Morgunblaðið - 25.06.2019, Blaðsíða 16
16 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. JÚNÍ 2019
Seljavegur 2 | Sími: 511-3340 | Fax: 511-3341 | www.reyap.is | reyap@reyap.is
Apótekið þitt
í gamla Héðinshúsinu við Seljaveg 2
Afgreiðslutími:
9-18:30 virka daga
10-16:00 laugardaga
Reykjavíkur Apótek býður upp á allar tegundir lyfja. Mikið og fjölbreytt úrval af
heilsuvörum, bað- og ilmvörum, gjafavörum auk ýmissa annarra góðra kosta.
Reykjavíkur Apótek er sjálfstætt starfandi apótek sem leggur áherslu á
persónulega þjónustu og hagstætt verð.
• Öryrkjar og eldri borgarar njóta sérkjara hjá okkur
• Frí heimsendingarþjónusta
Síðasti kjarasamn-
ingur lögreglumanna
var með þeim hætti að
hann hékk inni á örfá-
um atkvæðum í 95%
kosningaþátttöku.
Það segir sína sögu
um hug lögreglumanna
til samningsins, t.d.
þeirra sem standa
verða sólahrings- og
útkallsvaktir.
Nefndur samningur var niður-
staða eftir margra mánaða samn-
ingaviðræður LL við ríkið, þrátt
fyrir að lögð hefði verið rík áhersla
á að nauðsynlegt væri að ná ásætt-
anlegum samningi svo sæmileg sátt
mætti ríkja almennt um laun í stétt-
inni.
Launaumhverfi hjá flestum lög-
reglumönnum byggist á yfirvinnu
og álagi um nætur og
helgar. Fari þeir í frí
þá falla launin niður í
lág grunnlaun og því
er mikið um að vakta-
vinnumenn taki
skammtímafrí, sem er
slæmt gagnvart
heilsufari, fjölskyldu-
lífi og fleiru.
Margir spyrja
hvers vegna ríkið sé
tilbúið að greiða víða
aukagreiðslur með
hinum ýmsu vinnu-
staðasamningum í stað þess að
greiða almennt hærri grunnlaun og
skapa með því meiri sátt í launa-
umhverfi opinberra starfsmanna.
Lögreglumenn treysta á að ríkið
taki meira tillit til krafna LL um
bætt grunnlaun og fleiri úrbóta-
þætti í launa- og starfsumhverfi
lögreglumanna. Miðað við fyrri við-
miðunarhópa, samning LL sem rík-
ið vildi og fékk út árið 2001, þá eiga
lögreglumenn inni verulega leiðrétt-
ingu á launamisvægi til langs tíma
vegna samkomulags um endurskoð-
unarákvæði við nefnda hópa. Undir
þetta misvægi var tekið í fjármála-
ráðuneytinu í fyrirspurn þingmanns
varðandi málið, en LL ekki fengið
leiðréttingu þar á til þessa. Einnig
þarf að taka tillit til þess að lög-
reglumenn gáfu eftir til síðari leið-
réttingar launahækkanir eftir hrun,
þrátt fyrir mikið álag í starfi.
Varðandi eftirlaun B-sjóðsmanna
í LSR þá voru þeir hvattir á sínum
tíma til að færa sig ekki yfir í A-
sjóðinn sem hefði gefið þeim mun
betri eftirlaun, t.d. þeim sem starf-
að hafa í áratugi á útkallsvöktum
um nætur og helgar, vaktir sem
þeir fá engin eftirlaun af og fleiri
greiðslum. Þennan þátt þarf að
skoða í komandi samningum sem og
launaumhverfið fyrir svipuð störf
innan stéttarinnar.
Lögreglunámið hefur verið fært
yfir á háskólastig. Samhliða þarf að
meta fyrra nám lögreglumanna sem
var víðtækt við Lögregluskóla rík-
isins ásamt hinum ýmsu endur-
menntunarnámskeiðum sem og
mikla starfsreynslu sem er afar
mikilvæg í starfi lögreglumanna og
nýtist vel til starfsþjálfunar nýliða
úr háskólanámi.
