Morgunblaðið - 08.06.2019, Síða 38

Morgunblaðið - 08.06.2019, Síða 38
38 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. JÚNÍ 2019 Pepsi Max-deild kvenna HK/Víkingur – ÍBV...................................1:3 Valur – Fylkir ........................................... 6:0 Staðan: Valur 6 6 0 0 23:3 18 Breiðablik 6 6 0 0 18:4 18 Þór/KA 6 4 0 2 11:11 12 ÍBV 6 3 0 3 12:8 9 Stjarnan 6 3 0 3 5:8 9 Selfoss 6 2 0 4 6:12 6 HK/Víkingur 6 2 0 4 4:10 6 Fylkir 6 2 0 4 6:15 6 Keflavík 6 1 0 5 8:12 3 KR 6 1 0 5 5:15 3 Inkasso-deild kvenna Tindastóll – Fjölnir .................................. 6:2 Staðan: Þróttur R. 4 4 0 0 19:3 12 ÍA 4 2 2 0 7:2 8 FH 4 2 1 1 10:7 7 Grindavík 4 2 1 1 5:5 7 Haukar 4 2 0 2 5:3 6 Tindastóll 4 2 0 2 13:12 6 Augnablik 4 2 0 2 5:5 6 Afturelding 4 1 1 2 6:7 4 Fjölnir 4 0 1 3 3:11 1 ÍR 4 0 0 4 2:20 0 Inkasso-deild karla Haukar – Þór ............................................ 0:3 Þróttur R. – Leiknir R ............................. 3:0 Grótta – Fjölnir ........................................ 0:0 Afturelding – Magni................................. 4:1 Staðan: Fjölnir 6 4 1 1 12:6 13 Þór 6 4 0 2 12:6 12 Fram 6 3 2 1 10:7 11 Keflavík 5 3 1 1 11:4 10 Víkingur Ó. 5 3 1 1 6:3 10 Leiknir R. 6 3 0 3 11:10 9 Grótta 6 2 2 2 9:10 8 Þróttur R. 6 2 1 3 12:11 7 Njarðvík 6 2 1 3 5:7 7 Afturelding 6 2 0 4 9:16 6 Haukar 6 0 3 3 5:11 3 Magni 6 0 2 4 6:17 2 2. deild karla Kári – Víðir ............................................... 0:4 Staðan: Víðir 6 4 1 1 15:9 13 Selfoss 5 3 1 1 12:4 10 Völsungur 6 3 1 2 8:9 10 Leiknir F. 5 2 3 0 10:5 9 Fjarðabyggð 5 3 0 2 9:6 9 KFG 5 3 0 2 9:8 9 Dalvík/Reynir 6 1 4 1 7:7 7 Vestri 5 2 0 3 7:9 6 ÍR 5 1 2 2 5:7 5 Þróttur V. 5 1 2 2 5:7 5 Kári 6 1 2 3 8:13 5 Tindastóll 5 0 0 5 3:14 0 Undankeppni EM karla 2020 A-RIÐILL: Tékkland – Búlgaría ................................ 2:1 Svartfjallaland – Kósóvó.......................... 1:1 Staðan: England 2 2 0 0 10:1 6 Tékkland 2 1 0 1 2:6 3 Kósóvó 2 0 2 0 2:2 2 Búlgaría 3 0 2 1 3:4 2 Svartfjallaland 3 0 2 1 3:7 2 B-RIÐILL: Litháen – Lúxemborg.............................. 1:1 Úkraína – Serbía ...................................... 5:0 Staðan: Úkraína 3 2 1 0 7:1 7 Lúxemborg 3 1 1 1 4:4 4 Portúgal 2 0 2 0 1:1 2 Litháen 2 0 1 1 2:3 1 Serbía 2 0 1 1 1:6 1 D-RIÐILL: Georgía – Gíbraltar .................................. 3:0 Danmörk – Írland..................................... 1:1 Staðan: Írland 3 2 1 0 3:1 7 Sviss 2 1 1 0 5:3 4 Georgía 3 1 0 2 3:3 3 Danmörk 2 0 2 0 4:4 2 Gíbraltar 2 0 0 2 0:4 0 F-RIÐILL: Færeyjar – Spánn .................................... 1:4 Noregur – Rúmenía ................................. 2:2 Svíþjóð – Malta ......................................... 3:0 Staðan: Spánn 3 3 0 0 8:2 9 Svíþjóð 3 2 1 0 8:4 7 Rúmenía 3 1 1 1 7:5 4 Malta 3 1 0 2 2:6 3 Noregur 3 0 2 1 6:7 2 Færeyjar 3 0 0 3 3:10 0 G-RIÐILL: Austurríki – Slóvenía ...............................1:0 Norður-Makedónía – Pólland ................. 0:1 Lettland – Ísrael....................................... 0:3 Staðan: Pólland 3 3 0 0 4:0 9 Ísrael 3 2 1 0 8:3 7 N-Makedónía 3 1 1 1 4:3 4 Austurríki 3 1 0 2 3:5 3 Slóvenía 3 0 2 1 2:3 2 Lettland 3 0 0 3 1:8 0 HM kvenna í Frakklandi A-RIÐILL: Frakkland – Suður-Kórea ...................... 