Morgunblaðið - Sunnudagur - 02.06.2019, Qupperneq 2
Hvernig kemur til að þú spilar á þessum
tónleikunum?
Ég var spurður hvort mig langaði að vera með í þess-
ari tónleikaröð. Þetta er ákveðin tenging við eitt af
stærstu skáldum sögunnar sem ég var svo heppinn að
hitta nokkrum sinnum. Þetta eru stuttir tónleikar svo
þetta verður bara gaman.
Hvaða lög muntu flytja á tónleikunum?
Það er ekki alveg ákveðið en það liggur ljóst fyrir að
ég mun spila lög af nýju plötunni minni, Regnbogans
stræti, sem kemur út í ágúst. Ég mun spila eitt eða tvö
gömul lög en reyni að einblína á nýtt efni.
Verða einhverjir gestir með þér á nýju
plötunni?
Já, Kata [Katrín Halldóra Sigurðardóttir] syngur með mér í lag-
inu Án þín sem komið er út en fyrir utan það er ég bara einn.
Maður á aldrei að hafa fleiri en einn gest nema platan sé slík að
maður raði inn gestum.
Er eitthvert ákveðið þema á nýju plötunni?
Það ægir öllu saman á þessari plötu. Þarna er sálartónlist, þjóð-
lagarokk, hart rokk og allt þar á milli. Einhver sagði mér að
þetta væri eins og „best of“-plata með mér nema bara ný lög.
Ertu búinn að fara í ræktina í dag? Sippaðiru?
Já, ég fór í morgun. Ég sippaði ekki en ég tók jafnhöttun,
tog og endaði svo á því að taka 100 hæðir í stigavélinni. Á
morgun ætla ég svo að sippa.
Morgunblaðið/Eggert
BUBBI MORTHENS
SITUR FYRIR SVÖRUM
Tónleikar á
Gljúfrasteini
Í FÓKUS
2 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 2.6. 2019
Hún er fædd fyrir seinna stríð segir í lagi Magnúsar Eiríkssonar og erég farin að halda að átt sé við mig. Unga fólkið í kringum mig skilurmig nefnilega ekki. Það skilur ekki einföldustu íslensk orð (eða
danskar slettur) og þekkir ekki fólk sem ég taldi frægt, en var það líklega bara í
mínu ungdæmi. Nú er ég ekkert svo gömul, að mínu mati, en staðan er engu að
síður svona þessa dagana. Um daginn barst í tal Mick nokkur Jagger, sem ég
taldi vera einn frægasta einstakling jarðar. En nei, unga konan á þrítugsaldri
sem ég talaði við hafði ekki hugmynd um hver þessi ágæti maður er!
„Hann er söngvari Rolling Stones,“
upplýsti ég hana, þess fullviss að þá
myndi hún kveikja. En nei, aldrei
hafði hún heyrt þessa hljómsveit
nefnda!
Annað dæmi var að ég nefndi að
hægt væri að maka á sig „indíána-
mold“ í staðinn fyrir að sóla sig eða
fara í ljós. Viðkomandi hafði aldrei
heyrt talað um indíánamold, sem var
mikið notuð snemma á níunda ára-
tugnum af ungum stúlkum sem vildu
vera brúnar. Í staðinn vorum við allar
mjög óeðlilega rauðbrúnar í framan,
en það er önnur saga. Mér fannst eins
og allir ættu að þekkja þetta orð, en líklega muna aðeins konur á mínum aldri
eftir þessum misheppnaða andlitsfarða!
Í Sunnudagsblaði helgarinnar fékk ég það verkefni að sjá um hönnunar-
opnuna og er hún þar undir yfirskriftinni: Lekkerheit í lautarferð.
Lekkerheit er svo lekkert orð. Eldra fólkið, og þá er ég að tala um alvöru
eldra fólkið sem er í alvöru fætt fyrir seinna stríð eða þar um bil, slettir gjarnan
dönsku. Hún var víst töluð spari á sunnudögum þegar við vorum undir dönsk-
um kóngi. Einn gamall frændi segir gjarnan altså í upphafi setningar og
mamma slettir gjarnan dönsku. Sum orðin eru viðurkennd íslensk orð í dag en
kannski ekki mikið notuð af unga fólkinu; orð eins og huggulegur og lekker; orð
sem mér finnst mjög fín! Svo hef ég sérstakt dálæti á orðinu geðslegur, sem er
gamalt og gott íslenskt orð. Orðið ógeðslegt er hins vegar svo misnotað í dag;
allt er svo ógeðslega töff, ógeðslega gott, ógeðslega kúl. Sem meikar ekki sens,
eins og maður segir á góðri íslensku. En líklega tala ég stundum eins og gamla
fólkið og stundum eins og unglingarnir!
Annars er gott dæmi um ágæta setningu svona: „Mick Jagger er bæði afar
geðslegur og huggulegur og sérlega lekker í tauinu.“ Algjör negla!
Algjör negla í
mínu ungdæmi
Pistill
Ásdís
Ásgeirsdóttir
asdis@mbl.is
’Hann er söngvari Roll-ing Stones,“ upplýsti éghana, þess fullviss að þámyndi hún kveikja. En nei,
aldrei hafði hún heyrt
þessa hljómsveit nefnda!
Einar Victor Kreidler
Það leggst sjúklega vel í mig núna í
maí.
SPURNING
DAGSINS
Hvernig
leggst sum-
arið í þig?
Vala Ólafsdóttir
Mjög vel. Ég er mikið sumarbarn.
Guðmundur Jónsson
Það leggst bara mjög vel í mig.
Margrét Víkingsdóttir
Æðislega. Sumarið í fyrra var hræði-
legt svo þetta verður ekki verra.
Ritstjóri Davíð Oddsson
Ritstjóri og framkvæmdastjóri Haraldur Johannessen
Aðstoðarritstjóri og umsjón Karl Blöndal karl@mbl.is
Prentun
Landsprent ehf.
Hádegismóum 2,
110 Reykjavík.
Sími 5691100
Útgáfufélag
Árvakur hf.,
Reykjavík.
Forsíðumyndina tók
Eggert Jóhannesson
Bubbi Morthens spilar á stofutónleikum á Gljúfrasteini í Mosfells-
dal í dag, sunnudag, kl. 16. Tónleikarnir eru þeir fyrstu í röð tón-
leika í húsi skáldsins í sumar. Bubbi flytur bæði gömul lög og ný en
plata hans, Regnbogans stræti, kemur út í ágúst.
BAKARÍ / KAFFIHÚS / SALATBAR
Sunnumörk 2, Hveragerði, sími 483 1919, Almar bakari • Opið alla daga kl. 7-18
SÉRBAKAÐfyrir þig
SALATBAR
ferskur allan
daginn