Ljóst er að bæta verður verulega
grunnlaun lögreglumanna og fleiri
þætti í starfsumhverfi þeirra ef
stjórnvöld ætla að halda í starfs-
reynda lögreglumenn sem er mik-
ilvægt fyrir þjóðfélagið. Það er dýrt
fyrir ríkið að missa reynda lög-
reglumenn úr starfi og getur jafn-
framt rýrt fagleg vinnubrögð fyrir
borgarana í harðnandi afbrotaum-
hverfi. Þar er að mörgu að huga
með víðtæku samstarfi/skipulagi
milli hinna ýmsu embætta og fleiri
aðila.
Fagmennska og reynsla í starfi
skiptir miklu máli hvar sem er og
ekki hvað síst í krefjandi verk-
efnum sem lögreglumenn verða oft
að fást við í störfum sínum. Lög-
reglumenn vænta þess að fá nú
betri áheyrn en oft hefur verið hjá
stjórnvöldum gagnvart launa-
umhverfi sínu. Tími er kominn til
úrbóta þar á.
Bæta þarf grunnlaun lögreglumanna
Eftir Ómar
G. Jónsson » Lögreglumenn
treysta á að ríkið
taki meira tillit til
krafna LL um bætt
grunnlaun og fleiri úr-
bótaþætti í launa- og
starfsumhverfi
lögreglumanna.
Ómar G. Jónsson
Höfundur er fulltrúi/deildarstjóri.
Þetta myndarlega og
vel gerða mannvirki
sem Landeyjahöfnin er
nýtist lítið eða ekki
enn vegna hins mikla
sandmagns sem enda-
laust safnast í höfnina,
sanddæluskip of lítil og
virðast ekki ráða við
verkefnið og sífelldar
tafir á því að þetta
mikla og þarfa mann-
virki komi að þeim notum sem að
var stefnt.
Ég, sem þessar línur rita, hef allt
frá barnæsku haft mikinn áhuga á
jafnt Vestmannaeyjum
og ekki síður því hvort
hægt væri að gera
höfn á þessari erfiðu
strönd. Ég man eftir
því í æsku minni að
heiman frá mér þó ég
hafi alist upp um 15-
20 km frá hafinu að þá
heyrðist mikill gnýr
frá briminu og hvítir
brimstrókarnir risu
hátt við ströndina og
var ég hálf hræddur
við þessi miklu læti en
faðir minn útskýrði fyrir mér
hversu óralangt þetta væri í burtu
frá Fljótshlíðinni og engin ástæða
til að hræðast þetta.
Jafnvel enn í dag finnst mér
hann faðir minn hvísla að mér að
engin þörf sé að óttast en hann
vildi ávallt nota bestu og ódýrustu
lausnirnar á þeim vandamálum sem
á hans vegi urðu og gaf hann sér
ætíð tíma til að hlusta á og skoða
þær lausnir sem samferðamenn
hans höfðu og síðan var unnið það
besta úr hugmyndunum þannig að
þegar upp var staðið urðu það oft-
ast einföldustu og ódýrustu lausn-
irnar sem dugðu virkilega best
þegar á reyndi.
Ástæður þess að ég er að rifja
þetta upp eru þær að sem áhuga-
maður um Landeyjahöfn þá hef ég
séð tillögu um að því að virðist
verulega góða og jafnframt ódýra
og mengunarlausa lausn á sand-
hreinsunarmálum hafnarinnar og
veit til þess að þær tillögur hafa
verið sendar inn á viðkomandi
stofnanir til skoðunar en verið lítill
eða enginn áhugi fyrir því að skoða
þau mál nánar. Það mætti halda að
einhverjir hafi hag af því að málin
gangi ekki upp þarna?
En endilega, þið sem stjórnið
þessum málum. Sýnið dug og skoð-
ið allavega tillögur þessar með já-
kvæðu hugarfari.
Það er lífsspursmál fyrir landið
okkar sem og Vestmannaeyjarnar
að eitthvað raunhæft verði farið að
gera í þessum dýru málum.
Við höfum sérfræðinga sem gott
vit hafa á þessum málum, af hverju
ekki að skoða málin gaumgæfilega
og vita hvort vit er í þeim tillögum
sem kunna að berast?
Nýtt skip er komið til landsins
og tími til að eitthvað raunhæft fari
að gerast í þessum málum.
