Morgunblaðið - 05.07.2019, Blaðsíða 17
UMRÆÐAN 17
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. JÚLÍ 2019
Glæsilegir skartgripir
innblásnir af íslenskri sögu
G U L L S M I Ð U R & S K A R T G R I PA H Ö N N U Ð U R
Skólavörðustíg 18 – www.fridaskart.is
Spurningar til
þriggja ráðamanna
(KJ, BB, SIJ):
1) Ef ekki eru uppi
áform um útflutning á
raforku og þá nauðsyn-
lega lagningu sæ-
strengs til meginlands
Evrópu hvað rekur
okkur þá til að sam-
þykkja orkupakka
þrjú?
2) Haft er á orði að útflutningur
raforku mundi leiða til hækkunar á
verði raforku til heimabrúks al-
menns iðnaðar, húshitunar á köld-
um svæðum og gróðurhúsarekst-
urs. Sé svo af hverju ættum við að
kalla slíkt yfir okkur?
3) Viljum við afskipti útlendinga
af verðlagningu orku til notenda á
Íslandi? Af hverju ættu útlend-
ingar að geta hlutast til um verð-
lagningu á Íslandi með skírskotun
til raforkuverðs erlendis, þ.e. á
grundvelli svokallaðrar verð-
mismununar (price discrimin-
ation)?
4) Spurningin er sú hvort við vilj-
um erlent vald yfir eigin auðlind-
um, nýtingu þeirra og verðlagn-
ingu. Knýr kviksyndi erlendra laga
og reglugerðafargans mestu um af-
greiðslu þessa máls? Erum við of-
urseld einhverju erlendu reglu-
verki án tillits til þjóðarhags?
Skiptir laga-/reglugerðafargan frá
útlöndum orðið höf-
uðmáli og allt annað
minna máli?
5) Nú er það svo eða
ætti að vera svo að
stjórnarflokkarnir hafi
undir höndum ábata-
greiningu (cost benefit
analysis) um umrætt
mál. Einhverjir hafa
kynnt sér slíkar grein-
ingar en flestir ekki. Sú
skylda hvílir á rík-
isstjórninni að hún birti
Íslendingum ábata-
greiningu á skiljanlegu og grein-
argóðu máli þannig að öllum sé ljóst
hvað málið snýst um og leiði til að það
sé tækt til afgreiðslu á einn eða ann-
an veg. Niðurstaðan yrði þá öllum
skiljanleg og stjórnvöldum fært að
afgreiða málið af skiljanlegum ástæð-
um og í sátt við almenning í landinu.
Sem sagt forðumst allt leynimakk og
leggjum spilin á borðið.
Orkupakkinn
Eftir Þorbjörn
Guðjónsson
»Ekki er öllum ljóst
af hverju við ættum
að samþykkja þriðja
orkupakkann. Það er
skylda stjórnvalda að
upplýsa um ábata fyr-
irhugaðs samnings.
Spilin á borðið.
Þorbjörn Guðjónsson
Höfundur er cand. oecon.
Orkupakki þrjú og
umræður um hann
hefur slegið öll þing-
met hvað umræðu-
lengd varðar. Aðeins
Icesave-samningarnir
eru sambærilegir. En
sammerkt þessum
gjörningum er að í
báðum tilfellum átti
að leyna þing og þjóð
um innihaldið. Fara
þvert gegn íslenskum
þjóðarhagsmunum! Já, fara þvert
gegn meirihlutavilja þjóðarinnar!
Nú á tíu ára afmæli Icesave-
samningsins hefði íslenska þjóðin
verið sett á ómældan skuldaklafa
fram eftir allri 21. öldinni með
skelfilegum afleiðingum. En þjóðin
og þáverandi forseti komu í veg
fyrir það. Ekki Alþingi! – Allir
orkupakkar ESB skylda Ísland
undir orkumálastjórn ESB og
orkumarkað ESB með öllu því yf-
irþjóðlega valdi og reglugerðafarg-
ani sem því fylgir, og sem hentar
alls ekki íslenskum hagsmunum og
aðstæðum. Jafnvel dómsvalds-
lögsaga Íslands færist til dóms-
valds ESB, komi til ágreinings í
orkumálum, en þá verður einungis
dæmt eftir ESB-lögum og -reglum
en ekki íslenskum. Slíkt er 100%
brot á íslensku stjórnarskránni!
