Morgunblaðið - 01.06.2019, Blaðsíða 10
Ein af stærri hátíðum borgarinnar
H
átíð hafsins er fjölskyldu-
hátíð þar sem lögð er
áhersla á fróðleik um
hafið og matarmenningu
hafsins í bland við góða
skemmtun,“ segir Dagmar Haralds-
dóttir, framkvæmdastjóri hátíðar-
innar.
„Það sem er nýtt í ár og mér
finnst mjög spennandi er fiskisúpu-
smakkið og svokölluð kokkasigling,
en hátíðin hefst á siglingu og skrúð-
göngu matreiðslumeistara Norður-
landa sem staddir eru á Íslandi í
tengslum við árlegt Norðurlanda-
þing, sem haldið er að þessu sinni í
Reykjavík,“ segir Dagmar.
Standbretti fyrir gesti í Víkinni
„Það er hefð hjá þeim að taka skrúð-
göngu en þar sem þetta er Hátíð
hafsins þá förum við með þá í sigl-
ingu. Hópurinn verður ferjaður með
Special Tours frá Hörpu og yfir að
Víkinni bak við Sjóminjasafnið, en
þaðan verður gengið í skrúðgöngu
að veislutjaldi á Grandabryggju.
„Í framhaldi af því munu ýmsir
veitingastaðir á svæðinu bjóða upp á
fiskisúpusmakk og mælum við með
því að gestir taki röltið og smakki
hjá sem flestum og velji sér sína
uppáhaldssúpu.“
Dagmar bendir einnig á að í Vík-
inni verður einnig hægt að prófa
svokölluð „Stand Up Paddleboard“,
eða standbretti, en um er að ræða
bretti sem hægt er að standa á og
róa áfram á vatni eða í sjó.
„SUP Iceland verður þarna á
laugardag og sunnudag frá 13 til 17
og býður gestum að prófa brettin
þeim að kostnaðarlausu.“
Bátastrætó gengur frá Hörpu
Sérstaka athygli vekur Dagmar á
því að bátastrætó mun ganga á milli
Hörpu og Víkurinnar bak við Sjó-
minjasafnið á hálftíma fresti.
Ókeypis verður í bátinn og segir
Dagmar að upplagt sé fyrir fjöl-
skyldur að leggja bílnum við Hörpu
og taka svo strætóinn yfir.
Hátíð hafsins hefur náð að vaxa
og dafna undanfarin ár og er nú orð-
in ein af stærri hátíðum Reykjavík-
urborgar, en rúmlega 40.000 manns
lögðu leið sína niður að höfninni í
fyrrasumar.
Nostalgía tengd hátíðinni
„Samt sem áður er þetta hátíð þar
sem þú getur slakað á. Það eru ekki
mikil læti eða ys og þys út um allt.
Þú getur rölt þarna um, hlustað á
tónlist, krakkarnir leikið sér og fólk
fengið sér kaffi á meðan. Það er auð-
vitað ákveðin nostalgía tengd hátíð-
inni enda margir fastir liðir sem
hafa verið lengi, eins og furðufisk-
arnir, fiskismakkið, heiðrun sjó-
manna og aðrir viðburðir tengdir
sjómannadeginum, þar sem við
bregðum okkur í meiri hátíðar-
búning.“
Koddaslagurinn er ómissandi þáttur, eins og víða um land. Gestir á Hátíð hafsins geta virt fyrir sér ýmsa furðufiska.Dorgveiðikeppni krakka fer fram á Bótabryggju við Reykjavíkurhöfn.
Í Reykjavík hefur undanfarin ár verið haldin Hátíð hafsins sem samanstendur í raun af tveimur hátíðardögum, annars vegar hafnar-
deginum sem haldinn er á laugardeginum og hins vegar sjómannadeginum, sem að sjálfsögðu er haldinn á sunnudeginum.
10 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. JÚNÍ 2019
Tekur ál, stál og ryðfrí
hnoð upp að 4,8mm.
LED ljós fyrir léleg birtuskilyrði.
Sveigjanlegt rafhlöðukerfi sem
virkar með öllum Milwaukee®
M12™ rafhlöðum.
Verð 59.900 kr. (með rafhlöðu)
M12 BPRT
Alvöru hnoðbyssa
fráMilwaukee
vfs.is
VERKFÆRASALAN • SÍÐUMÚLA 9, REYKJAVÍK • DALSHRAUNI 13, HAFNARFIRÐI • DALSBRAUT 1, AKUREYRI • S: 560 8888
Að Hátíð hafsins standa Faxaflóa-
hafnir, HB Grandi og Sjómannadags-
ráð, en Concept Events sér um alla
framkvæmd, skipulag og verkefna-
stjórnun.
