Morgunblaðið - 01.06.2019, Qupperneq 20
20 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. JÚNÍ 2019
koman sett við Fornubúðirnar, þar
sem haldið verður stutt ávarp og
fjórir sjómenn heiðraðir.“
Krýna sterkasta mann Íslands
Árlegur kappróður er hefðbundinn
hluti af hátíðarhöldunum þar í bæ og
segir Karel að metþátttaka sé í ár,
en alls hafa átta lið skráð sig til leiks.
Róðurinn hefst til móts við Fjöru-
krána og er róið inn að smábátahöfn-
inni. Ef til vill er það lýsandi fyrir
breytta tíma að ekkert liðanna inni-
heldur sjómenn, heldur er um að
ræða crossfit-iðkendur, hlaupahópa,
hjólaskautara og fyrirtækjahópa,
svo dæmi séu nefnd.
„Síðan er það um klukkan fjögur
sem úrslitin í keppninni um sterk-
asta mann Íslands munu ráðast, en
úrslitakeppnin fer að þessu sinni
fram hjá okkur í Hafnarfirði,“ segir
Karel.
„Eins og alltaf er ég virkilega
þakklátur fyrir framlag allra þeirra
sem að deginum koma, hvort sem
það er af hálfu bæjarins, björg-
unarsveita eða annarra.“
Skemmtidagskráin við Flens-
borgarhöfn í Hafnarfjarðarbæ er
fjölbreytt þennan sjómannadag-
inn, en hún hefst klukkan 13 með
tónleikum Das-bandsins. Á sama
tíma hefst skemmtisigling í boði
Hafnarfjarðarhafnar og verður
lagt af stað úr höfninni á hálftíma
fresti.
Samkoman sett klukkan 14
Kappróður við Flensborgarhöfn-
ina hefst einnig klukkan 13 og
gert er ráð fyrir að hann standi
yfir í um klukkustund. Lúðrasveit
Hafnarfjarðar hefur svo leik aftur
klukkan 13.50 áður en samkoman
er sett klukkan 14 með heiðrun
sjómanna, ávarpi og verðlauna-
afhendingu.
Jóhanna Guðrún og Davíð
Sigurgeirs sjá svo um að
skemmta frá klukkan 14.30 til 15,
þegar Listdansskóli Hafnar-
fjarðar tekur við og flytur dans-
atriði. Klukkan 15.30 stígur leik-
hópurinn Lotta á svið með
söngvasyrpu og klukkan 16 hefst
loks úrslitakeppnin um titilinn
sterkasti maður á Íslandi.
Gert er ráð fyrir að þyrla Land-
helgisgæslunnar muni fljúga nið-
ur að bænum meðan á hátíðar-
höldunum stendur og halda
björgunarsýningu við höfnina.
Þrautabraut og koddaslagur
Björgunarsveit Hafnarfjarðar
stendur enn fremur fyrir þrauta-
braut í sjó, rennibraut, gámasigi,
kassaklifri, fluglínutæki, kodda-
slag og björgunarsýningu. Slysa-
varnadeild Hraunprýði selur kaff
og siglingaklúbburinn Þytur
verður með opið hús, þar sem
verða árabátar, kajakar og skútu-
siglingar á kænum og kjölbátum.
Uppsettar skútur verða í verk-
stæðissalnum og búningsaðstaða
fyrir þá sem blotna.
Furðuverur úr undirdjúpunum
verða til sýnis við höfnina í boði
Hafrannsóknastofnunar og báta-
smíði fyrir krakka verður við Ís-
hús Hafnarfjarðar.
Opnar vinnustofur listamanna
Ljósmyndasýning verður á
Strandstígnum, en umfjöllunar-
efnið er Hafnarfjarðarhöfn í 110
ár. Sýning um tímabil erlendu út-
gerðanna verður í Bookless
bungalow og í Siggubæ verður
sýnishorn af heimili sjómanna í
Hafnarfirði frá fyrri hluta 20.
aldar.
Loks verða opnar vinnustofur
hjá ýmsum listamönnum; hjá
Málaranum við höfnina, vinnu-
stofu Soffíu Sæmundsdóttur
myndlistarkonu að Fornubúðum
8, í Gáru, vinnustofu átta leirlista-
kvenna, Fornubúðum 8, hjá Aðal-
heiði Skarphéðinsdóttur, Fornu-
búðum 8, í SIGN, þar sem fallegir
skartgripir eru hannaðir og smíð-
aðir, Fornubúðum 12, í Íshúsi
Hafnarfjarðar, en þar eru yfir
þrjátíu vinnustofur hönnuða, list-
og iðnaðarmanna, og í The Shed,
Suðurgötu 9.
Skemmtisigling
á hálftíma fresti
„Við höldum sjómannadaginn enn hátíðlegan þótt útgerðin sé ekki
lengur jafn áberandi og hún var hér í Hafnarfirði,“ segir Karel Ingvar
Karelsson, framkvæmdastjóri sjómannadagsins í Hafnarfirði.
Metþátttaka í kapp-
róðri í Hafnarfirði
F
ánar eru dregnir að húni
klukkan átta og svo leikur
Lúðrasveit Hafnarfjarðar
við Hrafnistu klukkan tíu.
Um hálfellefu stefnum við á
að leggja blómsveig að minnisvarða
við Víðistaðakirkju um horfna sjó-
menn,“ segir Karel.
„Síðan er farið í Hafnarfjarðar-
kirkju þar sem haldin verður sér-
stök sjómannamessa. Klukkan 13
byrjar hvalaskoðunarbátur Eld-
ingar að sigla með börn og gerir það
til klukkan 17. Klukkan 14 er sam-
Átta lið eru skráð til
leiks í kappróðri í ár.
Skemmtidagskráin í Hafnarfirði
hefst kl. 13 við Flensborgarhöfn.