Morgunblaðið - 25.06.2019, Blaðsíða 28
28 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. JÚNÍ 2019
Sumarhús
Sumarhús – Gestahús –
Breytingar
Framleiðum stórglæsileg sumarhús
í ýmsum stærðum.
Tökum að okkur stækkun og
breytingar á eldri húsum.
Smíðum gestahús – margar
útfærslur.
Sjáum um almennt viðhald á
sumarhúsum og sólpöllum.
Setjum niður heita potta og
smíðum palla og skjólveggi.
Áratugareynsla –
endilega kynnið ykkur málið.
Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn,
sími 892-3742 og 483-3693,
www.tresmidjan.is
Bókhald
NP Þjónusta
Annast liðveislu við
bókhaldslausnir o.fl.
Hafið samband í síma
831-8682.
Byggingavörur
Harðviður til húsabygginga
Sjá nánar á www.vidur.is
Vatnsklæðning, panill, pallaefni,
parket, útihurðir o.fl. Gæði á góðu
verði. Nýkomnar Eurotec A2 harð-
viðarskrúfur. Penofin harðviðarolía.
Indus ehf., Óseyrarbraut 2, Hf.
Upplýsingar hjá Magnúsi í símum
660 0230 og 561 1122.
Veiði
Veiðibændur
Þjórsá, Hvítá, Ölfusá
S. 555 6090 • heimavik.is
Netin tilbúin
Reynsla • Þekking • Gæði
Heimavík, s. 892 8655
Húsviðhald
FLÍSALAGNIR - MÚRVERK
FLOTUN - SANDSPARSL
MÁLUN - TRÉVERK
Ásamt öllu almennu viðhaldi
fasteigna
Áratuga reynsla og þekking
skilar fagmennsku og gæðum
Tímavinna eða tilboð
Strúctor
byggingaþjónusta ehf.
S. 893 6994
Piaggo Vespa LX125
Piaggio Vespa LX125. Himinblá, árg.
2008. Ekin 12.600 km. Kr. 190.000.
Upplýsingar í síma 694 7777.
Mótorhjól
Atvinnuauglýsingar
Blaðberar
Upplýsingar veitir í síma
Morgunblaðið óskar eftir
blaðbera
Félagsstarf eldri borgara
Boðinn Brids og kanasta kl. 13.
Félagsmiðstöðin Hæðargarði 31 Kaffispjall og blöðin við hring-
borðið kl. 8.50. Opin listasmiðja kl. 9-16. Hugmyndabankinn kl. 9-16.
Salatbar kl. 11.30-11.15. Hádegismatur kl. 11.30. Gáfumannakaffi kl.
14.30. Allir velkomnir óháð aldri. Nánari upplýsingar í síma 411-2790.
Félagsmiðstöðin Vitatorgi Opið hjá okkur í dag. Heitt á könnunni
fyrir hádegi og nýjustu dagblöðin liggja alltaf frammi. Kíkið inn í
spjall og félagsskap til okkar. Silkimálun í handverksstofu kl. 13.
Hádegisverður frá kl. 11.30-12.30, allir eru velkomnir í mat á Vitatorgi
og þarf ekki að panta matinn fyrirfram hjá okkur. Síðdegiskaffi kl.
14.30-15.30. Verið velkomin til okkar á Vitatorg, Lindargötu 59, síminn
er 411-9450.
Garðabær Vatnsleikfimi Sjálandi kl. 8 og 13. Gönguhópur fer frá
Jónshúsi kl. 10. Bónusrúta fer frá Jónshúsi kl. 14.45.
Gjábakki Kl. 9 handavinna, kl. 13 handavinna, kl. 13.30 alkort.
Hvassaleiti 56-58 Félagsmiðstöðin er opin frá kl. 8-16, blöðin og
púsl liggja frammi. Morgunkaffi kl. 8.30-10.30, útvarpsleikfimi kl. 9.45
og hádegismatur kl. 11.30. Brids í handavinnustofu kl. 13, gönguferð
um hverfið með Önnu kl. 13.30 og eftirmiðdagskaffi kl. 14.30.
