Morgunblaðið - 05.07.2019, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 05.07.2019, Blaðsíða 22
22 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. JÚLÍ 2019 ✝ Ásgeir Péturs-son, fyrrver- andi sýslumaður í Mýra- og Borg- arfjarðarsýslu og bæjarfógeti í Kópa- vogi, fæddist 21. mars 1922 í Reykja- vík. Hann lést 24. júní 2019 á 98. ald- ursári. Foreldrar hans voru hjónin Pétur Magnússon, varaformaður Sjálfstæðisflokksins, alþing- ismaður og ráðherra, og Þór- unn Ingibjörg Guðmundsdóttir. Þau bjuggu á Hólavöllum við Suðurgötu þar sem Ásgeir ólst upp í hópi átta systkina. Þeirra elstur var Magnús, þá Guð- mundur, Sigríður, Ásgeir, Andrés, Stefán, Þorbjörg og Pétur. Hálfbróðir Ásgeirs, sam- feðra, var Gunnar Már. Systk- inin eru öll látin nema Þorbjörg. Ásgeir lauk stúdentsprófi frá MR vorið 1943, lögfræðiprófi frá Háskóla Íslands 1950 og lagði stund á framhaldsnám á sviði fjárlagagerðar og stjórn- arfarsréttar við Berkeley-há- skóla í Kaliforníu í Bandaríkj- unum veturinn 1952-1953. Hann kvæntist Sigrúnu Hannesdóttur 1946. Foreldrar hennar voru hjónin Hannes Kr. Hannesson, málarameistari í Reykjavík, f. 8. október 1892, d. 12. júlí 1961, og Guðrún Krist- mundsdóttir húsfreyja, f. 28. apríl 1900, d. 7. júlí 1977. Systk- ini Sigrúnar voru: Dagmar Kristín húsfreyja, f. 17. maí starf við vestræn ríki um varnir landsins. Ásgeir var blaðamað- ur á Morgunblaðinu 1950-1951, formaður Heimdallar, félags ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík 1950-1952 og formað- ur Sambands ungra sjálfstæð- ismanna (SUS) 1955-1957. Hann beitti sér ásamt öðrum fyrir stofnun Félags um vestræna samvinnu. Á árunum 1951-1961 starfaði hann í forsætis- og menntamálaráðuneytinu sem fulltrúi, deildarstjóri og sem að- stoðarmaður Bjarna Benedikts- sonar menntamálaráðherra árin 1953-1956. Á löngum ferli gegndi Ásgeir mörgum trúnaðarstörfum, var m.a. formaður LÍN 1952-54, fulltrúi Íslands í menningar- málanefnd Evrópuráðsins 1954- 1961 og í sendinefnd Íslands á allsherjarþingi Sameinuðu þjóð- anna í New York 1982. Hann var fyrsti formaður Nátt- úruverndarráðs Íslands 1956- 1960 og formaður Náttúru- verndarráðs Vesturlands 1974- 75. Ásgeir var stjórnarformaður Sementsverksmiðju ríkisins lengst af á árunum 1959-1989, þar sem hann m.a. átti þátt í því að varanlegur steyptur vegur var lagður frá Reykjavík til Keflavíkurflugvallar. Sem sýslumaður Borgfirðinga 1961- 1979 var hann oddviti sýslu- nefndanna og stjórnarmaður í fyrirtækjum og stofnunum í héraðinu. Hann beitti sér m.a. fyrir stofnun Tónlistarfélags Borgarfjarðar, var formaður byggingarnefndar Dvalarheim- ilis aldraðra í Borgarnesi og síð- ar formaður stjórnar þess á ár- unum 1962-1978. Ásgeir stuðlaði mjög að uppbyggingu Reykholts og efndi m.a. til sam- komuhalds þar í tilefni átta alda afmælis Snorra Sturlusonar og átti stærstan hlut að því að Reykholt var valið fyrir hátíða- höld þjóðhátíðar 1974. Hann tók oft sæti á Alþingi sem varaþing- maður fyrir Sjálfstæðisflokkinn á árunum 1964-1972 og kom þar að mörgum landsmálum svo sem lögum um almennings- bókasöfn, skólakostnað, fræðslumyndasafn, bændaskóla, stofnun Tækniskóla Íslands og Ríkisendurskoðunar, end- urbótum í vegamálum, þá ekki síst að undirbúningi að gerð Borgarfjarðarbrúar og vegabót- um fyrir Hvalfjörð, en undir