Morgunblaðið - 25.06.2019, Síða 2

Morgunblaðið - 25.06.2019, Síða 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. JÚNÍ 2019 Auður I. Ottesen garðyrkjufræðingur er kennari námskeiðsins sem er mjög fjölbreytt þar sem allir vinna saman. Það hefst með bragðkynningu á kryddtegundum með ostum. Sáð verður, teknir græðlingar af kryddjurtum og nokkrum þeirra skipt. Farið verður yfir helstu tegundir sem rækta má bæði úti og inni og hvað þarf til þess að ná góðri uppskeru. Þátttakendur fá ítarleg námsgögn og plöntu til framhaldsræktunar með sér heim. Námskeiðið fer fram á Fossheiði 1, 800 Selfossi kl. 18:00 - 21:00. Verð fyrir félagsmann kr. 5.000 kr. Takmarkaður fjöldi, 10 manns. Skráning í síma 552-8191 kl. 10:00 - 12:00. Einnig á nlfi@nlfi.is og ingi@heilsustofnun.is Náttúrulækningafélag Íslands www.nlfi.is - berum ábyrgð á eigin heilsu Kryddjurtanámskeið miðvikudaginn 3. júlí 2019 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Helgi Bjarnason helgi@mbl.is „Það er stórkostlegur áfangi að fá loksins stefnu í þessum málaflokki, þannig að hægt sé að fara að vinna eftir henni. Vonandi verður mótuð aðgerðaráætlun og farið af alvöru í þennan málaflokk sem er svo brýnn,“ segir Vilborg Gunnarsdótt- ir, framkvæmdastjóri Alzheimer- samtakanna. Heilbrigðisráðuneytið birti í gær drög að stefnu um mál- efni einstaklinga með heilabilun. Þau eru til umsagnar í samráðsgátt stjórnvalda. Vilborg segir að beðið hafi verið eftir slíkri stefnu í mörg ár og Alz- heimersamtökin mikið beitt sér í því efni. Nefnir hún að Ísland sé með síðustu löndum Evrópu að vinna slíka vinnu. Alþingi sam- þykkti fyrir tveimur árum að fela heilbrigðisráðherra að móta stefnu. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðis- ráðherra fékk Jón Snædal öldrun- er á að margir komi að því og lagt til að þjónustan sem er í eðli sínu nærþjónusta færist til sveitarfélaga. Vilborg Gunnarsdóttir telur brýn- ast að fá samfellu í þjónustuna, frá greiningu og þar til yfir lýkur. Göt séu víða. Styðjandi samfélag Í skýrslunni er vakin athygli á hugmynd sem rædd er víða erlendis um aðlögun samfélaga að þörfum einstaklinga með heilabilun. Ein- staklingur geti bjargað sér á grund- velli færni og þekkingar sem hann hefur aflað sér en eigi erfitt með að tileinka sér það sem er nýtt. Það sé því andstætt hagsmunum þeirra þegar sjálfvirkni er aukin í verslun og þjónustu, til dæmis bankaþjón- ustu. Ýmislegt sé hægt að gera, til dæmis að þjálfa starfsfólk verslana og þjónustufyrirtækja til að veita þjónustu við hæfi. Í slíku styðjandi samfélagi þurfi að vera góður að- gangur að greiningu heilabilunar og stuðningur. Einnig sé tekið mið af sérþörfum einstaklinga með heila- bilun þegar skipulögð eru búsetuúr- ræði og heilbrigðisþjónusta. mikilvægt sé að skipulag þjónustu við heilabilaða sé styðjandi en færa megi rök fyrir því að ýmislegt í skipulaginu sé jafnvel letjandi. Bent arlækni til að vinna drög að stefn- unni. Hann fékk verkefnið í byrjun ársins og skilaði af sér í síðustu viku. Gerður verði gagnagrunnur Í drögum Jóns er lagður til fjöldi tillagna að aðgerðum. Ekki liggja fyrir tölur um fjölda heilabilaðra hér á landi, samkvæmt greinargerð Jóns, en bent er á að erlend reiknilíkön miði við að þeir séu um 4.000. Samkvæmt mann- fjöldaspá Hagstofu Íslands og lík- legri þróun mun fjöldinn vera orð- inn tvöfaldur um árið 2050, eða 7-8 þúsund. Í stefnunni er lagt til að ráðist verði í gerð gagnagrunns með yf- irliti yfir fjölda einstaklinga með heilabilun. Raunar kemur fram að undirbúningur er þegar hafin á minnismóttöku öldrunarlækninga- deildar Landspítalans. Í samantekt helstu atriða skýrsl- unnar kemur fram sú skoðun að Fjöldi heilabilaðra