Korpúlfar Frá þriðjudeginum 25. júní til 28. júní 2019 er samsýning á
listaverkum í listasmiðjunni í Borgum, þar sem m.a. listamennirnir,
Jóhann Þór, Davíð, Bergsteinn, Gylfi, Magnús Helgi og fleiri sýna verk
sín sem eru til sýnis og sölu. Opið frá kl. 8 til 16 alla þessa viku og
gaman væri að sjá ykkur sem alllra felst. Allir hjartanlega velkomnir.
Kolbrún Lorange verður einnig með á listsýningu samsýningu Korp-
úlfa á listaverkum í Borgum í þessari viku frá kl. 8 til 16 alla dagana,
allir hjartanlega velkomnir í Borgir Spönginni 43, 112 R.
Ferðafundur með Emil Erni frá ferðaskrifstofu Guðmundar Jónssonar
haldinn í Borgum í dag 25. júní kl. 13 fyrir þátttakendur í ferð Korpúlfa
í Rínar- og Móselsiglingu frá 14. júlí. Mikilvægt að allir þátttakendur
mæti. Farið yfir ferðalýsingu, ferðagöng afhent og skipulagið kynnt
nánar. Með hjartans ósk um góða og gleðiríka ferð.
Norðurbrún 1 Morgunkaffi kl. 8.30, morgunleikfimi kl. 9.45, upplest-
ur kl. 11, hádegisverður kl. 11.30, kaffihúsaferð kl. 14, síðdegiskaffi kl.
14.30, tölvu- og snjalltækjakennsla kl. 15.30. Uppl. í s. 4112760.
Seltjarnarnes Vatnsleikfimi í Sundlaug Seltjarnarness kl. 7.10, kaffi-
spjall í króknum kl. 10.30, pútt á golfvellinum kl. 13.30. Við viljum
einnig minna á Sumargleðina sem verður haldin í salnum Skólabraut
á fimmtudaginn. Skemmtum okkur saman, grillum pylsur, syngjum,
dönsum og tröllum.
Sléttuvegur 11-13 Selið á Sléttuvegi er opið frá kl. 10–16. Heitt á
könnunni frá kl. 10–11 og hægt er að líta í blöðin. Hádegismatur er frá
kl. 11.30–12.15, panta þarf matinn daginn áður. Bókabíllinn kemur kl.
13.15 og Bónusbíllinn kl. 14.40. Kaffi og meðlæti er til sölu frá kl.
14.30–15.00. Allir velkomnir. Síminn í Selinu er 568-2586.
Stangarhylur 4, GÖNGUHÓPUR alla miðvikudaga kl. 10. Næsta
miðvikudag 26. júní verður lagt af stað og gengið við Reynisvatn /
-heiði. Kaffistaður Golfskálinn Grafarholti. Næsta ferð FEB Vest-
mannaeyjar 2. júlí. Brottför frá Stangarhyl 4 kl. 8. Dagsferð með rútu
og nýja Herjólfi. Skoðunarferð um eyjuna, hádegismatur, gossafn og
fleira, 2. júlí og 30. ágúst - báðar uppseldar.
Smá- og raðauglýsingar
Atvinnublað
Morgunblaðsins
fimmtudaga og laugardaga
Er atvinnuauglýsingin þín á besta stað?
Sendu pöntun á atvinna@mbl.is
eða hafðu samband í síma 569 1100
Allar auglýsingar birtast í
Mogganum, á mbl.is og finna.is
✝ Aldís ÞuríðurRagnarsdóttir
fæddist á Eskifirði
29. september
1935. Hún andaðist
á Hrafnistu í
Reykjavík 3. júní
2019.
