Morgunblaðið - 05.07.2019, Side 20

Morgunblaðið - 05.07.2019, Side 20
20 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. JÚLÍ 2019 ✝ Kristín Jón-asdóttir fæddist í Reykjavík sum- ardaginn fyrsta, 24. apríl, árið 1933. Hún lést á líknar- deild Landspítalans 17. júní 2019. Foreldrar henn- ar voru hjónin Gréta Kristjáns- dóttir húsfreyja frá Álfsnesi, f. 22. janúar 1901, d. 21. september 1993, og Jónas Jó- steinsson úr Skagafirði og yf- irkennari í Austurbæjarskól- anum, f. 7. september 1896, d. 4. mars 1989. Yngri bróðir Krist- ínar er Kári, f. 11. febrúar 1940, kvæntur Ragnhildi Valdimars- dóttur. Eftirlifandi eiginmaður Krist- ínar er Valdimar Örnólfsson, f. 9. febrúar 1932, íþróttakennari og fyrrverandi íþróttastjóri Há- skóla Íslands, sonur Örnólfs Valdimarssonar kaupmanns og útgerðarmanns á Suðureyri, og Ragnhildar Kristbjargar Þor- varðsdóttur frá Stað í Súganda- firði. Kristín og Valdimar gengu í hjónaband 19. mars árið 1963. Kristínu og Valdimar fæddust fjögur börn, þrír synir og dóttir sem dó í fæðingu árið 1973: 1) mörku 1955 og fór til Madríd í spænskunám veturinn 1962. Valdimar og Kristín bjuggu rúm- an áratug í Safamýri en byggðu sér hús í Bláskógum og fluttu þangað 1977 þar sem Kristín bjó til æviloka. Kristín vann í bókhaldsdeild SÍS í fimm ár, en fékk þá starf hjá Loftleiðum sem flugfreyja, þar sem hún starfaði til 1963. Kristín var heimavinnandi húsmóðir fyrstu tíu árin í hjú- skap þeirra Valdimars. Meðfram húsmóðurstörfunum tók Kristín jafnframt virkan þátt í starfi Valdimars bónda síns við skíða- skólann í Kerlingarfjöllum. Kristín hóf störf á skrifstofu Kjarvalsstaða frá opnun árið 1973 og þar vann hún í tíu ár. Á þeim árum var hún einnig nokk- ur haust fararstjóri í ferðum eldri borgara til Spánar. Eftir það starfaði hún um tíma sem aðstoðarforstöðukona við Fé- lags- og þjónustumiðstöð Reykja- víkurborgar í Norðurbrún, en tók árið 1986 við starfi for- stöðukonu Félags- og þjónustu- miðstöðvarinnar í Hvassaleiti og lauk starfsævi sinni þar árið 2002. Hún var til æviloka virk í félagsstarfi, m.a. Soroptim- istaklúbbs Bakka og Selja, og í Svölunum, félagsskap flugfreyja. Útför Kristínar fer fram frá Háteigskirkju í dag, 5. júlí 2019, klukkan 15. Jónas, f. 3. júní 1963, orkuverk- fræðingur. Hann var kvæntur Else- beth Aller en þau skildu. Börn þeirra eru Laura Kristín, Dagmar Elísabeth og Valdemar Björn. Sambýliskona Jón- asar er Lóa Pind Aldísardóttir, og synir hennar eru Númi og Tumi. 2) Örnólfur, f. 4. nóvember 1964, bæklunarlæknir. Hann var kvæntur Sóleyju G. Þráinsdótt- ur, en þau skildu. Börn þeirra eru Hinrik Þráinn, Kristín Valdís og Valdimar Kári. 3) Kristján, f. 12. janúar 1967, bæklunarlæknir í Noregi, í sambúð með Caroline Sagatun. Börn þeirra eru Una Kristín, Edda Sofie og Sturla. Kristín átti heima fyrstu ævi- árin á Egilsgötu en flutti síðar í Mávahlíð. Hún lauk Gagnfræða- skóla Austurbæjar og braut- skráðist frá Samvinnuskólanum í Reykjavík árið 1951. Þrátt fyrir glæsilegan árangur átti Kristín þess ekki kost að fara í fram- haldsdeild skólans, því hún var ekki ætluð konum. Kristín sótti Húsmæðra- og uppeldisskóla í Silkiborg í Dan- „Kiddi minn, ég er búin að hafa fimm fín ár, einhvern tímann og úr einhverju verður maður að deyja. Ég veit bara ekki hvað meira ég á að segja.