4:0 Eugénie Le Sommer 9., Wendie Renard 35., 45., Amandine Henry 85. Vináttuleikur U21 karla Danmörk – Ísland.................................... 1:2 Stefán Teitur Þórðarson 20., Erlingur Agn- arsson 90. KNATTSPYRNA HLÍÐARENDI/KÓRINN Jóhann Ingi Hafþórsson Bjarni Helgason Valur endurheimti toppsæti Pepsi Max-deildar kvenna í fótbolta með 6:0-stórsigri á Fylki á heimavelli í gærkvöldi. Valur er með fullt hús stiga og markatöluna 23:3. Landsliðsframherjinn Elín Metta Jensen fór á kostum og skoraði fjögur mörk og lagði upp tvö í viðbót. Elín skoraði þrennu í síðasta deildarleik og er því komin með sjö mörk í síðustu tveimur leikjum. Sjálfstraustið geislar af Elínu og kláraði hún færin sín afar sannfærandi. Hún virðist trúa því að hún skori í hvert skipti sem hún fær boltann nálægt teignum. Hún var ekki ein síns liðs því Valsliðið spilaði heilt yfir mjög vel. Elín Metta og Margrét Lára Viðars- dóttir ná mjög vel saman í framlín- unni og er gaman að sjá Margréti vera að nálgast sitt besta form eft- ir meiðsli og barnsburð. Ásgerður Stefanía Baldursdóttir og Dóra María Lárusdóttir voru sterkar á miðjunni og Hlín Eiríksdóttir og Fanndís Friðriksdóttir hættulegar á köntunum. Vörnin réð svo auð- veldlega við allt sem Fylkir reyndi. Valur spilaði vel, en Fylkiskonur buðu hættunni heim. Varnarlína liðsins var nánast á miðlínunni stóran hluta fyrri hálfleiks og áttu Valskonur ekki í neinum erf- iðleikum með að komast á bak við hana. Línan bakkaði í seinni hálf- leik, en þá voru Valskonur með öll völd og léku þær sér að því að bæta við mörkum. Valur er búinn að skora 21 mark í síðustu fjórum leikjum og verður erfitt að sjá nokkurt lið stoppa Val á þessari siglingu. Fylkiskonur eru komnar aftur niður á jörðina eftir sigurinn góða á Breiðabliki í bikarnum og kemur landsliðshlé á fínum tíma. Fylkir getur nú stillt saman strengi. Lacasse reið baggamuninn Cloé Lacasse gerði útslagið þeg- ar lið hennar ÍBV vann 3:1-sigur gegn HK/Víkingi í 6. umferð úr- valsdeildar kvenna í knattspyrnu, Pepsi Max-deildinni, í Kórnum í Kópavogi í gær. Cloé kom ÍBV yfir á 23. mínútu með laglegu einstaklingsframtaki en Guðrún Gyða Haralz jafnaði metin fyrir HK/Víking, tveimur mínútum síðar. Kristín Erna Sig- urlásdóttir kom ÍBV yfir á 31. mín- útu eftir vandræðagang í vörn HK/ Víkings og það var svo Cloé La- casse sem innsiglaði sigur ÍBV með marki úr vítaspyrnu á 69. mínútu sem hún hafði fiskað sjálf og úrslitin ráðin. ÍBV komst yfir gegn gangi leiksins með marki frá Cloé La- casse. Cloé er alltof góð til þess að spila í Pepsi Max-deildinni og hún sannaði það með frammistöðu sinni í leiknum. ÍBV gat lítið sem ekkert þangað til Cloé kom þeim yfir en eftir það kom ákveðin ró og sjálfs- traust í liðið. Varnarleikur liðsins var tæpur en sem betur fer fyrir þær var lítil ógn í sóknarmönnum HK/Víkings. HK/Víkingur var sterkari að- ilinn í fyrri hálfleik en var þrátt fyrir það undir í hálfleik. Fatma Kara, miðjumaður liðsins, hangir alltof mikið á boltanum og er lengi að skila honum frá sér. Sókn- arleikur liðsins er hægur og fyr- irsjáanlegur og liðið hefur aðeins skorað fjögur mörk í deildinni í sumar, fæst allra