Foreldrar henn-
ar voru hjónin
Ragnar Andrés
Þorsteinsson, f. 11.
maí 1905, d. 27.
júní 1998, kennari á Eskifirði,
og Sigríður Sigurðardóttir, f.
23. apríl 1903, d. 4. október
1992, húsmóðir.
Systkini Aldísar eru Baldur,
f. 1930, d. 2018, Gyða, f. 1933,
Páll Ingi, f. 1934, d. 1935, og
Nanna, f. 1945.
Aldís giftist 3. september
1960 Hauki Kristni Árnasyni
stundaði nám við Barna- og
unglingaskólann á Eskifirði og
síðan Héraðsskólann á Eiðum.
Seinna stundaði hún líka nám
við Húsmæðraskólann í
Reykjavík einn vetur.
Þegar Aldís stóð á tvítugu
flutti hún til Reykjavíkur og
vann þar meðal annars við
verslunar- og skrifstofustörf.
Aldís var lengi virk í skáta-
hreyfingunni og tók þátt í
kórastarfi með mörgum kór-
um.
Aldís bjó víða bæði hérlendis
og erlendis meðan hún var gift
Hauki eins og á Kópaskeri, Ak-
ureyri, Kópavogi, Garðabæ,
Englandi og Svíþjóð. Eftir
skilnað þeirra bjó hún allmörg
ár í Reykjavík og síðan í Kópa-
vogi hjá dóttur sinni. Árið 2004
flutti hún á Hrafnistu í Reykja-
vík en hafði þá um nokkurra
áratuga skeið glímt við andleg
veikindi sem höfðu mikil áhrif
á líkamlega heilsu hennar.
Útför Aldísar fer fram frá
Lindakirkju í dag, 25. júní
2019, klukkan 13.
bæklunarlækni, f.
13. ágúst 1934.
Þau skildu árið
1982. Börn þeirra
eru: 1) Siguður
Þórir, f. 28. mars
1963. Börn hans og
fyrrverandi eig-
inkonu hans, Erlu
Grétarsdóttur, eru
Hrafnhildur, f.
1990, Haukur Þór,
f. 1995, og Gréta
Björt, f. 1997. Hrafnhildur á
sonin Frank, f. 2019, með sam-
býlismanni sínum, Jason Rå-
nes. 2) Ingibjörg, f. 1. apríl
1969. Börn hennar og eig-
inmanns hennar, Ingþórs Ás-
geirssonar, f. 17. mars 1967,
eru Valtýr, f. 1990, Aldís Anna,
f. 1995, og Eyrún Eva, f. 1996.
Aldís ólst upp á Eskifirði og
Við fráfall Aldísar systur minn-
ar reikar hugurinn aftur til
bernskuáranna heima á Eskifirði
þar sem við börnin nutum þess að
leika okkur frjáls með vinum okk-
ar í fallegri náttúru fjarðarins. Við
Dída, eins og hún var jafnan köll-
uð, minntumst oft berjaferða okk-
ar systkinanna inn í Eskifjarðar-
dal þar sem var gnægð berja í
gróðursælum hlíðum dalsins. Þar
nutum við fagurs útsýnis yfir
spegilsléttan fjörðinn. Dída var
snemma mjög músíkölsk og hafði
góða söngrödd sem kom sér vel í
skátastarfinu sem hún tók þátt í
bæði á Eskifirði og síðar í Kven-
skátafélagi Reykjavíkur. Á þeim
árum samdi hún mjög vinsælt og
fallegt lag „Þýtur í laufi“ við texta
Tryggva Þorsteinssonar. Þetta
lag syngja skátarnir enn þann dag
í dag. Eftir barna- og unglinga-
skóla fór Dída í Eiðaskóla þar sem
hún lauk gagnfræðaprófi. Þar
kynntist hún skemmtilegum
skólafélögum sem komu víða að.