Svokallaðir fyrirvarar utanrík-
isráðherra halda því ekki vatni,
enda notaðir til heimabrúks og
meiri háttar blekkinga! Að þessu
leyti virðast orkupakkarnir hálfu
verri en Icesave. Því þeir verða
ævarandi ánauð fyrir þjóðina.
EES-samningurinn úreltur
Fyrir frjálsa og fullvalda þjóð er
EES-samningurinn löngu orðinn
úreltur og jafnvel þjóðhættulegur.
Hann er í dag í raun orðinn aðlög-
unarferli Íslands að fullri aðild
þess að ESB! Án þess að þjóðin sé
að því spurð! Hver tilskipunin á
fætur annarri færir Ísland nær að-
ild að ESB, því ESB færir sig
stöðugt upp á skaftið
og seilist í grundvallar
málaflokka sem áttu
að vera utan EES-
samningsins í upphafi.
Þar má t.d. nefna ný-
verið persónuvernd-
arlög, landbúnaðarmál
og nú orkumálin. Og
þar sem stjórnvöld og
stjórnmálamenn
standa aldrei í lapp-
irnar við að verja ís-
lenska hagsmuni hvað
EES-saminginn varð-
ar, þótt í honum sé
skýrt ákvæði um að slíkt sé leyfi-
legt, er ekki að furða að Bruss-
elvaldið gangi á lagið. Stöðugt! Og
til að bæta svo gráu ofan á svart
hafa stjórnmálamenn sem segjast í
orði ekki vera aðildarsinnar að
ESB ekki haft enn kjark og dug til
að draga ESB-aðildarumsóknina til
baka á Alþingi Íslendinga. Til mik-
illar gleði ESB-sinnum. Dapurlegt!
EES-samningurinn hefur verið
lofaður sem „besti viðskiptasamn-
ingur“ sem Ísland hefur gert.
Þetta er alrangt og ekki síst nú í
dag þegar mun fleiri gallar en
kostir blasa við á 25 ára afmæli
hans. Nægir þar að nefna t.d.
skýrslu Hagfræðistofnunar í jan-
úar 2018 sem m.a. utanríkisráðu-
neyti hefur stungið undir stól og
algjör þöggun hefur verið um. Þá
setti viðskiptaráð fram tölur 2015
um kostnað við eftirlit með at-
vinnulífinu vegna EES. Þar er
beinn kostnaður metinn um 20
milljarðar en óbeinn kostnaður
hvorki meira né minna en 143
milljarðar. Þessi tala hefur hækkað
verulega síðan og segir „að af
þessu samanlögðu sé beinn kostn-
aður langt umfram beinan við-
skiptalegan ábata af samningnum.
Óbeinn kostnaður af afleiðingum
regluverks á atvinnulíf er ógn-
armikill og má ætla að jafnvel
óbeinn ábati samningsins, styrkir
til rannsókna og annarra sam-
félagsþátta, sé aðeins brot af
óbeinum kostnaði við saminginn“.
Það er því augljóst að tvíhliða við-
skiptasamningur við ESB á jafn-
réttisgrundvelli yrði mun hagstæð-
ari sbr. Sviss.
Orkupakkar ESB
eru okurpakkar
EES-samningurinn er sniðinn
fyrir milljóna þjóðir en ekki fyrir
örþjóð og Íslendinga. Hann er að
kaffæra íslenskt stjórnkerfi í alls
kyns óþarfa reglugerðafargani sem
þenur út hið opinbera bákn á öllum
sviðum með hrikalegum tilkostnaði.
Er þar ekki komin aðalskýringin á
dýrtíðinni á Íslandi? Þá hefði
bankahrunið aldrei komið til nema
fyrir fjórfrelsi EES! Stórkostlegt,
ómælt fjárhagslegt tjón þar fyrir
íslenskt samfélag! Sem enn blæðir
úr! Og nú á enn að höggva í sama
knérunn. Afhenda Brussel-valdinu
orkuauðlindir/orkumál Íslendinga, í
svokölluðum orkupökkum sem eru
í eðli sínu hreinir okurpakkar! Ork-
an sem færist þá á evrópskan
markað mun margfaldast í veðri á
Íslandi, í höndum einkagróðapunga
innlendra sem erlendra. 90% orku-
fyrirtækja sem nú eru í almenn-
ingseign verður skipt upp (sbr.
