Morgunblaðið - 08.06.2019, Blaðsíða 34
34 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. JÚNÍ 2019
✝ Kristjana Larsenfæddist 4.
september 1946. Hún
lést á heimili sínu,
Eiðsvallagötu 34 á
Akureyri, 18. maí
2019.
Foreldrar Krist-
jönu voru þau Hólm-
fríður Jónsdóttir og
Gunnar Larsen og
var hún yngst fimm
systkina. Elstur er
Ólafur, f. 1940, þá Hermann, f.
1941, Svanfríður, f. 1942, og
loks Gunnfríður, f. 1945.
Kristjana fékk heilahimnu-
bólgu sem smábarn, tapaði
heyrn um tíma og varð fyrir
varanlegri þroskaskerðingu.
leysingja. Þar var hennar heim-
ili og skóli og naut hún marg-
víslegrar þjálfunar í antrópósóf-
ískum anda undir handleiðslu
Sesselju Sigmundsdóttur. Eftir
að Kristjana hafði átt heima á
Sólheimum í um 48 ár varð ljóst
að yfirmenn heimilisins töldu
sig ekki getað þjónað henni
lengur og töldu hana eiga heima
á sjúkrastofnun. Hún flutti aftur
norður til Akureyrar 2009 og
fékk félagslega þjónustu hjá
Akureyrarbæ, fyrst á sambýli
og síðan í eigin íbúð í íbúða-
kjarna. Síðustu tíu ár ævinnar
var hún því nálægt fjölskyldu
sinni, naut góðrar þjónustu
starfsmanna bæjarins og fékk
læknisþjónustu við hæfi. Þar réð
för skilningur á þörfum hennar,
virðing og fagmennska.
Útför hennar fór fram frá
Höfðakapellu 28. maí 2019.
Þegar hún var 12
ára lést Hólm-
fríður móðir
hennar en Gunn-
ar hafði látist
vorið áður en
Kristjana fædd-
ist.
Um tveggja
ára skeið var
Kristjana á veg-
um frænku sinn-
ar, Helgu Stef-
ánsdóttur frá Geirastöðum í
Mývatnssveit. Hún fermdist frá
Akureyrarkirkju með jafn-
öldrum og flutti síðan að Sól-
heimum í Grímsnesi sem þá
þótti besti staðurinn fyrir stönd-
ugan, þroskaheftan munaðar-
Ég var tæpra fjögurra ára og
móðir mín, Hólmfríður Jónsdótt-
ir, var lögst á sæng til að fæða
sitt fimmta barn. Ég ákvað að
yfirgefa staðinn og bróðir minn,
Hermann, ári eldri slóst í för
með mér og við tókum stefnuna
á Ameríku!
Mamma var nýlega orðin
ekkja, elsta barnið var sex ára
og það yngsta, rúmlega ársgöm-
ul stúlka, vanheil frá fæðingu.
Hraust og falleg stúlka bættist
við barnahópinn þennan dag.
Fyrir henni lá að veikjast ung
af heilahimnubólgu, tapa um
skeið heyrn og hljóta varanlegan
heilaskaða.
Telpuhnokki stendur uppi á
stól og leggur annað eyrað að
viðarloki plötuspilarans. Þrátt
fyrir heyrnarskerðingu nemur
telpan, sem þarna hefur verið
skírð Kristjana, titringinn frá
tónlistinni og heimtar stöðugt
meira. Fötlun hennar sér allri
fjölskyldunni fyrir sígildri tónlist
því þeir Caruso, Gigli og Stefán
Íslandi syngja allan daginn! Ást
á tónlist og næmt tóneyra átti
eftir að fylgja henni alla ævi.
Kristjana fékk heyrnina aftur,
tileinkaði sér fagurt tungutak
móðurinnar og lærði að lesa sér
til gagns. Hún varð alvörugefinn
og nákvæmur einstaklingur og
lærði ljóð og söngtexta að því er
virtist fyrirhafnarlaust.
Tveimur árum eftir andlát
móðurinnar, þá 14 ára, flutti
Kristjana að Sólheimum í Gríms-
nesi og hlaut þar fjölþætt upp-
eldi. Sesselja Sigmundsdóttir (d.
1974) stýrði skólun íbúanna m.a.
í tónlist, leiklist og myndlist.
Kristjana lærði líka til verka og
vann við eldhússtörf, kertagerð
og garðrækt á sumrin.