“ Þetta voru orðin sem móðir mín sagði við mig eftir fimm ára lyfjameðferð við krabbameini sem hægt var að halda í skefjum, en var nú komin með annað ólæknandi krabbamein sem var búið að dreifa sér í lifrina og lung- un. Þessi orð lýsa því vel hvers konar manneskja hún var, hún tók öllu með jafnaðargeði. Þegar ég hringdi í móður mína frá Nor- egi síðustu vikurnar fyrir andlát- ið og hún var orðin illa farin af krabbameininu kvartaði hún aldrei. Hún spurði hvernig við hefðum það, hvort það væri fínt veður, talaði um það hver hefði komið í heimsókn og var alveg undrandi á því hvað fólk væri notaleg og elskulegt við hana. Oft þurfti ég að bíða lengi og síðan spyrja: „En hvernig hefur þú það, mamma?“ Þá varð oft þögn og svo svaraði hún: „Jæja, það geng- ur nú kannski ekki nógu vel.“ Þegar ég var fimm ára fæddi móðir mín fallega andvana dóttur eftir níu mánaða meðgöngu, en sagði við föður minn: „Valdimar, ég get nú bara þakkað fyrir að hafa eignast þrjá heilbrigða syni.“ Ég hugsa oft um það hvað við bræðurnir vorum heppnir að fá hana sem móður og við uppeldi á mínum börnum hef ég oft hugsað: „Hvað hefði mamma sagt/gert núna?“ Við bræðurnir fengum líkt uppeldi, það var aldrei neinn í meira uppáhaldi en annar. Ef það er eitthvað til sem heitir skilorðs- bundin ást þá fengum við það frá móður okkar. Hún skammaði okkur ekki og var aldrei reið út í okkur. Þegar mamma fékk dauða- dóminn byrjaði hún að plana jarðarförina. Hún sagði að það yrðu oft svo mikil vandræði hjá fjölskyldum við andlát og að pabbi hefði nóg annað að gera og hafa áhyggjur af. Í síðasta skipti sem ég hringdi frá Noregi og tal- aði við móður mína var tveimur dögum fyrir andlátið. Mamma var þá orðin úrvinda, enginn var hjá henni en henni tókst samt að svara í símann, en gat næstum ekki tjáð sig. Mér fannst þetta lýsa henni mjög vel, hún kvartaði aldrei en vildi allt fyrir aðra gera. Móðir mín kláraði Samvinnu- skólann og vann hjá SÍS í nokkur ár en fékk þau skilaboð að konur ættu ekki sömu möguleika á því að vinna sig upp í stjórnunarstörf eins og karlar. Hún byrjaði þá að vinna sem flugfreyja hjá Loftleið- um en fékk ekki að halda því áfram þegar hún giftist og eign- aðist sitt fyrsta barn. Mamma var heimavinnandi í 10 ár og byrjaði síðan að vinna á Kjarvalsstöðum þar sem hún starfaði í 10 ár og síðustu 16 árin vann hún sem for- stöðumaður félags- og þjónustu- miðstöðvarinnar í Hvassaleiti. Móðir mín var réttlát og jafnrétt- issinni og óskaði eftir því að átta konur bæru kistuna til grafar. Börn og barnabörn elskuðu hana, tengdadæturnar elskuðu hana. Ég minnist þess þegar við fórum til baka til Noregs að hún kvaddi okkur með tárin í augun- um og sagðist hlakka til að sjá okkur aftur. Hér sit ég og berst við tárin en allt tekur enda. Minningin um hana lifir í hjarta mínu, fjölskyldu minnar og vina okkar. Kristján Valdimarsson. Elsku Kristín. Þú bræddir mig við fyrstu kynni. Komin á níræðisaldur þeg- ar við hittumst fyrst fyrir um tveimur árum en geislaðir af lífs- fjöri. Hlýjan, örlætið og ástríkið streymdi frá þér. Jónas hafði beðið mig að koma og hitta for- eldra sína í fyrsta skipti sumar- dag einn eftir vinnu. Ég mætti í Bláskógana hálfskjálfandi