Morgunblaðið - Sunnudagur - 02.06.2019, Page 17

Morgunblaðið - Sunnudagur - 02.06.2019, Page 17
ræsinu er ekki sú framtíðarsýn sem honum hugnast. Trump hefur nú bannað sínum mönnum að nefna Gaddafi aftur til sögunnar. En svo er það stóra málið Trump forseta liggur á í mörgu því hann gengur með þá meinloku sem íslenskir stjórnmálamenn eru nú orðið algjörlega lausir við. Hann telur að hann eigi að efna sín kosningaloforð. Vitrustu menn hafa hver af öðrum bent á að þar sé forsetinn kominn út á hála braut. En meinloku sína rígheldur forsetinn í og eitt helsta kosningaloforðið er að koma viðskiptum við Kína í það horf að þar hafi eitthvað þokast í átt við það sem tíðkast á alþjóðavísu. Trump segir Xi Jinping forseta vin sinn, en þeir eru þó komnir í deilu sem gjarnan er jafnað við að við- skiptastríð sé skollið á og það á milli stórvelda. Trump teflir hratt og djarft. Þótt Xi sé æðsti valdamaður í alræðisríki og hafi aldrei heyrt prófkjör nefnt og aðeins kosningar þar sem talningunni er lokið fyrst og kjörstaðir opnaðir svo, eins og Stalín hafði það líka, er ekki þar með sagt að hann verði ekki að horfa af sínum ástæðum til al- menningsálitsins. Staða hans og heiður mega ekki endilega við því að hann láti í minni poka fyrir Donald Trump, sem ræður ekki fyllilega við Kim litla kóng í Kóreu. Kína er fjölmennasta ríki veraldar og það er ekki lengur fátækt og frumstætt bændasamfélag. Þetta kommúnistaríki framleiðir fleiri nýja milljarðamær- inga í dollurum talið á hverju ári en dollaradýnan sjálf austan Kyrrahafsins. Kína er í fremstu röð í marg- víslegri vísindaiðkun, frá því smæsta og flóknasta upp í geimvísindin. Ef að gangverkið þar hikstar fer margt á hliðina nær og fjær. Það kemur alls staðar við. Kína er alheimsframleiðandi á lyfjum og nálgast hratt að hafa eins konar einokunarstöðu á því sviði. Nú er svo komið að sá þáttur er talinn getað ógnað ör- yggi á vesturlöndum. Kína hefur langfjölmennasta landher í heimi. Hann sendir mikilvæg skilaboð til umheimsins en ekki síður inn á við. Flotaveldi og flugher eflast með degi hverj- um. Kína blæs á mótmæli um manngerðar eyjar sem er svo breytt í hernaðarlegar bækistöðvar með því að veifa hendi. Áhrif þess á alþjóðlegar siglingaleiðir aukast í kjölfarið. Kína lætur ekki sinn hlut í sigl- ingum um norðurleiðina sem hefur verið að opnast og er með puttann í Afríku og Suður-Ameríku. Kína læt- ur til sín taka um allan heim. Það kvað vera langt á milli kosninga í Kína Forystumenn risaríkisins þurfa hins vegar ekki, eins og Trump, að einblína á haustkosningarnar á næsta ári. Viðskiptaþvinganir vestra og gagnaðgerðir gætu dugað til þess að Trump tapaði vígstöðu á þeim svæð- um sem tryggðu sigur hans síðast. Það veit Xi forseti eins vel og Trump forseti. Kim Jong-un á næst síðasta orðið um það hvort að hann semur við Trump fyrir kosningarnar í nóvember 2020. Síðasta orðið um það á hins vegar Xi Jinping forseti Kína. Þess vegna fór eins og fór í Singapúr. Viðskiptastríðið er óþægilegt fyrir Xi. Áhrifin inn- anlands geta orðið óþægileg, enda hefur Kína búið við samfelldan hagvöxt um allangt skeið. Hagvaxt- arskellur yrði ekki aðeins erfiður heldur beinlínis hættulegur. Hundruð milljóna manna eru nú orðnir góðu vanir og hafa byggt með sér kröfur um lífsgæði sem voru óþekktar í tíð Maós og samferðamanna hans í Göngunni miklu. Það er lítill vafi á því að Xi forseti og valdakjarni hans eru meðvitaðir um þessar hættur, ekki síst á tímamótum þegar að umheimurinn minnist atburð- anna á Torgi hins himneska friðar og heimamenn gera það í hljóði. En þrátt fyrir þetta þá eru engin líkindi til þess að Trump gæti með aðgerðum sínum stuðlað að stjórn- arskiptum í Peking, þótt hann vildi. En það er á hinn bóginn fjarri því að vera útilokað að Xi forseti geti ráðið miklu um það, hvort að Trump sitji áfram í Hvíta húsinu eftir forsetakosningarnar í nóvember. Eina spurningin er sú, hvenær þessi stað- reynd rennur upp fyrir Donald Trump. Flestir þykjast vita að sá maður hugsi jafnan um heildarhagsmuni. Þá er átt við heildarhagsmuni Donalds Trump. Þetta veit Xi. Morgunblaðið/Hari 2.6. 2019 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.