Morgunblaðið - 05.07.2019, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 05.07.2019, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. JÚLÍ 2019 laugavegi 47 www.kokka.is kokka@kokka.is Bamix töfrasproti Verð 35.900 kr. Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Fjölmenni var í mótmælagöngu og við mótmæli á Austurvelli í gær þar sem þess var krafist að tveimur afgönskum fjölskyldum yrði ekki vísað til Grikklands. Annars vegar er um að ræða ein- stæðan föður með tíu og níu ára syni og hins veg- ar einstæða móður með tólf ára son og fjórtán ára dóttur. Mótmælendur héldu af stað frá Hall- grímskirkju og fóru niður á Austurvöll þar sem fólkinu sem á að vísa úr landi var sýnd samstaða. Samstaða sýnd með flóttamönnum í miðbæ Reykjavíkur Morgunblaði/Arnþór Birkisson Mótmæltu brottvísun tveggja afganskra fjölskyldna Magnús Heimir Jónasson Veronika S. Magnúsdóttir Meirihluti borgarráðs samþykkti deiliskipulag Stekkjarbakka 73þ, sem tilheyrir Elliðaárdal, á borgar- ráðsfundi í gær. Í deiliskipulaginu felst uppbygg- ing á lóð sem spannar um 43 þúsund fermetra, þar sem gert er ráð fyrir bílastæðum, gróðurhvelfingu og verslunarrými. Málið fór fljótt í gegn þrátt fyrir andstöðu margra gegn skipulaginu að sögn Hildar Björnsdóttur, borg- arfulltrúa Sjálfstæðisflokksins. Hollvinasamtök Elliðaárdalsins hyggjast knýja fram íbúakosningu um málið. Hildur segist vonsvikin yfir því að málið hafi verið afgreitt í sumarfríi borgarstjórnar: „Þá er sá hátturinn hafður á að það er lítil umræða um málið en undir venjulegum kringumstæðum færi umræðan inn í borgarstjórn. Það hafa sjaldan ef nokkurn tímann áður komið fram svo margar nei- kvæðar athugasemdir og umsagnir um breytingar af þessu tagi. Það merkilega með þessa flokka sem kenna sig við umhverfisvernd er að Umhverfisstofnun var ekki einu sinni boðuð á fund og athugasemd- um hennar ekki svarað,“ sagði Hild- ur. Komu til móts við umsagnir Spurð hvort hægt hefði verið að koma meira til móts við áhyggjur íbúa og Hollvinasamtaka Elliðaár- dals segir Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, borgarfulltrúi Viðreisnar, að það hafi verið gert. „Þetta er allt saman í gögnum málsins. Það var farið í gegnum all- ar ábendingar og umsagnir. Það var farið í gegnum það í þrjátíu liðum og komið heilmikið til móts við þær um- sagnir sem komu frá öllum ábend- ingaraðilum. En við erum alveg skýr með það að við viljum gjarnan þróa upp græna og skemmtilega starf- semi á Stekkjarbakkanum,“ segir Þórdís. Hún býr sjálf á svæðinu og segist ánægð með að Stekkjarbakkinn, sem hefur verið „hálfgerð eyði- mörk“, verði nú að skemmtilegu svæði fyrir alla sem er tengt nið- ur í Elliðaárdal- inn. Spurð hvort hún telji að þessi breyting muni skaða græna svæðið í dalnum svarar hún því neitandi. „Bara alls ekki, þetta skipulag fer bara ekkert ofan í Elliðaárdal. Þetta er í algjörri sam- fellu við það fallega svæði sem Ell- iðaárdalurinn er. Þarna verður garðrækt, matvistargarðar, gróður- hús, kaffihús og góðir hjólreiða- og göngustígar. Þetta er falleg upp- bygging á svæði sem ekkert hefur verið gert við í 30 ár og hefur verið í órækt,“ segir Þórdís Hafði miklar efasemdir fyrst Líf Magneudóttir, borgarfulltrúi Vinstri-grænna, segist hafa legið lengi yfir málinu áður en hún tók af- stöðu til deiliskipulagsins. „Þetta er náttúrlega mjög umdeilt mál og ég skil það mjög vel. Ég hafði í fyrstu miklar efasemdir en ég algjörlega lagðist yfir þetta og ég get ekki séð eftir mikla yfirlegu, bæði sviðsins og annarra, að þetta stríði gegn t.d. aðalskipulaginu, loftslagsstefnu borgarinnar eða grænum svæðum hennar. Ég tel þetta mjög framsýna viðbót,“ segir Líf. Hún telur einnig að með þessu muni fleiri sækja í náttúruna á svæðinu en ella.  