Morgunblaðið - 08.06.2019, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 08.06.2019, Blaðsíða 40
40 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. JÚNÍ 2019 Það er mér hulin ráðgáta hvers vegna það er ekki löngu uppselt á landsleik Íslands og Albaníu í undankeppni EM í knattspyrnu sem fram fer á Laugardalsvelli í dag klukkan 13. Vissulega er leik- tíminn ekki sá hentugasti en það útskýrir samt ekki af hverju það er ekki uppselt á leikinn sem er í raun hálfgerður úrslitaleikur um það hvort íslenska liðið ætlar að blanda sér í alvöru baráttu um að komast á lokakeppni EM 2020 og þriðja stórmótið í röð. Sem starfandi blaðamaður hefur maður fundið fyrir ákveðnum pirringi hjá stuðnings- mönnum íslenska liðsins í garð Knattspyrnusambands Íslands og þjálfarateymis íslenska liðs- ins. KSÍ hefur dregið lappirnar í mörgum stórum málum að und- anförnu sem er efni í sér pistil út af fyrir sig. Þjálfateymið hefur vissulega tekið stórar ákvarðanir sem má deila um en hvorki KSÍ né þjálfarar íslenska liðsins eru að fara að spila leikinn á morg- un. Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu hefur verið samein- ingartákn þjóðarinnar und- anfarin ár. 10% þjóðarinnar skelltu sér til Frakklands á EM 2016 og margir Íslandingar voru að heimsækja Rússland í fyrsta sinn á heimsmeistaramótinu 2018. Strákarnir hafa fært Ís- lendingum ómælda gleði á und- anförnum sex árum, svo mikla í raun, að fólk fann ekki neitt til þess að tuða yfir á samfélags- miðlum svo dögum skipti þegar mest lá við. „Eins og við vitum öll þá ger- ast óvæntir hlutir þegar við stöndum saman,“ sagði Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði ís- lenska liðsins, á blaðamanna- fundi í gær og þessi orð eiga vel við. Mætum á völlinn og styðjum strákana í dag því það á það eng- inn meira skilið. Áfram Ísland! BAKVÖRÐUR Bjarni Helgason bjarnih@mbl.is EM 2020 Víðir Sigurðsson vs@mbl.is Allir leikir eru mikilvægir en sumir jafnvel mikilvægari en aðrir. Þessi speki á við um viðureign Íslands og Albaníu sem hefst klukkan 13 á Laugardalsvellinum í dag en segja má að þetta sé gríðarlega mikilvægt uppgjör um hvort liðið ætli að koma sér í góða stöðu í baráttunni um sæti í lokakeppni Evrópumótsins í fót- bolta sem fram fer á næsta ári og verður leikið víðsvegar um Evrópu. Ísland stendur betur að vígi eftir tvær fyrstu umferðirnar, enda þótt báðar þjóðirnar séu með þrjú stig eftir einn sigur og einn ósigur, og markatala Albana sé betri. Bæði liðin unnu Andorra á útivelli, Ísland vann 2:0 og Albanía vann 3:0, en Ísland tapaði 4:0 fyrir Frakklandi á útivelli á meðan Albanar töpuðu 2:0 fyrir Tyrkjum á heimavelli. Ósigur Íslands í París var fyrir- sjáanlegur, þó 4:0 hafi verið óþarf- lega stórt tap. Útileikur við Frakka var fyrirfram sá leikur þar sem síst var að búast við stigi eða stigum í þessari undankeppni. Þar tapaðist ekkert nema hluti af stoltinu. Albanar biðu hinsvegar vondan ósigur á heimavelli gegn Tyrkjum. Fyrirfram var reiknað með að Ís- lendingar, Tyrkir og Albanar myndu slást um annað sæti riðilsins og það var því afar slæmt fyrir albanska lið- ið að byrja á því að missa af dýr- mætum heimastigum gegn keppi- nautunum frá Tyrklandi. Allt í húfi hjá Albönum Fyrir Albana er því allt undir í dag og þeir gáfu tóninn strax eftir Tyrkjaleikinn með því að reka þjálf- arann. Eftir fyrsta leik í undan- keppni! Um leið er þetta sá leikur sem getur skipt sköpum fyrir íslenska lið- ið í keppninni. Með sigri kæmi það sér í betri stöðu fyrir slaginn