Hún hélt áfram góðum tengslum
við skólasystur sínar eftir því sem
tök voru á. Eftir að hafa unnið ým-
is störf heima á Eskifirði lá leiðin
til Reykjavíkur þar sem hún vann
um tíma á barnaheimilinu Lauf-
ásborg og í skódeild Kron, en
lengst starfaði hún á skrifstofu
Slysavarnafélags Íslands. Árið
1960 giftist hún Hauki Árnasyni
sem þá var að ljúka námi í lækn-
isfræði. Á þeim tíma bjuggu þau
víða úti á landi. Þau héldu síðan
með Sigurð, ungan son sinn, til
Bretlands og síðar Svíþjóðar þar
sem Haukur stundaði framhalds-
nám í skurðlækningum. Á meðan
á Svíþjóðardvölinni stóð eignuðust
þau dóttur sína, Ingibjörgu. Um
svipað leyti fór heilsa Dídu að gefa
sig. Hún þjáðist á köflum af þung-
lyndi sem reyndist henni erfitt að
kljást við. Eftir heimkomu fjöl-
skyldunnar til Íslands skiptust á
skin og skúrir varðandi heilsu
systur minnar. Svo fór að lokum
að þau hjón skildu. Við slík áföll
skiptir máli að hafa stuðning ætt-
ingja og vina ekki síst þegar börn
eiga í hlut. Dída var mjög trúuð
kona og veitti trúin henni styrk á
erfiðum tímum. Með tímanum
hrjáðu hana einnig ýmsir líkam-
legir kvillar sem ollu því að hún
fékk pláss á hjúkrunarheimili
Hrafnistu þar sem hún naut góðr-
ar umönnunar starfsfólks þar til
yfir lauk. Við Árni og fjölskyldur
okkar sendum börnum hennar og
fjölskyldum þeirra innilegar sam-
úðarkveðjur.
Gyða.
Það var mikil leikgleði hjá átta
ára smástúlkum sem bundust vin-
áttuböndum árið 1943. Ég var
send til sumardvalar hjá frænku
minni, Guðrúnu Guðmundsdóttur,
sem gift var Einari Ástráðssyni
lækni og var því staðsett í gamla
læknishúsinu á Eskifirði. Þar sat
ég í anddyri hússins og burstaði
skófatnað heimilisfólksins. Var ég
stolt af þessu embætti og söng við
raust á meðan hælkappar og skó-
tær voru orðnar gljáandi. Á hóln-
um fyrir ofan læknishúsið bjó hún
Dída með sínum indælu foreldrum
og systkinum. Og á sólríkum sum-
ardegi stóð þessi dökkhærða fal-
lega stúlka í brekkunni og hlýddi á
söng minn. Í þá daga söfnuðu allar
stelpur leikaramyndum og í mínu
safni var Hollywood-dísin Hedy
Lamarr númer eitt. Þennan sum-
ardag fyrir 76 árum fipaðist skó-
burstarinn lítillega í söngnum því
stúlkan sem stóð í brekkunni leit
út alveg eins og Hedy Lamarr
hlyti að hafa litið út á barnsaldri.
Stúlkan fagra með löngu dökku
augnhárin spurði hvort ég væri
einhver öskubuska í húsi læknis-
ins og hvort ég yrði allan daginn
að bursta skófatnað eða hvort ég
vildi slást í för með henni því hún
ætlaði að sippa út í Pöntun. Sippar
þú alltaf, spurði ég. Já, sagði
dökkeyga fegurðadísin. Ég á ekk-
ert hjól, en þegar ég sippa þá
ímynda ég mér að ég sé á hjóli.