mun tvöfaldast  Drög að stefnu um málefni einstaklinga með heilabilun  Alzheimersamtökin vilja aðgerðaáætlun Morgunblaðið/Júlíus Fjöldi Áætlað er að um fjögur þúsund Íslendingar séu með heilabilun. Með fólksfjölgun og hærri aldri mun fjölga mjög í hópnum á næstu árum. Kostnaður utanríkisráðuneytisins við aðkeypt lögfræðiálit vegna inn- leiðingar þriðja orkupakka ESB nemur 16 milljónum króna. Mesti kostnaðurinn var við álit Carls Bau- denbacher, fyrrverandi forseta EFTA-dómstólsins, en það kostaði jafnvirði tæpra 8,5 milljóna króna. Tekið er fram í svari ráðuneytisins um kostnaðinn að upphæðin sem Baudenbacher fékk nær einnig til ferðakostnaðar og sérstaks tíma- gjalds vegna vinnuframlags hans á meðan hann dvaldi hér á landi. Kostnaður við vinnu Stefáns Más Stefánssonar prófessors nam 2,75 milljónum, Friðriks Árna Friðriks- sonsar Hirst lögfræðings 1,8 millj- ón, Skúla Magnússonar, héraðs- dómara og dósents, 1,5 milljónir og Davíðs Þórs Björgvinssonar, dóm- ara við Landsrétt, 827 þúsund. Lögfræðiálit kost- uðu 16 milljónir Veronika S. Magnúsdóttir veronika@mbl.is Mun meira kjöt hefur selst í sumar en í fyrrasumar hjá Kjötsmiðjunni. Mest af kjötinu er íslenskt lambakjöt og söluaukning er einnig til staðar á nautakjöti, sem er innflutt að mestu. Þetta segir Sig- urður V. Gunn- arsson, forstjóri Kjötsmiðjunnar. „Síðasta sumar var mjög lélegt í sölu á grillkjöti og það er náttúru- lega bara vegna veðurs. En við er- um búin að selja mjög vel það sem af er þessu sumri,“ segir Sigurður. Hann segir að lambakjötið seljist yfirleitt betur á sumrin og nautakjötið sé selt allt árið um kring. Nautakjötið hjá Kjötsmiðjunni er að mestu leyti innflutt og kemur það aðallega frá Danmörku og Þýska- landi. Áður var meira innflutt frá Bretlandi en dregið hefur úr inn- flutningi breska kjötsins, að sögn Sigurðar. „Að mestu leyti er nú nautakjötið innflutt þó að íslenska kjötið sé nú að bæta í. En við hérna í Kjötsmiðjunni erum að selja gríðarlega mikið af ís- lensku lambakjöti, við seljum nátt- úrulega nautakjöt allt árið og auðvit- að er meira á sumrin en maður merkir aukna sölu langmest í lamba- kjöti um sumarið.“ Spurður hvort harðnandi rekstr- arumhverfi veitingahúsa hafi haft áhrif á sölutölur Kjötsmiðjunnar segir Sigurður að gjaldþrot WOW air hafi haft neikvæð áhrif á rekst- urinn: „Við merktum það, þegar WOW fór í gjaldþrot minnkaði salan strax. Síðan tók góða veðrið sem betur fer við og salan hefur verið talsvert upp á við frá fyrsta sólardegi,“ segir Sig- urður að endingu. Kjöt selst í mun meiri mæli í sumar en í fyrrasumar  Sala á íslensku lambakjöti hefur aukist mest Kjöt Lambakjöt selst betur nú en í fyrrasumar. Veðurblíðan gæti skýrt það. Morgunblaðið/Ómar Sigurður V. Gunnarsson Tvö fiskiskip fóru úr Ísafjarðarhöfn í gær, áleiðis til Belgíu þar sem þau verða rifin í brotajárn. Arnar Kristjánsson, útgerð- armaður hjá Sólbergi ehf., segir að lítið verð fáist fyrir brotajárn en losa verði skipin úr höfninni. Skipin eru um 60 ára gömul. Ísborg ÍS 250 var lengi gerð út á rækju frá Ísafirði. Hera ÞH 60 hefur þvælst á milli útgerða í mörg ár en hefur um hríð legið ónotuð á „langlegudeildinni“ í Ísafjarðarhöfn. Hún var upphaflega keypt til Ísafjarðar 1962 af Gunn- vöru og hét þá Guðrún Jónsdóttir. Hún er því að sigla í síðasta sinn út úr Ísafjarðarhöfn. Dráttarbátur Ísafjarðarhafnar aðstoðaði skipin út úr höfninni og út úr Sundunum en eftir það dró Ísborgin Heru. Arnar reiknar með að siglingin taki rúma viku. helgi@mbl.is Morgunblaðið/Halldór Sveinbjörnsson Tveir togarar farnir frá Ísafirði til niðurrifs í Belgíu Fækkar um tvo á langlegudeild

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.