Morgunblaðið - 25.06.2019, Blaðsíða 18
18 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. JÚNÍ 2019
✝ Arna Sveins-dóttir fæddist í
Reykjavík 2. febr-
úar 1982. Hún lést á
líknardeild Land-
spítalans 15. júní
2019.
Móðir hennar er
Erna Valsdóttir
fasteignasali, f. 21.
maí 1954, en systur
Ernu eru Stefanía
Rósa Sigurjóns-
dóttir, f. 1940, d. 2019, Sigrún
Valsdóttir, f. 1945, og Björk
Valsdóttir, f. 1948. Faðir Örnu
er Sveinn Skúlason lögmaður, f.
16.7. 1951, en systur hans eru
Sigurdís Skúladóttir, f. 1932, d.
2014, og Sigríður Ágústa Skúla-
dóttir, f. 1955. Arna ólst upp í
foreldrahúsum í Reykjavík
ásamt tveimur bræðrum sínum:
námi hjá Suzuki-tónlistarskól-
anum. Eftir skyldunám fór hún í
starfsnám í Iðnskólanum í
Reykjavík og síðan í diplóma-
nám sem aðstoðarmaður kenn-
ara í menntavísindadeild Há-
skóla Íslands. Arna átti alla tíð
við mikil veikindi að stríða, hún
sótti starfsþjálfun hjá Örva og
Specialisterne á Íslandi, þar sem
hún undi hag sínum vel, einnig
sótti hún ýmis námskeið m.a. í
myndlist og reiðmennsku. Um
tíma gaf Arna út tímaritið
Reykjavík News sem hún dreifði
með tölvupósti til áhugasamra.
Arna var einstakur áhugamaður
um dýr, m.a. voru hestar þar í
stóru hlutverki, en henni þótti
afar vænt um öll dýr og bjó m.a.
með tveim dísarpáfagaukum,
svo og hafði hún mikið yndi af
hundum fjölskyldunnar, Lísu,
Leó, Lukku, Skugga og Spaða.
Útför Örnu fer fram frá Há-
teigskirkju í dag, 25. júní 2019,
klukkan 15.
1) Skúla lögmanni,
f. 21. janúar 1974,
maki Sigríður
Hrund Guðmunds-
dóttir, börn Skúla
eru Dagbjört og
Sveinn Valur, börn
Sigríðar og stjúp-
börn Skúla eru Na-
talía og Alexander.
2) Brynjar Sveins-
son, stjórnmála-
fræðinemi við HÍ, f.
22. janúar 1990.
Arna hóf sína skólagöngu í
æfingadeild Kennaraskólans
(Háteigsskóla), fór síðan í sér-
deild í Breiðagerðisskóla og
Réttarholtsskóla.
Arna var í tónlistarnámi frá
sjö ára aldri hjá Helgu Björk
Magnúsd. Grétudóttur, lærði á
píanó, og í hljómborðs- og söng-
Kveðja frá foreldrum
Mér finnst ég varla heill né hálfur
maður
og heldur ósjálfbjarga, því er verr.
Ef værir þú hjá mér vildi ég glaður
verða betri en ég er.
Eitt sinn verða allir menn að deyja.
Eftir bjartan daginn kemur nótt.
Ég harma það en samt ég verð að
segja,
að sumarið líður allt of fljótt.
Við gætum sungið, gengið um,
gleymt okkur með blómunum.
Er rökkvar ráðið stjörnumál.
Gengið saman hönd í hönd,
hæglát farið niður á strönd.
Fundið stað, sameinað beggja sál.
Horfið er nú sumarið og sólin,
í sálu minni hefur gríma völd.
Í æsku léttu ís og myrkur jólin;
nú einn ég sit um vetrarkvöld.
Eitt sinn verða allir menn að deyja.
Eftir bjartan daginn kemur nótt.
Ég harma það en samt ég verð að
segja,
að sumarið líður allt of fljótt.
Ég gái út um gluggann minn
hvort gangir þú um hliðið inn.