Næstu þrjú sumur ævi minnar
liðu eins og ævintýri. Því þarna
sippaði ég með vinkonu sem átti
svo auðvelt með að gera allt svo
skemmtilegt því í heimi ímyndun-
ar og sköpunar var allt hægt að
gera. Dída kunni það. Við klædd-
um spýtukubba í blómakjóla úr
fjallshlíðinni og létum þessar vel-
klæddu spýtur vera huldumeyjar
sem áttu heima í steinum sem í
hulduheimum voru kastalar. Svo
liðu árin og vinkonurnar hættu að
sippa og fóru að ganga á háum
hælum. En við skrifuðumst á. Mér
var sagt í bréfunum að Dída væri
orðin skáti, færi í útilegur og væri
svolítið snjöll að spila á gítar og
þar eystra þætti skátum gaman að
syngja lag sem hún hafði samið við
textann: Þýtur í laufi bálið brenn-
ur. Enn þann dag í dag syngja ís-
lenskir skátar lagið hennar Dídu.
Ég verð illa svikin ef á himnum
hitti ég ekki þessa vinkonu mína
að stjórna englakór. Og þegar hún
sér mig brosir hún prakkaralega
út í annað og segir: Gott að þú
komst Gunna mín, það vantar ein-
mitt eina laglausa í millirödd.
Guðrún Gerður
Ásmundsdóttir.
Aldís Þuríður
Ragnarsdóttir
Fallinn er frá
gamall félagi, Ólaf-
ur Jens Sigurðsson.
Mig langar til að
minnast hans með
fáeinum orðum þar sem ég hafði
ekki tækifæri til að kveðja á út-
farardegi.
Mínir vinir fara fjöld
feigðin þessa heimtar köld …
kvað Bólu-Hjálmar, geri ég
hans orð að mínum.
Ólafi kynntist ég upp úr síð-
ustu aldamótum er ég hóf störf
við Iðnskólann í Hafnarfirði en
þar var hann á fleti fyrir. Við
Ólafur Jens
Sigurðsson
✝ Ólafur JensSigurðsson
fæddist 26. ágúst
1943. Hann lést 11.
júní 2019.
Útför hans fór
fram 19. júní 2019.
kenndum sömu
nemendahópunum
og að nokkru leyti
sömu greinar. Við
áttum alla tíð mjög
gott samstarf. Ólaf-
ur var hjálpsamur
og bóngóður, spar-
aði hvergi þekkingu
sína eða vitneskju
ef það gat komið
einhverjum að
gagni. Alltaf tilbú-
inn að hlaupa í skarðið ef svo bar
undir og menn þurftu nú stund-
um að bregða sér af bæ.
Þegar stund var milli stríða
voru iðulega teknar umræðu-
skorpur, víða komið við og fátt
svo ómerkilegt að ekki mætti
hafa á því skoðun eða eyða á það
orðum. Við ræddum um trúmál
og kirkjuleg málefni, röktum
ættir og uppruna fólks sem okk-
ur þótti áhugavert og þar kom
enginn að tómum kofunum hjá
Ólafi. Stjórnmál voru ofarleg á
baugi, hrunið fékk ófáar spjall-
stundirnar og kosningar voru
hvalreki. Ólafur hafði svo sann-
arleg skoðanir á mönnum og
málefnum og sjónarmið hans og
rökfærsla leiddi oft til nýrrar
sýnar. Mér hefur stundum orðið
hugsað til hans þegar mikið
gengur á í þjóðmálunum, nú væri
gott að ræða málin við Óla. Leið-
ir skildi þegar Iðnskólinn í Hafn-
arfirði var leystur upp, þá varð
vík milli vina eins og gengur, en
alltaf var gaman að hitta hann á
förnum vegi og taka smávegis
rabb.
Á hásumri eftir einmuna vor-
blíðu á landi íssins kvaddi Ólafur
þennan heim, fari hann í friði og
hafi þökk fyrir samleiðina.
Er vorið heilsar með vatnaniðinn
og blómaangan og bernskufriðinn,
og hádegissólin í heiði skín,
mig héðan kveddu og heim til þín.
(Stefán frá Hvítadal)
Ég sendi Margréti og fjöl-
skyldu einlægar samúðarkveðj-
ur.
Anna Dóra Antonsdóttir.