Morgunblaðið - 08.06.2019, Side 39
ÍÞRÓTTIR 39
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. JÚNÍ 2019
Handknattleiksmaðurinn Ólafur
Ægir Ólafsson hefur skrifað undir
þriggja ára samning við Hauka. Ólafur
Ægir er 23 ára gamall og leikur í
stöðu hægri skyttu. Hann lék með La-
kers Stäfa í B-deildinni Sviss á síð-
asta keppnistímabili. Ólafur Ægir lék
upp yngri flokka Gróttu og lék einnig
um skeið með Fram og síðar Val.
Hann var í stóru hlutverki í Valsliðinu
sem varð Íslands- og bikarmeistari
fyrir tveimur árum og komst í undan-
úrslit Áskorendakeppni Evrópu á
sama tímabili.
Haraldur Franklín Magnús hafnaði
í öðru sæti á Thisted Forsikring-
golfmótinu sem lauk í Danmörku í
gær, eftir að hafa verið með forystu
fyrir lokahringinn. Haraldur lék á 70
höggum í gær og lauk keppni á sam-
tals níu höggum undir pari, og endaði
tveimur höggum á eftir sigurveg-
aranum. Guðmundur Ágúst Krist-
jánsson varð sjötti á fjórum höggum
undir pari en Axel Bóasson lék á 12
höggum yfir pari og endaði í 64.
sæti. Mótið var liður í Nordic-Tour at-
vinnumótaröðinni.
Kylfingurinn Ólafía Þórunn Krist-
insdóttir lék fyrsta hringinn á Shop-
rite LPGA Classic mótinu í New Jer-
sey í gær á 74 höggum, þremur yfir
pari vallarins. Á fyrri níu holunum
fékk hún einn skolla og einn tvöfald-
an skolla en á seinni níu holunum
fékk hún einn fugl og
einn skolla. Ólafía
Þórunn er í neðri
hluta keppenda en
alls eru 144 kylf-
ingar skráðir til
leiks. Leiknir
verða þrír hring-
ir á mótinu.
Keppni heldur
áfram í dag.
Pornanong
Phatlum frá
Taílandi lék
fyrsta hninginn
á 63 höggum,
átta undir pari,
og er í fyrsta
sæti.
Eitt
ogannað
KNATTSPYRNA
Undankeppni EM karla:
Laugardalsvöllur: Ísland – Albanía ...... L13
2. deild karla:
Vogar: Þróttur V. – Fjarðabyggð......... M14
Sauðárkr.: Tindastóll – Leiknir F ........ M16
Olísvöllur: Vestri – ÍR ........................... M17
Jáverkvöllur: Selfoss – KFG ........... M19.15
3. deild karla:
Fjölnisv.: Vængir Júpíters – Einherji . M13
Vilhjálmsv.: Höttur/Hug. – Augnablik M14
Sindravellir: Sindri – Skallagrímur ..... M16
KR-völlur: KV – KF .............................. M16
2. deild kvenna:
Húsavík: Völsungur – Álftanes ............ M14
GOLF
Símamótið á mótaröð GSÍ fer fram á Hlíða-
velli í Mosfellsbæ. Tveir hringir eru leiknir
í dag, 36 holur, og síðustu 18 holurnar á
morgun, sunnudag.
UM HELGINA!
Frakkland
Undanúrslit, þriðji leikur:
Nanterre – Lyon-Villeurbanne.......... 56:99
Haukur Helgi Pálsson lék í 23 mínútur
með liði Nanterre, skoraði 2 stig og tók 2
fráköst.
Lyon-Villeurbanne vann 3:0 og mætir liði
Mónakó í úrslitum.
KÖRFUBOLTI
Gestgjafar heimsmeistaramóts
kvenna í knattspyrnu, Frakkar,
fengu fljúgandi viðbragð í upphafs-
leik keppninnar í gærkvöldi. Frakk-
ar unnu þá afar öruggan sigur á
landsliði Suður-Kóreu, 4:0, á Parc
des Princes-leikvangi í París. Þrjú
markanna voru skoruð í fyrri hálf-
leik þar sem um hreina einstefnu var
að ræða af hálfu heimakvenna. Lið
Suður-Kóreu náði til að mynda ekki
einu skoti á mark Frakka í fyrri
hálfleik.
Eugénie Le Sommer, leikmaður
Evrópumeistara Lynon, hóf veislu
franska landsliðsins með marki eftir
aðeins níu mínútur. Wendie Renard,
annar leikmaður frá Lyon, skoraði
tvö næstu mörk Frakka með tíu
mínútna millibili. Hið fyrra á 35. og
það síðara rétt í þann mund sem
fyrri hálfleikur var á enda. Amand-
ine Henry, enn einn liðsmaður Lyon,
kórónaði síðan sigurinn með fjórða
markinu á 85. mínútu með frábæru
langskoti nokkru utan vítateigs án
þess að Kim Min-Jeong, markvörður
Suður-Kóreu, fengi rönd við reist.
Frakkland og Suður-Kórea eru í
A-riðli keppninnar eins og landslið
Noregs og Nígeríu sem eigast við
síðdegis í dag. Keppni hefst einnig í
B-riðli í dag með viðureign Þýska-
lands og Kína og síðar í dag eigast
við landslið Spánar og Suður-Afríku.
Ógnarsterkir Frakkar
Leikmenn Evrópumeistara Lyon sáu um landslið S-Kóreu í upphafsleik HM
AFP
Kampakátar Amandine Henry t.v. fagnar fjórða markinu gegn Suður-Kóreu ásamt samherjum við hliðarlínuna.
