Morgunblaðið - 08.06.2019, Blaðsíða 44
44 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. JÚNÍ 2019
ENGINN
ÐBÆTTUR SYKUR
ENGIN
ROTVARNAREFNI
85%
TÓMATPÚRRA
VI
Hugsað um Hatara
ast ekki með. Ég stóð við mitt, en
fréttir af tilburðum Hatara bárust í
augu mín og eyru engu að síður og
ég er núna sannfærður um að þátt-
taka sveitarinnar í keppninni gerði
meira gott en ekki. RÚV var búið að
taka ákvörðunina, eða eins og Hat-
ari sagði við Stundina í aðdragand-
anum: „En fyrst Ísland tekur þátt,
þá er mikilvægt að sá sem fer fram
fyrir hönd þjóðarinnar nýti dag-
skrárvald sitt til hins ítrasta, gagn-
rýni framgöngu Ísraelsríkis og
bendi á fáránleikann sem felst í því
að syngja, sprella og dansa á sama
tíma og milljónir lifa innikróaðar og
kúgaðar í næsta nágrenni.“ Og svo
það komi fram, ég dæmi ekki
ákvörðun RÚV né þeirra sem fylgd-
ust með af ákefð. Ég er í engri stöðu
til þess og finnst hrósvert hvernig
yfirmenn þar brugðust við tiltækj-
um Hatara þarna undir restina. Út-
spil RÚV í þeirri umræðu voru svöl.
Frá upphafi var ég hrifinn af
Trójuheststækninni sem Hatari ýj-
aði að. Og sveitin fór með það alla
leið. Ég er því líka afskaplega ósam-
mála að Hatari hafi farið í þetta
ferðalag sitt til að fæða eigið egó, sé
að gera Palestínu grikk fyrst og síð-
ast og sé óupplýstir „hvítir bjarg-
vættir“. Staðan niður frá er hörmu-
leg. En það er hægt að hjálpa til
með ýmsum hætti. Tilraunum til vit-
undarvakningar um ástandið – eins
og Hatari hefur reynt sig við und-
anfarnar vikur – verður nefnilega
aldrei hægt að miðstýra af Palest-
ínumönnum og þeim sem láta sig
mál þeirra varða. Það er einfald-
lega ekki hægt. Nýlegt myndband
sveitarinnar er síðan stórkostleg
birtingarmynd á því hvernig með-
limir sögðust ætla að nýta sér dag-
skrárvaldið til góðra verka. Það má
hártogast um áhrifin sem Hatari
hefur haft út í hið óendanlega.
Skiptir þetta miklu, litlu eða ein-
hverju yfir höfuð? En enginn skyldi
efast um að þessir drengir hafi góð
og göfug hjörtu. Þetta er þeirra
framlag til baráttunnar, og það er
sannferðugt og heiðarlegt. Hatari
tók afstöðu, stóð vaktina og sýndi
áræði, dug og þor.
» Fræðimennskustarf mitt við háskólana snýstmikið til um að sýna fram á að dægurtónlist,
veri það grjóthart rokk eða fislétt popp; skipti máli,
búi yfir gildi og hafi áhrif. Segja má að Hatari hafi
fært mér öll þau rök sem að því hníga á leður-
klæddu silfurfati með þátttöku sinni í Eurovision.
Hljómsveitin Hatari
hefur þyrlað upp pæl-
ingum um erindi list-
arinnar, breytingar-
mátt tónlistarinnar og
hvenær hlutir eru við
hæfi – og alls ekki.
TÓNLIST
Arnar Eggert Thoroddsen
arnareggert@arnareggert.is
Ég valdi að fylgjast ekki meðSöngvakeppni evrópskrasjónvarpsstöðva þetta árið
vegna pólitískrar sannfæringar,
auk þess sem ég sagði mig frá allri
rýni og pælingum um keppnina, en
undanfarin ár hef ég skrifað
poppfræðilega texta um flestallt
sem viðkemur keppninni og haft
gaman af. Ástæðan var að sjálf-
sögðu aðkoma Ísrael að keppninni
og hvernig landið nýtti hana með-
vitað í menningarlegan hvítþvott.
