Morgunblaðið - 25.06.2019, Qupperneq 31

Morgunblaðið - 25.06.2019, Qupperneq 31
DÆGRADVÖL 31 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. JÚNÍ 2019 á stóran þátt í lífi okkar Þórunnar og reynum við að hittast og vera saman eins oft og mögulegt er.“ Fjölskylda Eiginkona Haralds er Þórunn Hafstein, BA í íslensku, f. 5. októ- ber 1945. Foreldrar hennar voru hjónin Jón Kristinn Hafstein tannlæknir, f. 23. janúar 1917, d. 16. apríl 2004, og Ingibjörg Þ. Bjarnar Hafstein húsmóðir, f. 13. nóvember 1921, d. 10. október 1959. Börn Haralds og Þórunnar eru 1) Jón Kristinn Snæhólm, sagn- fræðingur og MSc í alþjóðastjórn- málafræði, f. 31. maí 1967 en börn hans eru Þórunn Soffía Snæhólm háskólanemi og Fannar Alexander Snæhólm menntaskólanemi. 2) Njörður Ingi Snæhólm MBA, f. 15. október 1969 en unnusta hans er Anna Álfheiður Brynjólfsdóttir, BA, myndlistarkona og háskóla- nemi í listkennslu, f. 29. janúar 1977 en börn Njarðar frá fyrrver- andi hjónabandi eru Elma Sól Snæhólm háskólanemi, Njörður Örn Snæhólm menntaskólanemi og Gylfi Berg Snæhólm grunn- skólanemi. Systir Haralds er Vera Snæ- hólm, þroskaþjálfi og B.ed., f. 28. júlí 1946 en eiginmaður hennar er Elías Gissurarson, fyrrverandi flugumferðarstjóri, f. 27. sept- ember 1945. Foreldrar Haralds voru hjónin Njörður H. Snæhólm, fyrrverandi yfirrannsóknarlögreglumaður hjá RLR, og Magnhild Hopen Snæ- hólm húsmóðir, f. 27. júní 1911, d. 3. mars 1992. Harald Snæhólm Magnhild Hopen Snæhólm húsfreyja í Reykjavík Guðmundur Snæhólm rafvirkjameistari í Kópavogi Alda Snæhólm listakona í Reykjavík Kristín Snæhólm yfirflugfreyja hjá Flugfélagi Ísl. og Flugleiðum Edda Snæhólm flugfreyja hjá Flugfélagi Íslands Kristín Friðriksdóttir húsfreyja á Tannanesi Guðmundur Sveinsson bóndi á Tannanesi í Önundarfirði Elín Kristín Guðmundsdóttir húsfreyja á Sneis Halldór Snæhólm Halldórsson bóndi og búfræðingur á Sneis í Laxárdal, A-Hún. Ingibjörg Bjarnadóttir húsfreyja í Skyttudal og á Sneis Halldór Tryggvi Halldórsson bóndi í Skyttudal í Laxárdal og á Sneis Úr frændgarði Haralds Snæhólm Njörður Snæhólm yfirrannsóknarlögreglumaður hjá RLR Gunhild Hopen húsmóðir á Hitru Elias Hopen bóndi og sjómaður á eynni Hitru í Þrándheimsfirði Martin Hopen bóndi í Þrándheimi í Noregi Maria Karlsen húsmóðir í Namdal Karl Karlsen bjó í Namdal í Noregi Anna María Hopen húsfreyja í Þrándheimi „GERÐU ÞETTA BARA. ÉG HEF EKKI TÍMA TIL AÐ SPYRJA ÞIG ÞANNIG AÐ ÞÚ HALDIR AÐ HUGMYNDIN SÉ ÞÍN.” „ÞETTA ER FÍNT, RUNÓLFUR. OKKUR LANGAR EKKI TIL AÐ SJÁ GALLBLÖÐRUNA ÚR ÞÉR!” Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... að vita að framtíð okkar er í öruggum höndum. Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann HEFURÐU EINHVERN TÍMANN FENGIÐ LAG Á HEILANN? OG GETAÐ BARA EKKI HÆTT AÐ RAULA ÞAÐ? EF AUGLÝSINGA STEF FYRIR KATTA MAT TELJAST MEÐ, ÞÁ JÁ ÓVINIRNIR ERU OF ÖFLUGIR! VIÐ SAMÞYKKTUM ALLIR AÐ HÖRFA! ÞÚ GETUR EKKI BANNAÐ OKKUR ÞAÐ! EN ÉG ER MEÐ NEITUNARVALD! SATT … HÆ! Gústi Mar skrifaði á Leir 21. júníá sumarsólstöðum: Norðan gola nístir kalt um sveitir nöpur ljóðin júníhretið syngur. Illa sofinn öls á kránni neytir ungur, léttur, glaður Skagfirðingur. Í lautu frosin liggur fönnin hvíta lekur þokusúld af beygðum stráum. Við græna tóft er túristi að skíta og Tindastóllinn skartar kolli gráum. Ólafur Stefánsson svaraði og orti: Þótt um veðrið margur hér masi, og Miðflokkur haldi upp þrasi, ríkir ljúfmennskan ein, já, langt inn í bein, hjá Gústa á þriðja glasi. Davíð Hjálmar í Davíðshaga orti um kvennahlaupið: Menn hugfangnir góna er Húngerður Jóna sést hafa til skóna og farin úr kjól sitt heilsuvatn drekkur um hóla og brekkur og hleypur og stekkur sem rolla um jól. Hér segir Davíð Hjálmar að allt sé hverfult og slær á gamla strengi: Litla-Jörp var fim og frá, af flestum talin bera uns Litla-Hvít og Litla-Grá labba götu þvera. Guðmundur á Sandi segir í rit- gerð sinni „Eldgamlar vísur í um- búðum“ að vísan virðist vera gerð í orðastað ungmeyjar og sé hún þá barnagæla bestu tegundar. Það er athyglisvert að Guðmundur hefur „lötrar götu þvera“ í staðinn fyrir „labbar“ eins og ég lærði hana. Í ritgerð sinni segir Guðmundur frá höfundi, sem sundríður vegna stúlku sinnar, – „ef ég skil rétt“: Reið ég Grána yfrum ána, aftur hána færðu nú; ljós við mána teygði hann tána, takk fyrir lánið, hringabrú! Guðmundur skýrir vísuna þann- ig: „Stúlkan virðist hafa fylgt elsk- huga sínum að ánni og hann rekið Grána út í hana til baka og skotið þessari íkveikjuör til fylgikonu sinnar. Þarna hefur þá gerst æv- intýr með þjóð vorri í tunglsljós- inu.“ Umræður um mannanafnanefnd og úrskurði hennar hafa orðið líf- seigar. Benedikt Jóhannsson orti á Boðnarmiði: Naumast er það nokkur von, því náið spái, að nafnið Jesús Jósepsson jáið fái. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Sumarsólstöður og Litla-Jörp

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.