Ekkert gat þó bætt henni
móðurmissinn og flutninginn að
heiman – því fátt er dýrmætara
fötluðum einstaklingi en að eiga
sterka fjölskyldu og njóta henn-
ar. Árið 1970 flutti ég og fjöl-
skylda mín til Akureyrar eftir
dvöl erlendis. Kristjana kom þá
reglulega í heimsókn og fylgdist
með systurbörnum sínum vaxa
úr grasi. Á Sólheimum skiptust á
skin og skúrir og fór það eftir
stjórnendum heimilisins og and-
legri heilsu Kristjönu.
Í tíð Katrínar Guðmundsdótt-
ur sótti hún t.d. vinnu á veit-
ingastaðnum Þrastarlundi í tvö
sumur og söng með kirkjukórn-
um í sókninni um tíma. Á Sól-
heimum fékk hún einnig tæki-
færi til utanlandsferða, m.a. til
Noregs, Kanada og Spánar. Hún
vandist snemma útivist og
göngu, varð liðtæk í sundi og síð-
ar í boccia. Tvívegis tók hún þátt
í sérstökum mótum fyrir fatlaða
erlendis og keppti í sundi.
Á tíunda áratug síðustu aldar
fór heilsu Kristjönu hrakandi og
sótti ég fljótlega um búsetu fyrir
hana á Akureyri. Snemma árs
2009 flutti hún loks heim og var
það mikið heillaskref fyrir okkur
systurnar báðar.
Við nutum þess að fara saman
á tónleika og í leikhús og að hitt-
ast í hverri viku. Hún eignaðist
einnig trausta bandamenn í
nokkrum starfsmönnum hjá Ak-
ureyrarbæ.
Kristjana veiktist af illkynja
meini sem var endanlega stað-
fest í lok mars. Hún stóð sig eins
og hetja í viðureigninni við vá-
gestinn og þakkaði þeim sem
hjálpuðu henni síðasta spölinn
með því að ávarpa þá á þann fal-
legasta hátt sem hún kunni.
Kristjana var trygglynd og
vönduð manneskja og hefur
kennt mér margt, sérstaklega
um eigin ófullkomleika og for-
dóma. Samt hef ég ætíð saknað
sárt þeirrar heilbrigðu systur,
sem ég hefði getað átt, og gleð-
innar yfir tækifærum hennar til
vaxtar og þroska.
Svanfríður Larsen.
Hún var hávaxin, sterkleg og
bar höfuðið hátt. Orðheppin og
talaði vandað mál. Í eyrum ein-
hverra hefur það getað hljómað
eins og forníslenska.
Fyrstu fundum okkar bar
saman þegar þú komst í heim-
sókn í Birkilundinn sem var ein
af einingum Skógarlundar á Ak-
ureyri, þar sem fram fer dag-
þjónusta fólks með þroskarask-
anir. Þú vildir akkúrat ekkert
með mig hafa og vildir umfram
allt drífa þig heim.
Síðan þá hefur mikið vatn
runnið til sjávar. Þú sættist við
Birkilundinn og seinna Skógar-
lundinn og þá þjónustu sem þar
er boðið upp á. Þú varðst líka
sátt við mig.
Vinkona mín, sagðir þú svo
oft, þegar þú leist við á skrifstof-
unni hjá mér.
Þú hafðir sterkar skoðanir á
mönnum og málefnum og þér
líkaði misvel við fólk og fórst
ekkert í grafgötur með það.
Þú varst hress og vinnusöm
en undir það síðasta voru afköst
þín ekki mikil og þú komst að-
allega til að skipta um umhverfi
og breyta til. Hlustaðir á tónlist
og spjallaðir við þá sem voru í
kring um þig.
Þú áttir mörg snjöll tilsvörin
og athugasemdirnar. „Útlend-
ingurinn er í buffinu.“ Vera kalt
í gegnum belg og bein og þú
söngst „Ó, mig langar til að lifa
lengur til að spila á spil.“
Fyrir tveimur árum rúmum
hafðir þú eitt sinn á orði við mig
að ég ætti afmæli næsta dag. Þú
spurðir hversu gömul ég yrði og
þegar ég sagðist verða fimmtíu
og þrettán, þá sagðir þú að ég
ætti að segja rétt. Og einu sinni
hafðir þú orð á því að ég hefði
hringt í kolvitlausa jarðarför.
Þar sló saman hjá þér umræðu
um jarðarför og símtali sem ég
hafði nýlokið.
Við vorum vinkonur og sögð-
um hvor annarri frá væntum-
þykju í garð hvor annarrar.