Landsvirkjun) í þágu útvalinna
séruppalinna gullkálfa. Flokks-
samþykktir ríkisstjórnarflokkanna
gegn öllu slíku virðast engu skipta.
Ungæðislegum hroka forystu þess-
ara flokka gagnvart flokksmönnum
sínum og kjósendum virðist engin
takmörk sett, sbr. t.d. Reykjavík-
urbréf Morgunblaðsins 8. júní sl.!
En mun sannarlega koma þeim í
koll fyrr en seinna! Það eitt er víst!
Orkupakkar –
okurpakkar ESB
Eftir Guðm. Jónas
Kristjánsson
Guðmundur Jónas
Kristjánsson
»Allir orkupakkar ESB
skylda Ísland undir
orkumálastjórn ESB og
orkumarkað ESB með
yfirþjóðlegu valdi og
reglugerðafargani.
Höfundur er bókhaldari og situr
í flokksstjórn Frelsisflokksins.
gjk@simnet.is
Það verða að teljast
stórtíðindi að banda-
ríska vísindaakademí-
an komst að þeirri nið-
urstöðu í skýrslu (sjá í
Mbl. 6. maí sl.: Íslend-
ingar hagnast á hnatt-
hlýnun), að Ísland hafi
orðið næstum tvöfalt
ríkara síðan 1961,
vegna umhverfishlýn-
unar jarðar! Og að
svipað megi segja um flest önnur
lönd á okkar sömu breiddargráðu.
Ekki er tíundað nánar í grein
Morgunblaðsins hvernig það kom til
(en fiskveiðar hafa trúlega vegið þar
þungt?).
Því virðist nú einboðið; þegar
þessi æðsta viðurkenningarstofnun
raunvísindanna í Bandaríkjunum
kveður upp þennan dóm, að Íslend-
ingar stígi nú á kúplinguna í útblást-
ursmálum og einbeiti sér þess í stað
að öðrum umhverfisverndarmálum
en loftslagshlýnunarmálum; svo sem
flokkun á rusli og söfnun á plast-
úrgangi; en í því hefur almenningur
á Íslandi einmitt sýnt óvæntan vilja
til sjálfboðavinnu í verki!
Einnig ætti utanríkisráðherra
okkar, sem hinn nýskipaði formaður
norðurskautsráðs, að leggja þar
meiri áherslu á önnur
umhverfismál en lofts-
lagshlýnunarmál. Eða í
öllu falli að gera nú
hreint fyrir þessum
sínum dyrum gagnvart
íslenskum kjósendum
sínum!
Ég segi svo ekki
meira í bili, því hann og
umhverfisráðherra
eiga nú næsta leik!
Þess í stað vil ég nú
vitna í nýlegt ljóð mitt
frá hinum lítt snertu
norðurslóðum; en það heitir Varga-
víg á norðurhjara og hefst svo:
...
Stakur sauðnautstarfur sötrar
úr læk; myndavélarflygildi fylgist með.
Á sér lítils ills von; enda einn.
Allt í einu stökkva að hvítir úlfar!
Þyrpast glaðir að, svo tarfurinn
alskeggjaði, ólundast yfir þessum
boðflennum, slæmir hornunum.
Bítur þá einn í hala hans!
Boli snarsnýst við þessari lágkúru;
en reynir um leið að forða
framfótunum frá glefsi hinna;
svo halaklippirinn missir fótanna.
Tekst þó kannski mænusköddun?
En ef Íslendingar
hagnast á hnatthlýnun?
Eftir Tryggva
V. Líndal » Íslendingar stígi nú
á kúplinguna í út-
blástursmálum og ein-
beiti sér þess í stað að
öðrum umhverfisvernd-
armálum en loftslags-
hlýnunarmálum.
Tryggvi V. Líndal
Höfundur er skáld og
menningar-mannfræðingur.
Atvinna