Morgunblaðið - 01.06.2019, Side 6
6 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. JÚNÍ 2019
sama tíma megi ekki gleyma að þess-
ar sveiflur hafi alltaf verið í kerfinu
og að mestu skipti að bregðast rétt
við.
„Við höfum í gegnum tíðina náð að
laga okkur að þessum sveiflum. Við
höfum að minni hyggju og flestra
annarra með skynsamlegum aðgerð-
um náð að byggja upp fiskistofnana
úr gríðarlegri ofveiði á árum áður og
ég sé ekki neinn flöt á öðru en að við
náum að höndla það ástand sem leiðir
af breytilegum stofnstærðum. Annað
sem ég vil nefna er að humarinn hef-
ur gefið gríðarlega eftir. Það tekur
tíma að byggja þann stofn upp aftur
en það verður gert.“
Íslensk stjórnvöld hafa hins vegar
ekki fulla stjórn á nýtingu allra
þeirra stofna sem hér eru dregnir að
landi. Kristján Þór segir að ástand
deilistofna sé talsvert áhyggjuefni á
meðan ekki tekst að semja um nýt-
ingu þeirra.
„Þetta er vandasamt verkefni
tengt deilistofnunum, makríl, kol-
munna og síld. Þar þurfum við að ná
samningum við Norðmenn, Fær-
eyinga, Rússa og Evrópusambandið.
Það er mat flestra að stofnarnir séu
ofveiddir en strandríkin hafa ekki
náð að semja um hvernig við skiptum
þessu á milli okkar. Það er mjög al-
varleg staða og þarf að finna farsæla
lausn á. Við gefum okkur öll út fyrir
að stunda sjálfbærar veiðar en að
þessu leytinu til finnst mér þjóðirnar
ekki rísa undir nafni í þessum efnum
þegar kemur að sókn í þessa stofna.
Það er mjög alvarlegt.“
Samningaleiðin sú eina
Og ráðherra segir að eina leiðin sé í
gegnum samninga og þvertekur fyrir
að hægt sé að fara gerðardómsleið að
niðurstöðu.
„Nei, þetta verður aðeins leyst
með samningum milli þjóðanna. Við
vitum að þær eru að koma misjafn-
lega fram. Íslendingum, Rússum og
Grænlendingum er haldið utan við
samninga sem Norðmenn, Fær-
eyingar og Evrópusambandið gera,
og það gengur ekki til lengdar.“
Fram til þessa hafa veiðar á grá-
sleppu verið keyrðar í gegnum sókn-
ardagakerfið. Nú heyrast oft raddir
um að setja nýtingu stofnsins undir
aflamarkskerfið.
„Við höfum verið að skoða það. Það
var starfshópur settur af stað sem
skilaði ákveðinni niðurstöðu í þessum
efnum. Við sendum það út í gegnum
samráðsgáttina og fengum viðbrögð
við því eða umsagnir. Við erum svo
að vinna úr því núna í kjölfarið. Það
er ljóst að það eru skiptar skoðanir
um hvort setja eigi grásleppuna í
aflamark. Ókostirnir eru þeir að
menn munu þá hafa minna frelsi til
sóknar. Kostirnir við að aflamarks-
setja eru þeir að þeir sem stunda
veiðarnar fá meira frelsi til að ákveða
hvernig og hvenær þeir sækja á mið-
in. Ef ég geng til þess verks að
breyta veiðistjórnuninni, sem ég held
að sé í raun óhjákvæmilegt, þá mun
ég koma með frumvarp þar um á
haustþingi. Það er öllum til heilla.
Veiðistjórnunin hefur ekki verið góð,
þeir sem stunda veiðarnar hafa
kvartað, það hafa einnig vís-
indamennirnir gert og við þekkjum
umræðuna um meint brottkast á
þessum veiðum.“
Önnur spurning sem maður heyrir
varpað fram þegar rætt er við sjó-
menn í kringum landið varðar bann
við netaveiðum krókaaflamarksbáta.
Kristján segir að skoða þurfi þá
ákvörðun með opnum huga um
mögulegar breytingar.