liða, og það kann ekki góðri lukku að stýra. Cloé Lacasse er besti leikmaður deildarinnar og ÍBV mun alltaf skora með hana innanborðs en varnarleikur liðsins er hins vegar stórt áhyggjuefni. Að sama skapi eru varnarmenn HK/Víkings öfl- ugir en liðið fer niður um deild í haust ef Þórhallur Víkingsson, þjálfari liðsins, finnur ekki einhver svör í sóknarleiknum. Elín Metta og Valskonur óstöðvandi  Skoraði fjögur og lagði upp tvö Morgunblaðið/Eggert Keppni Fanndís Friðriksdóttir, Val, saumar að Huldu Sigurðardóttur úr Fylki á Origo-vellinum. Fanndís og samherjar unnu stóran sigur Fljót Þórhildur Þórhallsdóttir, leikmaður HK/Víkings t.h. á fullri ferð með boltann upp vinstri kantinn og freistar þess að stiga leikmann ÍBV af. Breiðabliki hefur verið boðið að leika áfram í úrvalsdeild kvenna í körfuknattleik á næsta keppnis- tímabili en liðið féll þaðan í vetur. Stjarnan tilkynnti í gær að félagið myndi draga lið sitt úr keppni í efstu deild og senda það í 1. deild í staðinn. Ástæðan er sú að flestir sterkustu leikmenn liðsins hverfa á braut og ákveðið hefur verið að byggja upp nýtt lið á yngri iðkendum Stjörn- unnar. Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, sagði við mbl.is að Breiðablik fengi viku umhugsunarfrest en síðan væri Fjölnir næsta félag í röðinni. Breiðablik í stað Stjörnunnar? Morgunblaðið/Eggert Breytingar Breiðablik fær kost á að taka sæti Stjörnunnar. Guðrún Brá Björgvinsdóttir deilir öðru sætinu eftir tvo hringi af þremur á Viaplay Ladies Finnish Open golfmótinu í Messilä í Finn- landi. Guðrún lék fyrsta hringinn á 67 höggum, var þá efst, og annan hringinn í gær á 74 höggum. Hún er samtals á þremur höggum undir pari, tveimur á eftir Ninu Pegovu frá Rússlandi sem er efst fyrir loka- hringinn í dag. Berglind Björns- dóttir er líka komin í gegnum nið- urskurðinn. Hún lék fyrstu tvo hringina á 77 og 74 höggum og er í 38.-43. sæti á sjö höggum yfir pari. Guðrún í topp- slag í Finnlandi Ljósmynd/Sigfús Gunnar Finnland Guðrún Brá Björgvins- dóttir hefur spilað vel á mótinu. 0:1 Cloé Lacasse 23. 1:1 Guðrún Gyða Haralz 25. 1:2 Kristín Erna Sigurlásdóttir 31. 1:3 Cloé Lacasse 69. I Gul spjöldMargrét Íris Einarsdóttir og Cloé Lacasse (ÍBV) I Rautt spjaldEygló Þorsteinsdóttir (HK/ Víkingi) 75. Dómari: Arnar Ingi Ingvarsson, 8. HK/VÍKINGUR – ÍBV 1:3 Áhorfendur: 54. MM Cloé Lacasse (ÍBV) M Sigríður Lára Garðarsdóttir (ÍBV) Ragna Sara Magnúsdóttir (ÍBV) Caroline Van Slambrouck (ÍBV) Sesselja Líf Valgeirsdóttir (ÍBV) Clara Sigurðardóttir (ÍBV) Gígja V. Harðardóttir (HK/Víkingi) Eygló Þorsteinsdóttir (HK/Vík.) Guðrún Gyða Haralz (HK/Víkingi) Karólína Jack (HK/Víkingi 1:0 Hlín Eiríksdóttir 19. 2:0 Margrét Lára Viðarsdóttir 35. 3:0 Elín Metta Jensen 44. 4:0 Elín Metta Jensen 54. 5:0 Elín Metta Jensen 74. 6:0 Elín Metta Jensen 81. I Gul spjöldHulda Hrund Arnarsdóttir (Fylki) Dómari: Gunnar O. Hafliðason, 8. Áhorfendur: 199. VALUR – FYLKIR 6:0 MMM Elín Metta Jensen (Val) MM Margrét Lára Viðarsdóttir (Val) M Hlín Eiríksdóttir (Val) Hallbera G. Gísladóttir (Val) Lillý Rut Hlynsdóttir (Val) Dóra María Lárusdóttir (Val) Fanndís Friðriksdóttir (Val) Thelma L. Hermannsdóttir (Fylki)

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.