Mér þykir gott að ég hafi náð
því að kveðja þig. Þú varst
örugglega lögð af stað í ferðalag-
ið mikla og ekki er víst að þú
hafir heyrt það sem ég sagði við
þig.
Ef eitthvað er til hinum meg-
in, þá eigum við eftir að hittast
þar.
Elsku Svanfríður og fjölskyld-
an þín öll, önnur systkini Krist-
jönu og fjölskyldur, íbúar og
starfsfólk í Eiðsvallagötu, ykkur
öllum sendi ég mínar dýpstu
samúðarkveðjur.
Nú er sál þín rós
í rósagarði Guðs
kysst af englum
döggvuð af bænum
þeirra sem þú elskaðir
aldrei framar mun þessi rós
blikna að hausti
(Ragnhildur Pála Ófeigsdóttir)
Elsku Kristjana, nú er lífs-
göngu þinni hér í mannheimi
lokið og þú komin á annað til-
verustig.
Í hjarta mínu geymi ég mynd
af þér þar sem þú ert frísk og
glöð. Og ég mun fara í rétta
jarðarför, þegar þú verður
kvödd.
Hafðu þökk fyrir allt.
Margrét Ríkarðsdóttir
(Magga).
Kristjana Larsen
Amma Gógó var
einstaklega ljúf og
góð kona, stundum
aðeins of góð.
Eins og t.d. þegar hún leyfði
mér að horfa á hryllingsmynd
þegar ég var gutti og ég svaf
ekki í viku, ég get líklegast sjálf-
um mér um kennt! En ófáar eru
ljúfu minningarnar af Holtsgöt-
unni og ekki síst úr sumar-
bústaðnum. Sunnudagsbíó með
ömmu og bláum Ópal á Holts-
götunni klikkaði seint.
Ekki síst þegar við sultuðum
rifsberin úr garðinum og bök-
uðum pönnukökur á meðan við
hlustuðum á útvarpsleikritið á
gufunni.
Skógar áttu undir högg að
sækja þegar ég reyndi að falsa
alla meistarana úr Íslenskri
myndlist þegar ég fékk að fljóta
með ykkur afa í vinnuna í
Hafnarborg.
Þar lá ég á gólfinu og teiknaði
upp eftir málverkunum sem
héngu á veggjunum. Ég skil ekki
ennþá hvar þið funduð allan
Sigurlaug R.
Líndal Karlsdóttir
✝ Sigurlaug R.Líndal Karls-
dóttir fæddist 26.
september 1932.
Hún lést 15. maí
2019.
Útför Sigur-
laugar fór fram 24.
maí 2019.
þennan pappír sem
ég gat krotað á.
Það eru margar
góðar minningar af
Holtsgötunni, en
við barnabörnin
vorum þar oft í
pössun hjá ömmu
Gógó.
Þar var alltaf
mikið fjör og eitt
það skemmtilegasta
sem ég gerði var að
spila svarta Pétur og veiðimann
við ömmu.
Mér fannst líka einstaklega
gaman að horfa á bíómyndir með
ömmu, sérstaklega þegar ég var
of ung til að lesa textann sjálf,
hún talaði nefnilega alltaf upp-
hátt og lýsti öllu því sem gerðist
í myndunum sem hún horfði á.
Amma á mörg barnabörn og
barnabarnabörn. Hún vissi alltaf
upp á hár hvað var að gerast hjá
hverjum og einum í fjölskyld-
unni og hafði mikinn áhuga á
öllu því sem við tókum okkur
fyrir hendur.
Síðustu ár hefur hún eytt með
okkur aðfangadagskvöldi og það-
an eigum við margar dýrmætar
minningar.
Við kveðjum þig amma með
söknuði og þakklæti fyrir allar
þær ótal minningar sem við eig-
um saman.
Gísli Már, Margrét Thelma
og Einar Atli.
Hver er vilji þinn varðandi skipulag og fyrirkomulag
útfarar, þ.e. hinsti vilji. Við bjóðum þér til samtals um
það sem er þér mikilvægast við lífslok þín. Viljayfirlýsing
þín verður eftirlifendum mikilvægt leiðarljós. Samtalið
og varðveisla upplýsinga er þér að kostnaðarlausu.