Mér alltaf sýnist ég sjái þig.
Ég rýni út um rifurnar.
Ég reyndar sé þig alls staðar.
Þá napurt er, það næðir hér
og nístir mig.
(Vilhjálmur Vilhjálmsson)
Elsku Arna frænka, ég trúi
ekki að þú sért farin svona ung.
En ég veit þér líður betur núna
fljúgandi frjáls yfir hæstu tinda.
Þegar ég spurði þig í veikind-
unum hvernig þú hefðir það
svaraðir þú alltaf að þú hefðir
það bara gott. Það var aldrei
neitt að plaga þig. Þvílíkur
styrkur sem bjó innra með þér.
Ég man tíma okkar þegar við
vorum litlar stelpur og lékum
okkur saman. Við hittumst oft
hjá ömmu Dídí og vorum þar í
feluleik og amma var þá draug-
ur sem var að leita að okkur.
Okkur fannst þetta svo spenn-
andi og skemmtum okkur kon-
unglega. Þegar við lékum okkur
saman með Guðrúnu frænku
vorum við oft að útbúa grín-
þætti sem hétu Júmbókassinn.
Þetta er eitthvað sem við rifj-
uðum reglulega upp og höfðum
gaman af að ræða.
Þú varst svo fjölskyldurækin.
Þú spurðir alltaf frétta af allri
fjölskyldunni og varst alltaf
fyrst til að hringja ef þú vissir
að einhver væri lasinn til að
spyrja hvernig viðkomandi
hefði það. Þú mundir eftir öllum
afmælum í fjölskyldunni og
hringdir alltaf til að óska manni
til hamingju.
Arna mín, það var yndislegt
að kynnast þér og vera frænka
þín og ég mun ávallt minnast
styrks þíns, jákvæðni og hjarta-
hlýju.
Svava Jóhanna.
„Hæ, þetta er Arna frænka.“
Arna er í símanum og vill
spjalla, athuga hvernig við höf-
um það, ræða um eitthvað sem
hún hafði lesið eða heyrt, eða
bara um einhverja hugdettu. Og
hún hringdi líka alltaf á afmæl-
isdögum okkar til að óska okkur
til hamingju með daginn. Hún
mundi afmælisdaga okkar allra.
Stundum heimsótti hún Ara á
skrifstofuna í Þverholti, oft
vopnuð skýringarmyndum til að
útskýra margbrotnar hugmynd-
ir sínar. Hugmyndaauðgi henn-
ar voru lítil takmörk sett. Ekk-
ert var ómögulegt.
Arna gat verið þver og
ákveðin, en það þekkja þau
kannski betur sem stóðu henni
næst. En í minningu okkar var
hún hugljúf, glettin og
skemmtileg, bráðfyndin þegar
hún var í stuði. Hún var uppá-
tækjasöm með eindæmum og
rifjast þá upp þegar hún og
frændsystkini hennar skemmtu
okkur í fjölskylduboðum með
Júmbókassanum. Þá var Arna í
essinu sínu, framleiðandi, leik-
stjóri og aðalleikari. Arna
stjarna. En fyrst og síðast er
okkur minnisstætt hvað hún var
alltaf jákvæð, hlý, einlæg og
umhyggjusöm. Þannig sagði
hún iðulega þegar einhver í fjöl-
skyldunni náði einhverjum
áfanga í lífinu, hvort sem það
var í vinnu, fjölskyldulífi eða
námi: „Ég er svo stolt af hon-
um/henni.“ Þannig varð hún
þátttakandi í áfangasigrum
okkar hinna, áföngum sem voru
henni hugleiknir, en þó samt
svo fjarri. Eftir að hún veiktist
kvartaði hún aldrei, sagði iðu-
lega að sér liði vel og þetta væri
allt að lagast. Við söknum henn-
ar sárt. Hún var fallegur sól-
argeisli sem lýsti upp tilveruna.
