Morgunblaðið - 25.06.2019, Side 36
VIÐTAL
Anna Lilja Þórisdóttir
annalilja@mbl.is
Þeir lofa skemmtun, stuði, óvæntum
uppákomum og tónlist af bestu sort
í Laugardalshöll í kvöld. Fjórmenn-
ingarnir í Duran Duran eru hingað
komnir til að halda tónleika og
hlakka til að skemmta íslenskum
aðdáendum sínum og rifja upp að á
fyrri tónleikum þeirra hér hafi verið
einstök stemning sem þeir vonast til
að endurtaki sig.
Þeir tónleikar voru árið 2005 og
þeir Nick Rhodes, hljómborðsleik-
ari Duran Duran, og Roger Taylor
trommuleikari settust niður með
blaðamanni Mbl.is í gær, þegar þeir
voru nýlentir hér á landi og ræddu
um lífið, listina, ferilinn, fyrri heim-
sókn sveitarinnar hingað til lands
og tónleikana í kvöld. Hinir tveir
liðsmenn hljómsveitarinnar eru
Simon Le Bon og John Taylor.
Fór á flakk með Le Bon
„Ó já, ég man heldur betur eftir
þessum tónleikum,“ segir Nick. „Ég
hef sjaldan spilað fyrir jafn orku-
mikinn hóp, það var svo mikill
kraftur á þessum tónleikum. Við
vorum bara í tvo sólarhringa og það
var mjög bjart um nóttina. Við Sim-
on (Le Bon, söngvari Duran Duran)
vorum forvitnir og fórum á flakk.
Einhvern veginn tókst okkur að
vaka til klukkan sex um morguninn
og við hittum fullt af skemmtilegu
fólki. Við fórum ekkert út fyrir
Reykjavík, en ætlum svo sann-
arlega að gera það núna.“
„Síðasta heimsókn var mögnuð.
Algerlega mögnuð,“ segir Roger.
„Ísland er engu líkt og það var tekið
svo vel á móti okkur síðast. Á þess-
um tíma vorum við nýlega komnir
saman aftur eftir nokkuð hlé.“
Hvernig undirbúið þið ykkur fyr-
ir tónleika? Eruð þið með ein-
hverjar hefðir, eitthvað sem þið
gerið alltaf?
„Sko... við æfum okkur alltaf,“
svarar Nick og Roger skellir upp
úr. „Já, er það?“ segir hann hlæj-
andi. „Og það er líka gott að ganga
úr skugga um að maður muni hvað
maður er að fara að gera uppi á
sviði.“
„Svo er gott að muna eftir að fara
í föt,“ heldur Nick áfram. „Já, og
svo þurfum við líka að muna eftir
hljóðfærunum,“ segir Roger og
hlær. „En að öllu gamni slepptu; við
grammið og við munum ekki ákveða
fyrr en á morgun hvað við spilum
annað kvöld.“
„Við erum auðvitað með svo gríð-
arlega mörg lög á efnisskránni eftir
allan þennan tíma,“ segir Roger.
Skemmtilegir tónleikagestir
„Ég lít á tónleika eins og ferðalag
sem við erum að fara með tónleika-
gesti í. Tónleikar eiga að vera upp-
lifun, eitthvað sem fólk man lengi
eftir. Sumir muna eftir tónleikum
alla sína ævi og það er vegna þess
að þar hafa einhverjir töfrar átt sér
stað,“ segir Nick.
Duran Duran var stofnuð árið
1978. Spurðir hvort þeir verði aldrei
þreyttir hver á öðrum eftir allan
þennan tíma segja þeir að það hafi
vissulega gerst áður fyrr. „En þeg-
ar fólk hefur unnið svona lengi sam-
an finnur það einfaldlega leiðir til
að það gangi sem best,“ svarar Ro-
ger.
Hafið þið einhverjar væntingar
fyrir tónleikana í kvöld? „Ekki aðr-
ar en þær að tónleikagestir verði
jafn skemmtilegir og á síðustu tón-
leikunum okkar hér. Það er ekki
hægt að biðja um meira,“ svarar
Roger.
Lengri útgáfa af viðtalinu er á
mbl.is.