for- mennsku hans í stjórn Sements- verksmiðjunnar árið 1988 samþykkti stjórnin að eiga að- komu að gerð Hvalfjarðar- ganga. Þá fékk hann samþykkta tillögu á Alþingi um grundvall- ar jarðhitarannsóknir í Borgar- firði árið 1964 og vann að und- irbúningi þess að Kljáfoss í Hvítá yrði virkjaður. Ásgeir var skipaður bæjarfógeti í Kópavogi árið 1979 og gegndi því embætti af farsæld uns hann lét af störf- um 1992. Hann var formaður Sýslumannafélags Íslands 1974- 1976 og formaður Dómara- félags Íslands 1984-1986. Að loknum embættisferli var hann formaður Orðunefndar 1996- 2001 og árið 2006, er Ásgeir var 84 ára gaf hann út bókina Haustliti sem hefur að geyma minningar um ýmsa þætti úr lífi hans og kynni af mönnum og málefnum. Ásgeir verður jarðsunginn frá Langholtskirkju í Reykjavík í dag, 5. júlí 2019, og hefst at- höfnin klukkan 13. 1921, og Valgeir málarameistari, f. 30. maí 1926. Þau eru bæði látin. Þau Ásgeir og Sigrún eignuðust fjögur börn: 1) Guðrún, f. 6. sept- ember 1946, lyfja- tæknir, gift Sigurði Halldórssyni hag- fræðingi, f. 25. maí 1946, d. 16. apríl 2002. 2) Ingibjörg, f. 14. júlí 1951, fyrrv. forstjóri Námsgagnastofnunar, gift Ólafi Þorbjörnssyni verkfræðingi, f. 11. mars 1950, d. 27. nóvember 2015. Þau skildu. Dætur þeirra eru Sigrún, f. 26. nóvember 1973, Ragnheiður, f. 10. sept- ember 1979, og Auður Árný, f. 13. júlí 1985. 3) Sigríður, f. 20. apríl 1953, myndlistarmaður, gift Þórði Kristinssyni, fyrrv. kennslustjóra HÍ, f. 22. sept- ember 1952. Þau eiga tvo syni, Andrés Pétur Rúnarsson, f. 18. febrúar 1971, og Ásgeir, f. 6. nóvember 1975. 4) Pétur, f. 3. nóvember 1962, sendiherra, kvæntur Jóhönnu Gunn- arsdóttur lögfræðingi, f. 8. sept- ember 1963. Þau eiga tvo syni þá Ásgeir Hafstein, f. 25. desem- ber 1991, og Magnús, f. 17. nóv- ember 1993. Auk þess ólu þau upp dótturson sinn, son Sigríð- ar, Andrés Pétur, f. 18.2. 1971. Barnabarnabörn Ásgeirs og Sigrúnar eru átta talsins. Á háskólaárunum sat Ásgeir í stúdentaráði fyrir Vöku og var í forystu ungra manna um sam- Ásgeir Pétursson tengdafaðir minn lést 24. júní sl. á 98. aldurs- ári. Fyrsta verk Sigríðar dóttur hans þegar við kynntumst 5. ágúst 1974, var að kynna mig fyrir foreldrum sínum. Þá kom í ljós að feður okkar höfðu verið samtíma í lögfræði. Þau Sigrún þekktu vel foreldra mína og margt af mínu nánasta frændfólki. Einkum var Ásgeiri dýrmætt samstarf og vin- átta við Bjarna Benediktsson. Síðan eru 45 ár þar sem margt hefur á dagana drifið, verið rætt og brallað. Hefur þar hvergi sleg- ið fölva á. Sem drengur dvaldi Ásgeir í sveit á Hrafnkelsstöðum á Mýr- um, Stafholtsveggjum, Gilsbakka og í Kalmannstungu. Veturinn 1934-35 var hann í Odda hjá séra Erlendi og Önnu við nám til und- irbúnings menntaskóla. Minntist hann þeirrar dvalar með mikilli hlýju og virðingu. Sextán ára réðst Ásgeir háseti á togara og stundaði sjóinn í nokkur sumur. Hann kynntist því snemma þeim undrum, fegurð og gjöfum sem náttúran hefur upp á að bjóða. Þessi kynni mótuðu um margt viðhorf hans til lífsins. Sjó- mennskan lagði grunn að aga hans og festu og dvölin í sveitinni yndi af náttúrunni, landinu og fuglum himinsins. Honum var mjög í mun að nýta yrði gjafir náttúrunnar í þágu velferðar sam- félagsins og um leið í góðri sátt við náttúruna og ekki á hennar kostn- að. Ásgeir var einstakur