á bein- unum, fannst heimsóknin kvíð- vænleg þótt ég ætti að heita full- orðin, farin að halla í fimmtugt. Bæði tókuð þið afskaplega hlý- lega á móti mér. Þú varst búin að dúka borð, bera fram kökur. Tókst þéttingsfast í handlegginn á mér, leiddir mig um húsið, sýndir mér króka og kima, mynd- ir af fallegu afkomendunum þín- um og lagðir þig alla fram við að sýna í verki að ég væri velkomin í fjölskylduna. Og hélst því áfram þessi tvö ár sem ég fékk að vera samvistum við þig. Varst gjaf- mild og örlát á falleg orð, iðaðir af spenningi þegar ég tók þátt í dansþáttum, keyptir áskrift að Stöð 2 til að fylgjast með þátt- unum mínum. Mér varð fljótt ljóst að þú varst sjálfstæð um- fram það sem venja er hjá konum af þinni kynslóð, hafði eflaust mótandi áhrif að hafa náð að vera ógift, vinnandi kona framundir þrítugt, sjálfstæð kona með gjaldeyri, bílpróf og flottan bíl þegar þið Valdimar fóruð að draga ykkur saman. Sjálfstæði sem var sko ekkert farið að þverra þegar við kynntumst, þeg- ar þú fékkst loks appelsínugula fallega sófann þinn inn í stofu, þegar þú reistir hnakkann og sagðir þér bara lítast langbest á að Hatari færi fyrir okkar hönd í Eurovision. En það sem heillaði mig í fari þínu var þessi fjörglampi í aug- unum, þessi lifandi áhugi á sam- ferðafólki og tilverunni, hvernig þú tókst í handlegg, öxl, til að veita fólki fulla athygli. Og ég veit, af því hvernig hann Jónas talar um þig og hvernig hann sinnti þér á banabeðinum, að þú varst besta mögulega mamman í heiminum fyrir hann. Þú skilur eftir þig her af glæsi- legum afkomendum ykkar Valdi- mars, og iðandi lífsgleði þín lifir áfram í þeim, ekki síst í frum- burðinum, honum Jónasi ykkar sem ég fæ að njóta alla daga. Ég vona að ég verði eins og þú þegar ég verð 86 ára. Barmafull af lífsfjöri. Efast ekki um að Jón- as þinn verði það. Kærar þakkir fyrir mig, elsku Kristín. Lóa. Það var árið 1983 sem ég hitti Kristínu fyrst þegar ég kom inn í leikfimihóp kvenna sem seinna kölluðu sig Lellur. Hún tók mér ljúflega og mér leið strax svo vel í návist hennar. Síðan þá hef ég brallað margt með leikfimihópn- um og alltaf hefur Kristín orðið mér kærari. Hópurinn ferðaðist mikið sam- an bæði innanlands og utan og voru þessar ferðir allar stórkost- legar. Mikið var sungið, enda Valdimar og fleiri í hópnum góðir söngvarar. Fyrir nokkrum árum fór hópurinn í sína árlegu innan- landsferð, að þessu sinni upp í Kerlingarfjöll. Valdimar var sjálfkjörinn fararstjóri og hafði frá mörgu að segja, meðal annars hve dugleg Kristín hefði verið að keyra ein upp eftir með fullan bíl af nauðsynjum fyrir skíðaskól- ann. Vegurinn var þá mjög slæm- ur og ár óbrúaðar. Þessi lýsing er dæmigerð fyrir dugnað hennar og þor. Fyrir utan allar ferðirnar og uppákomur hópsins höfum við Guðni, eiginmaður minn, átt margar góðar stundir með þeim hjónum Kristínu og Valdimar. Við fórum meðal annars fjögur saman í ógleymanlega ferð til Ítalíu, en Guðni og Valdimar höfðu farið á Ólympíuleikana í Róm árið 1960 í sama ferðahópi. Fimmtíu árum síðar var ákveðið að endurtaka ferðina og leyfa konunum að upplifa dýrðina og heimsóttum við þá líka Capri og Pompei. Við byggðum okkur sumarbú- staði hlið við hlið í Húsafelli. Þar er yndislegt að vera og dýrmætt að