Gott að muna eftir að fara í föt...
Nick Rhodes og Roger Taylor í Duran Duran lofa tónlist af bestu sort í Laugardalshöllinni í kvöld
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Duran Duran Roger Taylor trommuleikari er til vinstri og Nick Rhodes hljómborðsleikari til hægri. Þeir segjast hlakka mjög til tónleikanna í kvöld.
förum ekki með neinar bænir fyrir
tónleika eða erum alltaf í sömu
skónum. Það er engin slík hjátrú
hjá okkur.“
Allir tónleikar einstakir
Undirbúið þið ykkur öðruvísi fyr-
ir tónleika núna en fyrir t.d. 30 ár-
um?
„Nei, það held ég ekki,“ svarar
Nick. „En það er ekki vegna þess
að okkur finnist allir tónleikar eins,
síður en svo – þeir eru allir ein-
stakir; mismunandi áhorfendahópur
og mismunandi staðir og það er það
sem gerir þetta starf svo skemmti-
legt. Við erum aldrei með sama pró-
36 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. JÚNÍ 2019
Sjöunda árshátíð „ReykjavikMidsummer Music“ undirforsjá Víkings HeiðarsÓlafssonar hófst sl.
fimmtudag. Vitjaði undirritaður
hennar á þriðja degi, nánar tiltekið á
kammertónleikum laugardags í
Norðurljósum er fögnuðu svo til
fullskipuðum sal eftirvæntingar-
fullra unnenda ,kjarna kjarnans í
list listanna‘ eins og stundum er
kallað.
Það er háþakkarvert að auka
þannig fjölbreytni árstíma útivistar,
gúrku- & tuðrutíðar með tónlist sem
stendur undir seinni lið orðsins – og
það í toppflutningi. Fyrir að koma
Klakanum á heimskort áfangastaða
menningarferða mætti því telja
framtak Víkings verðugt stuðnings-
efni hérlendrar túrhestaútgerðar.
Hitt er svo opin spurning: Eftir
hverju sækjast erlendir Frónfarar
einkum á slíkri hátíð?
Burtséð frá einstaklingsbundnum
hvötum hvarflar að manni alkunn
þörf fyrir að geta sagt vinunum
heima frá frumlegri upplifun í fjar-
lægu landi sem annars er þekktast
fyrir náttúrufegurð og sjálfutökur.
En hvort vegur þyngra – verk eða
flytjendur? Og fyrir hvers konar
hlustendum? Um það vita sjálfsagt
bezt aðstandendur hátíðarinnar, og
væri því afar fróðlegt ef vandvirkum
fjölmiðli tækist að draga þaðan fram
nánari staðreyndir málsins.
Yfirskrift kvöldsins var „Fiðrildi
og fiðurfé“ í samræmi við heiti tón-
verka. Fyrst lék Jakob Koranyi
Sept papillons, stutta [10 mín.] sjö-
þætta sellósvítu hinnar finnsku
Kaiju Saariaho eignaða fiðrildum af
ísmeygilegri mýkt svo mátti ekki að-
eins heyra veikustu vængjatök held-
ur einnig sjá – m.a. á hörpluðum ar-
peggio-bogastrokum knéfiðlarans er
virtist öllum tæknihnútum verksins
kunnugur (þ.m.t. syngjandi tærum
flaututónum) af innblásnu skor-
fleygu næmi.
Að óbreyttu hefði næsta verk
einnig fjallað um fiðrildi, þ.e. „Ro-
senbad“ Bents Sørensens úr Píanó-
kvintetti hans „Papillons“ (2013). En
þá sté Víkingur á stokk og boðaði
dagskrárbreytingu sakir ófyrir-
séðrar seinkunar á nótnasendingu. Í
staðinn var fluttur Píanókvintett Op.
57 eftir Dmitri Sjostakovitsj [35’].
