Morgunblaðið - 01.06.2019, Qupperneq 29
LAUGARDAGUR 1. JÚNÍ 2019 MORGUNBLAÐIÐ 29
PON Pétur O. Nikulásson ehf. | Melabraut 21, 220 Hafnarfjörður | Sími: 580 0110 | pon.is
skotbómulyftara
AG línan frá Manitou býður meðal
annars upp á nýtt ökumannshús með
góðu aðgengi og útsýni.
HANNAÐUR TIL AÐ
VINNA VERKIN
NÝ KYNSLÓÐ
• DSB stjórntakkar
• JSM stýripinni í fjaðrandi armi
• Stýrð stjórnun og hraði á öllum glussahreyfingum
• Virk dempun á bómu
• Hnappur sem losar glussaþrýsting á tengjum
N
ú í vikunni kom út Sjómannadags-
blað Snæfellsbæjar 2019 og er
efni þess fjölbreytt að vanda. Þar
má meðal annars nefna viðtal við
Örn Hjörleifsson, fyrrverandi
skipstjóra og útgerðarmann á Hellissandi.
Örn hefur frá mörgu að segja en hann var á
bátum frá Akranesi á sínum yngri árum áður
en hann fluttist vestur. Hann var skipstjóri á
bæði Hamrasvan SH og Tjaldi SH frá Rifi
og fiskaði vel. Seinna átti hann svo Báru SH
27 með sonum sínum tveimur, segir í frétta-
tilkynningu.
Vörubílasögur
Grein er í blaðinu frá Kristjáni Lárentsínus-
syni, fyrrverandi skipstjóra í Stykkishólmi,
um líf hans og störf en Kristján átti ásamt
fleirum báta með nafninu Ársæll SH 88.
Kristján er líka mjög góður söngvari og er
meðal annars í karlakórnum Kára. Þá er
mjög áhugavert það sem kemur frá Ögmundi
Runólfssyni en hann skrifar um eigendur
vörubíla í Ólafsvík frá upphafi og einnig
fylgir fjöldi mynda. Líka segir Ingi Hans
Jónsson frá fyrsta vörubílnum í Ólafsvík.
Fjölmargir áttu vörubíla sem þeir notuðu sér
til atvinnusköpunar, svo sem vegagerðar,
fiskflutninga og fleira.
Sömuleiðis er mikinn fróðleik að finna í
grein sem kemur frá Agli Þórðarsyni um
uppbyggingu lóran-A leiðsögukerfisins sem
Bandaríkjamenn byggðu upp og hófu notkun
á í seinna stríðinu.
Gnýfari í Grundarfirði
Gunnar Kristjánsson í Grundarfirði skrifar
fróðlega grein um bátinn Gnýfara SH 8 en
hann var gerður út í langan tíma frá
Grundarfirði. Viðtal er við Magnús Hösk-
uldsson, sjómann í Ólafsvík, og segir hann
frá sinni sjómennsku og meðal annars frá
miklu óveðri sem hann lenti í er hann var
sjómaður á togaranum Snæfelli SH á
Flæmska hattinum 1996. Þá er líka viðtal við
Sölva Fannar Jóhannsson, fyrrverandi sjó-
mann og flugstjóra hjá WOW, um veru sína
þar. Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar er
brotið um og prentað í Prentsmiðjunni Stein-
prenti í Ólafsvík. Ritstjóri og útgefandi eins
og síðustu áratugi er Pétur Steinar Jóhanns-
son. Fyrir þá sem búa á höfuðborgarsvæðinu
er blaðið til sölu hjá Gleraugna Pétri á
Garðatorgi 4a í Garðabæ og á Bókakaffi,
Norðurbakka 1, Hafnarfirði. sbs@mbl.is
Mikill fróðleikur og fjölbreytt efni
Sögur af sjó og landi.
Sjómannadagsblaðið í
Snæfellsbæ er komið út
og þar kennir ýmissa grasa.
Tjaldur, Bára og Ársæll.
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Ólafsvík er verstöð og þar verður hátíð um helgina eins og í öðrum sjávarbyggðum á Íslandi.
Pétur Steinar Jóhannsson með blaðið góða, sem
hann hefur ritstýrt og gefið út um áratugaskeið.