Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Morgunblaðið - Sunnudagur - 02.06.2019, Qupperneq 15

Morgunblaðið - Sunnudagur - 02.06.2019, Qupperneq 15
bandi nokkrar ástæður. „Í fyrsta lagi erum við öll betur upplýst um ástandið, ekki síst vegna vaxandi öfga í veðurfari úti um allan heim. Þá er ég að tala um flóð, fellibyli, skógarelda og aðrar náttúruhamfarir sem setja sívaxandi svip á samtímann. Í öðru lagi er endurnýjanleg orka, svo sem vind- og sólarorka, orðin mun ódýrari og skil- virkari en áður sem gerir baráttuna við mengun í heiminum miklu viðráðanlegri. Við sjáum hverju þetta skilar og það hvetur okkur til dáða. Í þriðja lagi held ég að fólk sé almennt farið að skynja betur að hagsmunir einstakra ríkja og hagsmunir heimsbyggðarinnar í heild geta hæglega farið saman. Það er ekkert endilega annaðhvort eða.“ Lítum í eigin barm! Figueres hefur margoft sagt að mannkyni sé mikil hætta á höndum vegna loftslagsbreytinga og að mikið verk sé fram undan, hvað sem líður góðum vilja, metnaði og merkilegum samn- ingum. „Átakið hefst hjá hverju og einu okkar. Hvort sem um er að ræða einstakling, fyrir- tæki, stofnun, sveitarfélag borg eða ríki. Öll þurfum við að líta í eigin barm og spyrja okkur hvað við getum lagt af mörkum. Það er skylda okkar allra, hvar sem við erum í heiminum, að helminga losun gróðurhúsalofttegunda fyrir ár- ið 2030. Og eins og ég kom inn á áðan þá er það alls ekki óvinnandi verk. Með samstilltu átaki getum við náð þessu markmiði. Ef ég sannfæri sjálfa mig um að ég geti minnkað losun um helming á næstu tíu árum þá mun það ganga eftir. Sama máli gegnir um þjóðir sem heild. Auðvitað mun þetta ekki gerast á einni nóttu en við megum samt ekki missa móðinn. Ástandið er sannarlega alvarlegt, það hefur enga þýðingu að fara í grafgötur með það, en það er eigi að síður engin ástæða til að örvænta. Að því sögðu þá megum við engan tíma missa – við verðum að byrja núna að átta okkur á því hvernig við ætl- um að draga úr losun um helming. Ef við hikum núna kann það að verða of seint.“ Figueres segir tilgangslaust að velta sér upp úr fortíðinni, mistökum og eyðileggingu sem þar hafi átt sér stað. „Það hefur enga þýðingu að horfa til baka. Það sem er búið og gert er ná- kvæmlega það, búið og gert. Ég hef enga þörf fyrir að benda á sökudólga; þetta er bara hluti af mannkynssögunni og við höfum nákvæmlega ekkert um það að segja úr þessu. Við getum á hinn bóginn haft heilmikil áhrif á framtíðina.“ Fagnar frumkvæði barnanna – Talandi um framtíðina þá hafa börn víða um heim verið að mótmæla því sem þau kalla að- gerðaleysi stjórnvalda í loftslagsmálum. Hefur það aðhald einhver áhrif? „Það vona ég svo sannarlega. Ég fagna frum- kvæði yngstu kynslóðarinnar eins dapurlegt og það er að hún hafi þurft að grípa til slíkra ör- þrifaráða. Börnin eru ekki að mótmæla að- gerðaleysi, margt hefur verið gert, en þau eru á hinn bóginn sannfærð um að hægt sé að gera enn betur. Börnunum er annt um framtíðina og sitt eigið líf. Þess vegna mótmæla þau og við ættum öll sem eitt að styðja þær aðgerðir.