Morgunblaðið - 06.07.2019, Page 2

Morgunblaðið - 06.07.2019, Page 2
VIÐTAL Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is „Við eigum ekki að samþykkja þriðja orkupakkann,“ segir Dóra Ólafs- dóttir ákveðin, þegar okkur Kristin ljósmyndara ber að garði. Hún er elsti núlifandi Íslendingurinn, á 107 ára afmæli í dag. Dóra fæddist í Sigtúnum á Kljá- strönd í Grýtubakkahreppi í Suður- Þingeyjarsýslu 6. júlí 1912. Hún var talsímavörður hjá Landsímanum á Akureyri frá 1936 til 1978, en flutti suður þegar hún var 100 ára. „Ég ætlaði að búa hjá Áskeli, syni mínum, en var þar stutt því mjöðmin bilaði, ég þurfti að fara á sjúkrahúsið og þaðan fór ég hingað á Skjól í desem- ber 2012, þar sem ég hef búið síðan.“ Dagurinn hjá Dóru fer að stórum hluta í að lesa Morgunblaðið. „Ég fæ allar mínar fréttir úr Mogganum, því ég sé svo illa á sjónvarpið,“ segir hún. Bendir á að grein um orkumál eftir Ara Trausta Guðmundsson, sem birt- ist 17. maí sl., hafi verið góð. „Ég gæti vel hugsað mér að sjá hana birta aft- ur, því hún var svo fróðleg.“ Lengi vel prjónaði Dóra dýr og gaf ættingjum og öðrum, en nú eru það pottaleppar. „Þarna er nýjasti prjónaskapurinn,“ segir hún og bend- ir á einn slíkan. „Svo les ég mikið,“ heldur hún áfram og dásamar bóka- safnið á Skjóli. „Ég lærði líka að mála í handavinnustofunni niðri, en gaf all- ar myndirnar.“ Ekki gleyma Jóni Eiginmaður hennar var Þórir Guð- mundur Áskelsson, sem andaðist 2000. Þau eiga tvö börn, Ásu Drexler, sem býr í Bandaríkjunum, og Áskel. „Ég hætti að vinna, þegar sonur Ásu kom til okkar 14 ára gamall. Ég vissi að ég gæti ekki gert mikið fyrir hann með fullri vinnu svo ég sagði bara upp.“ Dóra gekk alltaf í og úr vinnu. „Við Þórir eignuðumst fyrsta bílinn 1943 en ég kunni ekkert á bíl,“ rifjar hún upp. „Einu sinni ætlaði bílstjóri að kenna mér á bílinn, en ég sá strax að ég var ekki manneskja til að keyra. Það náði ekki lengra.“ Heyrnin er farin að bila, en annars er Dóra við góða heilsu, andlega hress og minnið gott. Hún man til dæmis eftir Kötlugosinu 1918 og eftir að hafa hitt Matthías Jochumsson skáld. Hún hreyfði sig mikið á árum áður og tekur nú út það sem hún lagði inn í heilsubankann. „Ég átti ekki von á því að verða svona gömul, en ég hef lifað heilbrigðu lífi, hef hvorki verið í áfengi né tóbaki. Á meðan ég get lesið og gengið þarf ég ekki að kvarta. Ég þarf að vísu alltaf að ganga með kerru, en ég geng bæði í mat og kaffi og hef nóg fyrir stafni. Ég þarf ekki að láta mér leiðast.“ Dóra segir að líf- ið sé ekki bara „músík og fín föt“ og ástæða sé til þess að halda nafni Jóns Sigurðssonar forseta vel á lofti. „Það er eins og allir hafi gleymt honum. Ég hef ekki heyrt minnst á hann síðan ég settist hér inn. Það virðist gleymt að hann bjargaði landinu, að við urðum sjálfstætt ríki. Við eigum að halda áfram að vera Íslendingar og eiga okkar ríki, ekki gefa það frá okkur.“ Vill ekki samþykkja þriðja orkupakkann  Dóra Ólafsdóttir er elsti núlifandi Íslendingurinn, 107 ára Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Elsti Íslendingurinn Dóra Ólafsdóttir, sem er 107 ára í dag, er ákveðin og lék við hvern sinn fingur í gær. 2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. JÚLÍ 2019 Hefur þú prófað nýju kjúklingasteikurnar? NÝTT OG SPENNANDI FRÁ HOLT A Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Ragnhildur Þrastardóttir ragnhildur@mbl.is „Ég vona að okkar barátta komi bæði til með að hjálpa okkur og öðr- um sem lenda í sömu stöðu,“ segir Asadullah Sarwary, hælisleitandi frá Afganistan. Vísa átti honum og tveimur son- um hans, Mahdi og Ali, úr landi síð- astliðið sunnudagskvöld en brottvís- uninni var frestað sökum ofsakvíða sem blossaði upp hjá Mahdi vegna fyrirhugaðrar brottvísunar. Seinnipartinn í gær gaf Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir dómsmálaráðherra út