Morgunblaðið - 01.06.2019, Side 18

Morgunblaðið - 01.06.2019, Side 18
18 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. JÚNÍ 2019 Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is V aktmenn á vegum Land- helgisgæslunnar höfðu það hlutverk um áratuga skeið að fylgjast með varð- skipunum þegar þau lágu í höfn, síðast á Faxagarði og þar áður á Ingólfsgarði. Nú er þetta breytt og vaktskýlið mun víkja. Ný spennistöð við Gömlu höfnina er afar brýnt verkefni, að sögn Gísla Gíslasonar, hafnarstjóra Faxaflóa- hafna. „Spennistöðin var í Faxaskála en eftir að hann var rifinn höfum við verið með gám á bryggjunni sem þjónar sem spennistöð,“ segir Gísli. Hugmyndir voru uppi um að setja spennistöðina í kjallara á nýbygg- ingasvæðinu en sú lausn hentaði ekki. „Það liggur fyrir að endurnýja þarf lagnir í Austurbakka og Faxa- garði og með auknum kröfum um tengingar stærri skipa þá þarf að endurnýja allt kerfið og byggja nýja spennistöð.“ Gísli segir að stefnt sé að því að bjóða verkið út með haustinu þannig að þetta kæmi til framkvæmda síðla árs eða í byrjun næsta árs. Batteríið arkitektar hafa gert til- lögu að útliti og staðsetningu fyrir- hugaðrar spennistöðvar á Faxa- garði. Fullbyggt verður húsið u.þ.b. 150 fermetrar, en fyrri áfangi er um 65m². Meginhugmynd arkitektanna er að byggja einfalt hús með upp- brotnu þaki þar sem vakthlutinn myndi opna ásýnd í aðkomu að Faxa- garði. Húsið er timburklætt í harð- viði, bæði þak og veggir, sem fellur vel að trémann-virkjum kringum Hörpu. Timbur er bæsað í rústrauð- um lit á austurhlið. Gluggar, hurðir og e.t.v. útloftunarristar eru í dökk- gráum lit. Eftirlitsmyndavélum fjölgað Varanlegri viðveru vaktmanna Landhelgisgæslunnar í varðskýlinu á Faxagarði lauk vorið 2016. Þetta segir Ásgrímur L. Ásgríms- son, framkvæmdastjóri aðgerðasviðs hjá Landhelgisgæslu Íslands. Fyrir þann tíma hafði eftirlits- myndavélum verið fjölgað og þær sem fyrir voru, voru endurnýjaðar. Gerður var samningur við Securitas um vöktun Faxagarðs og skipanna sem liggja við hann. Vöktunin felst í samblandi af vöktun myndavéla, hreyfanlegu eftirliti og fastri viðveru starfsmanna Securitas. Eftir sem áður er hluti af áhöfnum varðskipanna við vinnu og eftirlit um borð í þeim þegar þau eru í höfn í Reykjavík á virkum dögum en skip- herrar, yfirvélstjórar og brytar koma um borð til eftirlits yfir helgar og aðra frídaga, segir Ásgrímur. Hann segir að stjórnendur Faxa- flóahafna hafi kynnt það fyrir Land- helgisgæslunni að fyrirhugað væri að reisa varanlegt húsnæði á Faxa- garði á vegum hafnarinnar sem hýsa á m.a. rafmagnsbúnað, geymslu og vaktaðstöðu. Landhelgisgæslunni hefur verið kynnt það að samnýtingarmöguleikar séu fyrir hendi á þessu fyrirhugaða húsnæði. Jafnframt hafi stjórnendur Faxa- flóahafna kynnt Landhelgisgæslunni það að núverandi varðskýli muni þurfa að víkja þegar að byggingu húsnæðis hafnarinnar kemur. Það hefur enn ekki verið fullmótað af hálfu Landhelgisgæslunnar hvernig varðskýlinu verður ráðstafað. Það er hinsvegar tiltölulega nýlegt, smíðað og tekið í notkun síðla árs 2004. Eftirfarandi upplýsingar tók Ás- grímur saman að beiðni blaðamanns Morgunblaðsins og eru honum færð- ar þakkir fyrir: Sá hluti Ingólfsgarðs sem varð- skipin lágu við var byggður árið 1949 sem skjól fyrir Faxagarð og austari hluta hafnarinnar. Sigurður Árna- son, fyrrverandi skipherra, taldi að varðskipin hefðu farið að liggja við hann árið 1954. Lágu undir kolakrananum Haukur Sigurðsson, fyrrverandi stýrimaður hjá Landhelgisgæslunni og Ríkisskip, var ekki með árið á hreinu en sagði að varðskipin hefðu legið mikið við Austurbakkann, und- ir kolakrananum. Hann sagði að það hefði stanslaust þurft að vera að færa þau til vegna komu annarra skipa. Það voru vaktmenn um borð í skipunum. Ef fleiri en eitt skip voru inni var vaktmaður í hverju skipi. Hálfdán Henrýsson, fyrrverandi stýrimaður og skipherra hjá Land- helgisgæslunni, hóf störf hjá stofn- uninni 1960. Hann sagði að varð- skýlið á Ingólfsgarði hefði annað- hvort verið reist það ár, þ.e. 1960, eða árið áður, 1959. Það var alveg nýtt þegar hann hóf störf. Þetta eru því lykilártöl, 1954 varanlegt skipalægi við Ingólfsgarð, 1959/1960 varðskýli reist á Ingólfs- garði og vaktmenn allan sólarhring- inn í skýlinu. Frá 2004 hefur varanleg viðlega varðskipanna verið við Faxagarð og nýtt varðskýli reist en 2016 var varð- staða starfsmanna Landhelgisgæsl- unnar í varðskýlinu aflögð og Secur- itas tók við vöktuninni. Tölvumynd/Batteríið arkitektar Nýja spennistöðin. Meginhugmynd arkitektanna er að byggja einfalt hús með uppbrotnu þaki þar sem vakthlutinn myndi opna ásýnd í aðkomu að Faxagarði. Svarta húsið hægra megin á myndinni er Harpa. Vaktskýli víkur fyrir spennistöð Morgunblaðið/sisi Faxagarður. Varðskýli Gæslunnar verður flutt annað en Landhelgisgæslan mun fá aðstöðu í nýja húsinu sem verður reist. Til stendur að reisa spennistöð á Faxagarði í Gömlu höfninni í Reykjavík. Áður en það gerist verður vaktskýli Landhelgis- gæslunnar, sem staðið hefur á bryggjunni, fjarlægt. Gæslan hætti árið 2016 að vakta varðskipin með föstum starfsmönn- um í skýlinu og fól Securitas gæsluna. Tækninni fleygði fram og gerði það mögulegt að breyta fyrirkomulaginu. Ásgrímur L. Ásgrímsson Gísli Gíslason Ingólfsgarður. Fram til ársins 2004 höfðu varðskipin þar fasta viðveru. Garðurinn er sá nyrsti í austanverðri Gömlu höfninni.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.