Hátíðarsvæðið sjálft nær frá
Hörpu, um Gömlu höfnina, út á
Grandagarð og að HB Granda. Útisvið
á Grandagarði verður með skipulögð-
um uppákomum á laugardag og
sunnudag og hjá HB Granda á sunnu-
dag, sjómannadaginn. Að venju verð-
ur mikið um að vera báða dagana.
Kokkasigling og skrúðganga verður
kl. 12.00 á laugardeginum og í fram-
haldi af því munu veitingastaðir á
svæðinu bjóða upp á fiskisúpu.
Á svið mæta á laugardeginum
meðal annars Ronja Ræningjadóttir,
Harmonikkufélag Reykjavíkur, Hreim-
ur og Matti Matt. Kynnir verður Örn
Árnason eða „Langsokkur skipstjóri“.
Á sunnudeginum eftir heiðrun sjó-
manna, koddaslag og björgun úr sjó
mætir meðal annars Babies-
flokkurinn, en kynnir verður Atli Þór
Þorgeirsson.
Á sviðinu hjá HB Granda á sunnu-
dag mæta meðal annars leikhópurinn
Lotta, Latibær og Lína Langsokkur
ásamt Emmsjé Gauta. Einar Mikael
töframaður mun stjórna dagskránni
og Sirkus Íslands mun skemmta
gestum.
Bryggjusprellið verður nú fyrir
framan aðsetur Stangveiðifélagsins
við Grandabryggju en félagið heldur
utan um dorgveiðikeppni krakka sem
fram fer á Bótabryggju. Koddaslagur-
inn verður á sunnudeginum sem og
björgun úr sjó sem Landhelgisgæslan
sér um.
Á sjómannadaginn mun skrúð-
ganga fara frá Hörpu klukkan 13.00,
en mæting er kl. 12.30, þar sem
gengið er niður á Grandagarð. Þar
mun svo heiðrun sjómanna fara fram
kl. 14.00, en hún verður send út í
beinni útsendingu frá Rás 1 Ríkis-
útvarpsins.
Aðalræðumaður dagsins verður
Hilmar Snorrason, skipstjóri og
skólastjóri Slysavarnaskóla sjó-
manna. Karlakór Kjalnesinga mun
syngja nokkur lög og kynnir verður
Gerður G Bjarklind.
Í veislutjaldi á Grandabryggju verð-
ur Slysavarnafélag kvenna með kaffi-
sölu, bæði laugardag og sunnudag,
ekki í Gróubúð eins og verið hefur, en
nú er verið að safna fyrir nýju björg-
unarskipi.
Sjóminjasafnið býður gestum frítt
inn á sýningu sem var opnuð 9. júní
2018 og nefnist Fiskur & fólk, þar
sem alls konar gagnvirkir skjáir og
leikir gefa færi á þátttöku gesta sem
og að skoða og fara í ratleik í varð-
skipinu Óðni. Þar fyrir framan verður
línubrú í gangi sem aðilar úr björg-
unarsveitinni Ársæl sjá um.
Hátíðin er einnig unnin í samstarfi
við Umhverfisstofnun en í ár er um að
ræða sérstakan samstarfsviðburð
Umhverfisstofnunar og Veitna sem
nefnist „Klósettið er ekki ruslafata“.
Hafrannsóknastofnun eins og fyrri
ár heldur utan um furðufiskasýningu
en þar verður að finna alla helstu
nytjafiska sem lifa umhverfis Ísland.
Sem fyrr leggur hátíðin áherslu á
að temja sér umhverfisvæn markmið
og því biðla aðstandendur til sam-
starfsaðila að vera ekki með blöðrur
á svæðinu. Þá verða einnig til staðar
flokkunartunnur fyrir almennt sorp
og endurvinnanlegt og standa vonir
til að gestir hátíðarinnar leggi sig
fram um að flokka ruslið. Allar plast-
flöskur fá sinn stað og verður af-
raksturinn af þeirri flokkun gefinn til
góðgerðarmála.
Fjöldi annarra skipulagðra við-
burða verður í gangi alla helgina og er
nánari upplýsingar um dagskrána að
finna á www.hatidhafsins.is
Ronja Ræningjadóttir,
koddaslagur og furðufiskar