Morgunblaðið - 05.07.2019, Side 11

Morgunblaðið - 05.07.2019, Side 11
FRÉTTIR 11Innlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. JÚLÍ 2019 Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Fjöldi fólks sækir reglulegar qigong-æfingar á Klambratúní í Reykjavík sem eru tvisvar í viku út ágústmánuð, alla þriðjudaga og fimmtudaga, klukkan 11. Allir eru velkomnir í ókeypis kennslu og leið- sögn og voru 130 manns mættir í mikilli sumarblíðu síðastliðinn þriðjudag en aldrei færri en hundrað hafa mætt á æfingar það sem af er sumri. Spornar gegn lífsstílssjúkdómum „Vinsældir þessarar kínversku hreyfingar springa nú út á Vestur- löndum enda mæla rannsóknir ein- dregið með henni til að sporna gegn öllum helstu lífstílssjúkdómum og streitu nútímans. Harvardháskólinn segir að besta hreyfing sem hægt sé að stunda sé þessi – auk sunds og gönguferða. Einkenni qigong og taichi er að allir geta iðkað hana sér til heilsubótar og gildir einu aldur og ásigkomulag,“ segir Kristrún Heim- isdóttir sem er einn aðstandenda þessara æfinga Það eru Tveir heimar – miðstöð qigong/taichi á Íslandi og Aflinn – fé- lag qigong-iðkenda sem standa að Klambratúnsæfingunum í sumar. Þykir þetta vera einstakt framtak á Íslandi á sviði almenningsíþrótta því allt að þúsund manns kynnist allt öðruvísi hreyfingu en Íslendingar eru vanir og sem hægt er að stunda af miklum krafti sem orkugjafa alla ævi. Elstu iðkendur á Klambratúni eru 95 ára. Mannlegt umhverfi Yfir vetrartímann er boðið upp á kennslu og þjálfun hjá Tveimur heimum í Suðurhlið 35 og hjá Afl- inum á ýmsum stöðum í bænum, en mikill áhugi er á því þessir aðilar sameini krafta sína í stærri æfingasal til að taka á móti þessari nýju sprengingu í áhuga. „Best er að stunda æfingarnar í kyrrlátu rými með fagra náttúru og gróður í kring sem uppfyllir feng shui-reglur um mannlegt umhverfi. Því miður njóta almenningsíþróttir sem sérstaklega henta eldri borgurum ekki sambæri- legrar fyrirgreiðslu í borgarkerfinu og keppnisíþróttir hinna yngri, sem er hugsunarháttur sem er úreltur og þarf að breytast,“ segir Kristrún. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Sumar Fjöldi fólks mætir jafnan á æfingarnar og gerir þær af krafti. Elstu þátttakendurnir eru á tíræðisaldri. Qigong á Klambratúni  Kínverskar æfingar tvisvar í viku  Einstakt framtak á sviði almenningsíþrótta  Til heilsubótar á öllum aldri Þjálfun Best þykir að stunda æfingarnar í kyrrlátu rými með gróður í kring. Helgi Bjarnason helgi@mbl.is „Ég vissi að hún myndi blanda sér í toppbaráttuna ef við næðum tíma, hún er svo snögg en ég átti ekki von á þessum tíma,“ segir Þórarinn Ey- mundsson, reiðkennari og tamn- ingamaður á Sauðárkróki. Hann er Íslandsmeistari í 150 metra skeiði, á Gullbrá frá Lóni á tímanum 14,10. Fyrstu Íslandsmeistararnir fengu verðlaun sín afhent í fyrra- kvöld á Íslandsmótinu í hestaíþrótt- um sem haldið er á félagssvæði Fáks í Víðidal. Konráð Valur Sveinsson sigraði í 250 skeiði á Kjarki frá Ár- bæjarhjáleigu, eftir harða baráttu við Guðmund Björgvinsson á Glúmi frá Þóroddsstöðum sem hafnaði í öðru sæti. Árni Björn Pálsson varð í öðru sæti í 150 metra skeiðinu, á Korku frá Steinnesi. Hún er fljót á skeiðinu Þórarinn og Gullbrá náðu ekki tíma í fyrri umferð skeiðkeppninnar. „Hún kom á kýrstökki út úr básnum í báðum sprettum og þá er erfitt að leiða hana inn á skeiðið. Hún er snögg út og ef hún kemur á réttu stökki er hún fljót á skeiðinu. Þetta gekk allt upp hjá okkur í seinni um- ferðinni,“ segir Þórarinn. Hann segist hafa fengið hryss- una lánaða í skeiðkeppni fyrir norðan fyrir rúmu ári. „Eftir það losnaði ég ekki við hana úr hausnum á mér og fékk hana á endanum keypta og er mjög þakklátur fyrir það.