Morgunblaðið - 08.06.2019, Page 32

Morgunblaðið - 08.06.2019, Page 32
32 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. JÚNÍ 2019 ✝ Erla Jóhanns-dóttir fæddist í Goðdal á Strönd- um 29. janúar 1937. Hún lést á hjúkrunarheim- ilinu Dyngju 22. maí 2019. Foreldrar henn- ar voru Jóhann Kristmundsson, bóndi í Goðdal, f. 23. júlí 1906, d. 28. febrúar 1953, og Svanborg Ingi- mundardóttir frá Svanshóli, f. 19. júlí 1913, d. 12. desember 1948. Systkini Erlu; Bergþór, f. 11. desember 1933, d. 10. desem- ber 2006, Haukur, f. 25. janúar 1935, Svanhildur, f. 25. desem- ber 1940, d. 17. desember 1948, og Ásdís, f. 19. ágúst 1946, d. 15. desember 1948. Guðný Finnbogadóttir hús- freyja, f. 4.1. 1894, d. 23.7. 1987. Systur Boga: Svanhvít, f. 9.12. 1929, og Hrefna, f. 18.7. 1931, d. 4.12. 2015. Bogi og Erla bjuggu til ársins 1959 í Reykjavík, en þá fluttu þá á Djúpavog, þar sem þau bjuggu til ársins 2000, þegar þau fluttu á Egilsstaði. Börn Boga og Erlu: 1) Svan- dís Guðný, f. 3.8. 1954. Maki; Reynir Arnarson. 2) Ragnar Jó- hann, f. 21.10. 1957, maki; Svava Skúladóttir. 3) Ágúst, f. 3.8. 1959, maki; Bríet Birgisdóttir. 4) Ómar, f. 30.6. 1960 maki; Mar- grét Urður Snorradóttir, 5) Gísli Borgþór, f. 5.9. 1961, 6) Gunn- laugur, f. 27.10. 1962, maki Kol- brún Eiríksdóttir. 7) Hafdís Erla, f. 24.3. 1965. Bogi og Erla eiga 23 barna- börn og 23 barnabarnabörn. Útför Erlu fer fram frá Djúpavogskirkju í dag, 8. júní 2019, klukkan 13. Erla ólst upp í Goðdal. Hún var í farskóla í Asparvík þegar snjóflóð féll á bæinn 12. desember 1948, en bræður hennar Bergþór og Haukur voru við nám í Reykjaskóla í Hrútafirði. Í flóðinu lést móðir hennar og tvær systur en faðir hennar komst lífs af. Alls fórust þar sex manns. Erla giftist 27.6. 1954 Boga Ragnarssyni pípulagninga- meistara, sem lést 8. ágúst 2018. Bogi fæddist 22. desember 1933 í Hlíð á Djúpavogi, þar sem hann ólst upp. Foreldrar hans voru Ragnar Eyjólfsson sjómað- ur, f. 22.8. 1891, d. 30.1. 1965 og Elsku mamma. Nú komið er að kveðjustund og það er okkur huggun að vita til þess að nú eruð þið pabbi sameinuð á ný. Okkur hlýnar í hjartanu að leiða hugann að því hversu blíð og góð ár þið áttuð saman eftir að vera búin að koma upp stóra barnahópnum ykkar og umvefja stórfjölskylduna gleði, hlýju og ást í gegnum lífið. Þig sem í fjarlægð fjöllin bak við dvelur og fagrar vonir tengdir líf mitt við. Minn hugur þráir, hjartað ákaft saknar er horfnum stundum ljúfum dvel ég hjá. (Karl O. Runólfsson) Textabrotið hér fyrir ofan er úr ljóðinu Í fjarlægð og er bæði táknrænt og fallegt. Ljóð sem þið pabbi völduð að spilað yrði í viðtali þínu í þættinum Milli mjalta og messu. Einlægt viðtal ykkar Önnu Kristine Magnús- dóttur opnaði hjörtu okkar fyrir því mikla hjartasári og harmi sem þú barst í svo mörg ár í hljóði. Það varð auðveldara fyr- ir okkur börnin þín að skilja eft- ir viðtalið þá skilyrðislausu um- hyggju sem þú barst fyrir okkur alla tíð. Móðurástin var ómælanlega mikil og að reyna að útskýra umhyggjuna og bar- áttugleðina þegar komið var að því að gæta okkar og leiðbeina út í lífið er jafn erfitt og að telja stjörnurnar á himninum um bjarta vetrarnótt. Stjörnur him- insins eru óteljandi margar, bjartar og fagrar