hafa þessa góðu granna í næsta húsi. Kristín taldi það ekki eftir sér að fylgjast með að allt væri í lagi ef við vorum ekki í bú- staðnum. Það kom enginn að tómum kofanum hjá Kristínu, hún var mikil húsmóðir og átti alltaf eitthvað gott upp á að bjóða. Þau Valdimar voru höfð- ingjar heim að sækja og oftar en ekki fylgdi smásnafs með. Fyrir nokkrum árum tókum við okkur fjórar saman og fórum á bridgenámskeið hjá Guðmundi Páli Arnarssyni og í framhaldi af því var farið á Hótel Sögu og spil- að þar annan hvern miðvikudag. Seinna bættust fleiri af Lellunum í hópinn og nú var spilað hina miðvikudagana til skiptis hver hjá annarri. Rétt fyrir síðustu jól hélt Kristín spilaklúbbinn, ekki var hún að kaupa tilbúnar kökur og brauð heldur bakaði allt sjálf, þótt hún væri orðin veikburða. Hún var ótrúleg. Já, Lellurnar minnast Kristínar með söknuði. Við Guðni sendum Valdimar, son- um þeirra og fjölskyldum innileg- ar samúðarkveðjur. Hvíl í friði, elsku Kristín. Sjöfn Guðmundsdóttir. Snemma árs árið 1957 sátu tæplega 20 ungar stúlkur nám- skeið verðandi flugfreyja flug- félagsins Loftleiða. Flestar voru síðan ráðnar í draumastarfið og vorum við Kristín meðal þeirra. Allt frá þessum tíma má segja að vinátta og gott samband hafi fylgt okkur. Fyrst í flugfreyju- starfinu, síðan sem heimavinn- andi húsmæður og mömmur, en í þá daga misstum við flugfreyju- starfið við giftingu eða við 30 ára aldur, síðar í starfi með öldruðum og síðast sem æ nánari vinkonur. Flugstarfið var upphafið en seinna störfuðum við báðar hjá þáverandi öldrunarþjónustudeild Reykjavíkurborgar sem for- stöðumenn og starfsmenn hjá Ferðaskrifstofunni Atlantik í or- lofsferðum aldraðra. Nokkrar úr þessum flughópi sem bjuggu fyrstu hjúskaparárin erlendis og voru að snúa heim tóku sig saman ásamt okkur Kristínu og stofnuðu við klúbbinn Vængstýfðir englar. Upphaflega vorum við 10 en erum nú aðeins sjö eftir. Þessi frábæri klúbbur hefur innsiglað vinskap okkar í rúm 50 ár og verið okkur öllum afar dýrmætur og náinn. Nú söknum við vinar í stað og þökkum Kristínu fyrir að vera eins og hún var. Kristín sem með smekkvísi sinni, félagslyndi, glaðlyndi og gestrisni var okkur ómetanleg. Kristín sem barðist við grimman sjúkdóm og gafst ekki upp fyrr en í fulla hnefana. Við fyrrverandi forstöðukonur úr öldrunarþjónustunni eins og hún einu sinni var, höfum mælt okkur mót undanfarin ár einu sinni í mánuði yfir vetrartímann og fengið okkur hádegisverð saman. Í þessum hópi var Kristín að sjálfsögðu og er hennar sárt saknað og minnst með mikilli hlýju og þakklæti. Kristín var mikil félagsvera, hjálpfús, gestrisin og gefandi á sínu fallega heimili og sumarhúsi. Þrátt fyrir allt félagsstarfið var fjölskyldan ætíð í fyrsta sæti, Valdimar maður hennar, synirnir þrír og fjölskyldur þeirra. Barna- börnin efnilegu voru elskuð og engu afmæli gleymt, hlustað á þau og þau hvött til góðra verka. Gömlum vinum og ættingjum sinnt. Kristín fann ætíð tíma til góðra verka. Þannig týnist tíminn en minn- ingin ekki um mína kæru vinkonu sem ég var svo heppin að fá að vera samferða um langa tíð, dýr- mæta tíð. Minningin um vinskap okkar Kristínar sem einkenndist af gagnkvæmri hlýju og virðingu mun ylja mér um alla tíð. Elsku Kristín mín, takk fyrir