Morgunblaðið - Sunnudagur - 02.06.2019, Blaðsíða 4
HEIMURINN
4 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 2.6. 2019
Langar þig í ný gleraugu!
Smáralind – Sími 517 0317 – www.plusminus.is
PLUSMINUS | OPTIC
Það fyrsta sem Marilyn Monroe leikkona tók eftir þegar
hún hitti Arthur Miller rithöfund, voru gleraugun!
Ein sú áhrifa-
mesta í heimi
Irma Jóhanna Erlingsdóttir er álista Apolitical, alþjóðlegsfræðslu- og stefnumótunarvett-
vangs fyrir ríkisstjórnir og aðra op-
inbera aðila, yfir 100 áhrifamestu
einstaklinga heims á sviði kynjajafn-
réttis. Þar er hún ásamt fríðum hópi
einstaklinga sem margir hverjir eru
heimsþekktir baráttumenn fyrir
jafnrétti kynjanna.
Irma er með doktorspróf í sam-
anburðarbókmenntum frá Sor-
bonne-háskóla í París, Frakklandi,
m.a. með áherslu á kynjafræði. Hún
gegnir starfi lektors við Háskóla Ís-
lands og hefur verið í forsvari fyrir
ýmsar stofnanir og verkefni í
tengslum við jafnrétti, bæði hér inn-
anlands og utan.
Irma segir þau verkefni sem hún
hefur stýrt alþjóðlega og athyglin
sem þau hafi vakið spili stóran þátt í
því að hún hljóti þann heiður að vera
á listanum. „Ég hef unnið að því síð-
astliðin ár að kynna verkefnin sem
ég stýri alþjóðlega, á ráðstefnum og
í greinum, meðal annars í þeim til-
gangi að fá til liðs við þau þátttak-
endur frá fleiri svæðum og afla
styrkja til þeirra. Ég hef líka litið
svo á sjálf verkefnin séu á margan
hátt til marks um nýstárlega nálgun
og nýsköpun á sviðinu,“ segir Irma.
Vill afhjúpa ójafnrétti
Hún segir þær rannsóknir sem hún
stundi og starfsemi þeirra stofnana
sem hún leiði snúast um að afhjúpa
ójafnrétti og finna leiðir til að sporna
gegn því.„Ég geri ráð fyrir því að
það sem spilar stærstan þátt í því að
ég er á þessum lista sé áherslan á
samspil rannsókna og praktískra
lausna.“
Irma segir rannsóknir sínar hafa
beinst að réttlæti og stjórnmálum.
„Ég hef stundað rannsóknir á ímynd
Norðurlandanna á sviði jafnrétt-
ismála og #metoo-hreyfingarinnar í
samstarfi við erlenda rannsak-
endur.“
Aðeins þrír karlmenn eru á listan-
um þetta árið. Irma segir það end-
urspegla stöðuna á þessu sviði.
„Hins vegar er þetta að breytast og
sífellt fleiri karlar koma að mála-
flokknum.“
Vænt um viðurkenninguna
Irmu þykir mjög vænt um þá við-
urkenningu að vera á listanum. „Ég
vonast til að hún gagnist þeim verk-
efnum sem ég stýri og öllum þeim
sem koma að þeim þannig að við get-
um haldið áfram að láta okkur
dreyma um að koma á breytingum í
jafnréttisátt,“ segir hún.
Irma segir að starf á hennar sviði
mæti ekki alltaf skilningi og enn
minni á árum áður en nú til dags.
„Ég er einmitt þess vegna ein-
staklega þakklát öllum þeim sem
hafa unnið með mér og stutt verk-
efnin sem ég hef farið fyrir,“ segir
Irma og bætir við að þau verkefni
sem hún hefur unnið að velti ekki að-
eins á hennar framlagi heldur allra
þeirra sem komið hafa að þeim.
Irma Erlingsdóttir er ein
af 100 á lista Apolitical
yfir áhrifamestu ein-
staklinga heims á sviði
jafnréttismála.
Ljósmynd/Kristinn Ingvarsson
Irma Erlingsdóttir er einn af 100 áhrifamestu ein-
staklingum á sviði jafnréttis í heiminum ef marka
má nýjan lista Apolitical. Hún vonast til að nafn-
bótin gagnist í baráttunni fyrir jafnrétti.
Böðvar Páll Ásgeirsson bodvarpall@mbl.is
Apolitical eru samtök sem ná
til 170 landa og hafa það að
markmiði að miðla reynslu og
efni sem nýtist við m.a. við op-
inbera stefnumótun, þ.m.t. á
sviði jafnréttismála. Þetta er í
annað skipti sem samtökin gefa
út lista yfir 100 áhrifamestu ein-
staklinga heims á sviði stefnu-
mótunar í jafnréttismálum.
Í fyrra voru bæði Katrín Jak-
obsdóttir forsætisráðherra og
Hanna Birna Kristjánsdóttir,
fyrrverandi ráðherra og borg-
arstjóri, á listanum en Katrín er
þar einnig í þetta skipti. Emma
Watson leikkona og Michelle
Obama, fyrrverandi forsetafrú
Bandaríkjanna, eru meðal
þeirra sem skipa listann í ár.