Allt tal um að söngvakeppninni ætti
að halda utan við pólitík, sem er
göfugt markmið, var gert að hjómi
af gestgjöfunum sjálfum. Ég fann
það þess vegna ekki í mér að vera
að leggja eitthvað til, þó að mín lóð
séu afskaplega léttvæg í stóra sam-
henginu. Ég fann samt líka að ég
hreinlega kveið því að horfa á þessi
stuttu brot á milli laga sem lönd
nýta venjulega til að sýna hversu
stórkostlegt allt sé hjá þeim. Það
var einfaldlega ekki hægt að líta
framhjá tvíræðninni í þessu.
Fræðimennskustarf mitt við
háskólana snýst mikið til um að
sýna fram á að dægurtónlist, veri
það grjóthart rokk eða fislétt popp;
skipti máli, búi yfir gildi og hafi
áhrif. Segja má að Hatari hafi fært
mér öll þau rök sem að því hníga á
leðurklæddu silfurfati með þátttöku
sinni í Eurovision.
Eftir að ljóst var að Hatari færi
út var eiginlega ekki hægt að fylgj-
Áhrif Hataramenn, Matthías Tryggvi og
Klemens, með palestínska rapparanum
Bashar Murad í nýjasta myndbandi Hatara.
Strengjasveitin Íslenskir strengir heldur tónleika í Hvoli
á Hvolsvelli í dag kl. 17. Flutt verður nýtt strengjaverk
eftir Unni Malín Sigurðardóttur, söngkonu og tónlskáld,
sem ber titilinn Glerhvolf og Einar Bjartur Egilsson pí-
anóleikari flytur kafla úr hljómborðskonsert eftir J.S.
Bach með hópnum og einnig verður flutt La Folia eftir
Francesco Geminiani o.fl. Konsertmeistarar eru Chris-
sie Guðmundsdóttir og Gróa Margrét Valdimarsdóttir
og hljómsveitarstjóri Ólöf Sigursveinsdóttir. Tónleik-
arnir eru haldnir í samstarfi við námskeið sem kallast
Fiðlufjör. Ólöf Sigursveinsdóttir, hljómsveitarstjóri og
sellóleikari, stofnaði Íslenska strengi árið 2017 og hefur
hópurinn það að markmiði að vera atkvæðamikill kammerhópur sem hvet-
ur kventónskáld til leiks.
Íslenskir strengir leika á Hvolsvelli
Unnur Malín
Sigurðardóttir
Bandaríski tón-
listarmaðurinn
Dr. John, réttu
nafni Mac Reb-
ennack, lést í
fyrradag, 77 ára
að aldri, af völd-
um hjartaáfalls.
Hann öðlaðist
frægð og vin-
sældir með bræð-
ingi sínum á
djass- og blústónlist þeldökkra úr
heimaborg hans New Orleans,
poppi, rokki og búgívúgí. Dr. John
söng og lék á píanó og vakti fyrst
athygli fyrir frumraun sína, plöt-
una Gris-Gris frá árinu 1968, hlaut
fjölda Grammy-verðlauna og var
meðlimur í Frægðarhöll rokksins.
Dr. John látinn,
77 ára að aldri
Dr. John/
Mac Rebennack
Tónlistarhóp-
urinn Cauda Col-
lective heldur
tónleikana Óður
til hafsins á
morgun kl. 20 í
Hafnarborg. Á
þeim verður flutt
tónlist samin til
heiðurs hafinu á
einn eða annan
hátt, píanótríóið
„Between tides“ eftir Toru Take-
mitsu, „Sea Pictures“ eftir Edward
Elgar og spunaverkið „Sjávarföll“.
Cauda Collective leitar skapandi
leiða til að miðla tónlist og brjóta
upp hefðbundna tónleikaformið.
Frekari upplýsingar má finna á fa-
cebooksíðu hópsins.
Óður til hafsins
í Hafnarborg
Tónskáldið
Edward Elgar