Morgunblaðið - 25.06.2019, Side 37
MENNING 37
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. JÚNÍ 2019
IB ehf | Fossnes A | 800 Selfoss | ib.is
Nánari upplýsingar ib.is
Ábyrgð og þjónusta fylgir öllum nýjum bílum frá IB
Bílar á lager
Sími 4 80 80 80
2019 Ram Limited 3500
Litur: Dökkgrár/ svartur að innan (einnig til Granite
Crystal). Nýr 6,7L Cummins Turbo Diesel, togar 1000
pund! Aisin sjálfskipting, upphitanleg og loftkæld
sæti, hiti í stýri, sóllúga, nýr towing technology
pakki.
VERÐ
11.790.000 m.vsk
2019 Ford F-350 Lariat 35
Litur: Ruby red/ gray, svartur að innan.
6-manna bíll. 6,7L Diesel, 450 Hö, 925 ft of torque.
35” dekk með FX4 off-road pakka, quad beam
headlights, upphituð/loftkæld sæti, heithúðaðan pall,
fjarstart, Driver altert-pakki, Trailer tow camera
system og airbag í belti í aftursæti.
VERÐ
10.990.000 m.vsk
2018 Ford F-150 Platinum
Ekinn 10.000 km. Litur: Platinum white / svartur að
innan. Upphækkaður, tölvubreyting 431 hö, lok á
palli, Ceramic húðaður. Quad-beam LED hedlights,
bakkmyndavél, heithúðaður pallur, sóllúga, fjarstart,
20” felgur. 3,5 L Ecoboost, (V6)10-gíra, 431 hestöfl,
470 lb-ft of torque.
VERÐ
11.790.000 m.vsk
2019 Ford F-350 Limited
35” breyttur
Litur: Svartur, “cocoa” að innan. 6,7L Diesel, 450 Hö,
925 ft of torque. 35” breyttur, 35 dekk, 20” felgur,
brettakantar. LED ljós í grilli. Með FX4 off-road pakka,
upphituð/loftkæld sæti, heithúðaðan pall, fjarstart,
auka bakkmyndavél fyrir camper eða trailer, trappa í
hlera og airbag í belti í aftursæti.
VERÐ
12.590.000 m.vsk
AF SÓLSTÖÐUM
Veronika S. Magnúdóttir
veronika@mbl.is
Það hefur varla farið fram hjámörgum að fjölskylduhátíðinSecret Solstice fór fram í
Laugardalnum um helgina, þar sem
rapparinn Pusha T, plötusnúðurinn
Jonas Blue og Black Eyed Peas
voru meðal skemmtara. Ég fór
fyrst á Solstice fyrir tveimur árum,
þegar ég var 19 ára, og nú fór ég
aftur 21 árs og sá nokkra af bestu
listamönnum okkar tíma.
Ég ætti að vera í blóma lífsins,
21 árs og með lífið framundan, en
nei – Solstice ýtti sannarlega ekki
undir þá ásýnd. Á Secret Solstice
leið mér eins og ég væri orðin göm-
ul. Svo margir voru krakkarnir og
ungmennin að ég ætlaði ekki að
trúa því – ég sem hélt að Secret
Solstice ætti að vera „kúl“ hátíð en
þarna var ég mætt ásamt hinum
kúl vinunum mínum og rakst á litlu
frænku mína sem er tveimur árum
yngri en ég. Sem var auðvitað bara
ánægjulegt.
Ekki að það skemmi hátíðina
að „crowdið“ sé töluvert yngra en
maður sjálfur, en áhorfendahópur-
inn er hluti af hátíðinni, sjáið til. Ég
myndi aldrei til dæmis fara á Kalda
bar, mamma mín fer þangað.
Þrátt fyrir hugarangur mitt yf-
ir meðalaldri tónleikagesta get ég
ekki annað sagt en að rífandi
stemning hafi verið í Laugardalnum
– sólin skein skært og landinn naut
sín í sólinni og hugsaði ábyggilega:
„Svona á sumarið að vera“, minn-
ugur rigningasumarsins 2018.
Hver er þessi „Pushatea“?
Já, það var margt um dýrðir í
Laugardalnum þessa helgina, svo
mikið er víst. Við inngang hátíðar-
innar blasti við löng röð tónlistar-
áhugamanna, sem ólmir biðu eftir
því að sjá Ritu Ora. Nei ég meina
Rae Sraemmurd, nei – Pusha T.