vináttu þína og allar góðu minn- ingarnar. Ástvinum Kristínar Jónas- dóttur sendi ég innilegar samúð- arkveðjur. Anna Þrúður Þorkelsdóttir. Kristín Jónasdóttir var yndis- leg manneskja sem við vinir hennar og samferðafólk munum lengi minnast. Hlý framkoma og umhyggjusemi settu svip á allt viðmót hennar og gerðu nærveru hennar einstaklega notalega. Þar við bættist ljúf lund og glaðværð sem var jafnan vel metin og átti góðan þátt í hve samverustund- irnar með henni voru gleðiríkar. Þeir sem þekktu til Kristínar á flugfreyjuárum hennar minnast hve rösk og alúðleg hún var í því oft erilsama starfi. Eins var með starf hennar við hlið Valdimars manns síns og félaga hans í Skíðaskólanum í Kerlingarfjöll- um, þar sem aldeilis munaði um dugnað hennar og útsjónarsemi. Skíðaferðir með þeim hjónum í fjöllum meginlandsins og vest- anhafs eru líklegast sveipaðar mestum ljóma. Þar kom vel fram hve samrýnd þau voru og höfðu með söng og skemmtan einstakt lag á að halda uppi fjöri og kæti, eftir að þeyst hafði verið um brekkurnar dagana langa. Ljúft er að líta yfir langa liðna tíð með Kristínu og er þá þakk- læti fyrir hennar ríkulega skerf af vináttu og góðvild efst í huga. Einlægustu samúðarkveðjur eru færðar þeim vösku feðgum Valdimari og sonunum þremur sem sakna nú mikillar gæða- konu. Ragna og Ólafur Egilsson. Í dag minnumst við og kveðj- um Kristínu Jónasdóttur, Sorop- timistasystur okkar, með trega í hjarta. Kristín gekk í Soroptmista- klúbb Bakka og Selja árið 1986. Orðið soroptimisti þýðir systur sem vinna að því að ná fram því besta sem völ er á. Þannig minn- umst við líka Kristínar, því allt sem hún lagði af mörkum í fé- lagsskap okkar var vandað og vel gert og eftir því var tekið. Hún hafði líka einstaklega góða nær- veru og var hlý og skemmtileg manneskja. Kristín var góðum gáfum gædd og ákaflega fé- lagslynd. Hún hafði því ávallt frá mörgu áhugaverðu að segja og hvatti okkur til dáða. Við viljum að leiðarlokum þakka Kristínu samfylgdina og vottum Valdimar og fjölskyld- unni allri okkar dýpstu samúð. Fyrir hönd Soroptimista- klúbbs Bakka og Selja. Jóhanna Friðriksdóttir formaður. Kristín Jónasdóttir var ljós á brún og brá, falleg eins og liljan í garðinum – og sterk eins og stormurinn. Hún var gleðigjafi og vinur okkar allra. Við syrgjum hana. Bridsklúbburinn, Ragna, Kristín, María, Sjöfn, Guðrún, Dóra, Ester, Birna. Saumaklúbbar eru algengir á Íslandi og ef til vill sér fyrirbæri. Ungar vinkonur ákveða að halda hópinn, hittast reglulega með handavinnu sína, rabba saman um lífið og tilveruna og hafa það skemmtilegt. Einn slíkur hópur varð til fyrir óralöngu þegar nokkrar ungar stúlkur sem höfðu kynnst við nám og störf í London stofnuðu saumaklúbb til að halda utan um vinskapinn sem varð til á þeim tíma. Sá vinskapur hefur enn haldist og er orðinn hluti af lífi þeirra. Stúlkurnar eru reynd- ar búnar að leggja handavinnuna í saumakörfurnar en í staðinn sauma þær vináttuna með sterk- um þræði. Ein stúlkan í þessum hóp var Kristín, vinkona okkar sem við kveðjum í dag. Við eigum eftir að sakna Kristínar og þökk- um henni fyrir áralanga einstaka vináttu og sendum fjölskyldu hennar innilegustu samúðar- kveðjur. Guðríður Guðmundsdóttir (Didda), Hólmfríður Jóhann- esdóttir (Fríða), Inga Rúna Sæmundsdóttir (Rúna) og Stefanía Stefánsdóttir (Didda). Ljúfmennið hún Kristín Jón- asdóttir hefur lokið þessu jarðlífi sínu. Allar mömmur eru eðal. En hún Kristín Jónasdóttir var ein besta mamma og amma sem ég get hugsað mér. Hún var ekki mamma okkar eða amma. Heldur var hún hálfgerð fósturmamma yngri systur minnar, Jófríðar Ágústu Skarphéðinsdóttur. Og okkar hinna systkinanna einnig að hluta. Þannig hagaði til að foreldrar okkar byrjuðu búskap sinn í kjallaranum í Bólstaðarhlíð 9. Þar bjó litla fjölskyldan þegar ég fæddist heima hjá ljósmóðurinni Guðrúnu Halldórsdóttur á Rauð- arárstíg 40. Rúmu ári eftir það fluttum við upp á efri hæðina í sama húsi. Og þar bjó fjölskyldan okkar í tæp ellefu ár. Hús þetta byggðu þeir Kristinn Stefánsson múrari, sjómaður með meiru, og bróðir hans Eyjólfur Stefánsson verkstjóri hjá Sorpeyðingarstöð Reykjavíkurborgar, eins og það hét þá. Í kjallarann á eftir okkur flutti þá strax ungt og ákaflega fallegt par, þau Valdimar Örnólfsson og Kristín Jónasdóttir. Það var nú ekki annað en að vestfirski íþróttagarpurinn næði í gullfal- legu og eðalljúfu yfirkennara- dótturina í Austurbæjarskólan- um. Varð strax mikill samgangur á milli þessara fjölskyldna í hús- inu. Einkum og sér í lagi var litla systir okkar Jófríður (60 ára í dag?), mikill gestgangari í kjall- aranum hjá Kristínu. Fríða systir er ekki alveg eins og fólk er flest, og var alls ekki allra. En hún Kristín Jónasdóttir gat haft Fríðu hjá sér tímunum saman flesta daga, án þess að segja nokkurt styggðaryrði við hana nokkurn tímann. Það var og er meira en hægt var og er að ætlast til af nokkru sambýlisfólki. Svona gekk þetta árum saman þegar Kristín var heima og ekki að fljúga. Var ég lengi síðar hálfmontinn af því að hafa verið getinn í sama svefnherbergi og tveir eldri synir Valdimars og Kristínar, þeir Jón- as og Örnólfur. Síðar meir fædd- ist þeim síðan sonurinn Kristján. Allir hver öðrum meiri og mann- vænlegri menn í dag. En kjallarafjölskyldan fluttist nokkrum árum síðar afar langt í burtu. Eða það fannst okkur. En það var nú bara í Safamýrina. Slitnuðu þá tengslin við eðalfjöl- skylduna tímabundið. Því all- löngu seinna kynntist ég fjöl- skyldunni aftur þegar þau voru flutt í Breiðholtið, í nýja einbýlis- húsið sitt í Bláskógum 2. Auðvit- að var ekkert nógu gott annað en besta hornlóðin í hverfinu fyrir þessa eðalfjölskyldu. Ég spyr nú ekki að. En fyrir góðmennskuna til okkar systkinanna, einkum til Fríðu systur, skal þakkað hér að þessum leiðarlokum. Og sam- kvæmt handanheimarannsókn- um okkar í Sálarrannsóknafélag- inu þá sofa allir nýfluttir þangað í nokkrar vikur eða mánuði, þótt viðkomandi smávakni og hitti aðra látna ástvini og samferða- fólk fljótlega og smám saman. Þó í rauntíma sé þetta strax fyrir okkur. Þess vegna sjást hinir látnu svo oft við jarðarfarir sínar. En það er aftur annað mál. En það verður örugglega góð heimkoma fyrir eðal-góðmennið hana Kristínu Jónasdóttur í Sum- arlandið. Því má trúa nokkuð vel. Og þar er núna örugglega glatt á hjalla vegna þess. Góða ferð Kristín mín. Hafðu þökk fyrir allt og allt. Sjáumst sannarlega síðar. Magnús H. Skarphéðinsson. Kristín Jónasdóttir

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.