Morgunblaðið - 05.07.2019, Blaðsíða 36
36 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. JÚLÍ 2019
Op ð a d ag a 8 l a u g a r d . 11 -17 / s u nnud . 12 -17 / S ím i 5 6 2 0 0 16
Allt að
40%
afsláttur
Útsalan
byrjuð
i 11-1 /
T Í S K A & L Í F S S T Í L L
S k ó l a v ö r ð u s t í g 1 6 a
Tónlistarhátíðin Hátíðni hefst í dag
á Borðeyri í Hrútafirði og stendur
yfir í þrjá daga. Að henni stendur út-
gáfan Post-dreifing og er hátíðin
skipulögð félagslega af tónlistarfólki
og -unnendum fyrir sömu hópa
fólks, og er ekki haldin í gróðaskyni,
að því er fram kemur í tilkynningu.
Fjölmargir listamenn koma fram
á hátíðinni, innlendir og erlendir og
eru þeir eftirfarandi: susan_cream-
cheese, Ásta, Marbendill x Hexía
með plötusnúðasett, Gróa, Salóme
Katrín, MSEA, PORT, Rebel Yell,
sideproject, Nornagal, xGADDA-
VÍRx, Spaðabani, IDK / IDA, The
Beeves, Bagdad brothers, Skoffín,
stirnir, K.óla, Tucker Carlson’s
Jonestown Massacre, Ólafur Kram,
Gyðjan Uxi, Captain Syrup, Milk-
house, Korter í Flog, Melasól, Fuca-
les, Sól Ey, Madonna + Child, Kon-
fekt, Meðlæti og Man kind.
Skipuleggjendur hátíðarinnar
segja það von sína að tónlist þess
listafólks sem þeir hafi á sínum
snærum fái að hljóma um eyru
landsmanna með fjölbreyttari hætti.
Öll útgefin tónlist Post-dreifingar sé
aðgengileg til niðurhals gegn val-
frjálsu gjaldi á slóðinni www.post-
dreifing.bandcamp.com og öllum
velkomið að nýta efnið jafnt til út-
varpsspilana og einkanota.
Frekari upplýsingar um hátíðina
og listamennina má svo finna á post-
dreifing.is/hatidni/.
Hátíðni á Borð-
eyri í Hrútafirði
Tónlistarhátíð Post-dreifingar
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Gróa Hljómsveitin kom fram á Iceland Airwaves í fyrra.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Bagdad brothers Félagarnir Bjarni
Daníel og Sigurpáll Viggó.
K.óla Tónlistarkonan Katrín H.
Ólafsdóttir kallar sig K.óla.
Einar Falur Ingólfsson
efi@mbl.is
Hin árlega djasshátíð í Skógum
undir Eyjafjöllum, Jazz undir fjöll-
um, verður haldin í fjórtánda sinn á
morgun, laugardag. Boðið verður
upp á ólíka tónleika yfir daginn. Að-
altónleikarnir fara fram í félags-
heimilinu Fossbúð um kvöldið kl.
21. Þá kemur fram tríó gítarleik-
arans Björns Thoroddsen ásamt
söngkonunni og fiðluleikaranum
Unni Birnu Bassadóttur. Sigurgeir
Skafti Flosason leikur á bassa og
Skúli Gíslason á trommur. Þau
hyggjast flytja fjölbreytta dagskrá
uppáhaldslaga úr ólíkum áttum á
sinn hátt, spjalla og grínast.
Í Skógakaffi verður fyrr um dag-
inn boðið upp á tónlist frá kl. 14 til
17. Þar verða óformlegri tónleikar
eða nokkurskonar djammsessjón
þar sem saxófónleikarinn Sigurður
Flosason, sem einnig er listrænn
stjórnandi hátíðarinnar, leiðir
kvartett sem skipaður er Vigni Þór
Stefánssyni á píanó, Leifi Gunnars-
syni á kontrabassa og Erik Qvick á
trommur. Sérstakur gestur þeirra
verður brasilíski píanóleikarinn, gít-
arleikarinn og söngvarinn Paulo
Malaguti. Ókeypis er inn á þessa
tónleika og reiknað með að gestir
geti komið og farið að vild á meðan
á þeim stendur.