Það er reyndar bara skemmti-
leg tilbreyting í tilverunni að vera
ekki viss um hver aðallistamaðurinn
á hátíðinni verður fyrr en á síðustu
stundu, því þá sér maður hverjir
eru alvöruaðdáendur hans og hverj-
ir eru það ekki. Pusha T steig á
svið á föstudaginn við mikil fagnað-
arlæti og var ljóst að fjöldi fólks
þekkti lög hans vel. Koma hans var
tilkynnt með tveggja daga fyrirvara
og í því fólst viss sía – því tveir
dagar eru ansi knappur tími til að
kynna sér verk tónlistarmanns og
læra lögin hans utan að, líkt og hefð
er fyrir.
Svo þeir sem sungu með lögum
Pusha okkar T vissu hvað þeir
sungu. Það er ljóst að þeir eru ekki
meðal þeirra sem kynna sér lista-
manninn með margra vikna fyrir-
vara og læra lögin hans í þaula eftir
að hafa í fyrstu hugsað: hver í and-
skotanum er þessi „Pushatea“?
Sól, „slingshot“ og smáfólk
Stuð Góð stemning var á tónleikum Pusha T á föstudagskvöldi á Secret Solstice í Laugardal.
Ýttni Té á hrós skilið fyrir
frammistöðu sína í Laugardalnum
og hélt uppi stuði á sviði Valhallar
við fagnaðarlæti milljón trylltra
unglinga. Sviðsmyndin vakti einnig
athygli marga. Hvít dúfa, sem flaug
upp og niður, prýddi skjáinn að
baki Pusha T. Dúfan táknar ást og
frið og ég er ekki frá því að hún
hafi haft jákvæð áhrif stemninguna
í Laugardalnum. Kannski dulin
áhrif á undirmeðvitund gestanna,
því ást og friður ríkti sannarlega á
hátíðinni.
Áhorfendur eiga hrós skilið
fyrir að hafa verið í góðu skapi á
hátíðinni. Vinur minn var reyndar
ekki í alveg nógu góðu skapi þegar
Pusherinn tók ekki uppáhaldslagið
hans, „Santeria“. Ég hlustaði á
Pusha og naut vel en varð bylt við
þegar Jón öskraði „ha í alvörunni?!“
og síðan „kommon“. Þá hafði Pusha
einungis tekið viðlag uppáhaldslags
þessa vinar míns en ekki allt lagið.
Það féll honum illa í geð en hann
gleymdi því strax og skemmti sér
vel við restina af lögum T. Svo
reyndar mundi hann aftur eftir því
og varð mikið í mun að tala um það.
Aron með baununum
Við dreifðum athygli hans með
því að fara í slingshot-tækið, svona
eins og þegar börnum líður illa og
maður gerir eitthvað skemmtilegt,
því þá gleyma þau öllu og allt er
gaman. Við skelltum okkur því
nokkur í slingshot-kúluna, sem
sveiflast upp í loftið og niður í
tveimur teygjum, tilfinningunni
svipaði til frjáls falls.
Það var bara skemmtilegt, en
reyndar síður skemmtilegt fyrir
þann sem kann að hafa drukkið að-
eins of mikla mjólk yfir kvöldið.
Hátíðinni lauk fyrr í ár en á ár-
um áður, sem var bara fínt. Það gaf
gestum færi á að fara snemma að
sofa og koma sér í gírinn fyrir
Svarteygðu baunirnar, eða „Black
Eyed Peas“ sem stigu á svið Val-
hallar á laugardag. Mikla athygli
vakti að Aron Can fékk að stíga á
svið með Baununum og tók „Fulla
vasa“ með will.i.am fyrir aftan sig á
plötusnúðsborðinu. Margur hélt ef-
laust að Aron hefði verið skilinn út-
undan á Solstice en annað kom á
daginn, hann er líklega sá sem
gengur út með hvað einstæðustu
upplifunina af hátíðinni. Fáir geta
sagt: Ég hef sungið með undirspili
will.i.am. Nú getur Aron sagt það
og þið þekkið strákinn.
» Það er reyndarbara skemmtileg
tilbreyting í tilverunni
að vera ekki viss um
hver aðallistamaðurinn
á hátíðinni verður fyrr
en á síðustu stundu.
Þá sér maður hverjir
eru alvöruaðdáendur
hans og hverjir ekki.
Vinsæll Pusha T var boðaður á Solstice með tveggja daga fyrirvara. Hann stóð sig frábærlega.
Adrenalín Slingshot-tækið veitti áhorfendum góða útrás og adrenalín. Um
er að ræða kúlu í teygjum, sem sveiflast með farþega hátt í loft upp.
Heimsþekktir Flestir hljóta að kannast við liðsmenn Black Eyed Peas, þá
will.i.am, apl.de.ap og Taboo. Athygli vakti að Fergie var ekki á svæðinu.
Morgunblaðiðð/Arnþór Birkisson