Þrátt fyrir þetta óvænta uppbrot
á viðfangi kvöldsins fagnaði ég í
laumi (og e.t.v. fleiri nærstaddir
klassíkfíklar) varaskeifunni, enda
ótvírætt meðal tilkomumestu verka
20. aldar fyrir sömu hljóðfæraáhöfn
– jafnvel þótt hafi hlotið „Stalín-
verðlaun“ í verkalýðræðinu eystra á
tilurðartíma. Því líkt og Erland von
Koch síðar kjöryrti sér hélt fimm-
þætt verk Dmitris ávallt melódísku
lagi, enda ekki laust við að sannfæra
mann um að svokallað ,gatslitið‘ dúr/
moll kerfið ætti sér enn ærið svig-
rúm til nýsköpunar undir miðja síð-
ustu öld.
Þ.e.a.s. í réttum höndum. Hvað
sovézka meistarann varðar var
nefnilega engin spurning um
töfrandi áhrifamátt kvintettsins, er
hélt manni heilluðum allt til enda í
innvígt samstilltri túlkun fimm-
menninganna. Þar má svo við bæta
hvað greinilega upprunamótuð túlk-
un strokdeildar hóf oft upp meist-
araverkið í ,nýja‘ vídd. M.a. með líð-
andi tæru lágtitri, er fór útvíkkaðri
hljómanotkun verksins furðuvel.
Seinni hlutinn bauð upp á slag-
hörpudúó hinna heimskunnu
frönsku Lebèque-systra í Gæsa-
mömmu („La Mère L’Oye“) Ravels
þar sem fjölbreytt fjórhent meðferð
þeirra á yndislegu barnalagasvítu
franska síðimpressjónistans ljómaði
af jafnt ljúfri elsku sem logandi
ástríðu.
Þessi spilunargrein tveggja ein-
staklinga á ýmist eina eða tvær slag-
hörpur kvað annars meðal hinna
kröfuhörðustu í tvímennings-
samleik. En ekki var að heyra annað
en að systurnar gætu þess vegna
verið eineggja tvíburar.
Þær sáu hvor um sinn flygil þegar
klykkt var út með kostulegu Karni-
vali dýranna eftir Camille Saint-
Saëns ásamt strengjakvartett,
flautu, klarínett, kontrabassa og
slagverki. Of langt yrði að reifa ein-
staka þætti af alls 14, en frá mínum
eyrnahóli er þó skylt að nefna einu
skepnur hópsins sem hafa mér vit-
andi hlotið viðlíka náð (eða hið gagn-
stæða) fyrir augum tónskálda –
nefnilega gagnrýnendur („Fólk með
löng eyru“) – hér í líkingu hrínandi
asna!
Það var stórgaman að þessari tón-
rænu kjötkveðju, og líka margt dá-
fallegt innan um glensið, er kallaði
við hæfi fagnandi hlustendur úr
Norðurljósasal á heiðbjartri mið-
sumarnótt.
Sellóleikarinn Jakob Koranyi lék
„af innblásnu skorfleygu næmi.“
Norðurljósum í Hörpu
Kammertónleikar – Miðsumarmúsík í
Reykjavík bbbbm
Kaija Saariaho: Sjö fiðrildi f. einleiks-
selló (2000)*. Sjostakovitsj: Píanókvin-
tett í g Op. 57 (1940; dagskrárbreyt-
ing)**. Ravel: Gæsamamma f. fjórhent
píanó (1910)***. Saint-Saëns: Karnival
dýranna f. píanódúó, fl., klar., strengja-
kvartett, kb. og slagverk (1886)****
Jakob Koranyi selló */**, Víkingur
Heiðar Ólafsson píanó**, Ilya Gringolts
& Anahit Kurtikyan fiðla, Yura Lee víóla;
Leonard Elsenbroich selló****, Jacek
Karwan kontrabassi****, Emilía Rós
Sigfúsdóttir flautuleikari ****, Mark
Simpson klar.****, Steef van Oosterho-
ut slagverk**** og Katia & Marielle
Labèque píanó***/****.
Laugardagur 22.6. kl. 20.
RÍKARÐUR Ö.
PÁLSSON
TÓNLIST
Stjórnandinn Víkingur Heiðar kom
fram í verkum á öllum tónleikunum.
Fjölhæf Yura Lee lék bæði á víólu
og fiðlu í tónverkum á hátíðinni.
Lebèque-systur Túlkunin ljómaði
af „elsku sem logandi ástríðu“.
Tóndraumar á Jónsmessunótt