Borgarráð samþykkti breytingu á deiliskipulagi Stekkjarbakka  Hollvinasamtök Elliðaárdalsins ætla að knýja fram íbúakosningu  Sjaldan séð svona margar neikvæðar umsagnir, segir borgarfulltrúi Uppbygging í Elliðaárdal samþykkt Líf Magneudóttir Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Hildur Björnsdóttir Stjórnvaldssekt upp á 3.798.631.250 krónur hefur verið lögð á þrotabú WOW air. Um er að ræða langhæstu sekt sem Umhverfisstofnun hefur lagt á. Ísland er aðili að viðskipta- kerfi Evrópusambandsins um losun- arheimildir. Sektin er lögð á þrotabúið vegna vanrækslu flugrekanda á að standa skil á losunarheimildum fyrir árið 2018. „Þú færð þessa risastóru sekt ef þú stendur ekki skil á heimildum þínum,“ segir Elva Rakel Jónsdótt- ir, sviðsstjóri loftslagsmála og græns samfélags hjá Umhverfis- stofnun, við mbl.is. Samkvæmt vottaðri losunar- skýrslu flugrekandans WOW air var heildarlosun ársins 2018 samtals 278.125 tonn af CO2. Fjárhæð sekt- arinnar er lögbundin og samsvarar 100 evrum í íslenskum krónum vegna hverrar losunarheimildar. Selt fyrir gjaldþrotaskipti „Það er fátt við þessu að gera. Sala losunarheimildanna átti sér stað áður en félagið var tekið til gjaldþrotaskipta. Búið tók við greiðslum vegna sölunnar,“ segir Sveinn Andri Sveinsson, lögmaður og annar skiptastjóri þrotabús WOW air. Forsvarsmenn WOW air seldu losunarheimildir vegna útblásturs frá starfsemi félagsins skömmu áður en félagið fór í þrot. Andvirði söl- unnar, sem nam um 400 milljónum króna samkvæmt heimildum Við- skiptaMoggans, átti að nota til að standa straum af launagreiðslum vegna marsmánaðar. „Við höfum sagt við Umhverfisstofnun að lýsa kröfu í búið og svo tökum við afstöðu til hennar þegar að því kemur,“ bæt- ir Sveinn við. Hann segir að það verði tekið til sjálfstæðrar skoðunar hvort þrota- búið andmæli sérstaklega sektinni. Spurður hvort íslenska ríkið yrði stærsti kröfuhafi í þrotabúið ef sekt- in yrði samþykkt segir Sveinn að ríkið yrði með þeim stærri en ekki stærsti kröfuhafinn. Skiptastjórar hafi snemma fengið vitneskju um að WOW ætti ekki losunarheimildir og fjármunirnir hefðu runnið inn í búið. Milljarðasekt á WOW  Stjórnvaldssekt lögð á þrotabú WOW air  Íslenska ríkið orðið einn stærsti kröfuhafinn í þrotabúið, segir skiptastjóri Guðríður Eldey Arnardóttir hef- ur verið skipuð skólameistari Menntaskólans í Kópavogi að því er fram kemur í tilkynningu frá mennta- og menningar- málaráðuneyt- inu. Guðríður er skipuð að fenginni umsögn skóla- nefndar Menntaskólans í Kópavogi og verður hún skipuð til fimm ára frá og með 1. ágúst 2019. Guðríður hefur verið formaður og framkvæmdastjóri Félags framhaldsskólakennara frá árinu 2014 en hún mun segja starfi sínu lausu í kjölfar ráðningarinnar. „Ég geri ráð fyrir að varafor- maður taki við. Ég er búin að kalla stjórnina saman í næstu viku og við munum setja fram hvað skal gera næst. Svo geri ég ráð fyrir að það verði boðað til kosn- inga um nýjan formann,“ segir Guðríður. Guðríður skipuð skóla- meistari Guðríður Eldey Arnardóttir  Kosið verður um nýjan formann FF

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.