Morgunblaðið - 01.06.2019, Page 26

Morgunblaðið - 01.06.2019, Page 26
26 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. JÚNÍ 2019 N ýi vitinn við Sæbraut er að sjálfsögðu gulur að lit. Það voru starfsmenn Faxaflóahafna sem smíð- uðu nýja vitann í bæki- stöð fyrirtækisins á Fiskislóð. Vitarnir á Norðurgarði og Ing- ólfsgarði (í mynni Gömlu hafnar- innar) voru settir upp um leið og hafnargerðinni lauk árið 1917. Þeir koma fram á teikningum Monbergs af fyrirhuguðum hafnarmann- virkjum áður en framkvæmdir fóru af stað 1913. Þessar upplýsingar eru komnar frá Jóni Þorvaldssyni að- stoðarhafnarstjóra. N.C. Monberg var danskur verk- fræðingur sem átti hagstæðasta til- boðið í hafnargerðina í Reykjavík og var gengið til samninga við hann um verkið. Jón spurði á sínum tíma Pál Ásmundsson eimreiðarstjóra um sögu vitanna og hvað var síðar gert. Neðri hluti vitanna var klæddur nokkrum árum eftir að þeir voru settir upp, líklega árið 1924. Í áranna rás voru gerðar ýmsar endurbætur á vitunum. Meðal ann- ars var lagt í þá rafmagn í stað gass. Eins var sett upp bárujárnsklæðn- ing á neðri hluta þeirra. Hermann Bridde hannaði og lét smíða grind- verkið á Ingólfsgarði. Þriðji guli innsiglingarvitinn, sem settur var upp, stendur á Skarfa- garði í Sundahöfn. Hann var tekinn í notkun árið 2011. Í myndasafni Morgunblaðsins eru til margar myndir af gulu vitunum, sem óneit- anlega setja svip á höfnina. Hér birt- ast nokkrar þeirra. sisi@mbl.is Gulu vitarnir setja mikinn svip á höfnina Vitar Faxaflóahafna á hafnarsvæðinu, fjórir að tölu, eru allir með sömu lögun og gulir að lit. Ingólfsgarður. Svona var vitinn eins og á „eyðieyju“ áður en ráðist var í það verk að lengja hafnargarðinn.Flugstarfsemi. Í árdaga farþegaflugs var bækistöðin í Gömlu höfninni. Súlan að taka á loft árið 1928. Ljósmynd/Sigurhans Vignir Að vetri til. Brimaldan gengur yfir Ingólfsgarð og vissara fyrir menn að gæta að sér. Menn geta ímyndað sér hvernig ástandið gat orðið áður en ráðist var í hafnargerð. Morgunblaðið/sisi Sundahöfn. Risastórt skemmtiferðaskip siglir inn Viðeyjarsund. Vitinn vísar leið og fólk fylgist með. Morgunblað/Styrmir Kári Hvalaskoðun. Nýleg mynd sem sýnir vel hvernig byggðin í Skuggahverfi hefur gjörbreyst frá fyrri tíð.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.