Morgunblaðið - 08.06.2019, Side 30

Morgunblaðið - 08.06.2019, Side 30
30 MESSURá morgun MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. JÚNÍ 2019 ÁRBÆJARKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 11. Þór Hauksson þjónar fyrir altari og prédikar. Organisti Kristina Kalló Szklenár. Félagar úr kór Árbæjarkirkju leiða almennan safnaðarsöng. ÁSKIRKJA | Messa og ferming kl. 11. Sigurður Jónsson sóknarprestur prédikar og þjónar fyrir altari ásamt Kristnýju Rós Gústafsdóttur djákna. Kór Áskirkju syngur, organisti Bjartur Logi Guðnason. Guðsþjónusta á hjúkr- unarheimilinu Skjóli kl. 13. Séra Sig- urður Jónsson prédikar og þjónar fyrir altari. Organisti Bjartur Logi Guðna- son. Almennur söngur. Vinir og vanda- menn heimilisfólks velkomnir með sínu fólki. ÁSTJARNARKIRKJA | Alþjóðleg guðsþjónusta kl. 11. Nýbúar lesa ritn- ingarlestra á sínu móðurmáli. Prédik- un verður á ensku. Sýnishorn af mat frá ýmsum löndum verður á boð- stólum á eftir guðsþjónustuna. Keith Reed leiðir tónlistina. Prestur er Kjart- an Jónsson. BAKKAGERÐISKIRKJA | Hátíðar- messa kl. 15. Ferming. Prestur Þor- geir Arason. Organisti Torvald Gjerde. Meðhjálpari Kristjana Björnsdóttir. Bakkasystur á Borgarfirði syngja. Bergsstaðakirkja í Svartárdal | Mánudagur. Fermingarmessa kl. 13. Bryndís Valbjarnardóttir sóknarprestur þjónar fyrir altari. Kór Bergsstaða- Bólstaðarhlíðar og Holtastaðakirkju syngur undir stjórn Sveins Árnasonar organista. BORGARPRESTAKALL | Sunnu- dagur. Hátíðarguðsþjónusta í Borgar- neskirkju kl. 11 og í Borgarkirkju kl. 14. Organisti: Steinunn Árnadóttir. Prestur: Þorbjörn Hlynur Árnason. Mánudagur. Guðsþjónusta í Brákar- hlíð kl. 16.30. BREIÐHOLTSKIRKJA | Biskups- vísitasía kl. 11. Skálholtsbiskup Krist- ján Björnsson prédikar. Sr. Magnús Björn Björnsson þjónar fyrir altari. Kór Breiðholtskirkju syngur. Organisti er Örn Magnússon. Ensk bænastund kl. 14. Biskupsvísitasía. Prestur Ása Laufey Sæmundsdóttir. Dómkirkja Krists konungs, Landakoti | Messa á sunnud. kl. 8.30 á pólsku, kl. 10.30 á íslensku, kl. 13 á pólsku og kl. 18 á ensku. Virka daga kl. 18, og má. mi. og fö. kl. 8, lau. kl. 16 er vigilmessa á spænsku og kl. 18 er vigilmessa. DÓMKIRKJAN | Fermingarmessa kl. 11. Prestur Sveinn Valgeirsson, Kári Þormar dómorganisti og Dómkórinn. Bílastæði við Alþingi. Á annan hvítasunnudag er messa kl. 11. Prestur Sveinn Valgeirsson, Dóm- kórinn og Kári Þormar dómorganisti. EGILSSTAÐAKIRKJA | Hátíðar- messa kl. 10.30. Ferming. Prestur Þorgeir Arason. Organisti Torvald Gjerde. Kór Egilsstaðakirkju. Fiðla: Kristófer Gauti Þórhallsson. FELLA- og Hólakirkja | Hátíðarguðs- þjónusta kl. 11. Sr. Guðmundur Karl Ágústsson þjónar og predikar. Reynir Þormar leikur á saxófón. Kór kirkj- unnar syngur undir stjórn Arnhildar Valgarðsdóttur. FRÍKIRKJAN Reykjavík | Ferming- armessa kl. 14. Hjörtur Magni Jó- hannsson safnaðarprestur þjónar fyrir altari. Hljómsveitin Mantra og Söng- hópurinn við Tjörnina leiðir sönginn ásamt Gunnari Gunnarssyni organ- ista. GARÐAKIRKJA | Hátíðarmessa kl. 11. Árni Heiðar Karlsson organisti leiðir sönginn og sr. Hans Guðberg Al- freðsson prédikar og þjónar fyrir altari. GLERÁRKIRKJA | Hátíðarmessa kl. 11. Sr. Gunnlaugur Garðarsson þjón- ar. Kór Glerárkirkju leiðir söng undir stjórn Valmars