við Tyrkina á þriðjudagskvöldið. Tyrkir mæta Frökkum á heimavelli í kvöld, þannig að staðan gæti hæglega orðið sú að bæði þeir og íslenska liðið myndu mæta með sex stig í leikinn á þriðjudag. Tyrkir unnu Albaníu og Moldóvu í fyrstu tveimur umferðunum og eru þegar með sex stig, eins og Frakkar, svo því sé haldið til haga. Moldóva og Andorra eru án stiga og mætast í dag. Moldóva verður fimmti andstæðingur Íslands á Laugardalsvellinum í september þegar fyrri umferðinni lýkur og sú síðari hefst, en eins og kunnugt er fer öll undankeppnin fram á þessu ári og er seinni hlutinn leikinn í sept- ember, október og nóvember. Tvö efstu liðin í hverjum riðli fara á EM, tuttugu lið alls, og í mars 2020 verður síðan umspil um fjögur síð- ustu sætin, byggt á útkomu liðanna í Þjóðadeild UEFA. Þriðja sæti í riðli gefur því ekkert að þessu sinni – þar mun frammistaðan í Þjóðadeildinni verða rifjuð upp. Í því samhengi er rétt að gleyma því ekki að þó Ísland hafi tapað öllum sínum leikjum gegn Belgíu og Sviss þá gæti íslenska liðið staðið vel að vígi þar sem það lék í A-deild keppninnar og viðbúið er að flestar þeirra tólf þjóða sem þar spiluðu komist beint á EM í gegnum riðlakeppnina. En þær vangaveltur er betra að geyma til haustsins þeg- ar skýrari mynd fer að koma á þessa undankeppni. Ræður reynslan úrslitum? Við hverju megum við búast á Laugardalsvellinum í dag? Þegar tvö lið sem mega alls ekki við því að tapa eigast við er hætt við að leikurinn beri keim af því. Íslenska liðið verð- ur að mestu leyti skipað leikmönnum með mikla reynslu af undankeppni og lokakeppni EM og HM á meðan albanska liðið hefur tekið talsverðum breytingum síðan það lék á EM 2016. Gylfi, Aron Einar, Birkir Bjarna, Jóhann Berg, Ragnar og Kári verða væntanlega allir í liðinu og mynda geysisterkan kjarna með gríðarlega mikla reynslu á bakinu. Nú er þörf á því sem aldrei fyrr að þeir nýti hana eins og best verður á kosið. Leikurinn sem ræður svo miklu um framhaldið  Mikið undir hjá Íslandi og Albaníu í EM-slagnum á Laugardalsvellinum í dag AFP EM Gylfi Þór Sigurðsson og félagar voru skrefinu á eftir Frökkum í síðasta leik í undankeppninni en í dag mæta þeir Albönum á Laugardalsvellinum og þar verður heldur betur mikið í húfi fyrir bæði liðin. EM 2020 Bjarni Helgason bjarnih@mbl.is Það var afar bjart yfir Erik Hamrén, þjálfara ís- lenska karlalandsliðsins í knattspyrnu, þegar hann gekk inn á blaðamannafund íslenska liðs- ins á Laugardalsvelli í gær fyrir leikinn mik- ilvæga gegn Albaníu í undankeppni EM. Ham- rén var rólegur og yfirvegaður á fundinum og virkaði algjörlega pressulaus en gengi liðsins undir stjórn Svíans hefur ekki verið til þess að hrópa húrra yfir. Níu leikir, fimm töp, þrjú jafn- tefli og aðeins einn sigur. Samt sem áður var engan bilbug að finna á þjálfararnum sem er að stýra íslenska liðinu inn í mikilvægustu leiki liðsins frá því hann tók við landsliðinu 8. ágúst síðastliðinn. „Ég hef verið í þjálfun í þrjátíu ár og það er alltaf pressa en ég get ekki sagt að ég finni fyrir einhverri sérstakri pressu fyrir þennan leik. Ég er með fiðring í maganum og er meira spenntur að takast á við þetta verkefni,“ sagði Hamrén kokhraustur á blaðamannafundinum en það verður að viðurkennast að það er ákveðin, ut- anaðkomandi pressa, á landsliðsþjálfaranum fyrir verkefni dagsins. Íslendingar eru ekki alveg búnir að kaupa Svíann sem landsliðsþjálfara enda gengi liðsins verið undir væntingum það sem af er en allir leikmenn liðsins eru heilir heilsu og