Morgunblaðið - 08.06.2019, Qupperneq 43

Morgunblaðið - 08.06.2019, Qupperneq 43
MENNING 43 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. JÚNÍ 2019 H a u ku r 0 1 .1 6 Viðskiptatækifæri á www.kontakt.is • Rótgróin heildsala með sérhæfðar vörur fyrir byggingariðnað. Velta 100mkr. Góður hagnaður. • Trésmiðja með 40 ára rekstrarsögu sem sérhæfir sig í innréttinga- smíði fyrir heimili, fyrirtæki og stofnanir. Fyrirtækið er vel tækjum búið og í eigin húsnæði. Velta 130 mkr. • Fyrirtæki sem framleiðir ákveðnar tegundir einfaldra matvæla fyrir aðra aðila á markaði. Töluverð sjálfvirkni þannig að kostnaði er mjög stillt í hóf. Velta 100 mkr. og afkoman sérlega góð. • Lítið ferðaþjónustufyrirtæki í góðum vexti sem býður fjölbreyttar ferðir á Suðurlandi. Eigið húsnæði og góður búnaður. Velta 50mkr. Góður vöxtur. • Heildverslun sem flytur inn ýmsan tæknibúnað til hitunar, kælingar og loftræstingar. Velta yfir 200 mkr. og góð afkoma. • Lítil heildverslun með sterkan fókus í árstíðabundinni vöru. Tilvalinn rekstur fyrir einstaklinga eða sem viðbót við aðra heildsölu. Stöðug rekstrarsaga. Velta 45 mkr. • Þjónustufyrirtæki á mjög sérhæfðu sviði sem hefur eftirlit með hreinlæti á vinnustöðum, gerir tillögur að kerfum og sér um úttektir. Velta 100 mkr. og góð afkoma. • Hádegisverðarþjónusta þar sem bæði er sent í fyrirtæki og neytt á staðnum í hádeginu. Tilvalið fyrir samhenta fjölskyldu og kokka. Velta 100 mkr. Töluverðir möguleikar fyrir duglega aðila að auka veltuna. • Gott fyrirtæki með áratuga sögu sem sérhæfir sig í vélaviðgerðum og sölu varahluta sem það flytur sjálft inn. Velta nokkuð stöðug undanfarin ár og jákvæð afkoma. Guðni Halldórsson lögfræðingur, gudni@kontakt.is Þórarinn Arnar Sævarsson fasteignaráðgjafi, thorarinn@kontakt.is Gunnar Svavarsson viðskiptafræðingur, gunnar@kontakt.is Brynhildur Bergþórsdóttir rekstrarhagfræðingur, brynhildur@kontakt.is Sigurður A. Þóroddsson hæstaréttarlögmaður, sigurdur@kontakt.is Ragnheiður Birgisdóttir ragnheidurb@mbl.is „Okkur fannst gaman að gera eitt- hvað vegna þess hvað þessi plata var mikilvæg fyrir okkur,“ segir Kjartan Sveinsson, meðlimur Sigur Rósar til margra ára en hljómsveitin mun halda upp á 20 ára afmæli plötu sinn- ar Ágætis byrjun með hlustunar- partíi í Gamla bíói næsta miðviku- dag, 12. júní. Viðburðurinn er haldinn nákvæmlega 20 árum eftir að hljómsveitin stóð á sama sviði á útgáfutónleikum Ágætis byrjunar og ætlar hún að halda upp á afmælið með því að spila endurhljóðblandaða upptöku frá útgáfutónleikunum. Húsið opnar kl. 20 og upptakan verður spiluð frá kl. 21. Frítt er inn á afmælisviðburðinn en gestir þurfa að skrá sig á vefsíðu Sigur Rósar á slóðinni sigurros.com/ab20/june12/. Auk þess verður uppákoma hjá Smekkleysu plötubúð kl. 15 sama dag, götupartí þar sem prufuupp- tökur og annað sjaldgæft efni af Ágætis byrjun verður leikið. Í kjöl- farið verða svo haldnar pallborðs- umræður með hljómsveitinni í Mengi kl. 16 og 17. „Við vorum ungir menn“ „Þetta konsept „ágætis byrjun“ átti eiginlega við fyrstu plötuna, Von. Hún var alveg fín, ágætis byrj- un, en nú vildum við gera eitthvað meira og betra,“ segir Kjartan. Hann rifjar upp ferlið við vinnslu plötunnar: „Upptökuferlið gekk mjög vel. Við tókum upp alla grunn- ana á tveimur helgum, fjórum dög- um, sem þótti nú ekki mikið þá. Svo gáfum við okkur mjög góðan tíma í alla eftirvinnslu. Við mixuðum plöt- una til dæmis tvisvar,“ segir hann og heldur áfram: „Við vorum að mixa mikið á nóttunni, þá fengum við ódýrari stúdíótíma. Á þessum tíma varð maður að vinna miklu meira í stúdíói en fólk er að gera í dag. Núna getur fólk gert margt í svefnher- berginu hjá sér í fartölvunni. Þetta eru svolítið breyttir tímar“. Kjartan játar því að þeir félag- arnir í Sigur Rós hafi verið fullir af eldmóði á þessum tíma. „Við vorum náttúrulega ungir menn og það var rosalega mikil orka. Við vorum allir í dagvinnu en svo þegar við vorum að klára plötuna vorum við eiginlega allir hættir að vinna. Við helguðum okkur þessu alveg.