilegum kjörum
og fást á virkari markaðssvæðum.
Þegar lausnirnar verða komnar til
framkvæmda verður lagt mat á
áhrif þeirra á köldum markaðs-
svæðum á landsbyggðinni með til-
liti til þess hvort þær geti orðið að
varanlegum úrræðum til að bregð-
ast við óvirkum íbúða- eða leigu-
markaði á landsbyggðinni til fram-
tíðar.
Sem stendur funda Íbúðalánasjóð-
ur og Mannvirkjastofnun með sveit-
arfélögum um allt land en stefnan er
að efla samvinnu ríkis og sveitarfé-
laga þegar kemur að stefnumótum í
húsnæðismálum og skipan húsnæðis-
mála til framtíðar. Tilgangur þeirra
funda er að kynna tvö ný stjórntæki
hins opinbera; ríkis og sveitarfélaga,
sem koma til með að skipta sköpum
í húsnæðismálum til framtíðar. Þetta
eru húsnæðisáætlanir sveitarfélaga
og byggingargátt sem munu gera
það betur kleift að greina þörf fyrir
húsnæði, gera áætlanir til þess að
mæta þeirri þörf og fylgjast með því
hvort verið sé að byggja húsnæði í
samræmi við þörf á hverjum tíma.
Aðgengi að viðunandi húsnæði er
öllum nauðsynlegt. Í þeim efnum
bera stjórnvöld ríka ábyrgð. Ég er
þess fullviss að þau skref sem við
höfum stigið síðustu misseri marki
ákveðin vatnaskil, leggi grunninn að
bættri umgjörð í húsnæðismálum og
færi okkur í áttina að því markmiði
að tryggja jafnvægi á húsnæðis-
markaði ásamt nægjanlegu framboði
af húsnæði fyrir alla, óháð efnahag
og í öllum byggðum landsins.
Eftir Ásmund Einar
Daðason »Núverandi ríkis-
stjórn hefur frá upp-
hafi haft skýra stefnu í
húsnæðismálum. Hús-
næðismál hafa verið sett
í forgang.
Ásmundur Einar
Daðason
Höfundur er félags-
og barnamálaráðherra.
Víðtækar aðgerðir til aukins
jafnvægis á húsnæðismarkaði
Þingsályktunar-
tillaga um að efla ís-
lensku sem opinbert
mál hér á landi var
samþykkt með með 55
samhljóða atkvæðum
á Alþingi í gær. Það er
sérlega gleðilegt að
finna þann meðbyr
sem er með tillögunni
bæði á þinginu og úti í
samfélaginu. Það er
pólitísk samstaða um að leggja í
vegferð til að vekja sem flesta til
vitundar um mikilvægi þess að við
höldum áfram að tala íslensku í
þessu landi. Við eigum að nota okk-
ar litríka og lifandi tungumál til
allra hluta, hvort sem er í starfi eða
leik.
Tungumál sem þróast
Við eigum ekki að vera feimin við
íslenskuna, hún er okkar. Hún hef-
ur þjónað Íslendingum í nær 1150
ár og hún hefur þraukað allan
þennan tíma einmitt af því hún hef-
ur óspart verið notuð. Þannig hefur
hún þróast en ekki staðnað. Hún á
ekki heima á safni, hún er tæki sem
við eigum að nota alla daga, allan
daginn til hvers kyns samskipta.
Við eigum að skapa,
skrifa, lesa og syngja á
henni – og kannski það
sem er mikilvægast:
við eigum að leika okk-
ur með hana.
Íslenska á öllum
sviðum
Meginmarkmið
þingsályktunarinnar
sem nú hefur verið
samþykkt, eru þau að
íslenska verði notuð á
öllum sviðum sam-
félagsins, að íslenskukennsla verði
efld á öllum skólastigum ásamt
menntun og starfsþróun kennara
og að framtíð íslenskrar tungu í
stafrænum heimi verði tryggð. Í
ályktuninni eru tilteknar 22 að-
gerðir til að ná þessum mark-
miðum. Þær ná til skólanna, inn á
heimilin, inn í snjalltækin, til allra
listgreina, út í atvinnulífið, inn í
stjórnsýsluna, til ferðaþjónust-
unnar, inn í fjölmiðlana, til bókaút-
gáfunnar, inn á bókasöfnin, inn í
tölvuheiminn og út á göturnar. Við
viljum ná til allra, hvar sem þeir
eru.