tilbúnir í leikinn. Vissulega eru stór skörð höggvin í fram- línu liðsins en þeir Kolbeinn Sigþórsson, Jón Daði Böðvarsson og Albert Guðmundsson eru klárir í slaginn en Hamrén vildi lítið gefa upp um hugsanlegt byrjunarlið sitt á fundinum. All- ir í hópnum eru sagðir leikfærir. Það er vissulega áhyggjuefni að margir fasta- menn í liðinu hafa ekki verið að spila reglulega með sínum félagsliðum en það má leiða að því líkur að Hamrén setja traust sitt á reynslu- mestu leikmenn liðsins sem hafa komið liðinu á síðustu tvö stórmót undanfarinna ára. Að sama skapi mæta leikmenn alltaf fullir af orku í verk- efni með íslenska landsliðinu og Hamrén þarf svo sannarlega að kafa djúpt til þess að kreista út töfrana hjá leikmönnum liðsins en það er líka eitt af hlutverkum þjálfarans, að ná því besta úr úr hópnum sínum. Liðið virðist eiga mikið inni eftir vonbrigðaleiki að undanförnu og það er góðs viti fyrir íslenska stuðningsmenn. Leikurinn gegn Albaníu er algjör úrslita- leikur upp á framhaldið að gera í undankeppni EM og Hamrén er meðvitaður um það. Liðið þarf á þremur stigum að halda og eftir blaða- mannafund gærdagsins er undirritaður sann- færður um að íslenska liðið muni sækja til sig- urs gegn Albaníu, enda lítið annað í boði. Sigurhefðin enn við völd Landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson sat einnig fyrir svörum á fundum og var kok- hraustur að vanda. Hann var með húmorinn í lagi á fundinum í gær sem er góðs viti en ís- lenska liðið hefur sótt til sigurs frá því að Lars Lagarbäck tók við liðinu árið 2012 og sigurhefð liðsins virðist algjörlega innstimpluð inn í fyr- irliðann. Aron á von á erfiðum leik, líkt og und- anfarin ár, þegar Ísland og Albanía hafa mæst en oftast hefur eitt mark skilið liðin að. Mikið hefur verið rætt og ritað um það að lið- ið sé að taka ákveðna niðursveiflu, að leikmenn liðsins séu komnir á aldur, og það sé ekki sama hungur í hópnum og verið hefur. Það var ekki að sjá á landsliðsfyrirliðanum að leikmenn liðs- ins væru saddir. Stemningin í hópnum er góð, líkt og hún hefur alltaf verið, og allir leikmenn liðsins gera sér grein fyrir mikilvægi verkefn- isins. Leikmenn liðsins setja mikla pressu á sjálfa sig að gera vel fyrir land og þjóð og liðið er staðráðið í að spila á þriðja stórmótinu í röð, frekar en að horfa á það heima í sjónvarpinu. Liðsheildin hefur verið stærsta vopn íslenska liðsins á undanförnum árum og þar hefur Aron Einar farið fremstur í flokki. Aron hefur æft vel að undanförnu og náð fimm æfingum í röð sem gerist sjaldan að sögn fyrirliðans. Hann mætir því til leiks í fantaformi, eitthvað sem landsliðið hefur sárlega vantað, síðan Erik Hamrén tók við. Það voru margir tilbúnir að afskrifa liðið í undankeppni EM eftir vonbrigðin í Þjóðadeild- inni síðasta haust en Aron var duglegur að stappa stálinu í blaðamenn á Laugardalsvelli í gær, líkt og hann hefur gert við liðsfélaga sína, á undanförnum árum, en Aron hefur verið fyr- irliði liðsins síðan í ágúst 2012. „Það er engin niðursveifla í gangi, við erum allir á besta aldri,“ lét fyrirliðinn hafa eftir sér og það eru orð sem hlýja manni um hjartarætur. Það virðist ekkert annað en sigur koma til greina hjá fyrirliða ís- lenska liðsins sem er að fara að spila sinn 84. landsleik í dag. Bjart yfir mönnum á þjóðarleikvanginum Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Brosmildir Erik Hamrén og Aron Einar Gunnarsson voru léttir í lundu á fundinum í gær.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.