Í hópi með Obama
Nú eru liðnar tvær vikur frá Eurovisionog tómið hefur endurheimt okkur. Viðerum aftur farin að tala um orkupakk-
að málþóf, áþreifanlegan skort á túristum og
annað álíka spennandi. Við þurfum bara að gera
þetta oftar. Eurovision: Ég sakna þín!
Það var gaman að sjá þennan mikla áhuga
sem skyndilega kviknaði fyrir keppninni. Eftir
nokkur mögur ár gerðist það loksins að við Ís-
lendingar komumst aftur í úrslit. Og þvílík ham-
ingja!
Ég held að margir geri sér ekki grein fyrir
því hversu mikil áhrif þessi keppni hefur. Ekki
bara þegar kemur að tónlist (og jafnvel síst þar)
heldur svona andlega fyrir þjakaða þjóð. Loks-
ins vorum við metin að verðleikum og í nokkra
daga tókst okkur meira að segja næstum því að
gleyma öllu nema að skipuleggja partí.
Kaupmenn brostu út að eyrum og Vogaídýf-
an rann í stríðum straumum. Allir voru glaðir
og þegar upp var staðið voru flestir bara nokkuð
sáttir við 10. sætið. Hatara tókst meira að segja
að fara ákveðna millileið í mótmælum sínum
sem róaði sniðgöngufólk en tók hið borgaralega
íhald ekki alveg af hjörunum.
En það sem gladdi mig mest var hvernig við
föðmuðum þessa keppni að okkur. Hnuss-
urunum fækkaði verulega og meira að segja
stöku dauðarokkari hefur sennilega fórnað sér í
að horfa. Eins og allir eiga að gera.
Það er ekki hægt að gera öllum til hæfis.
Ekki einu sinni mér sem hefur tekist í gegnum
tíðina að þróa með mér þol fyrir allskonar fram-
lögum. Stundum koma lög sem eru í besta falli
skrýtin. Jafnvel furðuleg og hreint ekki
skemmtileg. En þá má ekki gleyma því fallega
smáatriði að hvert lag má aldrei vera lengra en
þrjár mínútur.
Svo færir keppnin okkur ákveðna landafræði-
þekkingu. Við vitum miklu meira um landamæri
eftir að hafa horft á Eurovision. Og hversu
margir unglingar myndu hafa heyrt um Na-
gorno Karabakh ef ekki væri fyrir þá staðreynd
að Aserar gefa Armenum engin stig og öfugt?
Þetta er líka grunnnámskeið í tvískinnungi.
Um leið og við súpum hveljur yfir því að Grikkir
verðlauni nágranna sína á Kýpur með tólf stig-
um hendum við megninu af stigunum okkar á
Danmörku, Noreg og Svíþjóð. Og getum illa fal-
ið hneykslun okkar á því að fá ekki sömu þjón-
ustu að launum.
Svo er það bara allt hitt sem við sjáum, kynn-
umst og lærum. Tungumál (eða að minnsta
kosti blæbrigði enska hreimsins um Evrópu),
saga þjóða, joik og öskursöngur pólskra
mjaltakvenna, fjölbreytileiki og samkynhneigð.
Ég held að það geri mörgum gott að sjá öðru
hverju tvo hamingjusama karlmenn í kröftug-
um skrúfusleik í ríkissjónvarpi landsins.
Það er svo mikil gleði sem fylgir þessari
keppni, jafnt í salnum sem á sviðinu. (Nema
mögulega Georgíumennirnir sem ég vona að
hafi fengið viðeigandi hjálp frá sálfræðingum.
Þeir litu helst út fyrir að ætla að skamma mann
til að kjósa sig). Jú, og svo má nú sennilega
nefna að Hatari var kannski ekki á trampólíninu
allan tímann, en það er líka erfitt í miðju lagi um
að hatrið muni sigra.
En fegurðin í keppninni myndgerir sig í 55
ára tannlækni frá Tyrklandi. Því miður fóru
Tyrkir í fýlu og ákváðu að taka ekki þátt í
keppninni. En okkar maður dó ekki ráðalaus
heldur nánast keypti sig inn sem flytjanda San
Marínó. Og þarna stóð hann á sviðinu, söng lag í
anda Boney M, ekki alltaf í réttri tóntegund, í
helst til þröngu hvítu jakkatöfunum sínum. Ég
held að ég hafi aldrei séð glaðari mann.
Það er þessi gleði sem er svo skemmtileg.
Þegar maður hugsar út í það þá er það fjarri því
sjálfgefið að það sé hægt að hrúga öllum þess-
um þjóðum saman og það án þess að tapa
gleðinni. Það er nefnilega aldrei of mikið af
gleði.
’Við vitum miklu meira umlandamæri eftir að hafa horftá Eurovision. Og hversu margirunglingar myndu hafa heyrt um
Nagorno Karabakh ef ekki væri
fyrir þá staðreynd að Aserar gefa
Armenum engin stig og öfugt?
Á meðan ég man
Logi Bergmann
logi@mbl.is
Þrjár mínútur af gleði