Sækjast eftir skemmtun
Sigurður bendir á að óvenjumarg-
ir þátttakendur á hátíðinni nú séu
ýmist búsettir eða uppaldir á Suður-
landi eða alls fimm talsins. Hér
verði því á ferðinni „sannkallaður
sjóðandi Suðurlands djass!“
Þegar spurt er eftir hverju bæði
flytjendur og gestir sækist helst á
hátíðinni finnst Sigurði því auð-
heyrilega auðsvarað: „Skemmtun!“
segir hann. „Það er svo gaman að
þessu. Mér finnst alltaf gaman að
setja saman þennan viðburð fyrir
þennan fallega stað. Þetta kom upp
í hendurnar á mér á sínum tíma og
það hefur verið gaman að halda
áfram með viðburðinn síðan.“
Sigurður segir fyrri hátíðir í
Skógum hafa fengið frábæra aðsókn
og góða dóma. „Á fyrri viðburðinum
í kaffiteríu Samgöngusafnsins geta
gestir verið að koma og fara að vild
og þá hafa margir rennt við, hvort
sem þeir eru á leið austur eða vest-
ur. Kvöldviðburðurinn er meira fyr-
ir þá sem gista og fólkið sem býr í
kring.“
Mæta heimamenn vel?
„Já, þeir hafa sótt tónleikana
mjög vel, sem er skemmtilegt,“
svarar Sigurður.
Eins og fyrr segir leiðir hann
sjálfur sveitina sem kemur fram á
fyrri viðburðinum og hann segist
hafa í huga að hafa dagskrána sem
fjölbreytilegasta. „Nú verður gestur
okkar þessi brasilíski spilari, sem ég
þekki frá fyrri tíð sem er skemmti-
legur og það mun setja svip á eftir-
miðdags sessjónina. Tónleikarnir
um kvöldið eiga líka að vera vel við
alþýðuskap en eru líka af miklum
gæðum.“
Djass við alþýðuskap
Hin árlega djasshátíð í Skógum verður haldin á morgun
Óformlegir tónleikar síðdegis og formlegri um kvöldið
Kvöldgestir Tríó Björns Thoroddsen leikur á tónleikunum annað kvöld, ásamt Unni Birnu Bassadóttur.
Sigurður
Flosason
Paulo
Malaguti
Bandaríski leikarinn Kevin Costner
hefur staðfest þann orðróm að Díana
prinsessa heitin hafi átt að leika á
móti honum í framhaldi kvikmynd-
arinnar The Bodyguard, Lífverðin-
um, frá árinu 1992. Myndin naut
mikilla vinsælda á sínum tíma og lék
söngkonan Whitney Houston í henni
á móti Costner. Houston lék popp-
stjörnu og Costner lífvörð hennar.
Leikarinn sagði í viðtali við tíma-
ritið People að hann, Díana og fram-
leiðendur hefðu verið mjög spennt
fyrir því að gera framhaldsmyndina.
Costner minntist fyrst á þetta árið
2012 og að lífvörðurinn hafi átt að
vernda Díönu fyrir laumuljósmynd-
urum, papparössum svonefndum.
Ástir áttu að kvikna með þeim er á
liði, líkt og í fyrstu myndinni. Fyrsta
útgáfa af handriti myndarinnar
barst Costner svo degi áður en
Díana lést í bílslysi, 31. ágúst árið
1997.
Costner segist hafa rætt verk-
efnið við Díönu og segir að hún hafi
meðal annars spurt hann að því
hvort atriði yrðu í myndinni þar sem
þau myndu kyssast. Jú, eitthvað yrði
um kossa, mun hann hafa svarað, en
að hún þyrfti engar áhyggjur að hafa
af því.
Vildi leika í Lífverðinum 2
Leikkonudraumar? Costner segir Díönu hafa viljað leika í Lífverðinum 2.