Við erum til staðar
þegar þú þarft á
okkur að halda
Elín Sigrún Jónsdóttir,
lögfræðingur
Útfararþjónusta
& lögfræðiþjónusta
Með kærleik og virðingu
Útfararstofa Kirkjugarðanna
Klettaskóli, Suðurhlíð 9, Fossvogi | Sími 551 1266 | útför.is
Okkar innilegustu þakkir til allra sem
auðsýndu okkur samúð og vináttu við
andlát og útför elskulegrar móður okkar,
tengdamóður, ömmu, langömmu og
langalangömmu,
INGU JÓHANNSDÓTTUR,
Borgarbraut 65a,
Borgarnesi.
Sérstakar þakkir til starfsfólks Brákarhlíðar
fyrir hlýhug og góða umönnun.
Auðunn Bjarni Ólafsson Sigurjóna Högnadóttir
Bryndís Ólafsdóttir Jón Bergmann Jónsson
Kristmar Ólafsson Íris Hlíðkvist Bjarnadóttir
Magnús Þ. Ólafsson
Ólafur Ingi Ólafsson Björk Guðbjörnsdóttir
Þröstur Þór Ólafsson Eydís Líndal Finnbogadóttir
ömmubörn, langömmubörn og langalangömmubörn
Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð og
hlýhug við andlát ástkærs föður,
tengdaföður, afa og langafa,
BALDURS ÁGÚSTSSONAR
Strikinu 12, Garðabæ,
sem lést 1. maí. Sérstakar þakkir færum við
starfsfólki Landspítalans fyrir einstaka
umönnun og hlýju.
Halla Elín Baldursdóttir
Helga Guðbjörg Baldursd. Gísli Baldur Garðarsson
Ágúst Baldursson
Sigurlín Baldursdóttir Guðjón Ómar Davíðsson
barnabörn og langafabörn
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda vináttu og
samúð við andlát og útför ástkærs
eiginmanns, föður, tengdaföður, afa og
langafa,
BRAGA HLÍÐBERG,
harmonikuleikara og fyrrverandi
deildarstjóra.
Sérstakar þakkir til starfsfólks heimahjúkrunar
og hjartadeildar Landspítalans við Hringbraut.
Ingrid Hlíðberg
Ellert Þór Hlíðberg Anna María Gestsdóttir
Jón Baldur Hlíðberg Ásta Vilborg Njálsdóttir
Kristín Hlíðberg Ástvaldur Anton Erlingsson
Hrafnhildur Hlíðberg Magnús J. Kristjánsson
barnabörn og barnabarnabörn
Við vinirnir
kveðjum góðan vin.
En komin eru leiðarlok
og lífsins kerti brunnið
og þín er liðin æviönn
á enda skeiðið runnið.
Í hugann kemur minning mörg,
og myndir horfinna daga,
frá liðnum stundum læðist fram
mörg ljúf og falleg saga.
Þín vinartryggð var traust og föst
og tengd því sanna og góða,
og djúpa hjartahlýju og ást
Ottó
Einarsson
✝ Ottó Einarssonfæddist 10. jan-
úar 1973. Hann lést
25. apríl 2019.
Ottó var jarð-
sunginn 8. maí
2019.
þú hafðir fram að bjóða.
Og hjá þér oft var heilla-
stund,
við hryggð varst aldrei
kenndur.
Þú komst með gleðigull
í mund
og gafst á báðar
hendur.
Svo, vinur kæri, vertu
sæll,
nú vegir skilja að sinni.
Þín gæta máttug verndarvöld
á vegferð nýrri þinni.
Með heitu, bljúgu þeli þér
ég þakka kynninguna,
um göfugan og góðan dreng
ég geymi minninguna.
(Höf. ók.)
Ólafur H. Wendel,
Ingólfur E. Skarphéðinsson.
Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla
útgáfudaga.
Lengd | Minningargreinar sem birtast í Morgunblaðinu séu ekki
lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt að senda lengri grein. Lengri greinar
eru eingöngu birtar á vefnum. Hægt er að senda örstutta kveðju,
HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur. Ekki er unnt að tengja viðhengi við síð-
una.
Formáli | Minningargreinum fylgir formáli sem nánustu aðstandendur
senda inn. Þar koma fram upplýsingar um hvar og hvenær sá sem
fjallað er um fæddist, hvar og hvenær hann lést og loks hvaðan og
klukkan hvað útförin fer fram. Þar mega einnig koma fram upplýsingar
um foreldra, systkini, maka og börn. Ætlast er til að þetta komi aðeins
fram í formálanum, sem er feitletraður, en ekki í minningargreinunum.
Minningargreinar