Morgunblaðið - 01.06.2019, Page 35

Morgunblaðið - 01.06.2019, Page 35
LAUGARDAGUR 1. JÚNÍ 2019 MORGUNBLAÐIÐ 35 Góð aflameðferð er grunnur gæða Óskum sjómönnum og landsmönnum öllum til hamingju með daginn! Við styðjum viðskiptavini okkar til aukinnar verðmætasköpunar, matvælaöryggis og lýðheilsu Þetta er hins vegar okkar leið og við höfum mikla trú á þeirri stefnu sem við höfum markað okkur.“ Mikil eftirspurn fram undan Hann segir gífurlegs átaks þörf, eigi að takast að mæta matvælaþörf þeirra kynslóða sem nú eru að vaxa úr grasi um allan heim á sama tíma og draga skuli úr skaðlegum áhrif- um á umhverfið. „Eftir fimmtán til tuttugu ár verður orðin gríðarleg spurn eftir hágæða matvælum í heiminum. Maður veltir því fyrir sér hvort Ís- land hafi ekki tækifæri til að taka að sér nokkurs konar leiðtoga- hlutverk í vissum flokkum mat- vælaframleiðslu. Í dag erum við um 350 þúsund manns, en með auðlind- um okkar er framleiddur matur fyrir um tuttugu milljónir manna á ári hverju,“ segir Ingólfur. „Við ættum að geta tekið hlutverk leið- togans hvað varðar framleiðslu matvæla án aukaefna, sýklalyfja og annarra keimlíkra efna. Gæti Ís- land ef til vill framleitt matvæli fyr- ir hundrað milljón manns? Mér finnst það ekki óeðlileg spurning, í ljósi þess hvers kyns auðæfum við búum yfir og hvernig við stýrum nýtingu þeirra.“ Ingólfur segir félagið einnig horfa til þess möguleika að ala bleikju. Elliði segir fleiri fyrirtæki stefna á uppbyggingu á svæðinu. „Bæði eru það aðilar sem eru hér nú þegar, sem stefna að því að auka sína framleiðslugetu í seiðaeldi, og sömuleiðis eru sterkir aðilar að huga að landeldi. Við erum til að mynda búin að út- hluta Kaupfélagi Skagfirðinga lóð í Keflavík, sem er þarna litlu vestar. Þessir tveir aðilar eru að horfa fram á stór og mikil umsvif í landeldi,“ segir Elliði. „Ölfus mun halda áfram að standa við bakið á þeim eins og við höfum gert til þessa.“ Sveitarfélagið er vel búið undir allt sem tengist matvælavinnslu, að sögn Elliða. „Skýringin er sú að við erum með gnægð af fersku vatni og orku, sterka og vaxandi útflutnings- höfn, nálægð við borgina og þá sér- þekkingu sem þar er, og svo auð- vitað alþjóðaflugvöll skammt frá. Við þetta bætist svo gott aðgengi að jarðsjó sem þessi landeldisfyr- irtæki eru að sækja í. Hérna kemur þetta allt saman og gerir það að verkum að við finnum nú fyrir áhuga frá margs konar matvæla- fyrirtækjum,“ segir Elliði. „Þegar þú teflir þessum land- gæðum saman við þann veruleika sem mannkynið stendur frammi fyr- ir; við þurfum á næstu fjörutíu ár- um að búa til jafn mikið af mat og gert hefur verið síðustu átta þús- und ár. Það verður ekki gert með aukinni sókn í villta fiskistofna. Í dag kemur rúmur helmingur af öllu sjávarfangi í heiminum úr eldi og það er engin spurning að fiskeldi á eftir að vaxa í veldisvís á næstu árum í heiminum. Ég vona að Íslendingar taki fullan þátt í því.“ Ölfus ríkt af fersku vatni og orku Morgunblaðið/Kristinn Magnússon

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.