“ Vísindamenn hafa fært fyrir því rök að hlýn- un sé hvergi meiri en á norðurslóðum og því hefur til dæmis verið spáð að allir jöklar á Ís- landi verði horfnir innan 200 ára. Figueres segir þetta að sjálfsögðu mikið áhyggjuefni og komi ekki bara íbúum á norðurslóðum við, heldur öll- um heiminum, enda gæti áhrifa jökulbráðnunar víða, svo sem með hækkandi sjávarmáli og hita- stigi. „Mörg vistkerfi eru í hættu og fyrstu vist- kerfin sem koma til með að heyra sögunni til eru kóralrifin vítt og breitt um heiminn. Þau munu hverfa að fullu á undan skautssvæðunum en um helmingur þeirra er nú þegar horfinn, því miður. Það þýðir að barnabörnin okkar munu aldrei kynnast náttúrulegum kóralrifjum sem er ákaflega sorglegt. Næsta vistkerfi sem verður fórnarlamb lofts- lagsbreytinga er sumarísinn á norðurslóðum og ef við gætum ekki að okkur mun hann hverfa að fullu á skömmum tíma. Það er stórmál enda hef- ur sumarísinn þar um slóðir bein áhrif á hitastig í heiminum fyrir þær sakir að hvítur ísinn end- urvarpar geislum sólarinnar aftur út í andrúms- loftið. Um leið og hvítur ísinn verður orðinn að dökku vatni kemur hann til með að drekka í sig geislana og stuðla að aukinni hlýnun jarðar. Þetta er mikið áhyggjuefni.“ Átti danska ömmu og afa Síga fer á seinni hluta símtalsins en við notum seinustu mínúturnar til að fara yfir í allt aðra sálma. Seinna eftirnafn Figueres, Olsen, bendir til norrænna tengsla. „Það er rétt,“ segir hún hlæjandi. „Foreldrar móður minnar voru danskir en fluttust til New York, þar sem móðir mín fæddist. Hún flutti síðar til Kostaríka og giftist föður mínum, sem þá var forseti landsins,“ segir Figueres en þess má geta að móðir hennar, Karen Olsen Beck, var aðeins 23 ára þegar hún varð forsetafrú í Kostaríka. Hún sat síðar á þjóðþinginu og gegndi embætti sendiherra Kostaríka í Ísrael. Spurð hvort hún sé í sambandi við sitt fólk í Danmörku svarar Figueres játandi. „Olsen- og Beck-fjölskyldurnar eru hvor tveggja mjög stórar, með hundruð fjölskyldumeðlima. Sumir þeirra búa í Danmörku en aðrir annars staðar. Ég er í ágætu sambandi við sumt af þessu fólki.“ Eins og fram kom hér að ofan flutti Figueres aftur til Kostaríka fyrir fáeinum mánuðum eftir 46 ára fjarveru. „Ég fór mjög ung að heiman og hef búið erlendis allt mitt líf sem fullorðin manneskja.“ – Hvað hefur breyst á þessum 46 árum? „Úff, því get ég ekki svarað strax. Það er svo stutt síðan ég sneri aftur,“ svarar hún hlæjandi. „Ég get þó sagt þér að þrengslin eru meiri, sem dregið hefur úr framleiðni. Þá eru mun fleiri bif- reiðar á götunum og loftmengun hefur aukist. Það eru slæmu fréttirnar. Góðu fréttirnar eru hins vegar þær að Kostaríka er eitt af fáum, jafnvel eina landið sem snúið hefur vörn í sókn varðandi skóglendi. Áður vorum við eitt af þeim ríkjum sem gengu hvað mest á skóglendi sitt en nú erum við eitt af þeim ríkjum sem gróðursetja mest af trjám. Ekki nóg með að 25% landsins séu þjóðgarður heldur eru hér um bil 50% landsins skógivaxin.“ – Ertu sest að í Kostaríku? „Það er ómögulegt að segja. Ekkert dugar að eilífu. Ég bý þar nú en enginn veit hvað fram- tíðin ber í skauti sér.“ Stálver í Scunthorpe á Eng- landi með tilheyrandi meng- un fyrir andrúmsloftið. AFP Vísindamenn spá því að allir jöklar á Íslandi verði bráðnaðir innan 200 ára. Morgunblaðið/RAX ’ Það var vissulega mikiláskorun að taka við keflinu áþessum tíma. Þungt var í mönn-um um allan heim og ekkert traust ríkti í málaflokknum. Margir virtust sammála um að baráttan væri vonlaus. 2.6. 2019 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.