breytingar á reglugerð um útlendinga. Í henni felst að Útlendingastofn- un er heimilt, á grundvelli sérstakr- ar beiðni eða að eigin frumkvæði, að taka til efnismeðferðar umsókn barns sem hefur fengið vernd í öðru ríki, séu meira en tíu mánuðir liðnir frá því að umsókn barst íslenskum stjórnvöldum og tafir á afgreiðslu hennar séu ekki á ábyrgð umsækj- andans. Ellefu mánuðir eru síðan feðg- arnir sóttu hér um vernd og falla þeir því undir nýju reglugerðina. „Ég gerði almennt ráð fyrir því að við kæmum fram með þessar til- lögur í ágúst, eftir vinnu undan- farna mánuði. En í ljósi umræðunn- ar og vilja ríkisstjórnarinnar til þess að forgangsraða sérstaklega í þágu barna ákváðum við að vinna hraðar til þess að geta komið því á framfæri þannig að það lægi fyrir,“ segir Þórdís Kolbrún um reglugerð- ina. Frábært að sjá fólk mótmæla Hún samsinnir því að vissulega hafi umræðan um Sarwary-feðgana og aðra fjölskyldu sem vísa átti úr landi, Safari-fjölskylduna sem einn- ig er frá Afganistan, haft áhrif á það að Þórdís hafi ákveðið að láta breytingarnar verða að veruleika. Fjölmenni mótmælti fyrirhugaðri brottvísun feðganna og Safari-fjöl- skyldunnar í fyrradag. Asadullah mætti á mótmælin og segir að hann hafi orðið mjög glað- ur að sjá að Íslendingum stæði ekki á sama um þeirra mál. „Það var margt fólk og það var alveg frá- bært.“ Heimilar upptöku máls feðganna  Breytingar á reglugerð um útlendinga hafa bein áhrif á Sarwary-feðga og Safari-fjölskylduna  Ráðherra segir umræðuna hafa flýtt fyrir breytingunum Morgunblaðið/Hallur Már Bræður Mahdi Sarwari, tíu ára (t.h.), og bróðir hans Ali, níu ára. Mahdi var illa haldinn af kvíða vegna áður fyrirhugaðrar brottvísunar þeirra feðga. Lögmaður feðganna, Magnús Davíð Norðdahl, segir í samtali við mbl.is að öruggt sé að feðg- unum verði ekki vísað úr landi. Hann segir feðgana himinlifandi yfir nýju reglugerðinni og Saf- ari-fjölskylduna einnig. „Þau fengu ekki efnis- meðferð og ekki var litið til að- stæðna þeirra í heimalandi þeirra,“ segir Magnús Davíð. „Nú fá þau slíka meðferð og þá taka lögmenn Rauða krossins við málinu á ný og fylgja því eft- ir,“ segir hann. „Ég held að það sé borðleggj- andi að báðar fjölskyldur fái al- þjóðlega vernd,“ segir Magnús Davíð. Öruggt að þeir fái vernd VIÐBRÖGÐ LÖGMANNS Magnús Heimir Jónasson mhj@mbl.is Efling hefur skrifað undir endur- skoðaða viðræðuáætlun við Reykja- víkurborg. Þar kemur fram að við- ræður verða teknar upp að nýju um miðjan ágúst og fyrirhugað er að klára kjarasamning fyrir 15. septem- ber. Á vef Eflingar kemur fram að vegna þeirra tafa sem verið hafa á samningsgerð fái starfsmenn greidda innágreiðslu á kjarasamning þann 1. ágúst upp á 105.000 kr. Upphæðin greiðist hlutfallslega miðað við starfstíma og starfshlutfall á tímabilinu frá og með 1. apríl 2019 til og með 30. júní 2019. Þá er einnig tekið fram að Efling hafi setið nokkra fundi með Reykjavíkurborg en enginn árangur hefur náðst í þeim viðræðum. „Er það m.a. vegna þess að borgin neitar að ræða um raunstyttingu vinnutímans sem kemur mjög á óvart þar sem Reykja- víkurborg hefur verið í fararbroddi tilraunaverkefnis um þannig stytt- ingu, með mjög góðum árangri. Þessum árangri hefur borgin hamp- að á málþingum og fundum,“ segir á vef Eflingar. Viðræðum Eflingar við Samband íslenskra sveitarfélaga hefur verið vísað til ríkissáttasemjara. Á samn- ingafundum Eflingar við ríkið hefur verið rætt um styttingu vinnuvik- unnar og leggur félagið mikla áherslu á að í þessum samningum náist raunstytting á vinnutíma, segir á vef Eflingar. Samninganefnd Eflingar telur því augljóst að hér komi ekki til greina að slá af kröfum. Viðræðum frestað um rúman mánuð  105.000 kr. greiðsla fyrir starfsfólk Morgunblaðið/Ómar Kjaramál Viðræðum Eflingar og Reykjavíkurborgar frestað.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.