Fjölþættar aðgerðir
Nokkrum aðgerðum hefur þegar
verið ýtt úr vör og má þar nefna
stuðning við útgáfu bóka á íslensku
en með því að endurgreiða allt að
fjórðung beins kostnaðar vegna út-
gáfunnar er myndarlega stutt við
aukið framboð á íslensku efni. Þá
hefur verið settur á laggirnar nýr
sjóður til að styrkja sérstaklega út-
gáfu barna- og ungmennabóka á ís-
lensku en óumdeilt er að sárlega
vantar meira framboð af bókum
sem hæfa yngri lesendum. Nýlega
var úthlutað í fyrsta sinn úr þessum
sjóði til 20 verkefna. Þetta eru
bækur af ólíkum toga og fyrir ýms-
an aldur. Sjóðurinn sjálfur fékk
nafnið Auður sem þótti vel hæfa,
enda er honum ætlað að minna á
raunverulegan fjársjóð þjóð-
arinnar, bókmenntirnar. Þjóð-
arsáttmáli um læsi er enn í fullu
gildi og verður fram haldið af
þunga. Aukin áhersla verður lögð á
fræðslu til foreldra og uppalenda
ungra barna um mikilvægi þess að
leggja grunn að málþroska og læsi
barna strax í bernsku. Þegar er bú-
ið að leggja upp með áætlun um að
auka nýliðun í kennarastétt m.a.
með launuðu starfsnámi og náms-
styrkjum í starfstengdri leiðsögn.
Fleiri tillögur sem snerta kenn-
aranám og starfsþróun kennara eru
í burðarliðnum. Þá liggja fyrir til-
lögur um stuðning við einkarekna
fjölmiðla um miðlun efnis á ís-
lensku. Við ætlum einnig að huga
sérstaklega að þeim sístækkandi
hópi sem lærir íslensku sem annað
mál, bæði skólabörnum og full-
orðnum innflytjendum og finna
leiðir til að auðvelda þeim að ná
tökum á tungumálinu. Þá leggjum
við mikla áherslu á notkun íslensku
í hinum skapandi greinum. Íslensk-
an er listræn, sama í hvaða formi
listin birtist.
Altalandi snjalltæki
Til að tryggja að íslenskan verði
gjaldgeng í stafrænum heimi, raf-
rænum samskiptum og upplýsinga-
vinnslu sem byggist á tölvu- og
fjarskiptatækni er nú unnið eftir
verkáætluninni Máltækni fyrir ís-
lensku 2018-2022. Í því felst að þróa
og byggja upp tæknilega innviði
sem nauðsynlegir eru til þess að
brúa bil milli talmáls og búnaðar,
svo sem talgreini, talgervil, þýðing-
arvél og málrýni/leiðrétting-
arforrit. Það fylgir því nokkur fyr-
irhöfn að tilheyra fámennri þjóð
sem talar sitt eigið tungumál en við
ætlum ekki að verða eftirbátar ann-
arra sem geta notað sitt mál í sam-
skiptum við tölvur og snjalltæki
framtíðarinnar. Sjálfseignarstofn-
unin Almannarómur hefur verið
fengin til að halda utan um þetta
risavaxna verkefni sem þegar er
farið af stað og er fullfjármagnað.
Allir leggja sitt af mörkum
Ég þakka þær fjölmörgu ábend-
ingar sem borist hafa við þings-
ályktunartillöguna í ferli hennar í
þinginu, þær gagnlegu umsagnir
sem bárust og þá góðu umfjöllun
sem málið fékk fengið í allsherjar-
og menntamálanefnd. Við höfum
hafið ákveðna vegferð og þær að-
gerðir sem lagðar eru til snerta vel-
flest svið þjóðfélagsins. Í þessu
mikilvæga máli þurfa allir að leggja
sitt af mörkum: stofnanir, atvinnu-
líf og félagasamtök – og við öll. Við
getum, hvert og eitt okkar, tekið
þátt í að þróa tungumálið okkar,
móta það og nýta á skapandi hátt.
