Morgunblaðið - 08.06.2019, Page 42
42 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. JÚNÍ 2019
SÉRBLAÐ
Grillblað
• Grillmatur
• Bestu og áhugaverðustu grillin
• Áhugaverðir aukahlutirnir
• Safaríkustu steikurnar
• Áhugaverðasta meðlætið
• Svölustu drykkirnir
• Ásamt fullt af öðru
spennandi efni
fylgir Morgunblaðinu föstudaginn 14. júní
PÖNTUN AUGLÝSINGA:
Til mánudagsins 11. júní.
NÁNARI UPPLÝSINGAR GEFUR:
Jón Kristinn Jónsson
Sími 569 1180,
jonkr@mbl.is
AF MYNDLIST
Einar Falur Ingólfsson
efi@mbl.is
„Ég var fyrst um sinn undir amer-
ískum áhrifum og málaði einlit verk
og gerði klippimyndir. Ég límdi líka
auglýsingar og ýmislegt lauslegt inn
í málverkin. Ég var hrifinn af popp-
listinni, Warhol og Rauchenberg, á
þessum tíma,“ sagði Sigurður Ör-
lygsson við blaðamann Morgun-
blaðsins er þeir gengu saman um
sali Gerðarsafns þegar listamað-
urinn setti þar árið 1996 upp athygl-
isverða yfirlitssýningu. Tilefnið var
ærið, fimmtugsafmæli og aldarfjórð-
ungur síðan hann byrjaði að sýna
verk sín opinberlega, árið sem hann
útskrifaðist úr MHÍ.
Og sögumaðurinn Sigurður hélt
áfram að útskýra þróunina á ferli
sínum: „Ég hef í raun farið öfuga
leið á mínum ferli miðað við til dæm-
is impressjónísku málarana sem
byrjuðu á realískum myndum af
fólki og fjöllum og einfölduðu mynd-
mál sitt allan ferilinn. Ég gerði þetta
akkúrat öfugt. Ég fór ekki að taka
fígúruna inn í myndir mínar fyrr en
árið 1981 og núna er ég mikið að
mála andlitsmyndir, landslag og hús.
Það var fjærst mér af öllu að mála
portrett hér áður fyrr.“
Líklega finnst mörgum að á þess-
um tíma hafi Sigurður verið á há-
tindi ferils síns, þegar hann tókst á
við flennistóra og fantasíukennda
fleka sem þrívíðar höggmyndir
stóðu gjarnan út úr en þær sýndu
sumar ógurleg tól og tæki valta yfir
ósnortna náttúru. Og þarna sýndi
hann líka áhrifamiklar og persónu-
legar fjölskyldumyndir, þar sem
börn hans, eiginkona og foreldrar
komu við sögu. Og vitaskuld voru
líka myndir af tónlistarmönnum,
djassmeisturum og óperusöngv-
urum en bæði formin dáði Sigurður
og var alltaf gaman að hlýða á hann
og ræða við hann um tónlist, sem
ómaði hátt í vinnustofunni þegar lit-
ið var inn hjá honum.
Þeir blaðamaðurinn stöldruðu við
mynd sem hann málaði af Plácido
Domingo. „Nú er hann að hlusta á
mig. Ég er búinn að hlusta á hann
svo lengi,“ sagði Sigurður.
Kvöldklæðnaður og ópera
Nú er Sigurður allur, rúmlega sjö-
tugur, eftir erfiða glímu við blóð-
sjúkdóm. Og það er sjónarsviptir að
þessum ástríðufulla og kappsama
listamanni, sem var svo næmur og
ljúfur en gat líka verið hrjúfur.