alveg eins og minningar okkar um þig elsku hjartans mamma okkar. Umhyggju og ástúð þína okkur veittir hverja stund. Ætíð gastu öðrum gefið yl frá þinni hlýju lund. Gáfur prýddu fagurt hjarta gleðin bjó í hreinni sál. Í orði og verki að vera sannur var þitt dýpsta hjartans mál. (Ingibjörg Sigurðardóttir) Börnin þín sjö. Svandís Guðný, Ragnar Jóhann, Ágúst, Ómar, Gísli Borgþór, Gunnlaugur og Hafdís Erla. Í dag kveð ég elskulega tengdamóður mína, Erlu Jó- hannsóttur. Tvö orð koma upp í huga mér þegar ég hugsa til hennar. Það fyrra er þakklæti. Þakklæti fyrir samferðina í líf- inu, þakklæti fyrir að veita börnunum mínum alla þá ást og umhyggju sem hægt var að biðja um. Hjá Erlu áttu börnin athvarf, þar fundu þau öryggi, fengu knús og spjall, bestu pönnukökurnar og kakóið og ekki spillti fyrir ef afi Bogi tók fram harmonikkuna og þá var sungið og dansað. Hitt orðið er endurfundir. Þegar sorgin knýr dyra er gott að geta leitað huggunar og þetta orð, endurfundir, veitir mér huggun. Ég sé það fyrir mér að þegar Erla kvaddi þennan heim hafi tekið á móti henni falleg mót- tökunefnd í blómabrekkunni hinum megin. Fremstur stend- ur elsku Bogi með Tíbrána okk- ar skokkandi í kringum sig og þá mamma Erlu og litlu systur hennar tvær sem hún missti ung og saknaði svo sárt. Þakka þér kærleikann, hjartalag hlýtt, af gæsku þú gafst yl og hlýju. Í heimi guðsenglanna hafðu það blítt, uns hittumst aftur að nýju. (höfundur ókunnur) Elsku Erla, takk fyrir allt og allt. Þín tengdadóttir, Margrét Urður. Elsku amma mín, Úlfarsárdalurinn er þakinn lúpínum og þær hafa alltaf minnt mig svo á Borgarlandið og þig. Strákarnir tíndu lúpínur í vasa sem við erum með inni í stofu og hvítu sumarblómin sem við völdum okkur á svalirnar heita tóbakshorn, afi er örugg- lega hæstánægður með þau. Faðmlagið þitt er það fyrsta sem kemur upp í hugann þegar ég hugsa um þig. Faðmlagið þitt var alveg sérstakt. Og þeg- ar ég faðma mitt fólk, þá faðma ég eins og þú – aðeins lengur og aðeins þéttara. Ég minnist þess þegar við hittumst í síðasta skiptið. Þú sagðir mér hvað þér fyndist gaman að fylgjast með hvað ég væri góð við strákana mína, að ég gæfi mér tíma fyrir þá og hvað ég væri góð mamma. Þetta hafði enginn sagt við mig áður og mér þótti svo vænt um það. Betra hrós er vart hægt að fá. Við töluðum um fleira sem ég mun aldrei gleyma. Við höfðum ekki talað svona saman áður, en þetta spjall sem við áttum hafði mikil áhrif á mig og mun ég lifa með því alla tíð. Það eina sem ég óska er að þér líði vel. Mér hlýnar svo mik- ið í hjartanu við tilhugsunina um að þú fáir loksins mömmu- faðm sem þú þráðir svo lengi. Að þú fáir að hitta litlu systur þínar og pabba. Afi Bogi hefur beðið eftir Erlu sinni, enda eruð þið eitt og eigið að vera saman í öllum líf- um. Og mikið ofboðslega hlýnar mér við að stóri bróðir fái loks- ins ömmu Erlu faðm. Takk fyrir allt, elsku amma mín. Mikið á ég eftir að sakna ykkar. Þvílík forréttindi að fá að vera lítil stelpa á Djúpavogi og búa í næsta húsi við ömmu og afa sem sýndu öllum svo mikla ást og hlýhug. Ég mun minnast ykkar og segja fjölskyldunni minni frá ömmu Erlu og afa Boga á Djúpavogi alla mína tíð. Ó hve létt er þitt skóhljóð og hve lengi ég beið þín, það er vorhret á glugga, napur vindur sem hvín, en ég veit eina stjörnu eina stjörnu sem skín, og nú loks ertu komin, þú ert komin til mín. (Halldór Laxness) Þín, Helga Eir Gunnlaugsdóttir. Elsku amma mín Það sem mér finnst erfitt að þú sért farin. Ég get bara ekki hætt að gráta, ég er eiginlega bara dofin og brotin, finn svo fyrir miklum tómleika.