Väljaots organista. GRAFARVOGSKIRKJA | Kaffi- húsamessa kl. 11. Séra Arna Ýrr Sig- urðardóttir prédikar og þjónar. Kór Grafarvogskirkju leiðir söng og undir- leikari er Hákon Leifsson. GRENSÁSKIRKJA | Messa kl. 11 í Grensáskirkju og guðsþjónusta kl. 13.30 í Mörk. Prestur er María Ágústs- dóttir, organisti Antonía Hevesí. Félagar úr Kirkjukór Grensáskirkju leiða söng. Fjóla Haraldsdóttir djákni þjónar einnig í Mörk. GUÐRÍÐARKIRKJA í Grafarholti | Fermingarguðsþjónusta kl. 10.30. Prestur Karl V. Matthíasson. Organisti Guðmundur Ómar Óskarsson og kór Guðríðarkirkju syngur. Meðhjálpari Guðný Aradóttir og kirkjuvörður Lovísa Guðmundsdóttir. HAFNARFJARÐARKIRKJA | Hátíðarmessa og ferming kl. 11. Sr. Jón Helgi Þórarinsson predikar og þjónar ásamt sr. Þórhildi Ólafs. Hilmar Örn Agnarsson leikur á orgel og fé- lagar í Barbörukórnum syngja. HALLGRÍMSKIRKJA | Sunnudagur. Hátíðarguðsþjónusta kl. 11. Sr. Irma S. Óskarsdóttir prédikar og þjónar ásamt sr. Sigurði Á. Þórðarsyni og messuþjónum. Hvítasunnukantata e. J.S. Bach. Flytjendur Mótettukór Hall- grímskirkju, Alþjóðlega barokksveitin og einsöngvarar. Stjórnandi Hörður Áskelsson. Organisti Björn S. Sól- bergsson. Mánudagur. Hátíðarmessa kl. 11. Sr. Irma S. Óskarsdóttir prédikar og þjón- ar ásamt sr. Sigurði Á. Þórðarsyni. Kórinn Graduale Nobili syngur. Stjórn- andi Þorvaldur Örn Davíðsson. Organ- isti Björn S. Sólbergsson. Hjúkrunarheimilið Skjól | Guðs- þjónusta kl. 13. Séra Sigurður Jóns- son prédikar og þjónar fyrir altari. Organisti Bjartur Logi Guðnason. Al- mennur söngur. Vinir og vandamenn heimilisfólks velkomnir með sínu fólki. HOFTEIGSKIRKJA | Laugardagur. Messa kl. 14. Ferming. Prestur Þor- geir Arason. Organisti Torvald Gjerde. HÓLANESKIRKJA Skagaströnd | Messa kl. 13. Ferming. Bryndís Val- bjarnardóttir sóknarprestur og Kristín Leifs Árnadóttir djákni þjóna fyrir altari. Kór Hólaneskirkju syngur undir stjórn Eyþórs Franzsonar Wechner organista. Meðhjálpari: Lárus Ægir Guðmundsson. HVAMMSKIRKJA í Laxárdal | Messa kl. 14. Ferming. Organisti Rögnvaldur Valbergsson, prestur Sig- ríður Gunnarsdóttir. HVÍTASUNNUKIRKJAN Fíladelfía | Samkoma kl. 11. Translation into English. Samkoma á spænsku kl. 13. Reuniónes en español. Samkoma á ensku kl. 14. English speaking ser- vice. ÍSLENSKA KIRKJAN í Kaup- mannahöfn | Mánudagur. Hátíðar- guðsþjónusta kl. 14 í Esajas kirkju, Malmøgade 14, í 10 mínútna göngu- færi frá Jónshúsi. Kvennakórinn í Kaupmannahöfn syngur. María Ösp Ómarsdóttir og Finnur Karlsson syngja og flytja tónlist. Fermd verða: Kristófer Örn Arnaldsson og Fríða Simone Frið- riksdóttir. Organisti: Sólveig Anna Ara- dóttir. Prestur: Ágúst Einarsson. Kirkjukaffi í Húsi Jóns Sigurðssonar. ÍSLENSKA KIRKJAN í Svíþjóð | Laugardagur. Lundur: Fermingarguðs- þjónusta í Uppåkrakirkju kl. 14. Prest- ur Ágúst Einarsson. Sunnudagur. Gautaborg: Hátíðarguðs- þjónusta í V. Frölundakirkju kl. 14. Ís- lenski kórinn í Gautaborg syngur. Org- elleik og kórstjórn annast Lisa Fröberg. Kirkjukaffi. Prestur Ágúst Einarsson. ÍSLENSKA Kristskirkjan | Mánu- dagur. Samkoma kl. 20 með lofgjörð og fyrirbænum. Ólafur H. Knútsson predikar. Kaffi að samverustund lok- inni. KEFLAVÍKURKIRKJA | Messa kl. 11. Séra Fritz Már Jörgensson þjónar fyrir altari. Rafn Hlíðkvist Björgvinsson