maður. Öflugur, með einbeittan vilja, metnað og sterkar skoðanir. Áhugi hans á þjóðmálum var brennandi og dofnaði ekki með aldrinum, ræður hans og rit eru sett fram af rökhyggju með skýr- um tilgangi og markmiði. Anda- gift hans var óbiluð allt til hinstu stundar. Á ævi sinni varð Ásgeir vitni að flestu því sem gerst hefur í ís- lenskum stjórnmálum frá aðdrag- anda og stofnun lýðveldis 1944 og til okkar daga, fyrst í föðurgarði og síðar sem virkur þátttakandi á fullorðinsárum. Það er því athygl- isvert að sjá að í bókinni Haustlit- ir sem hann handskrifaði á hnénu 84 ára gamall dvelur hann ekki sérstaklega við argaþras stjórn- málanna heldur birtast þar við- horf hans til lífsins, manna og málefna og lýsa um leið hvern mann hann hafði að geyma. Ásgeir var mikill lýðræðis- sinni, fyrir honum voru allir menn jafnir og öllum bar að gefa jafna möguleika til menntunar og þroska. Vinátta okkar Ásgeirs og virð- ing var fyrir lífstíð. Við Systa átt- um margar ljúfar stundir með Ás- geiri og Sigrúnu í sumarhúsi þeirra í Borgarfirði. Unnið var við viðhald lóðarinnar, trjárækt og slátt. Eftir drjúgan vinnudag glímdum við Ásgeir við grillið með misjöfnum árangri og feng- um okkur bjór. Svo var látið renna í pottinn, slakað á og hlust- að á kyrrðina og söng fuglanna. Ásgeir var sómakær maður sem ekki mátti vamm sitt vita. Hagur heimilis og fjölskyldu var ávallt í fyrirrúmi. Hann var lífs- nautnamaður og mikill sælkeri, sterkbyggður og rammur að afli alla tíð. Ásgeir var einkar áhugasamur um menningu, bókmenntir og listir. Þau Sigrún komu sér upp safni málverka og áttu vináttu margra listamanna. Bókum safn- aði Ásgeir af eldmóði, einkum um sögu lands og þjóðar, ljóðabókum og biblíum. Þrátt fyrir háan aldur var lífs- vilji hans mikill og kom þá vel fram hvað í honum bjó, reisn hans, skapfesta og æðruleysi. Er Sigrún missti heilsuna sat hann hjá henni alla daga á hjúkrunar- heimilinu Sunnuhlíð. Mestur missir Ásgeirs var er Sigrún lést árið 2006. Samleið þeirra hafði þá staðið í 65 ár. Ástin og virðingin leyndi sér ekki. Þau áttu þann þráð sem ávallt er til staðar. Seinni árin tók hann að sinna vatnslitamálun og sem fyrri dag- inn gekk hann vel undirbúinn til verks, aflaði sér gagna um tækni og meðferð lita og sótti m.a. nám- skeið í vatnslitamálun. Það hefur verið mér mikil gæfa að hafa átt vináttu Ásgeirs og njóta samveru hans í gegnum ár- in. Við Systa og synir okkar erum þakklát fyrir að hafa notið visku hans og vináttu og þá sérstaklega fyrir að gæta svo vel Andrésar Péturs alla tíð. Blessuð sé minning Ásgeirs. Þórður Kristinsson. Afi er nú farinn til ömmu og hefur hún vafalaust tekið vel á móti honum. Afa verður sárt saknað en þakklát er ég fyrir að hafa haft afa í okkar lífi svo lengi. Eins og allir sem þekkja afa vita, var hann mikill viskubrunn- ur og maður kom aldrei að tómum kofanum hjá honum. Ég dáðist að þekkingu hans og minni. Eigin- maður minn, Yan, segir oft frá fyrstu kynnum sínum af afa. Yan talar ekki íslensku og hófst því samtalið á ensku. Þegar Yan sagðist vera franskur þá skipti afi strax yfir í frönsku og þegar Yan sagðist eiga þýska móður endur- tók afi leikinn og snaraði samtal- inu yfir á þýsku. Ekki hafði ég hugmynd um að afi talaði þessi tungumál og hvað þá að hann gæti svona auðveldlega leikið sér með tungumálin