Íslenska 21-árs landsliðið í knatt-
spyrnu karla lagði 20-ára landslið
Dana að velli, 2:1, í vináttulandsleik
sem fram fór í Horsens í gær. Danir
skoruðu snemma leiks en Stefán
Teitur Þórðarson jafnaði metin á 20.
mínútu með hörkuskoti af 25 metra
færi. Erlingur Agnarsson skoraði
sigurmark Íslands með skalla seint í
leiknum eftir sendingu frá Hjalta
Sigurðssyni en báðir komu þeir inná
sem varamenn. Auk Erlings léku
Þórir Jóhann Helgason, Kolbeinn
Þórðarson og Ágúst Eðvald Hlynsson
sinn fyrsta leik í þessum aldursflokki.
Sigurmark
Erlings í Horsens
Morgunblaðið/Hari
Sigurmark Erlingur Agnarsson
skoraði rétt fyrir leikslok.
„Ég hef þungar áhyggjur af Ómari
Inga,“ sagði Guðmundur Þórður
Guðmundsson, landsliðsþjálfari í
handknattleik karla, við Morgun-
blaðið í gær spurður um landsliðs-
manninn Ómar Inga Magnússon.
Hann fékk þungt höfuðhögg í síð-
ustu viðureign Aalborg og Bjerr-
ingbro/Silkeborg í undanúrslitum
um danska meistaratitilinn. Hann
hefur ekkert leikið með Álaborg-
arliðinu síðan. Ósennilegt er að
Ómar Ingi leiki með landsliðinu
gegn Grikkjum í undankeppni EM í
næstu viku. iben@mbl.is
Þungar áhyggjur
af Ómari Inga
Ljósmynd/Robert Spasovski
Högg Ómar Ingi Magnússon er nýj-
asta fórnarlamb höfuðhögga.
Þór Akureyri er nú aðeins stigi á eft-
ir toppliði Fjölnis í Inkasso-deild
karla í knattspyrnu eftir leiki sjöttu
umferðar sem fram fóru í gærkvöld.
Þórsarar unnu öruggan sigur á
Haukum, 3:0, á Ásvöllum en Fjölnir
náði aðeins í eitt stig úr heimsókn
sinni til baráttuglaðra leikmanna
Gróttu á Seltjarnarnesi. Leikmenn
Þróttar slógu öll vopn úr höndum
Leiknismanna í rimmu Reykavík-
urvíkurliðanna á Eimskipsvellinum í
Laugardal. Loktölur, 3:0, en með
sigri hefði Leiknir komist upp að
hlið Þórsara í öðru sæti. Aftureld-
ingarmenn risu upp á afturlappirnar
á heimavelli og lögðu leikmenn
Magna, 4:1, á Varmárvelli þar sem
Mosfellingurinn ungi, Jason Daði
Svanþórsson, skoraði tvö af mörk-
unum, hið fyrra á annarri mínútu.
Frosti Brynjólfsson jafnaði metin á
16. mínútu en Alexander Aron Da-
vorsson kom Aftureldingu yfir með
marki úr vítaspyrnu þremur mín-
útum síðar. Jason Daði skoraði síð-
ara mark sitt á 37. mínútu. Hafliði
Sigurðarson skoraði þriðja markið á
56. mínútu og þar með settu leik-
menn beggja liða punktinn aftan við
markaskorun á gervigrasvellinum
að Varmá.
Spánverjinn Alvaro Montejo
kunni vel við sig í veðurblíðunni á
Ásvöllum. Hann kom Þórsliðinu yfir
strax á 17. mínútu og bætti síðan
öðru marki sínu og liðsins við á 66.
mínútu áður en honum var skipt af
leikvelli 11 mínútum síðar. Jakob
Snær Árnason innsiglaði verðskuld-
aðan sigur Þórs með þriðja marki
liðsins 18 mínútum fyrir leikslok.
Nokkur strik setti það í reikning
Haukaliðsins að Hafþór Þrastarson
varð að víkja leikvelli fyrir fullt og
fast þegar hann fékk sitt annað gula
spjald á 59. mínútu.
Eftir markalausan fyrri hálfleik á
Eimskipsvellinum skoraði Rafael
Victor tvö mörk með skömmu milli-
bili fyrir Þróttara á 73. og 77. mínútu
gegn Leiknismönnum úr Breiðholti.
Victor hafði komið inn á sem vara-
maður á 27. mínútu fyrir Ágúst Leó
Björnsson sem fór meiddur af leik-
velli. Jasper Van Der Heyden inn-
siglaði sigur Þróttar er hann skoraði
tíu mínútum fyrir leikslok.
Leiknismenn áttu þess kost að
komast yfir á 45. mínútu er þeir
fengu vítaspyrnu. Þeim varð hins-
vegar ekki kápan úr því klæðinu þar
sem Sævari Atla Magnússyni brást
bogalistin úr spyrnunni.
Sem fyrr segir tókst toppliði
Fjölnis ekki að kría út sigur í heim-
sókn sinni til Gróttumanna á Vi-
valdivöllinn á Nesinu þar sem leik-
menn voru ekki á skotskónum að
þessu sinni. iben@mbl.is
Þór er kominn
skrefi nær Fjölni
Varamaðurinn Victor á skotskónum
Morgunblaðið/Arnþór Birkisson
Barátta Haukamaðurinn Birgir Magnús Birgisson freistar þess að snúa á
leikmann Þórs í viðureigninni á Ásvöllum. Þórsarar fóru með stigin norður.