sér um tónlist. KIRKJUBÆJARKIRKJA | Hátíðar- messa kl. 20. Prestur Þorgeir Arason. Organisti Torvald Gjerde. Kór Kirkju- bæjar- og Sleðbrjótskirkna syngur. Meðhjálpari Svandís Skúladóttir. KIRKJUVOGSKIRKJA Höfnum | Há- tíðarguðsþjónusta klukkan 12.20. Sr. Baldur Rafn Sigurðsson þjónar og kirkjukórinn leiðir söng undir stjórn Stefáns H. Kristinssonar organista. KÓPAVOGSKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 11. Sigurður Arnarson sóknar- prestur prédikar og þjónar fyrir altari. Gunnar Gunnarsson, organisti og Sara Grímsdóttir söngkona annast tónlistarflutning. LANGHOLTSKIRKJA | Helgistund kl. 11, Guðbjörg Jóhannesdóttir sóknar- prestur þjónar. Magnús Ragnarsson og forsöngvarar úr Kór Langholtskirkju sjá um tónlistina. Aðalsteinn Guð- mundsson kirkjuvörður tekur á móti gestum. LAUGARNESKIRKJA | Útimessa kl. 20 í tóftum hinnar fornu Laugarnes- kirkju á Laugarnestanga, við mót Sæ- brautar og Klettagarða. Gengið verður frá kirkjunni kl. 19.40 en einnig er hægt að koma beint á staðinn. Sr. Davíð Þór Jónsson og sr. Hjalti Jón Sverrisson leiða stundina og leika létta tónlist á gítar og úkúlele. Ferm- ingarbörn ársins 2020 eru hvött til að mæta. laugarneskirkja.is. LÁGAFELLSKIRKJA | Fermingar- messa kl. 11. Sr. Arndís G. Bernhards- dóttir Linn leiðir helgihald og Hildur Salvör Backman er meðhjálpari. Kirkjukór Lágafellssóknar syngur. Organisti Þorvaldur Örn Davíðsson. LINDAKIRKJA í Kópavogi | Sunnu- dagaskóli kl. 11. Messa kl. 20. Óskar Einarsson stjórnar kór Lindakirkju og Holmestrand gospelkor frá Noregi syngur nokkur lög undir stjórn Dag Ei- vind Holhjem. Sr. Dís Gylfadóttir þjónar. Mánudagur. Tónleikar kl. 17. Kór Lindakirkju, stjórnandi Óskar Ein- arsson, og Holmestrand Gospelkor, stjórnandi Dag Eivind Holhjem. NESKIRKJA | Hátíðarmessa kl. 11. Kór Neskirkju syngur. Organisti Stein- grímur Þórhallsson. Prestur Skúli S. Ólafsson. Samfélag og kaffi á Torginu eftir messu. Mánudagur. Helgistund kl. 18. Græn ganga og gróðursett ávaxtatré í garði kirkjunnar. Ásta Camilla Gylfadóttir landslagsarkitekt gefur ráð. Kór Nes- kirkju syngur sumarsöngva og sálma undir stjórn Steingríms Þórhallssonar. Glaðlegar veitingar. Sr. Skúli S. Ólafs- son leiðir stundina. ÓHÁÐI SÖFNUÐURINN | Mánudag- ur. Messa kl. 20. Séra Pétur þjónar fyrir altari. Kór safnaðarins undir stjórn Þorvaldar Davíðssonar, þema verður tónlist Bjarna Þorsteinssonar. Maul eftir messu. Ólafur Kristjánsson tekur á móti kirkjugestum. REYNIVALLAKIRKJA í Kjós | Göngumessa. Gengið verður frá Reyni- vallakirkju að kirkjugarði og þaðan inn á gamla Kirkjustíginn og austur með Reynivallahálsi í átt að Gíslagötu. Þá er gengið niður að Laxá og með ánni til móts við Reynivelli. Íhugunarstopp í anda pílagrímagangna verða á leiðinni og kaffi að göngu lokinni á pallinum við prestssetrið. Arna Grétarsdóttir sóknarprestur þjónar. Gangan er létt og hentar öllum aldri. SALT kristið samfélag | Sameigin- legar samkomur Salts og SÍK kl. 17 alla sunnudaga í Kristniboðssalnum Háaleitisbraut 58-60, 3. hæð. Barna- starf. Túlkað á ensku. SAUÐÁRKRÓKSKIRKJA | Hátíðar- messa kl. 11. Ferming. Kirkjukórinn leiðir söng við undirleik Rögnvaldar Valbergssonar. Prestur Sigríður Gunn- arsdóttir. SELJAKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 11. Sr. Ólafur