Það eru sameiginlegir hagsmunir
okkar allra að íslenskan dafni og
þróist svo hún megi áfram þjóna
okkur og gleðja alla daga.
Áfram íslenska
Eftir Lilju
Alfreðsdóttur
Lilja Dögg Alfreðsdóttir
» Við getum, hvert og
eitt okkar, tekið þátt
í að þróa tungumálið
okkar, móta það og nýta
á skapandi hátt.
Höfundur er mennta- og menningar-
málaráðherra.
Á næsta ári stóð til
að hætta urðun í Álfs-
nesi, þar sem allt sorp
frá höfuðborgarsvæð-
inu hefur verið urðað
síðastliðin tæplega 30
ár. Ekki hefur fundist
nýr urðunarstaður og
málið er í algjörum
hnút. Sveitarfélögin á
höfuðborgarsvæðinu
gerðu með sér sam-
komulag að urðun skyldi hætt árið
2020 en engin önnur staðsetning
hefur fundist, það vill nefnilega eng-
in ruslahauginn í sinn
bakgarð. Staðsetningin
á Álfsnesi hefur um
langt skeið truflað
Mosfellinga vegna
sjón- og lyktarmeng-
unar frá svæðinu, en
frá 1991 hefur allt sorp
frá höfuðborgarsvæð-
inu verið flutt til Álfs-
ness og liggja þar nú
um 2,8 milljón tonn af
sorpi í jörðu.
Þrátt fyrir áhyggjur
af sorpmálum framtíð-
arinnar eru jákvæð teikn á lofti.
Loksins hillir undir langþráða gas-
og jarðgerðarstöð á Álfsnesi, sem
mun draga verulega úr urðun enda
mun allur lífrænn úrgangur fara í
gegnum stöðina. Afurðir stöðv-
arinnar eru metangas, sem leysir
annað og óumhverfisvænna elds-
neyti af hólmi, og jarðvegsbætir sem
nýta má við landgræðslu. Gas- og
jarðgerðarstöðin er stórt skref í
rétta átt, en við þurfum áfram að
urða það sorp sem ekki fer í jarð-
gerðarstöðina, í endurvinnslu eða
brennslu.
Bregðast þarf við því ófremdar-
ástandi sem ríkir í úrgangsmálum
þjóðarinnar, enda er hér um að ræða
í senn mikilvæga þjónustu við lands-
menn, umhverfismál og loftlagsmál.
Hingað til hafa sorpmál verið á for-
ræði sveitarfélaga, en nú er lag að
horfa til aðkomu ríkisvaldsins að
málaflokknum. Við þurfum að skoða
til hlítar hvort fýsilegt sé að rík-
isvaldið taki málaflokkinn yfir, þar
sem horft er til nýsköpunar og
einkaframtaksins til að tryggja að
lausnirnar séu umhverfisvænar.
Heildstæða nálgun þarf þar sem
gas- og jarðgerðarstöðin í Álfsnesi
getur þjónað stærra svæði en höf-
uðborgarsvæðinu. Finna þarf urð-
unarstað hið fyrsta fyrir það sem þó
þarf að fara í urðun eins og nauðsyn-
legt er að tryggja aðgengi að
brennslustöð. Dýrar lausnir á borð
við fullkomna brennslustöð og gas-
og jarðgerðastöð verða aldrei marg-
ar á Íslandi og því nauðsynlegt að
horfa til lausna fyrir landið allt.
Eftir Bryndísi
Haraldsdóttur » Loksins hillir undir
langþráða gas- og
jarðgerðarstöð á Álfs-
nesi, sem mun draga
verulega úr urðun enda
mun allur lífrænn úr-
gangur fara í gegnum
stöðina.
Bryndís Haraldsdóttir
Höfundur er þingmaður
Sjálfstæðisflokksins.
Í rusli