Ég talaði við þig oft í viku og núna bara get ég ekki hringt í þig lengur. Ég var svo mikil ömmustelpa, elskaði að heyra í þér og tala við þig og alltaf fékk ég þig til að skellihlæja í símann, það fannst mér svo gaman. En ég bjó á Djúpavogi þang- að til ég var 7 ára og það er ótrúlegt að segja frá því en þá bara hreinlega man ég ekki eft- ir að hafa sofið heima hjá mér, var bara alltaf hjá ykkur afa, ásamt Frey. Ég spurði þig ein- mitt um daginn hvort að við hefðum aldri verið óþekk, ó nei sagðir þú, alltaf svo stillt og prúð! Einmitt amma, þú hlýtur að hafa verið að plata. Ein minning kemur svo sterklega upp í hugann, þegar ég fór 10 ára gömul með þér og afa keyrandi til Reykjavíkur frá Djúpavogi. Það var stoppað í hverri einustu sjoppu til að kaupa litla dós af kóki og súkkulaði. Þú varst með svo miklar áhyggjur að ég væri svöng og auðvitað sagðist ég alltaf vera svöng. Þessi bílferð man ég að tók 10 klukkutíma! Sunnudagurinn 19. maí 2019 verður í hjarta mínu að eilífu. Það sem ég er þakklát fyrir að hafa komið til þín í dagsferð til Egilsstaða. Ég get fullyrt að þetta var erfiðasti dagur sem ég hef upplifað. En mikið rosalega áttum við góðan dag saman. Ég setti göm- ul og góð lög á fóninn og við lág- um saman og hlustuðum á þau. Þegar ég setti lagið okkar á amma „Erla góða Erla“ og sagði við þig „amma, þú veist hvað ég elska þig mikið og hvað ég er mikil ömmustelpa“ þá kreistirðu á mér höndina og ég fann væntumþykjuna frá þér skína í gegn. Elsku amma mín, mér finnst þetta svo erfitt. Pabbi sagði við mig um daginn, vitandi hvað ég væri aum, að ég yrði að sleppa takinu og hleypa þér til afa og fjölskyldu þinnar. Mér finnst það bara svo erfitt, sakna þín svo rosalega mikið. En ég veit að þú kemur í draumum mínum núna, búin að dreyma þig tvisv- ar eftir að þú fórst í sumar- landið og það finnst mér svo gott. Í öðrum draumnum þá var ég heima hjá þér og var í vest- inu sem að þú prjónaðir á mig og ég er búin að ákveða að vera í því þegar ég kveð þig í hinsta sinn, elsku amma mín. Elsku amma mín, nú eruð þið afi sameinuð á ný og það veitir mér yl. Erla, góða Erla, ég á að vagga þér. Svíf þú inn í svefninn í söng frá vörum mér. Kvæðið mitt er kveldljóð, því kveldsett löngu er. (Stefán frá Hvítadal) Elska þig að eilífu. Þín ömmustelpa Erla. Það er aðeins ein amma Erla og hún er besta fyrirmynd sem hægt er að hugsa sér. Stórkost- leg í öllu sem hún gerir, svo yndislega hjartahlý og einlæg, lífsglöð, sterk, æðrulaus og svo sannarlega með bein í nefinu. Þú hefur miðlað til okkar dásamlegum viskumolum, kennt okkur hógværð, þolinmæði og nægjusemi ásamt svo mörgu öðru. Tilhugsunin um að fá ekki rembingsknús og koss frá þér nístir svo djúpt. Að heyra yndis- lega hláturinn þinn, finna fyrir hamingju þinni, ást og stolti. Gleyma sér í samræðum með þér um allt milli himins og jarðar. Þetta voru dýrmætir tímar. Með