Jóhann Borgþórsson predikar, félagar úr Kór Seljakirkju leiða söng. Organisti: Douglas A. Brotchie. SELTJARNARNESKIRKJA | Hátíðar- guðsþjónusta kl. 11. Sr. Bjarni Þór Bjarnason þjónar. Organisti er Kári All- ansson. Félagar úr Kammerkór Sel- tjarnarneskirkju syngja. Kaffiveitingar og samfélag eftir athöfn í safnaðar- heimilinu. SEYÐISFJARÐARKIRKJA | Hátíðar- messa kl. 11. Ferming. Kór Seyðis- fjarðarkirkju leiðir almennan safn- aðarsöng. Organisti er Rusa Petriashvili. Prestur er Sigríður Rún Tryggvadóttir og meðhjálpari Jóhann Grétar Einarsson. SKÁLHOLTSDÓMKIRKJA | Hátíðar- og fermingarmessa kl. 14. Egill Hall- grímsson sóknarprestur annast prestsþjónustuna. Organisti er Jón Bjarnason. Félagar úr Skálholts- kórnum og Söngkór Miðdalskirkju syngja. Sungnir verða hátíðasöngvar sr. Bjarna Þorsteinssonar. STRANDARKIRKJA | Messa annan hvítasunnudag kl. 14. Kór Þorláks- kirkju. Ester Ólafsdóttir. Prestur og djákni þjóna fyrir altari. ÚTSKÁLAKIRKJA | Hvítasunnu- messa kl. 14. Almennur söngur við gítarundirleik. VÍÐISTAÐAKIRKJA í Hafnarfirði | Hátíðarhelgistund kl. 20. YTRI-Njarðvíkurkirkja | Hátíðar- guðsþjónusta klukkan 11. Sr. Baldur Rafn Sigurðsson þjónar og kirkjukór- inn leiðir söng undir stjórn Stefáns H. Kristinssonar organista. ÞINGVALLAKIRKJA | Hátíðarmessa klukkan 14. Skírn og ferming. Kristján Valur Ingólfsson predikar og þjónar fyr- ir altari. Organisti Guðmundur Vil- hjálmsson. ÞORLÁKSKIRKJA | Fermingar- messa kl. 13.30. Átta börn fermd. Kór Þorlákskirkju, Ester Ólafsdóttir. Prestur og djákni þjóna fyrir altari. Orð dagsins: Hver sem elskar mig. (Jóh. 14) Morgunblaðið/Sigurður Ægisson Tálknafjarðarkirkja ✝ Guðjón Ant-onsson fæddist 2. nóvember 1944 á Skeggjastöðum í Rangárvallasýslu. Hann varð bráð- kvaddur 29. maí 2019. Foreldrar Guð- jóns voru Anton Kristinn Einars- son, f. 22. septem- ber 1907, d. 12. mars 1986, og Vigdís Sigurðar- dóttir, f. 11. júlí 1910, d. 16. júlí 1998. Eftirlifandi eigin- kona er Svanborg E. Óskars- dóttir, f. 9. apríl 1956. Börn hans eru Ólöf Mjöll Guðjónsdóttir, f. 28. október 1985, Halldór Kristinn Guðjónsson, f. 26. febrúar 1987, Ant- on Vignir Guð- jónsson, f. 12. júlí 1992 og Nína Guð- rún Guðjónsdóttir, f. 20. maí 1994. Útför Guðjóns fer fram frá Akureyjarkirkju, Vestur- Landeyjum, í dag, 8. júní 2019, klukkan 14. Elsku pabbi minn. Ég trúi því varla að þú sért farinn. Síðustu daga er ég búin að bíða og vona að einhver segi mér að þetta sé allt bara grín eða að ég hrökkvi upp af vondum draumi. Þetta er svo óraunverulegt. Þú varst hins vegar búinn að spila með líf þitt og heilsu í mörg ár nauðugur vilj- ugur. Við fjölskyldan höfðum því lengi átt von á að einn daginn myndi þetta taka endi og þá frek- ar fyrr en seinna. Það er hins vegar eitt að tala um yfirvofandi dauða en annað að standa and- spænis honum. Þegar kom að þessum degi kom þetta aftan að okkur öllum. Andlát þitt var of skyndilegt og það er sárt að hafa ekki haft tækifæri til að kveðja. Það var eins og þú værir eilífur því þú stóðst alltaf aftur upp og náðir þér á strik. Það er í raun lyginni líkast að þú skyldir ná tæplega 75 ára aldri og vera við svona góða heilsu miðað við aldur og fyrri störf. Þú varst eins og köttur með níu líf en allt í einu voru þín níu líf uppurin. Það er erfitt að finna