„Ég fór um landið í fyrrahaust þar
sem við ræddum um veiðigjöldin. Þar
ræddi ég við sjómenn og sjálfstæða
atvinnurekendur í sjávarútvegi. Þar
kom þessi spurning oft upp. Þar
koma upp á yfirborðið þau átök sem
eru milli þeirra sem eru að veiða í
ólíkum kerfum. Það er einhver
ástæða fyrir því að þetta var haft
með þessu móti á sínum tíma en mér
hefur ekki tekist að leiða fram hvað
lá að baki því, þ.e. af hverju króka-
aflamarksbátum var ekki heimilt að
veiða í net. Í mínum huga er skyn-
samlegt frá öllum sjónarhornum, ef
þú hefur heimild til að veiða tíu eða
hundrað tonn af fiski, að þú getir sótt
hann með þeirri aðferð sem leiðir til
sem minnsts tilkostnaðar og hámark-
ar framlegðina af veiðunum. Í grunn-
inn á þá ekki að skipta máli hvort þú
sækir fiskinn með stöng, neti, línu,
handfæri eða hvað sem er. Þá kemur
hins vegar upp að fiskveiðistjórn-
unarkerfið er skipt upp í nokkra
flokka. Þar eru átök á milli ólíkra
hópa innan atvinnugreinarinnar, sem
sækja í aukin gæði, aukna hlutdeild
og slíkt, en þá á kostnað annarra.“
Ekki ljóst hvaða ástæður liggja að
baki netaveiðibanninu
Kristján Þór segir að ákvörðun um
netaveiðibannið hafi verið tekin af
einhverjum ástæðum en að það fari
mjög eftir því við hvern er rætt
hvaða skýringar séu gefnar á bann-
inu. Hann segir þó mikilvægt að
horfa ekki í baksýnisspegilinn heldur
spyrja hvort þessi regla sé barn síns
tíma.
„Það eina sem gæti komið upp á
yfirborðið er hvort gengið sé á gæði
eða hag annarra hópa, með ákvörðun
um að leyfa netaveiðarnar. Við höf-
um ekki komist til að skoða þetta af
einhverju skynsamlegu viti en ég tel
að það þurfi að gera það, ekki síst
þegar svo langt er um liðið síðan
þetta var ákveðið.“
Nú hefur komið fram gagnrýni að
undanförnu, m.a. í máli Óðins Sig-
þórssonar, formanns Lands-
sambands veiðifélaga, á fyrirætlaðar
breytingar á lögum um fiskeldi í sjó.
Vill hann meina að verið sé að draga
úr möguleikum eftirlitsstofnana til
verndar lífríkinu í hafinu kringum
landið. Kristján segir þá gagnrýni
ekki sanngjarna.
„Þetta er ekki sanngjörn nálgun
hjá Óðni. Hann verður að líta til þess
og það höfum við rætt áður, að ég er
að reyna að byggja ákveðna brú milli
þessara ólíku hagsmunahópa sem
tengjast fiskeldi í sjó. Þetta mál er
þannig vaxið að það eru ólíkir hags-
munir milli hópa sem stangast á. Mér
finnst hins vegar í umræðunni, bæði
fiskeldismegin og í veiðiréttarhóp-
unum, sem báðir hópar séu með tals-
verðar upphrópanir sem einkennast
af ótta við að hinn aðilinn hafi betur í
einhverri glímu um þessi mál. Um-
ræðan er viðkvæm, sem er eðlilegt
þar sem við erum að taka ákveðin
skref í þá veru að byggja upp nýja at-
vinnugrein með öflugum hætti. Ég
nálgast þetta verkefni á þeim grunni
að fylgja þeim fyrirmælum sem eru í
stjórnarsáttmálanum, þess efnis að
byggja þetta upp sem nýja atvinnu-
grein á grundvelli vísindalegrar ráð-
gjafar. Við erum að byggja upp vett-
vang sem er hugsaður til þess fyrst
og fremst að þeir sem eiga sæti við
þetta borð, vísindamenn, helstu hag-
aðilar og stjórnmálamenn, setjist
niður og hafi sama skilning á
grundvallarhugtökum í málinu. Þeir
þurfa ekki að vera sammála um leið-
irnar sem farnar verða en þeir verða
að hafa sama skilning á öllum þátt-
um viðfangsefnisins. Ég er sann-
færður um að þessi vettvangur muni
tryggja að við getum byggt atvinnu-
greinina upp með myndarlegum
hætti í góðri sátt og af fyllstu varúð.