Arna var ekki frænka okkar
allra, en henni var slétt sama. Í
hennar huga var hún frænka
okkar allra. Við sjáum hana fyr-
ir okkur þar sem hún bankar
upp á í himnaríki og almættið
kemur til dyra. „Hæ, ég er Arna
frænka,“ segir hún kankvíslega
og svo sest hún niður með al-
mættinu og ræðir það sem bet-
ur mætti fara í himnaríki, að
hennar mati. Og almættið fer
kannski að velta því fyrir sér,
hvernig hægt var að leggja slík-
ar raunir á svona góða mann-
eskju og fjölskyldu hennar.
Án þín,
ég sé ei lengur sólarljósið bjarta,
sinni fegurð skarta.
Án þín,
ég gleðst ei þó að vorið skrýði skóg
og mó.
Það anga engin blóm
og engin stjarna skín
og allt er auðn og tóm
án þín.
(Jónas Árnason)
Minning þín lifir.
Ari Kristján og
Sigríður Ágústa.
Elsku frænka, ég er enn að
meðtaka að þú sért ekki hér. En
þrátt fyrir að hafa farið allt of
fljótt skilurðu eftir þig ótal fal-
legar og skemmtilegar minning-
ar.
Þegar við vorum litlar ósk-
uðum við þess að við værum tví-
burar. Þá fengjum við að vera
eins klæddar og ég man sér-
staklega eftir fjólubláu apask-
innsgöllunum sem við áttum.
Þegar ég var að koma í heim-
sókn til þín fannst mér leiðin að
Flókagötu alveg endalaus, mér
fannst mamma keyra óþarflega
hægt og vera alltof lengi að
leggja bílnum. Svo mikið hlakk-
aði ég til að vera með þér.
Ég man þegar við sáldruðum
þvottaefni út um allt niðri í
þvottahúsi hjá afa, foreldrum
okkar til lítillar skemmtunar.
En „hey“, við vorum bara að
búa til snjó! Síðan dönsuðum við
og sungum í þvottaduftinu.
Við höfðum sko gaman af því
að prakkarast.
Ég man þegar við stálum
Bleika Pardus-spólunni í litlu
sjoppunni. Síðan valhoppuðum
við áleiðis til þín en á leiðinni
inn um hliðið mættum við Guð-
mundi bróður sem ætlaði að
segja frá.
Við fórum því til baka og skil-
uðum spólunni, sögðum af-
greiðslumanninum að við hefð-
um fundið hana úti á götu og
fengum sælgæti í staðinn.
Okkur frænkunum fannst svo
gaman að hittast í fjölskyldu-
boðum, dansa og leika fyrir full-
orðna fólkið. Ég man þegar við
þóttumst vera kisur og löptum
sprite úr skál.
Við vorum svo hugmyndarík-
ar en ég held að ég hafi ekki
komist með tærnar þar sem þú
hafðir hælana. Þú hafðir alltaf
gott ímyndunarafl og frá mörgu
að segja.
Svo varstu líka stálminnug.
Elsku Arna, hver á eftir að
muna alla afmælisdagana og
annað í fjölskyldunni? Hver
hringir í mig til að segja mér að
amma hefði átt afmæli þann
daginn eða að langafi hefði dáið
hinn daginn? Fæ ég þá aldrei
aftur símtal frá þér á afmæl-
isdaginn minn? Þú varst svo
fjölskyldurækin og vildir að
öðrum liði vel. Þegar ég var
ófrísk þá varstu alltaf að athuga
hvernig ég hefði það og segja
mér hve mikið þú hlakkaðir til
að hitta börnin mín. Því miður
náðirðu ekki að hitta Hugin en
ég veit að þú vakir yfir okkur og
fylgist með, eins og þér einni
var lagið.
Alltaf hugsaðir þú til annarra
full af kærleika. Þú lést mig
reglulega vita að ég gæti leitað
til þín ef eitthvað amaði að. Þá
sagðirðu að Arna stjarna væri
til staðar fyrir sitt fólk. Og þú
varst það! Alltaf. Meira að segja
í veikindum þínum var þér annt
um að frænku þinni liði vel. Ég
hef aldrei hitt manneskju eins
sterka og jákvæða og þig. Þegar
við töluðum saman á meðan þú
varst veik og þú lýstir fyrir mér
ótal líkamlegum verkjum, þá
gastu samt sagt að þér liði bara
mjög vel andlega.