orð sem lýsa þér nógu vel því þú varst svo margslunginn maður. Þú varst ekki maður margra orða en þú hafðir góða nærveru. Það var gott að vera í kringum þig og jafnvel bara sitja saman í þögn- inni og bara vera. Mér fannst allt- af kærleikur, hlýja og góðvild stafa frá þér. Þú varst dugnaðar- forkur og ég efast um að ég muni nokkurn tímann komast með tærnar þar sem þú varst með hælana. Þú hafðir líka einstak- lega skemmtilegan, launfyndinn húmor. Þú verður samt seint kall- aður brandarakarl en þú sagðir skemmtilega frá og ekkert var skemmtilegra og yljaði manni meira um hjartað en þegar þú skellihlóst. Hláturinn þinn var svo einlægur. Þegar ég rifja upp samverustundir okkar síðastliðin ár stendur ýmislegt upp úr. Ég mun sakna þess að fá þig í kaffi til mín í Árbæinn, að rúnta með þér um allt höfuðborgarsvæðið að út- rétta, fá mér kaffibolla með þér snemma á morgnana á Hvolsvelli og spjalla um daginn og veginn á meðan mamma og Anton sofa lengur og síðast en ekki síst að fá vöfflur hjá þér. En elsku pabbi minn, nú er komið að kveðjustund. Mér finnst ég afskaplega heppin að hafa fengið að eiga þig að í 25 ár og er stolt af því að vera dóttir þín. Þú hefur kennt mér ótalmargt, en umfram allt umburðarlyndi, þolinmæði og seiglu og ég mun taka það með mér út í lífið. Ég vona heitt og innilega að nú hafir þú fengið frið. Baráttu þinni er lokið og í mínum augum stendur þú uppi sem sigurvegari. Þú gerðir þitt besta og það er það eina sem skiptir máli. Ég veit að Dísa amma og Ant- on afi munu taka vel á móti þér í Sumarlandinu. Þín, Nína. Guðjón Antonsson Fallinn er frá góður félagi okkar í Kiwanisklúbbnum Eldey. Reynir Carl gekk í klúbbinn í september 2011. Hann reyndist vera mjög ötull og samviskusamur félagi. Hann var m.a. formaður fjáröfl- unarnefndar í tvö ár. Það starf getur verið ansi fórnfúst og er- ilsamt, m.a. að sjá um pökkun og sölu á jólasælgæti, skötu- veislu á Þorláksmessu, þorra- Reynir Carl Þorleifsson ✝ Reynir CarlÞorleifsson fæddist 25. septem- ber 1952. Hann lést 25. apríl 2019. Útför Reynis fór fram 7. maí 2019. blót og sölu konu- dagsblóma. Þessu sinnti Reynir Carl með miklum dugn- aði og sóma. Reyn- ir starfaði m.a. einnig í stjórn klúbbsins, hús- stjórn og golf- nefnd. Við ýmsa at- burði kom hann oft með góðgæti úr bakaríinu sem hann rak. Það féll í mjög góðan jarðveg hjá félögunum. Eld- eyjarfélagar sakna sárt drengs góðs og trausts félaga. Við vottum Jennýju Þóru og fjölskyldu innilega samúð. Fyrir hönd félaga í Kiwanis- klúbbnum Eldey í Kópavogi, Steingrímur Hauksson. Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla útgáfudaga. Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“ valinn úr felliglugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/sendagrein Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein ber- ist áður en skilafrestur rennur út. Lengd | Minningargreinar sem birtast í Morgunblaðinu séu ekki lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt að senda lengri grein. Minningargreinar Davíð útfararstjóri 551 3485 - www.udo.is Óli Pétur útfararstjóri FALLEGIR LEGSTEINAR Verið velkomin Á góðu verði Auðbrekku 4, 200 Kópavogi, sími: 537-1029, www.bergsteinar.is Opið: 10-17 alla virka daga

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.