á tíræðisaldri. Afi sagði okkur krökkunum oft sögur af hans yngri árum og af forfeðrum okkar þótt ég verði nú að játa að áhugi minni á ættfræði hafi verið frekar dræmur. Afi nýtti hvert tækifæri til að koma fróðleiksmolum að og kenna okk- ur krökkunum á hinum ýmsu sviðum. Þegar ég var ung sagði afi eitt sinn við mig að þolinmæði væri dyggð. Þau orð hafa komið oft upp í huga minn síðan og nán- ast daglega í barnauppeldinu. Hann hafði heldur betur rétt fyrir sér um þolinmæðina enda þolin- móður sjálfur. Eftir að ég hóf laganám áttum við afi oft áhuga- verðar umræður um lög, reglur og dóma og ég er stolt af því að hafa fetað í fótspor hans. En þegar ég hugsa til afa er það ekki þekking, viska, minni eða starfsferill hans sem kemur fyrst í huga minn. Það eru allar þær góðu stundir sem við áttum með afa, þá sérstaklega í sumarbú- staðnum á Bala þar sem hann hafði yndi af því að vera. Þegar ég sé afa fyrir mér er hann ávallt hlý- legur og brosandi. Hann hafði lúmskan húmor og var oft glett- inn. Ég hef búið erlendis undanfar- in ár og því hafa stundir okkar saman verið færri en við hefðum viljað en við skrifuðumst stundum á upp á gamla mátann og töluðum í síma og höfðum við bæði gaman af því. Afi átti orðið mikið safn af barnabörnum og barnabarna- börnum og ég er þakklát fyrir að hann hafi fengið að hitta Freyju dóttur mína. Ég fékk því miður ekki tækifæri til að kynna Ylvu, nýfædda dóttur mína, fyrir afa en hann vakir yfir okkur af himnum ofan og mun fylgjast með þeim vaxa og dafna þaðan. Ég mun segja þeim sögur af afa líkt og afi sagði mér sögur af sínum forfeðr- um. Við fjölskyldan höfum því mið- ur ekki tök á því að koma í útför- ina en við sendum samúðarkveðj- ur til allra þeirra sem afi átti hjartastað hjá. Ragnheiður Ólafsdóttir. Fallinn er frá góður vinur og frændi; Ásgeir Pétursson, fv. sýslumaður og bæjarfógeti. Að loknu embættisprófi í lög- fræði við Háskóla Íslands árið 1950 og framhaldsnámi í fjárlög- um við stjórnvísindadeild Uni- versity of California í Berkeley, starfaði hann í 10 ár í forsætis- og menntmálaráðuneytinu sem fulltrúi og síðar deildarstjóri og var um skeið aðstoðarmaður Bjarna Benediktssonar mennta- málaráðherra sem Ásgeir hafði miklar mætur á. Ásgeir var skipaður sýslumað- ur í Mýra- og Borgarfjarðarsýslu frá 1. september 1961. Hann gegndi því embætti með miklum sóma og í nánu samstarfi við sveitunga sína og samstarfsmenn allt til þess tíma að hann var skip- aður bæjarfógeti í Kópavogi frá 1. október 1979. Því embætti gegndi hann jafnframt af trúmennsku og vandvirkni allt til 21. mars 1992 er hann lét af störfum sökum aldurs. Ásgeir tók virkan þátt í störf- um Sýslumannafélags Íslands og sat löngum í stjórn þess og sem formaður frá 1974 til 1977. For- maður Dómarafélags Íslands var hann svo á árunum 1984 til 1986. Hann var jafnframt skipaður í réttarfarsnefnd 1980-1985 til end- urskoðunar á réttarfari og dóma- skipan, en þess skal getið að á þessum árum voru sýslumenn ut- an Reykjavíkur jafnframt dómar- ar, lögreglustjórar, tollstjórar o.fl. Hann hlaut málflutningsrétt- indi fyrir héraðsdómi 1954 og fyr- ir hæstarétti 1992. Að loknum embætt-isferli var hann skipaður formaður orðunefndar árin 1996- 2001 og árið 2006. Hann vann ötullega við gerð ýmissa lagafrumvarpa og átti sæti í ýmsum nefndum