Ég hafði nokkrum sinnum mynd-
að Sigurð og tekið viðtöl við hann en
við þekktumst ekkert að ráði fyrr en
hann hringdi veturinn 1993 til okkar
Ingibjargar út til New York, þar
sem við vorum í námi. Hann falaðist
eftir gistingu í nokkrar nætur, sem
var sjálfsagt, en þeir Helgi Þorgils
Friðjónsson voru á leið í móttöku á
Plaza-hótelinu þar sem átti að sýna
fána sem þeir höfðu málað vegna Ól-
ympíuleikanna. Þegar Sigurður birt-
ist var hann við skál og kátur og leið-
ur í senn, sagðist ekki hafa drukkið í
allmörg ár. Við tóku eftirminnilegir
dagar; gesturinn eins og kraftmikið
náttúruafl, hann tók yfir diskasafnið
á heimilinu – gladdist yfir að finna
nokkra með átrúnaðargoðinu Miles
Davis og óperudiska að auki; ná-
grannarnir hafa líklega hlýtt á há-
væra tónlistina með okkur þessa
daga. Og það var rætt um listina
fram og til baka, sögur sagðar og
hlegið, en myrkrið var líka til staðar,
sektarkenndin yfir að hleypa Bakk-
usi aftur í boðið.
Ég aðstoðaði við að klæða Sigurð í
smóking í fyrsta sinn sem hann fór í
slíkan klæðnað, en það var skylda á
Plaza, og mér tókst líka að kaupa
miða fyrir okkur á Fidelio eftir
Beethoven í Metropolitan-óperunni.
Var afar gaman að vera með Sigurði
í hans fyrstu ferð í óperuhús erlend-
is þar sem við dáðumst að risastór-
um flekum Chagalls í forsalnum og
þessari einu óperu Beethovens.
Kvaddur með sveiflu
List Sigurðar Örlygssonar má
skipta í nokkur tímaskeið og er at-
hyglisvert að sjá hvernig áhrif til að
mynda bandarísku expressjónist-
anna og popplistamanna lita verk
hans á áttunda áratugnum, síðar
nýja málverkið svokallað, og svo tók
aftur við ljóðrænn abstraktheimur
og smærri myndverk er leið á ævina
– og alltaf voru efnistökin persónu-
leg og mótuð af lundarfari lista-
mannsins og margbreytilegum
áhrifavöldum víða að.
Sigurður kenndi myndlist um
tíma og hef ég nokkrum sinnum hitt
fyrrverandi nemendur hans sem
hafa dásamað þá orku og natni sem
honum tókst að sameina í kennsl-
unni og hvatti nemendur óspart til
dáða. Það sama mátti sjá í heim-
sóknum á vinnustofuna til hans hér
áður, þar sem börnin þeirra Stellu
léku sér meðan Sigurður málaði
undir blæstri Miles og lék samtímis
við þau og hélt að þeim litum og
pappír. Það hefur ekki komið á
óvart að sjá þau öll gangast listinni á
hönd, tón- eða myndlist. Sá þytur er
í blóði þeirra allra.
Á fimmtudaginn var Sigurður
kvaddur af fjölda vina og ættingja
með tilhlýðilegum hætti, í kirkju en
án tilvitnana í einhvern guð, annan
en guðdómlega tónlistina sem
hljómaði. Hann kvaðst trúlaus en
sagði mér eitt kvöldið í New York
forðum að hann tryði á listina. Við
útförina var aðeins minnst á
„fimmta guðspjallamanninn“, sjálf-
an Bach, þar sem Davíð Þór Jónsson
lék aríuna úr Goldbergtilbrigðunum
og svo var djassað og það með
sveiflu yfir kistunni, eins og vera
bar. Og hún var svo borin út við It
don’t mean a thing, if it ain’t got that
swing – og Sigurður hafði heldur
betur sveiflu í lífi sínu og list – og
hans er saknað.
Morgunblaðið/Einar Falur
Fjölskyldumyndir Sigurður með börnum sínum að setja upp umfangsmikla
og eftirminnilega yfirlitssýninguna í Gerðarsafni í Kópavogi árið 1996.
Morgunblaðið/Einar Falur
Kraftmikill Sigurður í vinnustofu sini árið 1992, við einn hinna miklu fleka
sem hann málaði á þeim árum, með tækjum og ásjónum í náttúrunni.