Það var hægt að læra svo
margt af þér: Að lifa í kærleika,
horfa jákvæðum augum á hlut-
ina, koma vel fram við alla og
sýna umhverfinu virðingu.
Elsku Arna mín, lífið verður
aldrei eins án þín. Ég sakna þín
óendanlega mikið og minning-
arnar mun ég geyma í hjarta
mínu um ókomna tíð. Nú svífur
þú meðal drauma þinna og
stjarnanna. Megi Guð geyma
þig og gefa fjölskyldu þinni
styrk. Elsku frænka, hvíldu í
friði.
Þín
Guðrún Sigríður.
Arna hafði ekki forskot í líf-
inu. Frá fæðingu þurfti hún að
takast á við erfiðleika sem þó
veittu henni óhefðbundna sýn á
lífið og tilveruna og þannig sá
hún hlutina oft í öðru og
hreinna ljósi en flestum er gef-
ið.
Örnu kynntist ég sem systur
vinar og skólabróður úr há-
skólanámi. Okkur varð fljótt vel
til vina og í hvert sinn sem við
hittumst fræddi Arna mig um
þau mál sem hún hafði mestan
áhuga á og hafði kynnt sér af
einstakri atorku.
Arna hafði mikinn áhuga á
starfi hinna ýmsu stofnana sam-
félagsins og því hvað betur
mætti fara í verkefnum þeirra
og þjóðfélaginu almennt. Tillög-
ur hennar í þeim efnum voru
ávallt vel ígrundaðar og oft fólu
þær í sér sýn sem var í senn
rökrétt og skynsamleg þótt hún
hefði ekki blasað við öðrum.
Hún setti sig í samband við
ýmsa áhrifamenn í þjóðfélaginu
sem héldu utan um starfsemi í
almannaþágu og lét engan segja
sér að ekki væri tími til að ræða
málin eða að ekki væri hægt að
gera hlutina öðruvísi og betur.
Eitt af því sem Arna hafði
mikinn áhuga á og setti sig vel
inn í voru löggæslumál. Hún
komst í kynni við yfirmenn í
lögreglunni og ræddi við þá um
starfshætti lögreglu víða um
lönd og hvað best hefði reynst í
þeim efnum. Á því sviði eins og
öðrum lagði hún mikla áherslu á
að hugað yrði að þeim sem veik-
ast stæðu og að fólki gæfist
tækifæri til að nýta styrkleika
sína fremur en að vera látið
gjalda fyrir veikleikana.
Oft ræddum við um Banda-
ríkin en Arna var einstaklega
áhugasöm um það land, menn-
ingu þess og sögu og atburði líð-
andi stundar. Sjálfur hafði ég
búið í Bandaríkjunum og deildi
áhuga hennar á landinu. Mér
þótti alltaf merkilegt hversu vel
Arna þekkti hin ýmsu einkenni
bandarísku þjóðarinnar. Hluti
sem maður hefði ekki talið að
fólk væri meðvitað um án þess
að hafa kynnst því samfélagi af
eigin raun.
Arna hafði sérstakan áhuga á
menningu frumbyggja í Amer-
íku og stöðu þeirra og þekkti þá
sögu mun betur en ég. Hún átti
sér þann draum að flytja til
Bandaríkjanna og búa með indí-
ánum á lendum þeirra í mið-
vesturríkjunum.
En Arna kunni líka vel við sig
í íslenskri sveit. Nokkrum sinn-
um fékk ég að dvelja með Örnu
og fjölskyldu hennar í sveitinni
á Fellsströnd.
Þar var Arna eins og prins-
essa í ríki sínu og fylgdist vel
með því að allt væri eins og það
ætti að vera. Það voru einstak-
lega góðar stundir.