og ráðum og tók oft sæti á Alþingi sem vara- þingmaður í Vesturlandskjör- dæmi fyrir Sjálf-stæðisflokkinn á árunum 1964-1972 og kom þannig að mörgum og mikilvægum lands- og héraðsmálum. Ásgeir var ljúfur og félagslynd- ur maður, stálminnugur og ráða- góður og sinnti jafnframt af kost- gæfni ýmsum félags- og trúnaðarstörfum. Hann kvæntist Sigrúnu Hannesdóttur mikilli sóma- og hagleikskonu 1946 og eignuðust þau fjögur börn, Guð- rúnu, Ingibjörgu, Sigríði og Pétur svo og fóstursoninn; Andrés Pét- ur sem er sonur Sigríðar. Sigrún lést 2006. Undirritaður varð þeirrar ánægju aðnjótandi að fá að taka svokallaðan „kúrsus“ /starfsnám hjá Ásgeiri frænda sínum í Borg- arnesi og njóta tilsagnar og hand- leiðslu hans. Þau hjónin buðu mér að búa á heimili sínu og þannig gafst mér gullið tækifæri til að kynnast þeim hjónum nánar og styrkja tengslin við þau svo og við þá Pétur og Andrés sem á þeim tíma bjuggu hjá þeim. Undanfarin ár lagði Ásgeir stund á myndlist og leyndu sér ekki hæfileikarnir á því sviði enda ekki langt að sækja listhneigðina í frændgarð hans. Mikil hjartahlýja og glaðværð fylgdi honum hvar sem hann fór og er það mikil lífsfylling og heið- ur að fá að kynnast og verða sam- ferða slíkum heiðursmanni og vini. Fyrir hönd Sýslumannafélags Íslands er Ásgeiri Péturssyni, fyrrverandi sýslumanni, að lokum þakkað fyrir hans góðu störf. Bjarni Stefánsson sýslumaður. Það var gaman að heimsækja Ásgeir. Hann tók manni fagnandi, með bros á vör og blik í auga og þá hlýju vináttu sem hann sýndi a.m.k. frændum sínum. Samtölin snérust mest um sögu og pólitík og samhengi þeirra og það var hvergi komið að tómum kofanum hjá Ásgeiri. Við lögðum lengi á ráðin með að skrá sögu Péturs Magnússonar. Það gekk fram og aftur, en fyrir nokkrum árum tóku þeir bræður Ásgeir og Pétur af skarið um að þetta yrði gert og fólu okkur Katrínu Pétursdóttur ábyrgð á verkinu. Við erum búnir að koma því í farveg. Ásgeir lagði til mikið skjalasafn og rifjaði upp minningar sínar og sögu Péturs. Þessi saga verður skráð á næstu misserum, en því miður nær hvor- ugur þeirra bræðra að sjá af- raksturinn. Við minnumst með gleði og stolti langrar og gæfuríkrar ævi um leið og við söknum þess góða manns sem genginn er. Við Bryn- dís sendum samúðarkveðjur til barna Ásgeirs og afkomenda þeirra. Einar Stefánsson. Þeir sem einhvern tímann á lífsleið sinni hittu eða urðu þeirr- ar ánægju aðnjótandi að kynnast Ásgeiri Péturssyni gleyma þeim viðkynnum ekki svo glatt. Sterk nærvera hans, alvörugefið en samt svo glettið fas og víðfeðmur fróðleikur sem hann glaður deildi með samferðafólki sínu sameinuð- ust í heildarmynd einstaklings sem vitni hafði orðið að og jafnvel þátttakandi í mörgu af því mark- verðasta sem á daga okkar unga lýðveldis hafði drifið. Ég var því örlítið taugaóstyrk- ur þegar kom að því að kynna skyldi afa Ásgeiri drenginn sem gert hafði hosur sínar grænar fyr- ir einni af dætrum Ingibjargar, næstelsta barns Ásgeirs. Áhyggj- ur mínar reyndust fullkomlega óþarfar því þegar formlegheitum kynningar- og ættarmála var lok- ið fylgdi samtal sem í minning- unni teygði sig allt frá laxveiðum í Þverá í Borgarfirði á fyrri helm- ingi síðustu aldar til hernaðar- kænsku breskra hershöfðingja í seinni heimsstyrjöldinni. Það var nefnilega þannig með afa Ásgeir að samtal við hann