“ Þórarinn hyggst keppa á henni í 100 metra skeiði og gæðingaskeiði síðar á mótinu. Hann telur að hún geti náð góðum tíma í 100 metra skeiðinu en tekur fram að hún sé óreynd í gæðingaskeiði. Þórarinn er einn af þeim lands- liðsmönnum sem stefna að því að komast í landslið Íslands á Heims- leikum íslenska hestsins sem fram fer í Berlín í ágúst og er því að sýna sig fyrir landsliðsþjálfurum á mótinu. Hann vill fara með hestinn Veg frá Kagaðarhóli í fimmgangskeppni leik- anna. Hann er kominn með hann í A- úrslit á Íslandsmótinu. „Það eru verkin þar sem tala. Þetta er heil- steyptur hestur í gangtegundum og geðslagi, traustur og fallegur og fangar athygli fólks,“ segir Þórarinn. Ótrúleg breidd í keppninni Í dag verður forkeppni í tölti á Íslandsmótinu í Víðidal. Í fyrramálið verður gæðingaskeið, B-úrslit riðin eftir hádegið og 100 metra skeið um kvöldið. Á sunnudag verða úrslit í öll- um flokkum. Þórarinn segir að vellirnir í Víði- dal séu frábærir og rigningarskúrir hafi ekki drepið niður mótið. „Það er ótrúleg breidd í keppninni,“ segir hann. Gekk allt upp í seinni umferð skeiðkeppninnar  Fyrstu Íslandsmeistararnir á Ís- landsmóti í hestaíþróttum í Víðidal Ljósmynd/Gísli Guðjónsson Íslandsmeistari Þórarinn Ey- mundsson vann 150 metra skeið. ÍYFIRRÉTTI ( E. HIGH COURT OF JUSTICE) Nr. CR-2018-009151 FYRIRTÆKJA- OG FASTEIGNADÓMSTÓLAR (E. BUSINESSAND PROPERTY COURTS), ENGLANDS OGWALES VARÐANDI ROYAL & SUNALLIANCE INSURANCE PLC -og- VARÐANDI THE MARINE INSURANCE COMPANY LIMITED -og- VARÐANDI MERCANTILE INDEMNITY COMPANY LIMITED -og- VARÐANDI LÖG UM FJÁRMÁLAÞJÓNUSTU OG -MARKAÐI FRÁ ÁRINU 2000 („THE FINANCIAL SERVICESAND MARKETSACT 2000“) HÉR MEÐTILKYNNIST í samræmi við 2. mgr. 114. gr. breskra laga um fjármálaþjónustu og -markaði frá árinu 2000 (e. Financial Services and Markets Act 2000) („lögin“) að hinn 13. júní kvað yfir- rétturinn High Court of Justice of England andWales upp úrskurði skv. 111. gr. laganna, sem heimilar áætlun („áætlunin“) um framsal til Mercantile Indemnity Company Limited („Mercantile“) á tiltekinni eftirstandandi almennri vátryggingastarfsemi í Bretlandi á vegum Royal & Sun Alliance Insurance plc („RSAI“) og The Marine Insurance Company Limited („MIC“) („framseld starfsemi“). Gert er ráð fyrir að áætlunin taki gildi kl. 00:01 að breskum sumartíma (BST) hinn 1. júlí 2019. Sé annað EES-ríki en Bretland ríkið þar sem áhættan vegna tiltekin- nar vátryggingar sem felst í framseldu starfseminni er staðsett (eins og það orðalag er skilgreint að því er varðar 2.mgr. 114. gr. laganna) og vátryggingartakinn á rétt á því, vegna áætlunarinnar, að ógilda vátrygginguna samkvæmt lögum þess EES-ríkis er unnt að nýta þann rétt innan 30 daga frá dagsetningu þessarar tilkynningar eða (séu þau önnur) innan þeirra tímamarka sem lög þess EES-ríkis kveða á um. Vegna þess að allar vátryggingar sem felast í framseldu starfseminni eru eftirstandandi frá fyrri tíð (e. legacy policies) myndi slík ógilding ekki veita vátryggingartaka rétt á endurgreiðslu á neinum iðgjöldum, heldur svipta hann réttinum til að leggja fram bótakröfu. Vakni spurningar um framsalið, eða sé frekari upplýsinga þörf, má hafa samband við Norton Rose Fulbright LLP að 3 More London Riverside, London SE1 2AQ, Bretland, eða í síma +44 20 7283 6000, og skal þá nota tilvísunarnúmerið RAXH/1000099615. Húðfegrun ehf | Vegmúli 2 | Sími 533 1320 | www.hudfegrun.is Tímapantanir í síma5331320 Við tökumvel ámóti ykkur í Vegmúla2 af húðslípunmeðferð þegar greitt er fyrir 4 skipti! 15%afsláttur Í umfjöllun í Morgunblaðinu og á mbl.is um Bjarna Haraldsson, kaup- mann á Sauðárkróki, sem Sveitar- félagið Skagafjörður útnefndi sem heiðursborgara, var þess ekki getið að Jón Þ. Björnsson skólastjóri var fyrsti heiðursborgari Sauðárkróks- kaupstaðar. Beðist er velvirðingar á þessu en upplýsingarnar komu í upphafi frá sveitarfélaginu. LEIÐRÉTT Jón fyrsti heiðurs- borgari Sauðárkróks Allt um sjávarútveg

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.