Áfram um sanddælingar úr Landeyjahöfn
Eftir Hjálmar
Magnússon
Hjálmar Magnússon
»Nýtt skip er komið
til landsins og tími
til að eitthvað raunhæft
fari að gerast í þessum
málum.
Höfundur er fv. framkvæmdastjóri.
borgarvirki@simnet.is
Sú ágæta kona Anna
Hulda Norðfjörð
menntaskólakennari
reit mér pistil um dag-
inn út af fregn í Morg-
unblaðinu sem henni
blöskraði.
Þar var sú „göfuga“
áætlun kynnt að leyfa
áfengisveitingar við
laugar og baðstaði, svo
fólk gæti nú fengið sér
vænan sopa áður en það
færi í baðið eða að synda og þetta ku
eiga að vera í boði umhverfis- og
auðlindaráðuneytis.
Ég spyr nú hvort þetta
sé brýnt eða brýnasta
verkefni þessa annars
þarfa ráðuneytis?
Og mikið var ég
sammála Önnu Huldu
um hneykslan hennar.
Ég var búinn að fá í
hendurnar orð þeirra
Styrmis Gunnarssonar
og Kára Stefánssonar í
Morgunblaðinu um
áfengið og ætli þau
svari ekki því sem
svara þarf um ágæti áfengis í laug-
um þangað sem bæði börn og full-
orðnir leita sér að heilsubætandi líð-
an.
Sá ágæti listapenni Styrmir Gunn-
arsson var að vitna í viðtal á Kjarn-
anum þar sem var Kári Stefánssonar
forstjóri Íslenzkrar erfðagreiningar.
Þar segir Kári orðrétt um áfeng-
isneyzlu: „Lífið verður stjórnlaust,
staðreyndin er sú að næstum allt
vont sem kemur fyrir þig gerist und-
ir áhrifum áfengis, svo margt vont
gerist undir áhrifum þess.“ Og svo
heldur Kári áfram: „Fólk á aldrinum
fimmtán ára til fertugs deyr sjaldan
af öðrum sjúkdómum, en fíkn-
isjúkdómar deyða það svo sann-
arlega. Alkóhólismi er klassískur
fíknisjúkdómur. Þegar þú drekkur
áfengi tekurðu inn efni sem minnkar
hömlur, veldur vænisýki og óstöð-
ugri hugsun jafnt sem óstöðugum
fótum, þetta er eiturlyf sem ríkið sel-
ur þér og getur stórskaðað þig.“
Hreinlega allrar athygli vert frá slík-
um manni yfirburðaþekkingar og
megi allir taka eftir sem vilja hafa
sannleikann að förunaut í þessum
málum. Styrmir bætir svo við að
þessum lestri loknum, en áherzluat-
riði hans er: Ofbeldi gegn börnum er
villimennska og hafi Styrmir heill
mælt. Um þetta segir Styrmir meðal
annars: „Það eru yfirgnæfandi líkur
á því að áfengi komi verulega við
sögu, þegar kemur að ofbeldi á heim-
ilum og í því felst að við þann fjanda
verður ekki ráðið nema með því að
taka á rótum hans, sem eru að veru-
legu leyti neyzla áfengis og sjálfsagt
á síðari árum annarra fíkniefna einn-
ig.“ Og taki menn nú eftir, einkum
þau sem á Alþingi sitja: „Í ljósi þessa
má velta fyrir sér, hvernig sumum
þingmönnum dettur í hug að leggja
ítrekað fram tillögur á Alþingi um að
auka frjálsræði í sölu áfengis og það
í nafni frelsisins.“
Ég held að mjög margir geti heils
hugar tekið undir þetta og þar með
hvert gáfnafar stjórnar því að veita
áfengi við laugar og böð.
Ég þarf engu hér við að bæta, en
geng vonglaður út í sumarið í fylgd
þessa ágæta fólks: Önnu Huldu,
Kára og Styrmis.
Orð til eftirbreytni
Eftir Helga Seljan
Helgi Seljan
»Hvaða gáfnafar
stjórnar því að
veita áfengi við
laugar og böð?
Höfundur er formaður
fjölmiðlanefndar IOGT.