var ekkert vandamál jafnvel þótt manns eig- ið framlag til þess væri af skorn- um skammti. Þegar við Sigrún ákváðum að stofna fjölskyldu buðu afi Ásgeir og amma Sirra okkur – unga parinu með lítinn hnoðra á leið- inni – að búa í lítilli íbúð á neðri hæð heimilis síns. Þar nutum við velvildar þeirra hjóna í hartnær tvö ár og erum enn þann dag í dag innilega þakklát fyrir þá lyfti- stöng sem dvölin þar reyndist við upphaf fjölskyldulífs okkar. Sam- búðin við afa Ásgeir og ömmu Sirru gekk vel. Talsverður sam- gangur var á milli hæða, þó að- allega frá okkar hendi þar sem þau hjón voru afar tillitssöm og fannst þau þurfa að gefa „unga fólkinu“ niðri sitt andrými. Í anda þess umhverfis sem afi Ásgeir hafði lifað og hrærst í þá voru þó ákveðnar „reglur“ sem hlíta þurfti ef reglur skyldi kalla. Við unga fólkið áttum t.d. okkar skil- greindu frystiskúffur í frystiskáp inn af sameiginlegu þvottahúsi heimilisins og þá var búið að setja upp skilmerkilegt tilkynningar- kerfi ef svo vildi til að „gömlu hjónin“ þyrftu á aðstoð að halda. Ef barið væri í ofnana á efri hæð- inni teldist það skýrt merki um að eitthvað bjátaði á og þá skyldu viðbragðsaðilar á neðri hæðinni láta til sín taka. Lukkulega þurfti sá ofnahljómur aldrei að leika um Sólheima 9. Tíminn flýr banginn við árstíða hjal og þannig fer á endanum með lífsskeið okkar allra. Í tilviki afa Ásgeirs og ömmu Sirru var það Ásgeir sem þurfti að horfa á eftir eiginkonu sinni til yfir 60 ára. Hann flutti á Kópavogsbraut við hlið Sunnuhlíðar þar sem amma Sirra dvaldi síðustu ár ævi sinnar og ýmist sótti hana og hafði í íbúðinni hjá sér eða heim- sótti hana á Sunnuhlíð alla daga. Eftir að amma Sirra dó notaði hann hvert tækifæri sem gafst til að heimsækja með Ingibjörgu dóttur sinni sumarbústaðinn sem hann byggði í innsveitum Borg- arfjarðar. Vakti það ljúfar minn- ingar um Sigrúnu hans heitna, þar sem sú gróðursæld sem þar er að finna var að mestu frá henni komin. Ég minnist hlýlega heimsókna okkar til afa Ásgeirs og samveru- stundanna í sumarbústaðnum. Þær heimsóknir báru að sjálf- sögðu ekki lengur með sér neinn kvíða gagnvart þessum merka manni, ólíkt fyrir fyrstu kynnin. Miklu fremur, það að heimsækja afa Ásgeir fól í sér kyrrláta og ró- andi stund, oftar en ekki í fé- lagsskap við dætur hans Ingi- björgu og Guðrúnu sem dag hvern – af ástúð og umhyggju heimsóttu og hugsuðu um föður sinn. Eftir sem áður var það sýslumaðurinn fyrrverandi sem röggsamlega hélt meginpartinum af samtalinu áhugaverðu og fjöl- breyttu því skarpur var hugur hans og minni allt þar til á síðustu stundu. Þótt einstaka sinnum hafi brugðið fyrir vísun í sömu Þverár- laxa-veiðisögur og 23 árum áður var frásagnargleðin engu minni og félagsskapurinn sannarlega jafn fallegur. Hvíl í friði. Kristinn G. Bjarnason. Ég á aðeins góðar minningar um Ásgeir Pétursson. Voru kynn- in þó löng. Þau fóru hægt af stað enda ald- ursmunur nokkur. Amma mín og móðir voru svo lánsamar þegar þær misstu húsnæði í Norður- mýrinni að fá leigt í rishæð á Hólavelli, Suðurgötu 20. Á aðal- hæð hússins bjó frú Ingibjörg, ekkja Péturs Magnússonar ráð- herra og varaformanns Sjálfstæð- isflokksins. Hún var virðuleg myndarkona en um leið sérlega elskuleg og skemmtileg. Fáeinum Ásgeir Pétursson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.