Mér brá mjög við að heyra að
Arna væri fallin frá eftir við-
ureign við illvígan sjúkdóm. Þá
var allt of langt um liðið frá því
ég hitti hana síðast.
Arna kenndi þeim sem
kynntust henni margt. Hún
hafði marga kosti umfram flest
fólk sem þó þarf ekki að fást við
þær hindranir sem hún stóð
frammi fyrir en lét aldrei stöðva
sig.
Fjölskylda Örnu reyndist
henni alla tíð einstaklega vel.
Því góða fólki sendi ég innilegar
samúðarkveðjur vegna fráfalls
hinnar einstöku Örnu.
Sigmundur Davíð
Gunnlaugsson.
Arna var kær vinur minn og
varð strax hjartfólgin mér frá
fyrstu kynnum.
Hún kom til mín í tónlistar-
nám 7 ára gömul.
Tónlistin var í öndvegi. Fyrst
lærði hún á munnhörpu og svo
tók hljómborðið við. Hún tók
fljótt til við að semja lög og
texta. Síðar kom hún til mín í
Suzukiskólann og lærði einsöng
og á pínanó.
18 ára að aldri samdi hún
æsispennandi kvikmyndahand-
rit, þar sem lögreglan fór með
rannsókn sakamáls. Hún bauð
mér aðalhlutverk í kvikmynd-
inni og hafði hugsað sér að fá
Egill Ólafsson til að leika á móti
mér. Þetta er eitt það mest
spennandi tilboð sem ég hef
nokkurn tímann fengið um æv-
ina.
Hún kom mér glettilega á
óvart á jólatónleikum Fjöl-
menntar árið 2004 í Holtagerði í
húsakynnum KFUM og K.
Hún bauð slökkviliði höfuð-
borgarsvæðisins á jólatón-
leikana, sem komu fagnandi í
fullum skrúða, við mikið lófa-
klapp þakklátra áheyrenda.
Arna var mikil hugsjónakona
og lagði sitt af mörkum til að
bæta heiminn.
Hún hafði sterkar skoðanir á
þjóðfélagsmálum, var nokkurns
konar þjóðfélagsrýnir og hafði
sterkmótaðar hugmyndir
hvernig ætti að fara að því að
skapa frið í heiminum.
Hún hafði staðgóða þekkingu
á lögfræði, fylgdist vel með póli-
tík og fræddi mig af fúsum og
frjálsum vilja um það hvernig
mætti breyta samfélaginu og
heiminum öllum til betri vegar.
Það kom mér oft á óvart
hversu víðfeðma þekkingu hún
hafði á hinum og þessum málum
er varðaði trúarbrögð og mann-
úðarmál.
Arna vildi efla almenna sam-
skiptaþætti og lagði áherslu á
að sýna öðrum virðingu og finna
til með öðrum. Svo hafði þessi
unga stúlka svo víðfeðmt og fal-
legt hugmyndaflug. Og þessa
eðlisþætti þroskaði Arna með
sér.
Samkennd og góðvild í bland
við fjörmikinn ævintýraheim
frumlegra hugmynda. Þótt
Arna hafi glímt við vissa fötlun
og átt í vanda með að feta stigu
hinna hefðbundnu, samferða-
manna okkar kom það ekki
fram í lífi hennar.
Aldei sjálfsvorkunn og aldrei
styggðaryrði í garð nokkurs
manns.
Raunar var Arna fyrirmynd.
Fagrir mannkostir hennar
voru í forgrunni. Hún talaði
aldrei illa um nokkurn mann,
hallaði hvergi máli, en færði til
rétts vegar hlut hvers manns.
Ekki veit ég aðra manneskju
sem hafði svo jákvæða afstöðu í
lífi og leik. - Það má segja að
eftir því sem hún varð eldri og
þroskaðri hafi hún orðið kenn-
arinn minn og ég nemandinn.