“ „Það var rosaleg orka og vissa í okkur. Við vorum eiginlega alveg ógeðslega hrokafullir,“ segir Kjart- an og hlær. „Við vorum ákveðnir, ekkert endilega í að sigra heiminn en við vissum samt á ákveðnum tímapunkti í ferlinu að þessi plata væri eitthvað sem færi aðeins víðar en upp í Efstaleiti og á X-ið. Þannig að það var mikill spenningur í okkur. Við hugsuðum: „Nú fer eitthvað að gerast.“ Okkur fannst það nátt- úrulega alveg sjálfsagt. Maður var svolítið með þannig viðhorf. En það er kannski líka bara lykillinn að vel- gengni að vera svolítið „kreisí“.“ „Þetta var rosa ævintýri“ „Við gerðum hlutina náttúrulega bara á okkar forsendum. Okkur fannst þessi tónlistarbransi svolítið fáránlegur og við ætluðum að breyta því og gera hlutina bara eins og við vildum gera þá. Þetta var voða gam- an. Það var svo mikil orka á bakvið þetta allt saman. Við vorum líka bara rosa duglegir. Platan var tekin upp á SSL mixer. Ég held að við höfum verið fyrstir til að taka upp á þennan mixer sem kom í Sýrland. Það hafði aldrei verið svona græja á Íslandi. Það hafði allt- af verið þessi séríslenski tónn í öllu hér sem var ekkert voðalega spenn- andi. Þarna fengum við tækifæri til að gera þetta af alvöru. Þetta var rosa ævintýri. Við vorum ekkert hræddir við kostnað, platan var rosa dýr á sínum tíma en það var svo mik- il vissa. Smekkleysa bakkaði okkur líka upp. Þegar ég lít til baka þá held ég að við höfum verið mjög heppn- ir,“ segir Kjartan. Gefa út afmælisútgáfu Af tilefni stórafmælisins gefur Sigur Rós út afmælisútgáfu plöt- unnar. Það er kassi sem inniheldur sjö breiðskífur á vínil og þar á meðal er að finna sjaldgæft efni og áður óútgefin lög og prufuupptökur. Þá mun einnig fylgja vegleg innbundin bók með ljósmyndum, textum og fleira efni sem aðdáendur sveitar- innar og aðrir gætu haft áhuga á. Auk þessa stóra vínilsafns verður gefinn út fjögurra geisladiska pakki. Á fyrsta diskinum verður sjaldgæft efni, á tveimur upptaka af útgáfu- tónleikum hljómsveitarinnar árið 1999 sem spiluð verður á afmælis- viðburðinum og á þeim þriðja verður svo platan sjálf, Ágætis byrjun. „Það var rosaleg orka og vissa í okkur“  Sigur Rós heldur upp á 20 ára afmæli Ágætis byrjunar  „Lykillinn að velgengni að vera svolítið „kreisí“ Morgunblaðið/Kristinn Samvinna Meðlimir Sigur Rósar og vinir þeirra að brjóta saman og líma plötuumslög Ágætis byrjunar árið 1999. Draumkennt Umslag plötunnar Ágætis byrjun sem orðin er tvítug. Ljósmynd/Björg Sveinsdóttir Tónleikar Sigur Rós á Gauknum árið 1999, árið sem Ágætis byrjun kom út. Blóðdropinn 2018, verðlaun Hins ís- lenska glæpafélags fyrir bestu glæpasögu ársins 2018, verður af- hentur fimmtudaginn 20. júní og hefur dómnefnd nú valið þá sem hún taldi besta. 13 bækur komu til greina, allar útgefnar íslenskar glæpasögur ársins 2018 og hefur hödundinum sem varð fyrir valinu verið tilkynnt um verðlaunin. Bækurnar sem komu til greina eru (höfundur og titill) Arnaldur Indriðason - Stúlkan hjá brúnni, Ár- mann Jakobsson - Útlagamorðin, Eva Björg Ægisdóttir - Marrið í stiganum, Guðmundur Brynjólfs- son - Eitraða barnið, Guðrún Guð- laugsdóttir - Erfðaskráin, Jónína Leósdóttir - Óvel- komni maðurinn, Lilja Sigurð- ardóttir - Svik, Óskar Guð- mundsson - Blóð- engill, Ragnar Jónasson - Þorp- ið, Stefán Máni - Krýsuvík, Stefán Sturla Sigur- jónsson - Fléttu- bönd, Yrsa Sigurðardóttir - Brúðan og Kári Valtýsson - Hefnd. Dómnefndina skipuðu Vera Knútsdóttir formaður, Páll Krist- inn Pálsson og Kristján Atli Ragn- arsson. 13 bækur tilnefndar til Blóðdropans Lilja Sigurðardóttir Bára Grímsdóttir og Chris Foster koma fram í tón- leikaröð í Hallgrímskirkju í Saurbæ á Hvalfjarðar- strönd á morgun kl. 17 og flytja þjóðlög frá Íslandi og Englandi. Tónleikaröðin er til styrktar kirkjunni og mun allur ágóði af miðasölu verða notaður til við- halds á henni og uppbyggingar á staðnum. Bára og Chris hófu samstarf sitt árið 2001 og hafa þau keppst við að blása lífi í íslenska þjóðlagatónlist sem hefur leynst í gömlum upptökum og lítt þekkt- um bókum og handritum, auk þess sem þau hafa bætt við nýjum lögum í þjóðlegum stíl. Þjóðlög frá Íslandi og Englandi Bára Grímdóttir og Chris Foster

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.