Morgunblaðið - 25.06.2019, Qupperneq 35
ÍÞRÓTTIR 35
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. JÚNÍ 2019
0:1 Hólmfríður Magnúsdóttir 23.
1:1 Ída Marín Hermannsdóttir 45.
(víti).
I Gul spjöldEngin
I Rauð spjöldEngin
Dómari: Þórður Már Gylfason, 6.
FYLKIR – SELFOSS 1:1
Áhorfendur: 115.
M
Ída Marín Hermannsdóttir (Fylki)
Hulda Sigurðardóttir (Fylki)
Berglind Rós Ágústsdóttir (Fylki)
Þórdís Elva Ágústsdóttir (Fylki)
Anna M. Friðgeirsdóttir (Selfossi)
Barbára Sól Gísladóttir (Selfossi)
Hólmfríður Magnúsdóttir (Self.)
Cassie Boren (Selfossi)
1:0 Sophie Groff 2.
2:0 Ísabel Jasmín Almarsdóttir 18.
3:0 Natasha Anasi 47.
4:0 Dröfn Einarsdóttir 65.
5:0 Sophie Groff 69.
I Gul spjöldArndís Snjólaug Ingvarsdóttir
og Katla María Þórðardóttir (Kefla-
vík).
MM
Natasha Anasi (Keflavík)
KEFLAVÍK – STJARNAN 5:0
Sveindís Jane Jónsdóttir (Keflav.)
M
Dröfn Einarsdóttir (Keflavík)
Sophie Groff (Keflavík)
Aytac Sharifova (Keflavík)
Íris Una Þórðardóttir (Keflavík)
Aníta Lind Daníelsdóttir (Keflavík)
Dómari: Gunnar Oddur Hafliðason,
9.
Áhorfendur: 160.
Njarðvík er komin niður í fallsæti í 1. deild karla í fót-
bolta eftir að liðið tapaði sínum fimmta leik í röð í gær,
5:1 gegn Haukum á heimavelli. Haukar komust með
sigrinum upp um tvö sæti í 9. sæti og eru tveimur stigum
fyrir ofan Njarðvík eftir þennan fyrsta leik í 9. umferð
deildarinnar.
Njarðvík byrjaði sumarið vel og var í 4. sæti eftir fjór-
ar umferðir auk þess að komast í 8-liða úrslit í bik-
arkeppninni, þar sem liðið mætir KR á fimmtudag. Í júní
hefur hins vegar fátt gengið upp og í gær var liðið lent
4:0 undir eftir fyrri hálfleik. Aron Freyr Róbertsson
kom Haukum yfir á sínum gamla heimavelli og þeir Fa-
reed Sadat, Alexander Freyr Sindrason og Ísak Jónsson bættu við mörkum
í fyrri hálfleiknum. Ari Már Andrésson minnkaði muninn fyrir Njarðvík
snemma í seinni hálfleik en Daði Snær Ingason skoraði síðasta mark leiks-
ins fyrir Hauka í uppbótartíma.
Haukar hafa náð í 7 stig af 15 mögulegum eftir að Kristján Ómar Björns-
son hætti óvænt sem þjálfari liðsins 24. maí, og Búi Vilhjálmur Guðjónsson
var ráðinn tímabundið. Hann er enn við stjórnvölinn nú mánuði síðar.
Algjört hrun Njarðvíkinga
Aron Freyr
Róbertsson
Keflavík fór illa með Stjörnuna
Keflavík tók á móti Stjörnunni í
blíðskaparveðri á Nettóvellinum.
Stjarnan var fyrir leik í 6. sæti deild-
arinnar með 9 stig en Keflavík á botn-
inum með 3 stig. En leikurinn var af-
dráttarlaus eign Keflvíkinga frá
upphafi til enda. 5:0 varð lokastaða
leiksins og hefði sigur Keflavíkur
hæglega getað orðið stærri.
Draumabyrjun Keflvíkinga var
upphafið að martraðarkvöldi Stjörn-
unanr þegar Sophie Groff skoraði eftir
aðeins þriggja mínútna leik. Ef ekki
hefði verið fyrir meistaratakta Birtu
Guðlaugsdóttir í marki Stjörnunnar
hefði niðurlæging kvöldsins bætt á sig
rassskellingu. Þetta var þriðji tap-
leikur Stjörnunnar í röð en liðinu til
happs er að nóg er eftir af mótinu til
að spyrna sér frá þessum leikjum og
fara að hala inn stig.
Keflavík var þarna að næla í sinn
annan sigur í röð og undirritaður kast-
ar ekki tólfunum þegar ég segi að
sjálftraust liðsins er í hámarki. Þær
mættu grimmar til leiks í 90 mínútur
og gáfu hvergi þumlung eftir. Press-
uðu hátt og spiluðu sig djarft út úr erf-
iðum aðstæðum varnarlega. Virkilega
skemmtilegt að sjá. Sveindís Jane
Jónsdóttir heldur áfram að heilla og
þar er augljóslega á ferð framtíð-
arlandsliðsmaður, enda aðeins 18 ára
en spilar líkt og veðraður leikmaður í
efstu deild þó vissulega eigi eftir að
fínpússa margt. skulibsig@gmail.com
Morgunblaðið/Hari Morgunblaðið/Hari
Frumraun Kyra Taylor
lék sinn fyrsta leik á
Íslandi með Fylki gegn
Selfossi í gær.
Nóg að gera Audrey Baldw-
in átti stórleik í marki HK/
Víkings en að lokum dugði
það ekki til neins.
Rafael Benítez lætur af störfum sem
knattspyrnustjóri hjá enska úrvalsdeild-
arliðinu Newcastle um um mán-
aðarmótin þegar samningur hans við fé-
lagið rennur út. Viðræður forráðamanna
Newcastle við Benítez um nýjan samn-
ing sigldu í strand. Benítez hefur stýrt
Newcastle undanfarin þrjú ár og á síð-
ustu leiktíð hafnaði liðið í 13. sæti. Bení-
tez, sem gerði Liverpool að Evrópumeist-
urum árið 2005, fékk á dögunum
risatiboð frá kínverska liðinu Dalian Yi-
fang sem er tilbúið að greiða honum 12
milljónir punda á ári, eða 1,9 milljarða
króna.
Pétur Már Sigurðsson hefur verið
ráðinn þjálfari Vestra í körfuknattleik
karla og mun hann stýra liðinu í 1. deild-
inni á næstu leiktíð. Pétur, sem þjálfaði
kvennalið Stjörnunnar á síðustu leiktíð,
þjálfaði karla-og kvennalið KFÍ frá 2011-
13.
Kári Gunnarsson hóf í gær keppni í
badminton á Evrópuleikunum í Minsk í
Hvíta-Rússlandi. Hann mætti Christian
Kirchmayr frá Sviss og varð að sætta sig
við 2:1 tap þrátt fyrir að hafa unnið
fyrstu lotuna af öryggi, 21:13. Kirchmayr
vann næstu tvær 21:17 og 21:18. Leikið er
í riðlakeppni en Kári mætir
Brice Leverdez frá Frakk-
landi í dag og Luka Milic frá
Serbíu á morgun. Tveir
efstu í hverjum riðli
komast áfram í 16-
manna úrslitin
ámótinu.
Eitt
ogannað
Er heitt í vinnunni?
Þín eigin skrifborðs-
kæling!
Á vinnustað eða
hvar sem er!
Kæli-, raka- og
lofthreinsitæki,
allt í einu tæki.
Hægt að tengja
bæði við rafmagn
eða USB tengi.
Verð aðeins
kr. 24.900 m.vsk.