harm í hjarta kveðjum við þig og þökkum fyrir allar okkar dásamlegu stundir saman. Við elskum þig. Þig sem í fjarlægð fjöllin bak við dvelur og fagrar vonir tengir líf mitt við. Minn hugur þráir, hjartað ákaft saknar er horfnum stundum, ljúfum, dvel ég hjá. Heyrirðu ei, þig hjartað kallar á? Heyrirðu ei storm, er kveðju mína ber? Þú fagra minning eftir skildir eina, sem aldrei gleymist, meðan lífs ég er. (Valdimar Hólm Hallstað) Þar til við hittumst á ný, elsku amma okkar. Heiðdís, Andrea og Birta. Elsku besta amma Erla. Mikið er það sárt að þú sért far- in en ég veit að þú ert á fal- legum stað núna og að það var vel tekið á móti þér. Síðustu daga og vikur hafa minningarnar streymt til mín og þær eru svo margar og svo frábærlega skemmtilegar. Þú varst einstök amma og það eru mín allra mestu forréttindi að hafa alist upp með þig og afa Boga í næsta húsi. Þið brölluðuð endalaust með okkur krökkun- um, í skautaferðir, berjamó, á rúntinn í húsbílnum, við tókum upp með þér kartöflur og ekki má gleyma öllum harmonikku- Erla Jóhannsdóttir Sálm. 10.14 biblian.is Þú gefur gaum að mæðu og böli og tekur það í hönd þér. Hinn bágstaddi felur þér málefni sitt, þér sem hjálpar munaðarlausum. Elskuleg móðir okkar og tengdamóðir, GUÐLAUG G. JÓNSDÓTTIR, áður til heimilis á Sléttuvegi 19, lést á Hrafnistu í Reykjavík miðvikudaginn 5. júní. Jarðarförin auglýst síðar. Kolbrún Finnsdóttir Snorri Ingimarsson Erna Finnsdóttir Jón H. Finnsson Hrönn Finnsdóttir Þráinn Sigurðsson Frændi okkar, HELGI GUNNAR ÞORKELSSON skrifstofumaður, Barmahlíð 51, Reykjavík, lést fimmtudaginn 30. maí á hjúkrunarheimilinu Sóltúni. Útför hans fer fram frá Háteigskirkju föstudaginn 14. júní klukkan 11. Sigríður Helga Þorsteinsd., Jón Ingi Guðmundsson, Þorsteinn Kári, Guðmundur Kristján og Friðgeir Ingi Jónssynir, Þorsteinn, Guðrún Ása og Friðgerður Ósk Jóhannsbörn, Elva Dögg Gunnarsdóttir, Vagn Leví Sigurðsson og fjölskyldur Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, DÓRA INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR lést á Dvalarheimili aldraðra á Sauðárkróki þriðjudaginn 4. júní. Jarðsett verður frá Sauðárkrókskirkju fimmtudaginn 13. juní klukkan 14. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki deildar 5 fyrir frábæra umönnun í gegnum árin. Hólmfríður Rögnvaldsdóttir Guðmundur Halldórsson Ólína Rut Rögnvaldsdóttir Stefán Skarphéðinsson Halla S. Rögnvaldsdóttir Haukur Steingrímsson Magnús H. Rögnvaldsson Sigríður Valgarðsdóttir Sigurbjörg Rögnvaldsdóttir Ólafur Jónsson barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, GEIRÞRÚÐUR FINNBOGADÓTTIR HJÖRVAR sjúkraliði, lést á Hrafnistu, Reykjavík, 6. júní. Finnbogi Þormóðsson Sigrún Lára Shanko Tryggvi Þormóðsson Anna S. Sigurðardóttir Jóhanna Þormóðsdóttir Karl Ragnarsson Þormóður Þormóðsson barnabörn og barnabarnabörn Okkar ástkæri JAKOB GÍSLI ÞÓRHALLSSON lést þriðjudaginn 4. júní. Útförin fer fram frá Langholtskirkju fimmtudaginn 13. júní klukkan 13. Fríða Kristbjörg Hjálmarsdóttir Ingi Þór Jakobsson Hanna Birna Jóhannesdóttir Hreinn Jakobsson Aðalheiður Ásgrímsdóttir Þórhallur Jakobsson Stefanía Bergmann Magnúsd. barnabörn og langafabörn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.