Hún hafði vikulega samband
við mig og hóf símtalið á að
segja: ,,Góðu fréttirnar fyrst -
Alvörumálin síðar."
Mér er mikil eftirsjá að Örnu,
svo algerlega ótímabært brottn-
uminni, tekin frá okkur. Við átt-
um svo margt eftir, og svo mörg
ósögð ævintýri, svo margar
ferðir um tónlistarheiminn, um
annan heim listanna sem var
Örnu svo kær.
Hún flaug með mér um heima
og geima.
Sagði mér frá víðfeðmum al-
heimi þar sem stjörnurnar
glitra, hvað skærast.
Hugur Örnu lék svo létt um
ævintýraheimana, fallegu ævin-
týraheimana þar sem örninn
flýgur fugla hæst, í hásal vinda.
Þar sem tónarnir hljómuðu feg-
urstir, þar sem hjarta mitt ósk-
ar að við megum hittast, á ný í
fyllingu tímans og vera saman
til eilífðarnóns.
Helga Björk Magnúsd.
Grétudóttir, tónlistar-
kennari og aktívisti.
Arna Sveinsdóttir
Inga Hannesar,
nágrannakona okk-
ar, lést þann 8. júní
aðeins 47 ára að
aldri, eftir langa bar-
áttu við erfið veik-
indi.
Við kynntumst Ingu fyrst þeg-
ar við fluttum í Suðurbyggðina en
þá hefur hún verið um 14 ára að
aldri og tveimur árum eldri en
elsta barn okkar hjóna.
Inga var ung að árum þegar
hún fékk þann illvíga sjúkdóm
sem hún barðist við til hinsta dags.
Hún hafði einstakt baráttuþrek,
vilja og dugnað og mættu margir
læra af henni. Hún var hetja.
Inga hafði góða kímnigáfu sem
Kristrún Inga
Hannesdóttir
✝ Kristrún IngaHannesdóttir
fæddist 15. sept-
ember 1971.
Útför Ingu fór
fram 24. júní 2019.
sást greinilega á því
hve hún gat gantast
með líðan sína þó
ástandið væri alvar-
legt.
Inga bjó þeim
hjónum mjög fallegt
heimili í Suður-
byggðinni, af ein-
stakri smekkvísi og
útsjónarsemi með
sínu næma, listræna
auga.
Hún hafði yndi af því að breyta
og bæta og þegar hún átti „góða“
daga tók hún sig kannski til og
endurskipulagði á heimilinu, þótt
margir hefðu eflaust ekki treyst
sér til þess.
Hrefna og Inga sögðu stundum
í gamni þegar líða tók að „jóla-
skreytingartímabili“ að þær væru
að keppa um það hvor yrði á und-
an að kveikja á útiskreytingunum
og hversu snemma í nóvember
það yrði.
Hundana sína tvo elskaði hún
jafn skilyrðislaust og þeir hana og
gáfu þeir henni mikið í baráttu
hennar við sjúkdóminn. Aldrei
skyldi það vanmetið hve gæludýr,
og þá ekki síst hundar, gefa mikið
og færa mikla gleði.
Inga var KA-manneskja út í
eitt og bar bílnúmerið hennar,
KAFAN, þess glöggt vitni.
KA var Ingu mjög mikilvægt
og sótti hún leiki KA-liðanna á
meðan hún hafði heilsu til. Þegar
heilsan var farin að gefa sig fylgd-
ist Inga samt grannt með gengi
KA og var með það alveg á hreinu
hver staðan var hverju sinni. Inga
fylgdist líka vel með félaginu
sjálfu og uppbyggingu þess og
gladdist yfir framtíðarsýn félags-
ins.
Við sendum Gylfa, manni Ingu,
systkinum hennar og öðrum að-
standendum okkar innilegustu
samúðarkveðjur.
Minning þín er mér ei gleymd;
mína sál þú gladdir;
innst í hjarta hún er geymd,
þú heilsaðir mér og kvaddir.
(Káinn)
Blessuð sé minning þín.
Hrefna og Magnús Gauti.