Í það minnsta vil ég nefna að núver-
andi lagaumhverfi um fiskeldið er að
flestra mati meingallað og kallar á
breytingar og við erum að reyna að
svara því kalli.“
Mikil vaxtartækifæri
En telur ráðherra að þessi grein geti
vaxið upp í 70 til 90 þúsund tonna
framleiðslu á ári hverju?
„Allar áætlanir fyrirtækjanna
benda til þess. Við vorum með fram-
leiðslu í fyrra upp á 11 þúsund tonn í
laxi. Áætlanir fyrirtækjanna gera
ráð fyrir því að það þrefaldist á
þessu ári. Atvinnugreinin er í hröð-
um vexti og ég hef m.a. bent veiði-
réttarhöfum á að þetta gerist þrátt
fyrir að lögin séu eins og þau eru.
Því er mikilvægt að ná betri tökum á
því hvernig greinin vex og ég hef
fulla trú á því að breytingarnar sem
við stefnum á muni tryggja það.“
Náttúran getur tekið í taumana
Ýmsir velta því fyrir sér hvort mikill
vöxtur í greininni geti komið niður á
íslensku hagkerfi til lengri tíma litið,
sérstaklega ef hinn hraði vöxtur get-
ur leitt alvarlegt bakslag yfir landið
eins og gerðist í tilfelli ferðaþjónust-
unnar.
Kristján segir að hægt sé að forð-
ast slíkar aðstæður með skyn-
samlegum skrefum í uppbygging-
unni.
Ábyrgð stjórnvalda er að skapa
greininni þannig lagaumhverfi að
það verði vandað til verka í þessari
uppbyggingu. Stuðla að því að hún
sé sjálfbær, í sátt við umhverfi og
byggð á vísindum og rannsóknum.
Með þessum hætti verður greinin
byggð á traustum grunni.
„Stærstu ógnirnar eru hins vegar
breytingar í náttúrufari og sveiflur í
hitastigi í hafi. Slíkar breytingar
hafa leikið laxeldi grátt hjá okkur og
víða annarsstaðar. En tækifærin eru
sannarlega til staðar. Færeyingar
eru nú þegar komnir upp í 90 þús-
und tonna framleiðslu og Norðmenn
eru komnir í 1.300 þúsund tonn og
stefna á fimm milljónir tonna. Við
verðum aldrei slíkir stórframleið-
endur. Menn munu hins vegar miða
við að það verði hágæðavara hér og
að gæðin muni skipta meira máli en
magnið.“
Hnútukast milli ráðherra
Frá því að Kristján Þór tók við emb-
ætti sjávarútvegsráðherra hefur
slegið í brýnu milli hans og umhverf-
isráðherra vegna ákvarðana hans
um áframhaldandi heimildir til hval-
veiða. Hann segir ekki mark takandi
á tröllasögum um neikvæð áhrif
hvalveiðanna á íslenskt hagkerfi.
„Ég hef enn ekki séð nein gögn
sem sýna fram á með óyggjandi
hætti þessa skaðsemi sem af hval-
veiðunum á að stafa, bæði fyrir
ferðaþjónustu og efnahag þjóð-
arinnar. Íslandsstofa og utanrík-
isráðuneytið hafa í tvo áratugi mælt
þessi viðhorf og það er ekkert sem
bendir til þess að veiðarnar skaði
orðspor þjóðarinnar. Ef það breytist
verður að fara vandlega yfir það. Ég
hef ég hins vegar sagt að ákvörðun
um að hætta að nýta einhvern tiltek-
inn hluta sjávarauðlindarinnar er
miklu stærri ákvörðun en að halda
áfram að nýta hana eins og við höf-
um gert í áratugi. Það er vegna þess
að það er ekkert sem segir að við
séum að skaða þennan stofn. Hann
er sjálfbær, veiðarnar eru stundaðar
á vísindalegum grunni, þær standast
allar reglur og staðla sem Alþjóða
hvalveiðiráðið setti um nýtingu
hvalastofna. Ekkert þarna segir
okkur að hætta að nýta stofnana.
Veiðarnar eru sjálfbærar. Við Ís-
lendingar höfum haft það að stefnu
að nýta dýrastofna, hvort sem það
eru hvalir, fiskur, rjúpan eða hrein-
dýr. Við höfum haft þá stefnu að
taka úr þessum stofnum til nýtingar
á grundvelli vísindalegrar ráð-
gjafar.“
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Kristján Þór segir engin rök hníga að því að hvalveiðar skaði orðspor Íslands eða íslenskrar ferðaþjónustu.