Morgunblaðið - Sunnudagur - 02.06.2019, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - Sunnudagur - 02.06.2019, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 2.6. 2019 LÍFSSTÍLL Útivera er stór hluti af okkartilvist, verandi börn foreldraokkar. Þau eru mikið ævin- týrafólk,“ segir Benedikt og Helga Guðrún tekur undir það. Systkinin eru 21 árs Reykvíkingar, börn hjónanna Helgu Sverrisdóttur og Bjarna Ármannssonar. Þau segjast alin upp við útivist og göngur. Helga Guðrún segir að ferðir fjölskyldunnar út í náttúruna í gegnum tíðina hafi verið afar skemmtilegar og lærdóms- ríkar. „Við höfum ágæta reynslu af göngum og að ganga í Nepal var ekk- ert mjög ósvipað því að ganga Fimm- vörðuháls, fyrir utan hæðina.“ Hinn 24. mars lögðu systkinin af stað ásamt föður sínum og fjöl- skylduvini, Hilmu Sveinsdóttur, til Himalajafjalla. Í Nepal biðu ævin- týrin, því á dagskrá var að ganga upp í grunnbúðir og eiga í leiðinni góðar stundir saman. Þar myndi leiðir skilja; þau þrjú halda niður á ný en Bjarni myndi reyna við hæsta tind heims. Flottustu fjöll í heimi Flogið var til Katmandú og segja þau bæði að furðulegt hafi verið að fljúga yfir borgina, sem ekki virtist lúta neinum reglum venjulegs borgar- skipulags. „Maður er vanur að sjá götur í röðum, en þarna er enginn beinn vegur lengri en nokkur hundr- uð metrar og engin reiða á hlut- unum,“ segir Benedikt. „Svo eru þarna heilagar kýr á götunum.“ Helga Guðrún tekur undir að borg- in hafi verið afar framandi og ólík öllu sem þau eigi að venjast. „Mér fannst merkilegast að þarna eru engar um- ferðarreglur; fólk keyrir eftir sínu höfði og vonar það besta. Enda deyja þarna fimmtán manns á dag í umferð- inni.“ Hópurinn dvaldi einn dag í Kat- mandú og notuðu þau tímann til að skoða sig um áður en lagt var í göng- una löngu upp í grunnbúðir. Flogið var með hópinn til bæjarins Lukla. „Þar er lent á einum hættulegasta flugvelli heims. Hann er frægur fyrir það. Það var dauðsfall þar tveimur dögum eftir að við vorum þar, en það er ekki hægt að fljúga þangað blind- flug,“ útskýrir Benedikt. „Mér fannst mjög skrítið að koma til Lukla og vera þar í Himalajafjöll- unum. Þau eru alveg jafn klikkuð og maður ímyndar sér. Það er svo gam- an að sjá þessi flottustu fjöll í heimi,“ segir Helga Guðrún. Benedikt tekur undir það. „Manni fannst maður mjög lítill einhvern veginn í þessum stóru fjallasölum. Þarna voru endalausir fjallgarðar. Þegar maður komst ná- lægt tindum sá maður hvað þeir voru ógnvænlega háir.“ Bannað að leggja sig Frá Lukla var lagt af stað eftir stíg- um í átt að grunnbúðum Everest, og tók gangan alls tíu daga, með hvíldar- dögum. Göngufólkið þurfti að bera léttan dagpoka en burðarmenn báru Ljósmyndir/Benedikt Bjarnason Lítil í stórum fjallasölum Tvíburarnir Benedikt og Helga Guðrún Bjarnabörn upplifðu mikið ævintýri í lok mars þegar þau gengu upp í grunn- búðir Everest. Þar kvöddu þau föður sinn, Bjarna Ármanns- son, sem toppaði hæsta tind veraldar nokkrum vikum síðar. Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is Í grunnbúðum eru tjaldbúðir svo langt sem augað eygir. Landslagið er afar hrjóstrugt og undir grjóti er jökull sem er á sífelldri hreyfingu. Krakkarnir sáu snjóflóð falla úr fjöllunum fyrir ofan. Benedikt og Helga Guðrún fylgdu föður sínum, Bjarna Ármannssyni, upp í grunn- búðir Everest. Þar skildi leiðir; unga fólkið hélt nið- ur en Bjarni upp á topp. Systkinin segja að kveðju- stundin hafi verið erfið.  Ein öflugustu meltingarensím ámarkaðnum í dag l Ensím eru nauðsynleg fyrir meltingu og öll efnaskipti líkamans. l Betri melting, meiri orka! l Inniheldur ATPro (ATP (orkuefni líkamans), Magnesíum Citrate, Coensime Q10, Phytase). l Söluhæsta meltingarvaran í Bandaríkjunum. l 100% vegan hylki. Án fylliefna, bindiefna eða annarra flæðiefna. Fæst í flestum apótekum, heilsubúðum og og í heilsuhillum stórmarkaða Mér finnst gott að fá mér bjór með pizzu en því miður þá verð ég alltaf útþaninn eftir það. Ég að prófaði að taka „Digest Gold“ fyrir máltíðina og viti menn, það bara svínvirkaði! Haraldur Egilsson, 47 ára sjómaður og ævintýragjarn matgæðingur Það bara svínvirkaði! Digest Gold Ensím geta hjálpað til við að slá á óþægindi svo sem,loftmyndun, uppþembu, meltingartruflanir og meltingaróreglu

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.