Ástríðufullur málari sveiflunnar
„Ég hef í raun farið öfuga leið á mínum ferli,“ sagði myndlistarmaðurinn Sigurður Örlygsson þeg-
ar hann stóð á fimmtugu Hinn kröftugi listamaður, og þekkti djass- og óperugeggjari, kvaddur
Kirkjulistahátíð lýkur á mánudag og
það verður nóg um að vera nú um
helgina. Í dag kl. 17 verður aftan-
söngur og flutt kantatan Bleib bei
uns eftir J. S.
Bach. Stemmning
hvítasunnunnar
verður færð gest-
um Hallgríms-
kirkju og
Kirkjulistahátíð-
ar með þessari
undurfallegu
kantötu Bachs,
segir í tilkynn-
ingu og flytjendur
eru David Erler
kontratenór, Benedikt Kristjánsson
tenór, Oddur A. Jónsson bassi,
Schola cantorum og Alþjóðlega bar-
okksveitin í Hallgrímskirkju. Stjórn-
andi er Hörður Áskelsson.
Kl. 21 verður leikin tónlist eftir
raftónskáld með nýjum hljómi þar
sem midi-tölvubúnaður Klais orgels-
ins er nýttur og verk tónskáldanna
verða leikin af tölvum. Umsjón-
armaður er Guðmundur Vignir
Karlsson og tónskáld sem eiga verk á
tónleikunum eru Ingi Garðar Er-
lendsson, Gunnar Andreas Krist-
insson, Ragnhildur Gísladóttir,
Sveinn Ingi Reynisson, Guðmundur
Vignir Karlsson, Hlynur Aðils Vilm-
arsson og Halldór Eldjárn. Aðgang-
ur er ókeypis.
Á morgun hefst dagskrá kl. 11 með
hátíðarguðsþjónustu og flutt verður
O ewiges Feuer eftir J.S. Bach. Um
flutning sjá Mótettukór Hallgríms-
kirkju, Alþjóðlega barokksveitin með
barokktrompetum og pákum, David
Erler kontratenór, Benedikt Krist-
jánsson tenór og Oddur A. Jónsson
bassi. Stjórnandi er Hörður Áskels-
son og Björn Steinar Sólbergsson
leikur á orgel. Kl. 20 verða haldnir
hátíðartónleikar með Alþjóðlegu bar-
okksveitinni í Hallgrímskirkju og
flutt hátíðartónlist fyrir óbó, tromp-
eta, pákur og strengi, m.a. hin heims-
þekkta hljómsveitarsvíta í h-moll eft-
ir J.S. Bach. Einleikari er Georgia
Brown, flautuleikari frá Ástralíu og
konsertmeistari er Tuomo Suni.
Á mánudaginn, 10. júní, verður há-
tíðarmessa á annan í hvítasunnu og
flutt hátíðartónlist. Graduale Nobili
syngur undir stjórn Þorvaldar Arnar
Davíðssonar. Kl. 15 verður boðið upp
á tónleikaspjall í Ásmundarsal, rætt
við tónskáldið Sigurð Sævarsson um
nýja verkið hans, Veni sancte spiri-
tus sem hann samdi fyrir Kirkjulista-
hátíð.
Kl. 17 hefjast svo lokatónleikar
Kirkjulistahátíðar, „Eilífðareldur,
uppspretta ástar“ þar sem fluttar
verða þrjár hvítasunnukantötur eftir
J. S. Bach og Veni sancte spiritus, ný
hvítasunnukantata eftir Sigurð Sæv-
arsson verður frumflutt. Flytjendur
eru Herdís Anna Jónasdóttir sópran,
Hildigunnur Einarsdóttir alt, David
Erler kontratenór, Benedikt Krist-
jánsson tenór og Oddur A. Jónsson
bassi, Schola cantorum, Mótettukór
Hallgrímskirkju og Alþjóðlega bar-
okksveitin í Hallgrímskirkju. Stjórn-
andi er Hörður Áskelsson.
Hátíðlegir lokadagar
Hörður
Áskelsson